Morgunblaðið - 01.03.1983, Blaðsíða 32
40
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MARS 1983
rao3nu-
ípá
I l j-T HRtiTURINN
|lil 21. MARZ-19.APRÍL
I>að skedur eitthvad skemmti-
legt og spennandi í dag. Ef þú
ert ekki ad fara í frí hittirdu
einhvern sem lífgar mjög upp á
tilveru þína. Þetta er einn af
bestu dögunum þínum.
NAUTIÐ
20. APRlL-20. MAl
Þú ert aðlaðandi fyrir hitt kynið
og kynnist örugglega einhverj-
um nýjum í dag. Það er mikið
að gera í sambandi við ásta-
málin. Þú skalt njóta þess að
hafa það reglulega gott.
! 'W/A TVÍBURARNIR
21. MAl—20. JÚNl
Þínir rómantískustu draumar
geta ræst í dag. Farðu eitthvað
út að skemmta þér í kvöld með
elskunni þinni. Ef þú ert ekki
bundin er sá eða sú rétta á
næstu grösum.
\im KRABBINN
I 21. JÚNl—22. JÚLl
Þér er óhætt að taka áhættu í
dag, heppnin er með þér. Þú
skemmtir þér vel og þér finnst
að framtíðin blasi við þér. Þú
skalt alls ekki vera einn heima í
kvöld heldur hitta vini og
skemmta þér.
'rSílLJÓNIÐ
íftfm /OlI-22. ágúst
DYRAGLENS
4'
Þetta er tilvalinn dagur til þess
að fara í ferðalag eða bjóða þín-
um nánasta á sýningu eða fá-
gæU skemmtun. Þú ert í skapi
til að gera eitthvað óvenjulegt.
MÆRIN
23. ÁGÚST-22. SEPT.
Fjármálin ganga vel. Þú færð
hærra kaup en þú bjóst við. Ein-
hver færir þér gjöf. Njóttu
kvöldsins með ástinni þinni. Þið
ættuð að gera ykkur dagamun.
C1M2 -Trlbun* Company SynOlcat*. Inc
7-2-/
CONAN VILLIMAÐUR
TOMMI OG JENNI
VOGIN
| 23- SEPT.-22- OKT.
Þetta er tilvalinn dagur til þess
að fara í rómantískt ferðalag
með ástinni sinni. Ef þú kemst
ekki frá ættirðu að reyna að
gera þér dagamun heima.
DREKINN
23. OKT.-21. NÓV.
Þú ættir að sækja um stöðu-
hækkun eða alla vega sækja um
leyfi til að fá að ráða þér meira
sjálfur í vinnunni. Gættu hófs í
mat og drykk sérstaklega í mat.
fáSl bogmaðurinn
1 V '1S 22. NÓV.-21. DES.
Sköpunargáfa þín er mjög mikil
í dag og þú skalt óspart notfæra
þér það. Þetta er þinn dagur og
þú skalt nota hann til þess að
gera eitthvað nýtt og spennandi.
LJOSKA
m
STEINGEITIN
22. DES.-19. JAN.
Þú ættir að gera eitthvað til að
lífga upp á heimili þitt og
skemmta þér svo vel í kvöld.
Hvernig væri að halda smá-
veislu. Astarmálin ganga vel.
FERDINAND
IJIjll VATNSBERINN
20.JAN.-18.FEB.
Farðu á skemmtun sem er í
nágrenni við heimili þitt í kvöld.
Bjóddu maka þínum eða félaga
með. Þið eigið það skilið að
lyfta ykkur svolítið upp.
FISKARNIR
19. FEB.-20. MARZ
l>ú ættir að gera eitthvað rót-
tækt til þess að þú verðir
ánægðari í vinnunni og njótir
meira frelsis þar. Biddu um
stöðu- eða kauphækkun. Farðu í
veislu í kvöld.
OKAY, MEN.MOVE OUT!
UJE HAVE A L0N6 LiAVTO
60, BUT SPIKE NEEPS
~\OUR HELP!^~
Þá er kominn fótaferðartími!
Það er löng leið fyrir hönd-
um, en Sámur er hjálparþurfi!
SMAFOLK
I WONDER HOL) HE'S
CX)IN6 OUT THERE IN
THEPESERTALL ALONE
FI6HTIN6 OFF THE COVOTES
Syndicate. Inc.
Hvernig skyldi barátta hans
við sléttuúlfana ganga?
FORTUNATELY, SPIKE IS
A REAL FI6HTER...HE
KN0W5 ALLTHE TRICK5..
Sámur er sönn bardaga-
hetja... Hann kann öll
brögðin.
Fjandinn! Það er erfitt að
skjóta teygjum án þess aö
þær fari í fingurna.
BRIDGE
Umsjón: Guöm. Páll
Arnarson
Þú spilar 3 grönd og út kem-
ur hjarta. Andstæðingarnir
skiptu sér ekkert af sögnum.
Norður
♦ ÁD4
VG7
♦ 952
+ ÁD1043
Suður
♦ KG8
VÁK
♦ DG1084
♦ 752
Hjartaútspilið gerir það að
verkum að þú hefur ekki
tempó til að brjóta út tígulinn.
Laufið verður því að gefa fjóra
slagi. Það blasir við. En spurn-
ingin er: Hvernig er best að
fara í litinn?
Þú mátt gefa einn slag á lit-
inn, svo þú gætir látið þér
detta í hug að taka fyrst á ás-
inn og spila svo á DIO. En ef
liturinn er 3—2, eins og líklegt
er, gætirðu lent í leiðindahitt-
ingi. Það er betri spila-
mennska að spila upp á tvi-
svíningu; þá vinnurðu þó alltaf
spilið ef vestur á annað háspil-
ið eða þriðja.
En vandaðasta íferðin er að
spila strax á drottninguna.
Norður
♦ ÁD4
VG7
♦ 952
♦ ÁD1043
Austur
♦ 107632
VD964
♦ K73
♦ G
Suður
♦ KG8
VÁK
♦ DG1084
♦ 752
Þú ræður ekki við kóng
blankan í austur nema taka
fyrst á ásinn, og við höfum séð
að það er ekki góð íferð. Og ef
þú setur tíuna fyrst og kóng-
urinn er blankur ertu engu
bættari, því vestur fær þá allt-
af slag á gosann. En það má
ráða við gosann blankan í
austur með því að svína
drottningunni fyrst. Ef
drottningin er drepin með
kóng er tíunni seinna svínað.
En ef hún á slaginn er rétt að
fara heim á spaða til að spila
laufinu að blindum ef vestur
skyldi eiga KGxx. En sem
sagt: að svína drottningunni
strax gefur besta möguleika á
fjórum slögum á litinn.
SKÁK
Vestur
4> 'tr.
V108532
♦ Á6
♦ K986
Umsjón: Margeir
Pétursson
Mikhail Tal, fyrrum
heimsmeistari, sigraði
sannfærandi á minn-
ingarmótinu um Chigorin í
Sochi fyrir áramótin. Hér
hefur hann hvítt og á leik
gegn ný-sjálenska alþjóða-
meistaranum Chandler og
auðvitað tryggir Tal sér sig-
ur með skemmtilegri fléttu:
19. Re6! — fxe6 (19. - Dh4
er einfaldlega svarað með
20. g3) 20. Bxe6+ - Kh8, 21.
Dxd6 — Bb5, 22. Dxb4 —
Bxa4, 23. Dxa4 — Rc5, 24.
Dxa7 — Rxe6, 25. Hxe6 og
hvítur vann auðveldlega
með tveimur peðum meira.