Morgunblaðið - 01.03.1983, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MARS 1983
flfovgjptiiiIirifafrUt
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson,
Björn JóhannSson.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 180 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 15 kr. eintakiö.
Prófkjörum Sjálf-
stæðisflokksins lokið
Geir Hallgrímsson um kosningalagafrumvarpið:
Verulegur áfangi í
kjördæmamálinu
Geir Hallgrímsson, formaöur Sjálfstæðisflokks, mælti í
gær á Alþingi fyrir frumvarpi til stjórnskipunarlaga (kjör-
dæmamál), sem hann flytur ásamt Svavari Gestssyni (Abl),
Steingrími Hermannssyni (F) og Magnúsi H. Magnússyni
(A). Frumvarpiö er flutt með stuðningi fjögurra viðkomandi
þingflokka. Hér fara á eftir nokkrir kaflar úr framsögu Geirs
Hallgrímssonar, sem lagði m.a. áherzlu á víðtæka samstöðu
stjórnmálaafla í þessu máli, en þetta væri í fyrsta skipti sem
breytingar í kjördæmamálum gengu fram með friði, án und-
angenginna harðvítugra deilna manna og flokka.
Prófkjörum Sjálfstæðis-
flokksins vegna þing-
kosninganna í apríl lauk um
helgina þegar kosið var í
Reykjaneskjördæmi og Aust-
urlandskjördæmi. í hinu síð-
arnefnda urðu núverandi
þingmenn, Sverrir Her-
mannsson og Egill Jónsson,
efstir og geta sjálfstæðis-
menn á Austurlandi svo
sannarlega vel við það unað,
hve margir tóku þátt í
prófkjöri þeirra. Sömu sögu
er að segja um Reykjanes-
kjördæmi. þátttakan þar var
prýðileg. I hvorugu kjördæm-
anna gerðist þó hið sama og í
Norðurlandi vestra, Vestur-
landi og Suðurlandi að próf-
kjörsþátttakendur yrðu fleiri
en kjósendur Sjálfstæðis-
flokksins í síðustu kosning-
um. Úrslitin í Reykjanes-
kjördæmi vekja sérstaka at-
hygli vegna þess hve Gunnar
G. Schram, nýliðinn, fékk
mörg atkvæði og hið sama
má raunar segja um Krist-
jönu Millu Thorsteinsson.
Þau Matthías Á. Mathiesen
og Salome Þorkelsdóttir
halda sömu sætum og áður á
framboðslistanum en ólafur
G. Einarsson er nú í 4. sæti í
stað 2. sætis áður, Gunnar G.
Schram verður í 2. sæti að
þessu sinni.
Þegar staða ólafs G. Ein-
arssonar er íhuguð að próf-
kjöri loknu, kemur að sjálf-
sögðu fyrst til álita, að hann
hefur verið formaður þing-
flokks sjálfstæðismanna á
mjög erfiðu tímabili og mikið
á honum mætt í öllum þeim
sviptingum. Ólafur G. Ein-
arsson er þó ekki eini þing-
flokksformaðurinn sem á
undir högg að sækja í fram-
boðsmálum fyrir þessar
kosningar. ólafur R. Gríms-
son, þingflokksformaður Al-
þýðubandalagsins, lækkaði
um sæti á framboðslista
flokks síns hér í Reykjavík og
sagði að þar hefðu „sterk öfl“
verið sér andstæð. Páll Pét-
ursson, þingflokksformaður
framsóknarmanna, á í mikl-
um erfiðleikum heima fyrir
og einn þingmanna Fram-
sóknarflokksins úr Norður-
landi vestra neitar alfarið að
sitja á sama framboðslista
og Páll. Sighvatur Björg-
vinsson, þingflokksformaður
krata, á enn eftir að ganga í
gegnum sína eldraun í
prófkjöri en meðframbjóð-
andi hans á Vestfjörðum,
Karvel Pálmason, hefur ritað
vestfirskum alþýðuflokks-
mönnum og hvatt þá til að
kjósa sig í efsta sætið og bola
Sighvati til hliðar. Þing-
mennska á öllum tímum er
vanþakklát og þó ekki síst
þegar upplausnin er jafn
mikil og raun ber vitni. Þing-
flokksformennska er greini-
lega ekki besta veganesti úr
alþingi þegar menn leita eft-
ir endurkjöri.
Sjálfstæðismenn hafa efnt
til prófkosninga í 7 af 8 kjör-
dæmum landsins. Einungis á
Vestfjörðum ákvað kjör-
dæmisráð flokksins að und-
angengnum ítarlegum um-
ræðum að efna ekki til
prófkjörs. Þessi ákvörðun
sem tekin var í fullu sam-
ræmi við samþykktar leik-
reglur af skýrum meirihluta
kjördæmisráðsins hefur ver-
ið notuð sem átylla fyrir
klofningsstarfsemi í röðum
sjálfstæðismanna á Vest-
fjörðum sem er andstæð
flokki þeirra og kann að hafa
slæm áhrif fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn víðar á landinu.
