Morgunblaðið - 01.03.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MARS 1983
31
talið að 10% endurheimt svör gefi
marktæka mynd af skoðunum
hópsins í heild.
Reyndin varð sú í þetta sinn að
16,3% allra kjósenda í Reykjavík
svöruðu og 15,7% allra kjósenda í
Reykjaneskjördæmi. Vegna þess-
arar miklu þátttöku verður að líta
svo á, að niðurstöðurnar lýsi ekki
aðeins skoðunum þeirra sem vildu
tjá sig í könnuninni, heldur gefi
þær allgóða mynd af skoðunum
alls þorra kjósenda í þessum kjör-
dæmum.
Ljóst er, að einhverjir af þeim
seðlum sem berast í skoðanakönn-
un sem þessari gætu verið falsað-
ir, fleiri en einn seðill getur borist
frá hverjum einstaklingi og seðlar
kunna að vera undirritaðir af ein-
staklingum sem hafa ekki náð til-
skildum aldri. Aðstandendur
könnunarinnar hafa lagt sig mjög
fram um að vinsa úr alla slíka seð-
la.
Til frekara öryggis var tekið úr-
tak úr endanlegu seðlasafni og
nöfn, heimilisföng og aldur við-
komandi einstaklinga könnuð til
hlítar til þess að ganga úr skugga
um áreiðanleik svara.
Niöurstöður:
Samtals bárust svör á 15.270
seðlum. Þar af töldust 14.968 gild-
ir, en 302 voru dæmdir ógildir. Af
þessum 302 ógildu seðlum voru 24
alveg auðir, 76 tvíritaðir og 202
voru nafnlausir, útfylltir af börn-
um, falsaðir eða ólæsilegir. Við at-
hugun á fyrrgreindu úrtaki seðla
tókst að sannreyna nöfn og aldur í
99% tilvika og má draga af því þá
álýktun að könnunin sé áreiðanleg
að þessu leyti.
Enda þótt könnuninni væri ein-
ungis ætlað að ná til íbúa Reykja-
víkur- og Reykjaneskjördæmis,
bárust 458 svör frá íbúum annarra
kjördæma og var unnið úr þeim
með sama hætti og öðrum svörum.
Heildarniðurstöður könnunar-
innar byggðar á svörum af 14.968
seðlum eru sýndar í töflu 1.
Haldið var saman niðurstöðum
þeirra seðla sem bárust í hverri
viku söfnunarinnar og eru þær
sýndar í töflu 2.
Töflurnar sýna, að yfirgnæfandi
meirihluti þátttakenda vill að
kosningarétturinn verði jafnaður
að fullu. Mikill meirihluti kýs að
þingmönnum verði fækkað, og
flestir vilja að landið verði gert að
einu kjördæmi. Töflurnar sýna
ekki, hve margir kjósa þetta
þrennt saman, en sé það athugað,
kemur í ljós, að þeir menn mynda
langfjölmennasta hópinn, samtals
5836 manns eða 39% þátttakenda.
Næst stærsta hópinn mynda þeir
sem vilja hafa þingmannatölu
óbreytta, vilja jafna að fullu at-
kvæðavægi og gera landið að einu
kjördæmi. í síðarnefnda hópnum
eru 2.437 manns eða 16% þátttak-
enda. Þetta þýðir að 8.273 eða 55%
þátttakenda vilja jafna atkvæða-
vægi milli landshluta að fullu og
gera landið að einu kjördæmi, án
þess að fjölga þingmönnum.
Þriðji stærsti hópurinn 1.092
manns eða 7% þátttakenda vill
óbreyttan fjölda þingmanna, jafna
að fullu og halda óbreyttri kjör-
dæmaskipan.
Fjórði stærsti hópurinn, 1.036
manns vilja fækka þingmönnum,
Sr. Kristján Bjarnason.
í CJÆR fór fram frá Dómkirkjunni
útför sr. Kristjáns Bjarnasonar,
fyrrverandi sóknarprests á Reyni-
völlum í Kjós. Kveðjuorð um sr.
