Morgunblaðið - 01.03.1983, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.03.1983, Blaðsíða 28
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MARS 1983 Óli Sigurjón Barðdal — Minning Fæddur 5. júní 1917 Dáinn 22. febrúar 1983 Það er dimmur og kaldur janú- ar. Ég er á förum til útlanda og er komin upp í Depluhóla til að kveðja frænda og frænku. — Inni er hlýtt og bjart, kaffið sterkt og gott. Margt er spjallað, stundin líður hratt. Það leiðist engum sem nýtur gestrisni hjónanna í Deplu- hólum 7. Það líður að miðnætti. Þau fylgja mér til dyra. Létt er yfir öllum, Óli veifar til mín í kveðjuskyni: „Sendi þér kort frá Ríó,“ kallar hann á eftir mér. Til- hlökkunin í röddinni leynir sér ekki. Mikil ævintýraferð er fram- undan. Skjótt skipast veður í lofti. Ein- um og hálfum mánuði seinna er ég komin heim á ný. í þetta sinn til að fylgja þessum kæra frænda og vini hinsta spölinn. Ég hef verið svo lánsöm að fá að njóta náinna samvista við óla allt frá barnæsku. Með foreldrum mínum og þeim hjónum ríktu miklir kærleikar. Þau keyptu i sameiningu sína fyrstu íbúð og voru sambýlingar og síðar ná- grannar til margra ára. Samgang- ur fjölskyldna okkar var því meiri og nánari en almennt gerist milli systkina og mágfólks. Þegar ég svo missti föður minn á unglings- aldri reyndist Óli mér og okkur mæðgum, þá og reyndar alltaf síð- an, ómetanlegur vinur og ráðgjafi, hin sterka stoð sem alltaf mátti halla sér að ef eitthvað bjátaði á. Óli Barðdal bjó yfir miklum mannkostum og átti fáa sína líka á mörgum sviðum. Hann var ein- stakur eiginmaður, faðir og afi. Þau hjón voru sérlega samrýnd og samhent í öllu. Leyndi sér ekki hin gagnkvæma virðing og ást sem þau báru hvort til annars. Saman sköpuðu þau sér og börnum sínum glæsilegt heimili. Óli var sú manngerð sem fólk ósjálfrátt lað- aðist að. Hann kunni vel þá list að láta fólki liða vel í návist sinni. Hann var vinmargur enda félags- lyndur og hafði næmt auga fyrir skoplegri hliðum mannlífsins. Vinnusemi hans og elja var með ólíkindum, jafnvel svo að okkur sem næst honum stóðu þótti oft nóg um. Greiðvikni hans og hjálp- semi var viðbrugðið og sjaldan hygg ég að nokkur hafi farið bón- leiður af hans fundi. Sjálf á ég honum svo margt að þakka sem nú verður aldrei endurgoldið. Ferðin til Ríó var aldrei farin. í stað þess er hann nú lagður upp í aðra og meiri ferð. Látum verða okkur huggun í harmi vissuna um, að við ferðalok á hann von góðrar heimkomu. Blessuð sé minningin um góðan dreng. Dísa Öll vitum við, að einhvern tíma munum við yfirgefa þennan heim. Mikill er harmur, þegar kær vinur er kallaður burt fyrirvara- laust úr jarðnesku lífi okkar. Hjartahlýjan er einn helzti eðl- iskostur hvers manns. Sá góði kostur var einkennandi fyrir Óla Barðdal, sem bezt kom í ljós, hversu sannur vinur hann reynd- ist okkur fjölskyldunni og föður okkar í erfiðum veikindum hans á sl. ári. Varla leið sá dagur, að hann kæmi ekki til að gleðja hann og stytta honum stundir. Við munum aldrei geta fullþakkað, hversu mikil stoð hann reyndist okkur systkinum og móður okkar þennan erfiða tíma. Ekki hefði okkur órað fyrir því fyrir 7 mánuðum, er við kvöddum ástkæran föður okkar, að svo skammt yrði á milli þeirra vina. En þannig er forsjónin. Sár söknuður sækir að, er við í dag kveðjum óla Barðdal, en minningarnar um góðan og vand- aðan vin munu lifa. Elsku Lella, megi góður Guð styrkja þig og fjölskyldu þína í ykkar miklu sorg. F.h. fjölsk., J. Ingimarsdóttir. í dag verður til moldar borinn frá Dómkirkjunni Óli Barðdal, forstjóri, Depluhólum 7 í Reykia- vík. Hið skyndilega fráfall Óla kom eins og reiðarslag yfir fjöl- skyldu og vini. Fram