Alls hafa 29.128 manns
tekið þátt í prófkjörum
sjálfstæðismanna sem er um
66% af þeim fjölda (43.838)
sem veitti flokknum stuðning
í kosningunum í desember
1979, en tæp 70% af kjósend-
um flokksins í þeim sjö kjör-
dæmum þar sem til próf-
kosninga var efnt. Ekki er að
efa að menn eru misjafnlega
ánægðir hvernig til hefur
tekist við val frambjóðenda í
efstu sætin á listunum, en
prófkjörin eru þó viss örygg-
isventill fyrir flokksforystu-
menn því að þeim verður ekki
kennt um þann lista sem
ákveðinn er af kjósendum
sjálfum. Um hitt má svo
endalaust deila, hvort próf-
kjör séu skynsamleg og
sanngjörn leið til að setja
saman framboðslista. Hér á
þessum stað hefur það oftar
en einu sinni verið dregið í
efa og fyrir liggja rannsóknir
sem sýna, að það er firra að
prófkjör leiði frekar til
endurnýjunar á framboðs-
listum en ákvarðanir kjör-
nefnda. Æskilegt væri að
stjórnmálafræðingar tækju
sér fyrir hendur að rannsaka
með þeim aðferðum sem
fræðigrein þeirra hefur mót-
að hvaða áhrif það hefur haft
á innra starf og stefnumótun
stjórnmálaflokka að viðhafa
prófkjör. Án slíkra rann-
sókna má þó slá því föstu að
prófkjörin leiða ekki til
markvissari og stefnufastari
flokka.
Kjördæmaskipan og
kosningareglur
Breytingar á kjördæmaskipan
og kosningareglum hafa oft átt sér
stað frá því Alþingi var endurreist
með 26 þingmönnum samkv. til-
skipun Danakonungs 1843.
Þingmönnum var fjölgað um
einn 1857 og með stjórnarskránni
1874 eru gerðar breytingar á kjör-
dæmaskipaninni og þingmönnum
fjölgað í 36, 30 þjóðkjörna og 6
konungkjörna.
Upp úr aldamótum er þing-
mönnum fjölgað um 4, öllum þjóð-
kjörnum, og verða þá 40.
Bæði árin 1915 og 1920 eru sam-
þykktar breytingar á stjórnar-
skránni, konur fengu þá kosn-
ingarétt, konungkjör var fellt
niður, en landskjör tekið upp og
seinna árið fjölgað í Reykjavík um
2 þingmenn og ákveðin hlutfalls-
kosning.
Eftir Alþingiskosningarnar
1931 hafði Framsóknarflokkurinn
23 þingmenn af 42 með 35,9% at-
kvæða, en Sjálfstæðisflokkurinn
15 þingmenn með 43,8% og Al-
þýðuflokkurinn 4 þingmenn með
16,1% atkvæða. Gat ekki við svo
búið staðið. Var leitast við 1934 að
jafna metin nokkuð með fjölgun
þingmanna úr 42 í 49 og þ.á m.
úthlutun 11 jöfnunarsæta milli
flokka, en þau dugðu skammt og
því var þegar gerð breyting á
kosningalögum og kjördæmaskip-
an aftur 1942 og þingmönnum
fjölgað í 52 og teknar upp hlut-
fallskosningar í tvímenningskjör-
dæmum.
50% fjölgun kjósenda —
5% fjölgun þingmanna
Þótt bót væri að þessari breyt-
ingu sótti enn í sama horfið, ekki
Kaflar úr
þingrædu
í gær
síst vegna búferlaflutninga fólks.
Kjördæmabreytingin 1959 fólst
ekki eingöngu f fjölgun þing-
manna í 60 heldur og skiptingu
landsins í 8 kjördæmi, þar sem
viðhafa skyldi hlutfallskosningar.
Var hér um svipað fyrirkomulag
að ræða og Hannes Hafstein hafði
gert tillögu um í fyrri ráðherratíð
sinni, en ekki fengið samþykkt.
Frá því flokkaskipan hér á landi
breyttist eftir fullveldisviður-
kenninguna og byggðist síðan 1930
fremur á viðhorfum til
stjórnmálastefna en sjálfstæðisb-
aráttunnar við Dani, hafa þannig
verið gerðar 3svar sinnum breyt-
ingar á kosningalögum og kjör-
dæmaskipan, 1934,1942 og 1959. Á
þessari öld hefur aldrei liðið svo
langur tími milli breytinga sem nú
og áldrei hefur heldur verið unnt
að leysa málin án fjölgunar þing-
manna.