Kristján birtast hér í blaðinu á
morgun, miðvikudag.
jafna atkvæðavægi að fullu og
taka upp einmenningskjördæmi.
Athyglisvert er að aðeins 87 ein-
staklingar, eða 0,6% þátttakenda
vilja fjölga alþingismönnum,
jafna atkvæðavægi að hluta og
halda núverandi kjördæmum, en
þetta er einmitt sú leið sem farin
er í frumvarpi því sem formenn
stjórnmálflokkanna hafa nú lagt
fram á alþingi.
Áskorun til
stjórnvalda
Þann 15. febrúar létu Samtök
áhugamanna um jafnan kosn-
ingarétt frá sér fara áskorun til
stjórnmálaflokkanna þess efnis að
ekki yrði frekar aðhafst um frum-
varp að nýjum kosningalögum
fyrr en endanlegar niðurstöður yf-
irstandandi skoðanakönnunar
lægju fyrir. Forystumenn stjórn-
málaflokkanna urðu ekki við þess-
ari ósk.
Niðurstöður víðtækrar skoðana-
könnunar liggja nú fyrir, þar sem
fram kemur með afdráttarlausum
og óyggjandi hætti, að kjósendur
Reykjavíkur- og Reykjaneskjör-
dæmis vilja ekki að alþingis-
mönnum verði fjölgað. Ennfremur
er ótvírætt ljóst að kjósendur
þessara kjördæma gefa ekki kosn-
ingarétt sinn eftir af fúsum og
frjálsum vilja, heldur verður hann
einungis af þeim tekinn með
valdboði.
Samtök áhugamanna um jafnán
kosningarétt skora á alþingis-
menn að jafna kosningarétt lands-
manna allra að fullu og falla frá
þeirri fyrirætlan sinni að fjölga
þingmönnum.
Jafnframt hvetja samtökin ein-
dregið til þess að sá möguleiki að
gera landið að einu kjördæmi
verði athugaður gaumgæfilega.
Ástæða er til að ítreka þá niður-
stöðu, að aðeins 87 manns eða
0,6% þátttakenda lýsti sig fylgj-
andi þeirri leið sem farin er í
frumvarpi formanna stjórnmála-
flokkanna og nú liggur fyrir Al-
þingi. Þá niðurstöðu verður að
túlka sem alvarlega aðvörun til al-
þingismanna og forystumanna
stjórnmálaflokkanna. Það getur
haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar í
för með sér að samþykkja laga-
frumvarp, sem svo lítils fylgis
nýtur meðal kjósenda, um svo
mikiivægt mál sem sjálfur kosn-
ingarétturinn er.
Samtök áhugamanna um
jafnan kosningarétt.
u geturðu fengið litaskerm á
System/34
tölvuna
hjá IBM
IBM vinnur jafnt og þétt að því að
gera tölvustörfin skemmtilegri og
þægilegri. Enn sem fyrr er System/34
ein vinsælasta og hagkvæmasta
tölvan fyrir íslenskt atvinnulíf. IBM
býður nú nýjan litaskerm á
System/34.
IBM 5292 litaskermurinn skilar 7
litum sem opna þér nýja möguleika
á framsetningu upplýsinga, meðal
annars á myndrænan hátt.
Borðið er létt og meðfærilegt. Enn
fremur má stilla hallann á
lyklaborðinu á einfaldan hátt til
hagræðis fyrir starfsfólk.
Það er staðreynd, að kaupverð
System/34 hefur nýverið lækkað um
40% hérlendis vegna hagstæðrar
framleiðsluþróunar. Pú gerir því góð
kaup í IBM System/34.
8
System/34 hefur nýtt og fallegt
lyklaborð, hannað með allar helstu
kröfur um vinnuaðstöðu og þægindi
í huga. Lyklarnir eru 83 í sömu
uppsetningu og á vélritunarborði,
með talnaröð og skipunarlyklum.
" Skaftahlíð 24 • 105 Reykjavík • Simi 27700
JsLENSK ÞEKKING-ALPJÓÐLEG TÆKN/