Morgunblaðið - 01.03.1983, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MARS 1983
Svar við fyrirspurn
í grein er birtist í Mbl. 25. febrú-
ar sl. ber Þórarinn Eldjárn fram
fyrirspurn til Almenna bókafélags-
ins vegna nýútkominnar Sænsk-
íslenskrar orðabókar.
í upphafi skal upplýst að AB sem
útgefandi hér á landi ber enga
ábyrgð né hefur forlagið skyldur
gagnvart tilboðum hins erlenda út-
gefanda og var ókunnugt um að
einhver áskrift hafi átt sér stað. Ef
til vill er þetta ekki kjarni málsins,
en þó skal á það bent að fái Þórar-
inn bókina senda í pósti frá Svíþjóð
má búast við að hann komist hjá
því að greiða söluskattinn f hinn
íslenska rfkiskassa. Við það sleppa
bóksalar hér á landi að sjálfsögðu
ekki.
Mér virðist kjarninn í fyrirspurn
Þórarins vera sá, hvort AB sé ekki
óþarfa miililiður og í hverju út-
gáfuaðild þess sé fólgin. Skal nú
leitast við að svara því.
Hvort milliliður sé „óþarfur" er
að sjálfsögðu einstaklingsbundið
mat, en þó mætti ætla að fyrir-
spyrjandi hefði nokkra þekkingu á
útgáfu og sölu bóka.
Aðdragandi þessa máls er orðinn
nokkuð langur eins og fram kemur
í fréttatilkynningu AB. Er sam-
skipti hófust milli AB og hins
sænska útgefanda lagði hann ríka
áherslu á að vegna hins gífurlega
fjármagnskostnaðar er hann hefði
orðið að bera, vildi hann selja ekki
færri en 1500 eintök til íslands og
fá þau greidd út í hönd. Samningar
tókust í nóvember 1982 og hefur
AB lagt út um 600 þús. krónur
vegna innkaupa á þessum bókum
og tók sérstakt bankalán til að geta
reitt þetta fé af hendi.
Fyrir utan fjármögnun þessara
bóka sér AB um að kynna og geyma
bókina og dreifa henni til bóksala
þar sem hún er til sölu án þess að
einstaklingar eða viðkomandi
bókabúð hafi pantað hana sérstak-
lega frá Svíþjóð. Útsöluverð bókar-
innar er 988 kr. Fjármálaráðherra
fær af hverri bók 188 kr. væntan-
lega til sameiginlegra þarfa okkar
allra. Bóksalar fá 30% afslátt í
þóknun eða 240 kr. Eftir heldur
forlagið 560 kr. Hlutur AB er því að
hirða „óþarfa" milliliðatekjur eftir
að seld hafa verið 1070 eintök og
notar þær til að greiða laun því
starfsfólki sem staðið hefur að út-
breiðslu bókarinnar af hálfu for-
lagsins svo og annan kostnað og
skatta.
Brynjólfur Bjarnason.
Líkamsræktin
Kjörgarði
I I Sími 16400
Hvers virði
er áratuga reynsla
afreksmanna í íþróttum?
Árangur í líkamsrækt byggist á því að þjálfað sé á réttan hátt. í Líkams-
ræktinni, Kjörgarði, sem Gústaf Agnarsson og Guðmundur Sigurðsson
reka og vinna sem þjálfarar, getið þér hagnýtt yöur áratuga reynslu þeirra.
Gústaf og Guðmundur hafa um langt árabil verið í fremstu röð í íþrótt sinni,
bæði hérlendis og á alþjóðavettvangi. Guömundur er núverandi íslands-
meistari karla í vaxtarrækt. Ennfremur starfar Hrafnhildur Valbjörnsdóttir,
núverandi íslandsmeistari kvenna í vaxtarrækt, sem þjálfari hjá Líkams-
ræktinni.
Enginn nær slíkum árangri nema hann kunni góð skil á því hvernig þjálfa
skal líkamann.
Reynsla þessara þriggja þjálfara stendur yður til boða allan daginn. Þau vita
af eigin reynslu hve átaksþjálfun er árangursrík til alhliða upþbyggingar
líkamans. Fullkomin æfingaaðstaða með nuddpottum, gufuböðum og sól-
arlömpum.
Ath.: sólarlamparnir okkar eru yður til frjálsra afnota
án AUKAGJALDS. Mánaðargjald er aðeins kr. 600.
LÍKAMSRÆKT AÐ LÍFSVENJU.
Stjórn Kvenfélags Keflavíkur ásamt Finnboga Björnssyni við afhendingu
gjafarinnar á Garðvangi sl. laugardag.
Garður:
Kvenfélag Keflavíkur gef-
ur Garðvangi 25 þúsund kr
Garði, 28. fehrúar.
ELLIHEIMILINU Gardvangi, sem er
sameign sex sveitarfélaga á Suðurnesj-
um, voru afhentar 25 þús. kr. að gjöf
frá kvenfélaginu í Keflavík sl. laugar-
dag. Höfðu þær safnað fénu með
vinnuvöku sem fram fór sl. haust og
basar sem þær héldu fyrir nokkru.
f upphafi afhendingarinnar flutti
formaður kvenfélagsins, Soffía
Karlsdóttir, ávarp en síðan afhenti
Vilborg Ámundadóttir gjaldkerfi
Finnboga Björnssyni oddvita Gerða-
hrepps peningana en hann hefir séð
um bókhald Garðvangs undanfarin
ár.
Vistmenn á Garðvangi nú eru um
20 en verið er að byggja viðbyggingu
sem er 520 fermetrar og er vonast til
að hún komi í gagnið síðar á þessu
ári. Með tilkomu nýbyggingarinnar
verður hægt að tvöfalda vistmanna-
fjöldann.
Það kom fram í máli Soffíu
Karlsdóttur að kvenfélagskonur
teldu að það væri mjög brýnt að
viðbyggingin kæmist í gagnið hið
allra fyrsta og vonaði hún að önnur
félög á Suðurnesjum fylgdu í kjöl-
farið.
Með Soffíu eru í stjórn Kvenfélags
Keflavíkur: Guðrún Árnadóttir
varaformaður, Sigurbjörg Pálsdóttir
ritari, Vilborg Ámundadóttir gjald-
keri, Rut Lárusdóttir fjármálaritari,
Þorbjörg Pálsdóttir vararitari og
Valgerður Halldórsdóttir meðstjórn-
andi.
Forstöðukona á Garðvangi er Sól-
veig Óskarsdóttir.
Arnór.
ARMAPLAST
Brennanlegt og tregbrennaniegt.
Sama verö.
Steinull — glerull — hólkar.
'Armúla 16 sími 38640
MORGRÍMSSON & CO
9 volta
Reykskynjararafhlöður
sem endast
Búöarverö kr. 75.00
Rafborg sf.
Rauðarárstíg 1, s. 11141.
Bladburöarfólk
óskast!
Úthverfi Hjallavegur
Vesturbær Granaskjól