Morgunblaðið - 01.03.1983, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MARS 1983
Spútnik kl. 17.00:
Storkurannsóknir
Peninga-
markaðurinn
GENGISSKRÁNING
NR. 39 — 28. FEBRÚAR
1983
Kr. Kr.
Eining Kl. 09.15 Kaup Sala
1 Bandaríkjadollari 19,750 19,810
1 Sterlingspund 30,117 30,208
1 Kanadadollari 16,103 16,152
1 Dönsk króna 2,2975 2,3045
1 Norsk króna 2,7733 2,7817
1 Sænsk króna 2,6558 2,6639
1 Finnskt mark 3,6696 3,6808
1 Franskur franki 2,8796 2,8884
Belg. franki 0,4145 0,4157
Svissn. franki 9,6897 9,7191
Hollenzkt gyllini 7,3873 7,4098
1 V-þýzkt mark 8,1672 8,1920
1 ítölsk líra 0,01412 0,01416
1 Austurr. sch. 1,1621 1,1656
1 Portúg. escudo 0,2112 0,2119
1 Spánskur peseti 0,1517 0,1521
1 Japansktyen 0,08373 0,08399
1 írskt pund 27,067 27,150
(Sérstök
dráttarréttindi)
25/02 21,3967 21,4622
v________________________________________________________-4
\
GENGISSKRANING
FERÐAMANNAGJALDEYRIS
28. FEBR. 1983
— TOLLGENGI I FEBR. —
Kr. Toll-
Eining Kl. 09.15 Sala gengi
1 Bandaríkjadollari 21,791 18,790
1 Sterlingspund 33,229 28,899
1 Kanadadollari 18,172 15,202
1 Dönsk króna 2,5350 2,1955
1 Norsk króna 3,0599 2,6305
1 Sænsk króna 2,9303 2,5344
1 Finnskt mark 4,0489 3,4816
1 Franskur franki 3,1772 2,7252
1 Belg. franki 0,4573 0,3938
1 Svissn. franki 10,6910 9,4452
1 Hollenzkt gyllini 8,1508 7,0217
1 V-þýzkt mark 9,0112 7,7230
1 jtölsk líra 0,01558 0,01341
1 Austurr. sch. 1,2822 1,0998
1 Portúg. escudo 0,2331 0,2031
1 Spánskur peseti 0,1673 0,1456
1 Japanskt yen 0,09239 0,07943
1 írskt pund 29,865 25,691
Vextir: (ársvextir)
INNLÁNSVEXTIR:
1. SDarisióðsbækur 42,0%
2. Sparisjóðsreikningar, 3 mán.1'. 45,0%
3. Sparisjóðsreikningar, 12. mán. ’>... 47,0%
4. Verðtryggöir 3 mán. reikningar. 0,0%
5. Verðtryggðir 6 mán. reikningar 1,0%
6. Avísana- og hlaupareikningar......27,0%
7. Innlendir gjaldeyrisreikningar:
a. innstæöur i dollurum............. 8,0%
b. innstæður í sterlingspundum.... 7,0%
c. innstæöur í v-þýzkum mörkum.... 5,0%
d. innstæður í dönskum krónum...... 8,0%
1) Vextir færðir tvisvar á ári.
ÚTLÁNSVEXTIR:
(Verðbótaþáttur í sviga)
1. Víxlar, forvextir...... (32,5%) 38,0%
2. Hlaupareikningar ...... (34,0%) 39,0%
3. Afurðalán ............. (29,5%) 33,0%
4. Skuldabréf ............ (40,5%) 47,0%
5. Vísitölubundin skuldabréf:
a. Lánstími minnst 9 mán. 2,0%
b. Lánstími.minnst 2'h ár 2,5%
c. Lánstími minnst 5 ár 3,0%
6. Vanskilavextir á mán.............5,0%
Lífeyrissjóðslán:
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins:
Lánsupphæð er nú 150 þúsund ný-
krónur og er lánið vísitölubundiö með
lánskjaravísitölu, en ársvextir eru 2%.