Kjósendum hefur fjölgað um
meira en 50% á landinu öllu frá
1959, en nú er ráðgerð 5% fjölgun
þingmanna.
Eins og kunnugt er, að undan-
skilinni endurskoðun kosninga-
laga og kjördæmaskipunar, búum
við við stjórnarskrá þá, sem sett
var þegar fsland varð lýðveldi og
er að stofni til frá 1874. Ýmsar
stjórnarskrárnefndir hafa síðan
verið að störfum, en ekki hefur
verið talin nauðsyn eða samstaða
náðst um að taka aðra þætti
stjórnarskrármálsins til meðferð-
ar en kjördæmaskipanina.
Alþingi samþykkti 6. maí 1978
tillögu til þingsályktunar um skip-
an stjórnarskrárnefndar, sem sér-
staklega skyldi taka til meðferðar
kjördæmaskipan, kosningaákvæði
stjórnskipunarlaga, skipulag og
starfshætti Alþingis og kosninga-
lög. Þessi nefnd átti að ljúka störf-
um innan tveggja ára eða fyrir
árslok 1980.
Meginatriðin þrjú
Nefnd þessi hefur sent frá sér
skýrslur um þessa þætti mála en
ekki lokið störfum eða gert
ákveðnar tillögur að þessu leyti.
Þingflokkar og formenn flokka og
þingflokka hafa þvi haft mál þetta
til ítarlegrar meðferðar.
Auðvitað hefur verið byggt á
samþykktum flokkanna um
endurskoðun kosningalaga og
kjördæmaskipunar en leitast við í
meðferð málsins að ná málamiðl-
un milli sjónarmiða í þingflokkun-
um.
Þrjú höfuðmarkmið hafa verið
höfð að leiðarljósi:
• 1. Þingstyrkur flokka og fram-
boða verði í samræmi við
kjósendafylgi.
• 2. Jafnað verði vægi atkvæða
kjósenda miðað við búsetu.
• 3. Aukin verði áhrif kjósenda á
val frambjóðenda til þing-
setu.
1. Segja má, að það markmið, að
þingstyrkur flokka og fram-
boða verði í samræmi við kjós-
endafylgi, hafi verið aðalleið-
arljós þessarar endurskoðunar.
Reynslan af núverandi kjör-
dæmaskipan frá 1959 sýnir að
skort hefur 2—6 uppbótarsæti
við hverjar kosningar til þess
að fullur jöfnuður næðist milli
flokka í þingstyrk miðað við
kjósendafylgi. Ef litið er sér-
staklega á úrslit síðustu alþing-
iskosninga 1979 skorti 6 upp-
bótarsæti til þess að fullt
flokkajafnvægi næðist.
Tillögur þær, sem gert er ráð
fyrir í frv. því er ég mæli fyrir,
eru til þess fallnar að tryggja
svo sem verða má, að flokkar og
framboð öðlist þingstyrk í
hlutfalli við kjósendafylgi til
þess að halda lýðræði og þing-
Rækjubátur sökk í ísafjarðarhöfn
ísarirði, 25. ft hrúar.
TÓLF smálesta rækjubátur, Helga
Björg SI 8, sökk í Sundahöfninni á
ísafirði í morgun. Báturinn var
mannlaus og engin slys urðu.
Laust eftir klukkan sex í morg-
un hafði skipstjórinn á rækju-
bátnum Dynjanda samband við
loftskeytastöðina á ísafirði og til-
kynnti að sjór væri kominn í mb.
Helgu Björg. Loftskeytamaðurinn
hafði strax samband við eiganda
bátsins, Ægi Ólafsson, og slökkvi-
liðsstjórann á ísafirði, Guðmund
Helgason. Var komið með dælur á
staðinn um sjöleytið, en rétt áður
en dælurnar komust i gang sökk
báturinn.
Báturinn lá utan á flotbryggj-
unni í Sundahöfn og þegar hann
sökk kom nokkur halli á bryggj-
una og jók það á erfiðleika við
björgunaraðgerðir. Síðdegis í dag
tókst að ná báfnum upp með hjálp
krana og mb. Gissurs Hvíta. Þegar
þessi frétt er símuð var ekki búið
að tæma bátinn og því ekki ljóst
hver orsök lekans er.
Helga Björg er 12 lesta eikar-
bátur, smíðaður á Seyðisfirði 1970.
Ægir Ólafsson keypti bátinn frá
Siglufirði í janúar síðastliðnum.
Hann sagði að það mundi taka
margar vikur að gera bátinn aftur
klárann til veiða.
Úlfar.