Morgunblaðið - 22.03.1983, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 22.03.1983, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1983 5 Sýning á passíumynd- um Barböru Árnason A SUNNUDAGINN var opnuð í forkirkju Hallgrímskirkju sýning i myndskreytingum Barböru Árnason við Passíusálmana. Var sýningin opnuð í tengslum við að- alfund Listvinafélags Hallgríms- kirkju, sem haldinn var samdæg- urs. Herra Sigurbjörn Einarsson biskup er formaður Listvinafé- lagsins og opnaði hann sýning- una. Myndin er tekin við það tækifæri. Listvinafélag Hall- grímskirkju var stofnað í haust og er eitt helsta markmið þess að gæða kirkjuna lista- og menningarlífi, m.a. með því að halda myndlistarsýningar, standa fyrir tónleikum o.fl. Þessi sýning á passíumyndum Barböru Árnason er fyrsta myndlistarsýningin sem haldin er í kirkjunni, en meiningin er að þær verði margar í framtíð- inni. Listar kvennaframboðsins Reykjavík KVENNALISTINN í Reykjavík hefur verið birtur. Efsta sætið skipar Sigrfð- ur Dúna Kristmundsdóttir mannfræð- ingur, annað sætið Guðrún Agnars- dóttir læknir. Að öðru leyti er listinn þannig skipaður: 3. Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræðingur, 4. Þórhildur Þor- leifsdóttir leikstjóri, 5. Guðrún Halldórsdóttir forstöðumaður Námsflokka Reykjavíkur, 6. Ingi- björg Hafstað kennari, 7. María Jó- hanna Lárusdóttir íslenskufræðing- ur, 8. Elín G. Ólafsdóttir kennari, 9. Kristín Einarsdóttir lífeðlisfræð- ingur, 10. Helga Jóhannsdóttir hús- móðir, 11. Kristín Jónsdóttir kenn- ari, 12. Solveig Jónsdóttir húsmóðir, 13. Helga Thorberg leikkona, 14. Sigríður Angantýsdóttir verkakona, 15. ína Gissurardóttir verslunar- maður, 16. Guðný Guðbjörnsdóttir prófessor, 17. Margrét Rún Guð- mundsdóttir laganemi, 18. Hólm- fríður Árnadóttir skrifstofumaður, 19. Kristín Blöndal fóstra, 20. Sigur- björg Aðalsteinsdóttir fulltrúi, 21. Laufey Jakobsdóttir húsmóðir, 22. Eygló Stefánsdóttir hjúkrunar- kona, 23. Ingibjörg Stefánsdóttir bankastarfsmaður, 24. Guðrún Jónsdóttir félagsráðgjafi. Reykjaneskjördæmi FRAMBOÐSLISTI Landssamtaka um kvennalista í Reykjaneskjördæmi var samþykktur á fundi f Kópavogi f gærkvöldi. Fyrsta sætið skipar Kristín llalldórsdóttir, húsmóðir, Seltjarnar- nesi, annað sætið Sigríður Þorvalds- dóttir, húsmóðir og leikari, Mosfells- sveiL Listinn er þannig skipaður að öðru leyti: 3. Sigríður H. Sveinsdótt- ir, Kópavogi, húsmóðir og fóstra, 4. Þórunn Friðriksdóttir, Keflavík, húsmóðir og kennari, 5. Gyða Gunn- arsdóttir, Hafnarfirði, húsmóðir og þjóðfræðingur, 6. Sigrún Jónsdóttir, Kópavogi, húsmóðir og nemi, 7. Ingibjörg Guðmundsdóttir, Hafnar- firði, húsmóðir, 8. Guðrún S. Gísla- dóttir, Garðabæ, húsmóðir og nemi, 9. Kristín Aðalsteinsdóttir, Hafnar- firði, húsmóðir og hjúkrunarfræð- ingur, 10. Þórunn G. Þórarinsdóttir, Keflavík, húsmóðir og verkakona. Nordurlandi eystra EFSTA sæti kvennalistans f Norður- landi eystra skipar Málmfríður Sigurð- ardóttir, húsmóðir, Jaðri í Reykjadal, annað sætið Elín Antonsdóttir, verkakona, Akureyri. Listinn er að öðru leyti þannig skipaður: 3. Þorgerður Hauksdóttir, kennari, Akureyri, 4. Hilda Torfa- dóttir, kennari, Laugum í Reykja- dal, 5. Anna Guðjónsdóttir, húsmóð- ir, Raufarhöfn, 6. Hólmfríður Jóns- dóttir, bókavörður, Akureyri, 7. Jó- hanna Helgadóttir, húsmóðir, Dal- vík, 8. Kristbjörg Sigurðardóttir, verkakona, Húsavík, 9. Jófríður Traustadóttir, fóstra, Grund í Eyja- firði, 10. Þorbjörg Vilhjálmsdóttir, kennari, Húsavík, 11. Valgerður Bjarnadóttir, félagsráðgjafi, Akur- eyri, 12. Jóhanna Steingrímsdóttir, bóndi, Aðaldal. Frambjóöcndur Sjálfstæðisflokksins á ferð um Norðurlönd: Fjölsóttir fund- ir í fjórum borgum ÞKIR Birgir ísleifur Gunnarsson, al- þingsmaður, og Geir H. Haarde, formaður Sambands ungra sjálf- stæðismanna, hafa að