Lánstími er allt að 25 ár, en getur veriö
skemmri, óski lántakandi þess, og eins
ef eign sú, sem veð er í er lítilfjörleg, þá
getur sjóðurinn stytt lánstímann.
Lífeyrissjóður verzlunarmanna:
Lánsupphæð er nú eftir 3ja ára aðild að
lífeyrissjóðnum 84.000 nýkrónur, en
fyrir hvern ársfjórðung umfram 3 ár
bætast við lánið 7.000 nýkrónur, unz
sjóðsfélagi hefur náð 5 ára aöild að
sjóðnum. Á tímabilinu frá 5 til 10 ára
sjóðsaöild bætast við höfuðstól leyfi-
legrar lánsupphæðar 3.500 nýkrónur á
hverjum ársfjórðungi, en eftir 10 ára
sjóösaðild er lánsupphæðin orðin
210.000 nýkrónur. Eftir 10 ára aöild
bætast viö 1.750 nýkrónur fyrir hvern
ársfjóröung sem liður. Því er í raun ekk-
ert hámarkslán í sjóönum.
Höfuöstóll lánsins er tryggður með
byggingavísitölu, en lánsupphæðin ber
2% ársvexti. Lánstíminn er 10 til 32 ár
að vali lántakanda.
Lénskjaravísitala fyrir febrúar 1983
er 512 stig og er þá miðað við vísitöluna
100 1. júní 1979.
Byggingavísitala fyrir janúar er 1482
stig og er þá miöað við 100 í október
1975.
Handhafaskuldabréf í fasteigna-
viðskiptum. Algengustu ársvextir eru nú
18—20%.
Á dagskrá hljóðvarps kl. 17.00 er
þátturinn Spútnik. Sitthvað úr heimi
vísindanna. Umsjónarmaður: Dr. I’ór
Jakbosson.
— Aðaluppistaðan í þessum
þætti verður spjall við dr. Þorstein
Inga Sigfússon, eðlisfræðing, sagði
Þór, — en Þorsteinn starfar á
Raunvísindastofnun Háskólans.
Þorsteinn I. Sigfússon
Við munum ræða um svonefnda
storkufræði, sem er sérgrein innan
eðlisfræðinnar og fæst við rann-
sóknir á eiginleikum efna, t.d.
málma og gastegunda, við mjög
lágt hitastig. Þorsteinn er að vinna
að því ásamt Hans Kr. Guð-
mundssyni að koma á fót alhliða
aðstöðu til storkufræðirannsókna
við stofnunina. Storkufræðin hefur
verið í mjög örri þróun undanfarna
áratugi og skipar nú veigamikinn
sess í eðlisfræðirannsóknum iðn-
aðarþjóðfélaga. Hefur þessi grein
verið einn aðalhvati framfara á
sviði rafeindatækni og efnisfræði
þessarar aldar. Við þekkjum í
náttúrunni + 40 til + 50 gráða hita-
stig, en til að stunda fyrrnefndar
rannsóknir þarf að koma hitastig-
inu allt niður í + 250 eða + 273 stig,
sem nefnist „alkul". Kælingin er
framkvæmd með fljótandi helíum.
Við svo lágt hitastig koma t.d.
fram eiginleikar málma, sem ekki
finnast við venjulegar aðstæður.
Má þar nefna svokallaða ofur-
leiðni, þar sem viðnám við raf-
magni verður svo að segja ekki
neitt. Ýmsir vökvar fara þá að
renna upp í móti o.s.frv. Fyrirhug-
aðar rannsóknir þeirra beinast enn
fremur að eiginleikum segulefna
með veika segulvirkni.
Sr. Gunnar Kristjánsson
Kirkjulist
Á dagskrá hljóövarps kl. 11.30
er umræðuþáttur, Kirkjulist á ís-
landi. Önundur Björnsson stjórnar
umræðum um kirkjulist og kirkju-
listarsýningu á Kjarvalsstööum.
