Morgunblaðið - 22.03.1983, Side 2

Morgunblaðið - 22.03.1983, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1983 Páll Pétursson um framboð „göngumanna“: Óskynsamlegt að þeir fái BB-merk- ingu á listann Flokkurinn á ekki von á neinum uppbótarþingmanni „ÞESSI listi er settur, ad því er mér virðist á málflutningi aðstandenda hans, mér til höfuðs og maður er náttúrlega ekki glaður yfir því að mennirnir skuli láta svona. Þeir þeysa um kjördæmið og halda fundi til þess að tjá sig um það hvað ég sé slæmur og virðast starfa að því að útbreiða þá kenningu sína af mikl- um þrótti. Það er auðvitað alltaf fallegt þegar menn hafa hugsjón til að berjast fyrir og þeir eru uppteknir af þessu sem stendur," sagði Páll Pétursson, efsti maður á lista Framsóknarflokksins í Norður- landskjördæmi vestra, aðspurður um lista svonefndra göngumanna, Svavar Gestsson, formað- ur Alþýðubandalagsins: Stóð fyrir fundi í Iðn- skólanum án leyfis SVAVAR Gestsson, formaður Al- þýðubandalagsins og félagsmála- ráðherra, heimsótti nemendur í Iðnskólanum á hádegi síöastlið- inn Töstudag og stóð þar fyrir fundi. Ollu þessi fundarhöld nokkurri truflun á skólastarfi, en ekki hafði verið gefið leyfi fyrir fundinum, samkvæmt upplýsing- um sem Mbl. fékk hjá Ingvari Ásmundssyni, skólastjóra Iðn- skólans, í gær. Sagði Ingvar að hvorki hann né formaður nemendafélagsins hefðu vitað um fundinn fyrir- fram, þannig að annað væri ekki að sjá en að fundur ráð- herrans hefði verið í algeru heimildarleysi. Það væri ekki eðlilegt að fundir sem þessir væru haldnir án leyfis og yfir- leitt gerðu nemendur það aidrei sjálfir. Ef þeir þyrftu að halda fundi, þá fengju þeir heimild tii þess. Ingvar sagði að fundur Svav- ars hefði verið haldinn í mat- sal nemenda og staðið í um klukkutíma, þannig að hann truflaði kennslu, þar sem mat- artíminn væri ekki svo langur. Ingvar sagði að nemendur hefðu ekki komið í kennslu- stund á réttum tíma af þessum sökum. Ingvar kvaðst ætla að spyrj- ast fyrir um það í mennta- málaráðuneytinu hvaða reglur giltu í tilfellum sem þessum, þegar hann var spurður hvort grípa ætti til einhverra ráð- stafana vegna þessa, en hann gat þess jafnframt að ráðu- neytið veitti ekki leyfi til fundarhalda, nema ræða um það við skólayfirvöld. Ekið á stúlku á Laugavegi KKIÐ var á unga stúlku síðastliðið röstudagskvöld á Laugavegi, en meiðsli hennar eru ekki talin alvar- legs eðlis, samkvæmt upplýsingum scm Mbl. fékk hjá lögreglunni í gær. Atvik voru þannig að stúlkan gekk suður yfir Laugaveginn á móts við hús númar 118, en varð fyrir bifreið af Volvo-gerð, sem ók vestur Laugaveginn. Stúlkan meiddist lítið, að því er talið er. Slysið átti sér stað laust fyrir klukkan 22.00. sem standa að klofningsframboði framsóknarmanna í kiördæminu. Að sögn Guttorms Oskarssonar, formanns kjördæmissambands flokksins, verður haldinn fundur í dag þar sem afgreiða á beiðni göngumanna um að fá að nota listabókstafina BB og bjóða fram í nafni flokksins. Guttormur sagð- ist algjörlega andvígur því að það leyfi yrði veitt og kvað það geta orðið niðurstöðu stjórnarinnar í dag. Ef stjórn kjördæmissam- bandsins afgreiðir beiðnina nei- kvætt geta viðkomandi sótt eftir heimiid til framkvæmdastjórnar