undanfórnu verið á ferðalagi um Norðurlönd. Haldnir hafa verið fundir með ís- lendingum búsettum í Þrándheimi, Osló, Stokkhólmi og Uppsölum og framundan eru fundir í Jönköping, Gautaborg, Lundi, Kaupmannahöfn, Árósum og ef til vill víðar. „Fundir þeir sem við höfum átt með íslendingum á þessum stöð- um hafa bæði verið fjölsóttir og skemmtilegir," sagði Geir H. Haarde, í samtali við Morgunblað- ið í gærdag. „Á þeim fjórum fund- um, sem búið er að halda, hafa tæplega 150 manns mætt, fæstir í Þrándheimi, eða 20, en mest 60 í Stokkhólmi. Námsmenn hafa ver- ið í meirihluta á þessum fundum, en einnig hefur verið talsvert af læknum og aðrir, sem búsettir eru á þessum stöðum eða hafa verið þar á ferð. Á þessum fundum höfum við Birgir ísleifur Gunnarsson rætt um stjórnmálaástandið á íslandi, efnahagsmálin, og horfur í at- vinnu- og húsnæðismálum. Við höfum einnig rætt önnur mál, sem á döfinni eru eins og kjördæma- málið, álmálið og utanríkis- og varnarmál. Mikið hefur verið spurt um öll þessi mál og afstöðu Sjálfstæðisflokksins til þeirra. Þá hafa ýmis mál, sem tengjast námsmönnum sérstaklega, einnig komið til umræðu, þar á meðal málefni Lánasjóðs námsmanna. Okkur hefur alls staðar verið vel tekið og fundarmenn tekið virkan þátt á fundunum. Það er greinilegt, að þetta framtak Sjáifstæðisflokksins að senda menn til fundar við fslendinga er- lendis mælist mjög vel fyrir, en við byrjuðum á þessu í fyrra fyrir bæjar- og sveitarstjórnarkosn- ingarnar þegar við Davíð Oddsson fórum í svipaða ferð,“ sagði Geir H. Haarde að lokum. w tnn ”£&**** 90.00: j^orvlow-b Vegna feiknalegra vinsælda fyrri rokkhátíða, höldum víð hana hátíðlega eina ferðina enn. Á Broadway hittir þú gömlu djammfélagana sem þú hefur ekki séð síðan í Glaumbæ, forðum daga, og rifjar upp gömul kynni. Nu munu eflaust marglr setja á sig gamla góöa lakkrísbindlö fara í lakkskóna og konurnar draga upp gömlu góðu rokkkjólana og alfir skella sór á Broadway, því þar veröur haldin heljarmikil rokkhátiö eins og þær geröust beztar hér á árum áður. Altt aö 2ja tíma skemmtiatriði. Allir fá eitthvaö viö sitt hæfi. Margt góöra manna mun troða upp þar á meðal rokksöngvararnir góðu: Ómar Ragnarsson, Harald G. Haralds, Guðbergur Auöunsson, Þorsteinn Eggertsson, Astrid Jenssen, Berti Möller, Anna VHhjélms, Mjöll Hólm, Sigurdór Sigurdórsson, Garöar Guömundsson, Stefén Jönsson, Einar Júlíusson og Siguröur Johnny — hver man ekki ettir þessum gömlu góöu kempum. Stórhljómsveit Björgvins HaHdörssonar leikur rokktónlist. Hljómsveítina skipa: Björn Thoroddsen, Hjörtur Hows- er. Rafn Jónsson, Pétur Hjaltested, Haraldur Þorsteinsson, fíúnar Georgsson og Þorleifur Gisiason. Sæmi og Didda rokka. Syrpustjórarnlr Þorgeir Ástvaldsson og Páll Þorsteinsson kynna. Gisli Sveinn dustar rykiö af gömlu rokkplötunum Ómar Ragnarsson skemmtir. Aðgangseyrir kr. 150,- S04 Stefán Jónsson d Garöar Guömundsson Guöbergur Auðunsson Berti Möller Þorsteinn Eggertsson Astrid Jenssen Broadway spyr, gesti á rokkhátíd: Hvernig skemmtir þú þér á rokkhátíö? Guötaugur Bergmann: „Frábær skemmtun, þaö var gaman aö sjá allt þetta fólk saman komið og hvaö söngvaramir voru jafnvel betri, en i gamla daga. Sérstaklðga vil ég geta þess hve sýningunni var vet stjórnaö.* Kristjén Kristjén, KK: Þessi sýning hitti svo sannarfega í mark, það var ekki dauöur punktur allan tímann. meðhöndlun hljómsveitarinnar á lögum var frábær. Gunnar Þöröarson: Ég skemmti mér konunglega og þaö var melriháttar aö heyra að söngvararnir eru enn i toppformi. Ólafur Gaukur: Viö hjónln höfóum mjög gaman af þessari sýningu, og sérstaklega var gaman af því hvaö allir þessir söngvarar stóöu sig frábærlega vel þó flestir þeirra hafa ekki komiö fram í mörg ár. Miðasala í Broadway frá kl. 9—5.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.