— f þessum þætti ræði ég við þá
séra Gunnar Kristjánsson, Björn
Th. Björnsson og Jóhannes S.
Kjarval arkitekt, sagði Önundur,
— en þeir eru ásamt biskupi ís-
Björn Th. Björnsson
á íslandi
lands, herra Pétri Sigurgeirs-
syni, í stjórn kirkjulistarsýn-
ingarinnar, sem opnuð verður á
Kjarvalsstöðum 19. mars nk. Við
spjöllum saman um kirkjulist og
þróun hennar í gegnum aldirnar
og í framhaldi af því um sýning-
una fyrirhuguðu, undirbúning
hennar og fyrirkomulag, en þar
er áætlað að sýna bæði gamla og
nýja kirkjulist.
Sjóndeildarhringurinn kl. 17.20:
Sósíóbíólógía
Á dagskrá hljóðvarps kl. 17.20 er
Sjóndeildarhringurinn. Umsjón:
Olafur Torfason. (RÚVAK).
— Þátturinn fjallar að þessu
sinni um efni sem reynst hefur
erfitt að finna íslenskt nafn á,
sagði Ólafur. — Það nefnist á
ensku „sociobiology" og hafa sum-
ir kallað það félagslíffræði eða líf-
félagsfræði, jafnvel lífeðlisfélags-
fræði. Þarna er um að ræða þær
hugmyndir manna, að manníifið
og dýralífið fylgi í raun og veru
alveg sömu lögmálum, og svo sé
um líf almennt, hversu smátt sem
maður mundi skoða það, aðeins ef
það væri skoðað á réttan hátt.
Frægasti málsvari þessarar
stefnu er bandarískur og heitir
Edward Wilson. Hann hefur verið
mjög umdeildur fyrir kenningar
sínar, því að hann gerir ráð fyrir
svo ákveðnum hlutverkum, t.d.
kynjanna, óæðri og æðri kynstofn
o.s.frv. Þessar kenningar hafa
líka verið kallaðar sósíal-darvin-
ismi eða ný-darvinismi. Þær
halda því sem sé fram, að í
mannlífinu eins og í dýraríkinu sé
það samkeppnin, sem ráði fram-
vindunni. Þær fjölskyldur, þau
þjóðfélög og þær menningardeild-
Desmond Morris
ir, sem hafi hagstæðustu einkenn-
ing, fjölgi sér meira og séu
sterkari en hinar, sem í svipinn
hafi veikari erfðaeiginleika. Mjög
þekktur fylgismaður þessarar
stefnu er Desmond Morris, sem
m.a. skrifaði bókina „Nakti ap-
inn“, og er væntanleg þáttaröð
eftir hann í sjónvarpinu. Ég er
sjálfur lítið hrifinn af þessum
kenningum, en þær eru mjög vin-
sælar. í þættinum reyni ég að
rekja meginþráð þeirra, eins og
þær hafa verið settar fram er-
lendis, og reyni síðan örlítið að
gagnrýna þær, aðallega þó það, að
kenningarnar hafa að mínum
dómi verið kynntar of mikið sem
vísindi, en flestir hallast nú að
því, að þær séu miklu fremur
heiðin trúarbrögð. Kenningarnar
styðjast við ákaflega takmarkað-
ar forsendur og menn verða að
gangast inn á að trúa svo miklu,
áður en þeir taka þær góðar og
gildar.
pIvapMeykiavíir^™^^^™
ÞRIÐJUDKGUR
1. mars
MORGUNNINN
7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn.
Gull í mund. 7.25 Leikfimi. 7.55
Daglegt mál. Endurt. þáttur
Árna Böðvarssonar frá kvöldinu
áöur.
8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir.
Morgunorð: Gunnlaugur Garð-
arsson talar.
8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.).
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
„Vefurinn hennar Karlottu"
eftir E.B. White
Ragnar Þorsteinsson þýddi.