á síðasta dag vann óli fullan vinnudag í fyrir- tæki sínu, Seglagerðinni Ægi í Ör- firisey. Enginn leiddi hugann að dauðans dyrum og allra síst hann sjálfur. Óli var nýbúinn að skipu- leggja frí með eiginkonu sinni á fjarlægar slóðir og hugur hans og þeirra beggja beindist að undir- búningi þeirrar ferðar. Þau hlökk- uðu sannarlega til þeirrar hvíldar, sem í vændum var. Enginn má sköpum renna, og margt fer öðru- vísi en ætlað er. Orlög verða sjald- an séð fyrir og lífsgáturnar eru margar. Óli var fæddur á Patreksfirði og þar eyddi hann sínum unglingsár- um. Hann stundaði sjóinn á ýms- um fiskiskipum, bæði á Vestfjörð- um og Suðurlandi. Síðan fór hann í farmennsku og sigldi sem báts- maður á Lagarfossi og Tröllafossi með þeim ágæta skipstjóra Bjarna Jónssyni. Staða bátsmanns í þá tíð var bæði virðingarverð og ábyrgð- armikil. Hjá Bjarna skipstjóra lærði Óli undirstöðuatriði far- mennskunnar, sem síðar komu honum að góðu haldi í fyrirtæki hans, Seglagerðinni Ægi. Óli ræktaði alla tíð með sér drenglyndi og prúðmennsku. Dugnaður og fagleg vinnubrögð voru aðalsmerki hans. Þetta er sá arfur, sem hann lætur sonum sín- um eftir, bæði sem minningu og lærdóm. Óli var vel gerður maður, traustur vinur vina sinna. Hann var einstaklega bóngóður og áreið- anlegur í öllum viðskiptum. Hann vann fyrirtæki sínu traust og trúnað og á því byggðust viðskipt- in. Óli stjórnaði með einstakri ljúfmennsku og það er trú mín, að hans verði sárt saknað af þeim sem með honum unnu. Hann var alla tíð hluti af sínu eigin fyrir- tæki, vann sjálfur með fólkinu öll störf, sem til féllu. Með slíkum vinnubrögðum skapa menn gott andrúmsloft og renna traustum stoðum undir velgengni sína. Eftirlifandi eiginkona Óla er Sesselía Guðnadóttir. Þau hjónin áttu 5 syni, Jón, seglasaumara, Hörð, endurskoðanda, Reyni, minkaútibússtjóra, Óla Sigurjón, sem dó ungur, og Þóri, nema í myndlist. Eftir að börnin komust á legg vann eiginkona óla við hlið manns síns í fyrirtækinu og lagði þar með sitt af mörkum til þess að allt mætti vel fara. Þau hjónin áttu sumarhús við Þingvallavatn. Þar átti Óli margar ánægjustundir í faðmi fjölskyldunnar. Hann naut þeirrar kyrrðar, sem umhverfið SAMEC lCOSTRUZIQNI meccanichej bflalyftan Lyftir 2000 kg, fyrirferðarlítil og þægileg til allra viðgeröa. Hagstætt verð S. Guðjónsson hf. Auðbrekku 49, sími 42120. t Faöir okkar, FRIORIK INGIMUNDARSON, er látinn. Útför hans hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hins látna. Fyrir hönd aöstandenda, Elín Frióriksdóttir, Svanhvít Friðriksdóttir, Friðrik Friöriksson, Matthildur Friöriksdóttir. t Frændi okkar, VÍKINGUR SÆVAR SIGURDSSON, andaöist í Sjúkrahúsi í London 25. febrúar. Ágústa Vigfúsdóttír, Anný Halldórsdóttir. Sonur minn, t BRYNJAR ÞÓR INGASON, Hátúni 32, Keflavík, lést af slysförum febrúar. Las Vegas, Bandaríkjunum, laugardaginn 26. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Guómunda Bergvinsdóttir. t Konan mín, GUÐRUN GUOMUNDSDÓTTIR fró Snarparstöðum andaöist á hjúkrunarheimilinu Sólvangi, 27. þessa mánaöar. Skarphéöinn Jóhannsson og dætur hinnar látnu. t Elskuleg eiginkona min, dóttir, móöir okkar, tenqdamóöir oq amma, GUÐRÚN HELGADÓTTIR frá Heggstööum, Vogatungu 34, Kópavogi, lést á gjörgæsludeild Landspítalans 25. febrúar. Jaröarförin fer fram föstudaginn 4. mars kl. 15 frá Fossvogskirkju. Blórn vinsamlegast afþökkuö en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Islands eöa Borgfiröingafélagiö í Reykja- vík. Sigurður Tómasson, Helgi Sigurósson, Helgi Hauksson, Eiín S. Siguröardóttir, Ástríöur H. Sigurðardóttir, Tómas Sigurösson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.