flokksins. Páll Pétursson sagði sína af- stöðu þá að sér þætti óskynsam- Iegt að veita heimild til notkunar listabókstafanna BB. „Mér þykir óskynsamlegt að þeir fái þá merkingu á listann. Flokknum má vera alveg sama. Það er ekki hægt að tala um að flokknum nýtist at- kvæði sem falla á þennan lista, því við eigum ekki von á neinum upp- bótarmanni. Af þeim kosningalög- um sem í gildi eru við þessar kosn- ingar þá skiptir það engu máli. Það kemur flokknum ekkert betur þó atkvæði falli á þennan sprengi- lista fremur en aðra. Það er ekkert nýmæli að þessir menn séu óánægðir með mig, það hafa þeir verið allt frá því að ég fór fyrst á þing. Þessir menn gangast mjög mikið upp í þessu, en ég tel ekki að þeir eigi neinn kost á að koma manni á þing, þeim gengur enda nógu erfiðlega að sannfæra sjálfa sig um það, hvað þá aðra,“ sagði Páll að iokum. Myndin er tekin á Akureyri í gær, en þar fauk þak af verkstæði Bflaleigu Akureyrar með þeim afleiðingum að margir bflar stórskemmdust. Þak fauk af verkstæði Bflaleigu Akureyrar Akureyri, 20. niars. ÞAK FAUK af bifreidaverkstædi Bflaleigu Akureyrar á Fjölnisgötu 2A á tólfta tímanum í gærkvöldi. Brakið lenti á tólf bflum bflaleig- unnar og stórskemmdi þá flesta. Einnig var fyrir skurðgrafa í eigu Halldórs Baidurssonar á Akureyri. Mjög mikið suðvestan veður hafði þá gengið yfir um kvöldið og mynduðust sterkir sviptivindar sem komu ofan Glerárdalinn og mæddu hart á efri hluta byggðarinnar á Akur- eyri og sérstaklega í Glerár- hverfinu. „Tjónið hefur enn ekki verið metið,“ sagði Vilhelm Ág- ústsson hjá Bílaleigu Akureyrar, þegar Mbl. hafði samband við hann. „En telja má víst að það nemi milljónum króna. Tjón okkar er því verulegt þar sem engar tryggingar ná yfir slíka atburði. Við munum hefjast handa strax á mánudag við að meta tjónið og síðan að gera við skemmdirnar," sagði Vilhelm að lokum. G. Berg Ný stjórnmálasamtök — „Samtök lýðræðissinna“: Stofnuð ályktun í framhaldi af áhugamanna Sjálfstæðisflokkurinn: Kosninga- yfirlýsingin birt í dag Sjálfstæðisflokkurinn kynnir í dag kosningayfirlýsingu sína fyrir kom- andi alþingiskosningar. Frambjóðendur flokksins komu saman til helgarráðstefnu í Borg- arnesi 12. og 13. mars sl. og var kosningayfirlýsingin undirbúin þar. um jafnan kosningarétt STOFNUÐ hafa verið ný stjórnmálasamtök sem hlotið hafa nafnið „Samtök lýðræðissinna". í fréttatilkynningu frá bráðabirgðastjórn Samtakanna, sem 12 manns skipa, segir m.a. að samtökin muni ekki bjóða fram til alþingis í þeim kosningum sem nú fara í hönd, til þess sé tíminn of naumur. í fréttatilkynningunni segir, að í framhaldi af samþykkt ályktun- ar Samtaka áhugamanna um jafn- an kosningarétt, sem haldinn hafi verið 19. marz sl. hafi sú ákvörðun verið tekin að stofna stjórnmála- samtök „á breiðari grundvelli" eins og það er orðað, „til að fylgja eftir kröfunni um jafnrétti borg- aranna og beita sér fyrir öðrum málum, sem til heilla gætu horft fyrir landsmenn alla. í bráðabirgðastjórn Samtaka lýðræðissinna eru: Auðunn Svavar Sigurðsson, Ágúst Valfells, Frið- rik Kristjánsson, Gottfreð Árna- son, Hreinn Loftsson, Oddur Thorarensen, Ragnar Ingimars- son, Skafti Harðarson, Valdimar Kristinsson, Valdimar J. Magn- ússon, Þorsteinn Sæmundsson og Þorvaldur Búason. Ályktun Samtaka áhugamanna, sem forsvarsmenn nýju stjórn- Listi Alþýðuflokksins á Vestfjörðum: Karvel í fyrsta sæti og Sighvatur í öðru Framkvæmd prófkjörsins gölluð GENGIf) var frá lista Alþýðuflokksins á Vestfjörðum á fundi kjördæm- isráðs flokksins á sunnudag, en fundinn sátu á milli 50—60 manns. Fyrsta sæti listans skipar Karvel Pálmason, alþingismaður, en annað sæti Sighvatur Björgvinsson formaður þingflokks Alþýðuflokksins. Þá var samþykkt tillaga sem felur í sér að taka prófkjörsfyrirkomulag flokksins til endurskoðunar og að framkvæmd nýafstaðins prófkjörs í kjördæminu hafi verið gölluð. Listi flokksins var samþykkt- ur einróma og skipa eftirtaldir næstu sæti á eftir þeim Karvel og Sighvati: 3. Gunnar Péturs- son, Patreksfirði, 4. Helgi Már Arthursson, Reykjavík, 5. Krist- ín Ólafsdóttir, Suðureyri. Miklar umræður urðu um prófkjör flokksins og lauk þeim með einróma samþykkt áður- greindrar ályktunar sem er svo- hljóðandi: „Kjördæmisráð Al- þýðuflokksins á Vestfjörðum tel- ur einsýnt að framkvæmdin á nýafstöðnu prófkjöri hafi verið gölluð og þess ekki gætt nægi- lega vel að fylgja ákvæðum í reglugcrðum flokksins. Af sjálfu leiðir að siík mistök í fram- kvæmdinni varpa rýrð á próf- kjörið og niðurstöður þess. Kjör- dæmisráð telur að mistök af þessu tagi megi ekki endurtaka sig og ályktar jafnframt að taka verði prófkjörsfyrirkomulagið allt til endurskoðunar á vegum flokksins hið allra fyrsta." Karvel Pálmason sagði í við- tali við Mbl. að mikill einhugur hefði ríkt á fundinum og að menn gengju sameinaðir til kosningabaráttunnar. Sighvatur Björgvinsson sagðist hafa tekið þá ákvörðun að skipa annað sæti listans þar sem stuðningsfólk hans hefði lagt hart að honum að gera það. Hann kvaðst taka sætið af frjáisum og fúsum vilja. málasamtakanna vitna til, er svo- hljóðandi: „Samtökin lýsa vanþóknun sinni á þeirri afgreiðslu alþingis í kjör- dæmamálinu að hafa að engu áskoranir kjósenda um að atkvæðisréttur landsmanna verði jafnaður að fullu. Með hliðsjón af skoðanakönnun þeirri, sem nýlega fór fram á vegum samtakanna, þarf enginn að efast um, hver sé vilji meirihluta kjósenda i þessu efni. Ef alþingi hefði talið frekari ástæðu til að kanna hug kjósenda, hefði mátt ganga úr skugga um hann með sérstakri atkvæða- greiðslu við næstu alþingiskosn- ingar. Enginn áhugi var á slíku, og segir það sína sögu. Með afgreiðslu sinni í kjör- dæmamálinu hafa alþingismenn sýnt, að þeir meta hagsmuni flokkanna ofar lýðræðislegum óskum þess fólks, sem hefur veitt þeim umboð til þingsetu. Með því að sameinast um þessa sérstæðu málsmeðferð hafa flokkarnir gert hinum almenna kjósanda ókleift að koma fram skoðun sinni í þessu mikilvæga máli með því að kjósa einn flokk fremur en annan í kom- andi kosningum." í fréttatilkynningunni segir einnig að gengið verði frá stefnu- skrá samtakanna á næstunni. Forseti íslands til Frakklands FORSETI íslands, Vigdís Finnboga- dóttir, hefur þegið boð forseta Frakklands, Francois Mitterand, um að koma í opinbera heimsókn til Frakklands. Heimsóknin mun standa yfir dagana 12. til 15. apríl næstkom- andi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.