Geirlaug Þorvaldsdóttir les (8).
9.20 Leikfimi. Tilkynningar.
Tónleikar. 9.45 Þingfréttir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.
10.30 „Man ég það sem löngu
leið“
Ragnheiður Viggósdóttir sér um
þáttinn.
11.00 íslenskir einsöngvarar og
kórar syngja.
11.30 Kirkjulist á íslandi
Umræður um kirkjulist og
kirkjulistarsýningu á Kjarvals-
stöðum.
Umsjónarmaður: Önundur
Björnsson.
12.00 Tónleikar. Dagskrá. Til-
kynningar.
KVÖLDIÐ
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir.
Tilkynningar.
Þriðjudagssyrpa
— Páll Þorsteinsson og Þorgeir
Ástvaldsson.
15.00 Miðdegistónleikar
Paul Tortelier og Maria de la
Pau leika Sellósónötu í a-moll,
„Arpeggione“, eftir Franz Schu-
bert/ Daniel Benyamini og Par-
ísarhljómsveitin leika Víólu-
konsert eftir Béla Bartók; Dani-
el Barenboim stj.
15.40 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veð-
urfregnir.
16.20 Lagið mitt
Helga Þ. Stephensen kynnir
óskalög barna.
17.00 SPÚTNIK. Sitthvað úr
heimi vísindana
Dr. Þór Jakobsson sér um þátt-
inn.
17.20 Sjóndeildarhringurinn
Umsjón: Ólafur Torfason (RÚV-
AK).
18.05 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
SÍODEGID
19.00 Kvöldfréttir.
19.45 Tilkynningar. Tónleikar.
20.00 Barna- og unglingaleikrit:
„Lífsháski", eftir Leif Hamre
„Þrír vinir“ — 1. þáttur
Þýðandi: Olga Guðrún Árna-
dóttir. Leikstjóri: Jón Júlíusson.
Leikendur: Gunnar Rafn Guð-
ÞRIÐJUDAGUR
1. mars
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Sögur úr Snæfjöllum.
Barnamynd frá Tékkóslóvakíu.
Þýðandi Jón Gunnarsson.
Sögumaður Þórhallur Sígurðs-
son.
20.45 Útlegð.
Lokaþáttur. Útlegð án enda.
Þýskur framhaldsflokkur gerð-
ur eftir sögu Lion Feuchtwang-
ers.
Þýðandi Veturliði Guðnason.
21.45 Þingsjá.
Umsjónarmaður Ingvi Hrafn
Jónsson.
22.40 Dagskrárlok.
mundsson, Ellert Ingimundar-
son, Guðbjörg Thoroddsen,
Guðmundur Klemensson, Gísli
Alfreðsson og Andrés Sigur-
vinsson.
20.30 Kvöldtónleikar
a. Sellósónata eftir John Ire-
land.
André Navarra og Eric Parkin
leika.
b. Konsert fyrir flautu, enskt
horn og strengjasveit eftir Arth-
ur Honegger. André Jaunet og
André Raoult leika með „Col-
legium Musicum" hljómsveit-
inni í Ziirich; Paul
Sacher stj.
c. Havanaise op. 83 eftir Cam-
ille Saint-Saens. Michael Rabin
leikur á fiðlu með hljómsveit-
inni Fflharmóníu í Lundúnum;
Sir Adrian Boult stj.
21.40 Útvarpssagan: „Sonur him-
ins og jarðar“ eftir Káre Holt
Sigurður Gunnarsson les þýð-
ingu sína (23).
22.15 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins. Orð
kvöldsins.
22.40 Áttu barn?
4. þáttur um uppeldismál í um-
sjá Andrésar Ragnarssonar.
23.20 Kimi. Þáttur um götuna,
drauminn og sólina.
Þriðji kafli: „Kallið“
Umsjónarmenn: Guðni Rúnar
og Haraldur Flosi.
23.50 Fréttir. Dagskrárlok.
HljóÖvarp kl. 11.30: