Morgunblaðið - 22.03.1983, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 22.03.1983, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1983 7 félagsins verður haldin aö Hótel Sögu nk. föstudag 25. marz. Hátíðin hefst kl. 19.30 með lystauka á Mímisbar. Boröhald hefst kl. 20.00. Dagskrá: Hátíðin sett: Valdimar Jónsson, formaður. Aöalræöa kvöldsins: Stefán Jasonarson, Vorsabæ. Gamanþátt- ur: Sigurbjörn Báröarson. Einsöngur: Friðbjörn Jónsson, undirleikari Sigfús Halldórsson (lögin hans). Borðapantanir fimmtudaginn 24. marz kl. 17—19 að Hótel Sögu. Aögöngumiðar afhentir um leiö, og á skrifstofu félagsins næstu daga kl. 13—18. Hittum í hátíöarskapi. .. . ... .. Hestamannafélagið Fakur. TSííamaikadutinn ^ý-tettisýötu 12-18 Toyota Carina G.L. 1981 Brúnsans, 5 gira ekinn 31 þús. km. Verð 175 þús. B.M.W. 518 1980 Grænn, ekinn 35 þús. km. Utvarp, segulband. Snjó- og sumardekk. Verö 225 þús. (skipti á ódýrari). Bronco 1974 Grænsans 8 cyl. (302). Beinsk. i gólfi. Aflstýri. Útvarp og segulband. Jeppi í sérflokki Veró 135 þús. Skipti möguleg á góóum fólksbíl. Mazda 323 (1300) 1982 Blásans. ekinn 15 þús. km. Veró kr. 160 þús. (Skípti ath. á ódýrari). Range Rover1976 Citroen G.S.A. Pallas 1982. Orapp ek- inn 23 þús. km. Verö 195 þús. (skiptl á ódýrari). Rússajeppi frambyggð ur 1977 dtesel Volvo 244 V. 1980 Ðrúnsanseraóur. Ek '2 þús. km. Sjálfskiptur m/öllu. Vt >30 þús. Galand 1600 G.L. Station Ljósbrúnn B.M.C. diesel vól (72HA) Breiö snjódekk, upphækkaöur. Sætl f. 14. Litaö gler i rúöum. Verö 140 þús. Stelngrár (sans). Ekinn 50 þús. km. Fal- legur bíll Verð kr. 150 pus. SKipti möguleg, jafnvel á ódýrarl bíl. Tvennar kosningar Bessí Jóhannsdóttir, formaður sjálfstæðiskvennafélagsins Hvat- ar, ritar inngangsorð í nýlegt fréttabréf félagsins, sem verður innihald Staksteina í dag. Hún segir m.a.: „Framundan eru alþingiskosningar. Ekki er Ijóst hvort þær verða einar eða tvennar. Við Sjálfstæðismenn leggjum á það áherslu að fá tvennar kosningar. Astæðan er einföld, við viljum láta reyna á hina nýju kjördæmaskipan þannig að Alþingi endurspegli vilja þjóðarinnar betur en nú er gert. Æskilegt hefði verið að fá meiri jöfnuð atkvæða. Það er mannréttindamál og allir sitji við sama borð, einn maður — eitt atkvæði. Þetta fékkst ekki viðurkennt af meirihluta þingheims og það þýðir ekki að berja höfði við stein og halda að við núverandi aðstæður fáist meiri jöfnuður. Ef Sjálfstæðismenn hefðu fellt bráðabirgðalögin, sem í raun voru orðin dauð lög, þá hefði farið svo að engar breytingar hefðu verið gerðar, e.t.v. næstu fjögur árin.“ Arfurinn: skuldir og verðbólga Bessí Jóhannsdóttir seg- ir í grein sinni: „Efnahagsmál þjóðar- innar eru í miklum ólestri. Um 25% af úthlutunar- framleiðslunni fer í að borga afborganir og vexti af erlendum íánum. Stærsti hluti þeirra lána, sem tekin hafa verið að undanfdrnu eru til að halda gangandi fyrirtækj- um, sem bera sig ekki. Þessar eyðsluskuldir eru meiri en nemur öllum tekju- og eignarskatti landsmanna. Verðbólgan stefnir í 70—80% á árinu, ef ekkert verður að gert Heimilin og fyrirtækin eru að verða gjaldþrota. Þjóðin krefst þcss að tekið verði til höndum og ný stefna tekin upp f efna- hagsmálum. I>essi stefna þarf m.a. að fela í sér eftir- farandi." Breytt fjár- festingarstefna „Núverandi stefna mótast af því að fjármagn er látið í fyrirtæki, sem cngan arð hcra. Keyptir hafa verið tvöfalt fleiri tog- arar til landsins, en þarf til að veiða, nú þegar of- veidda fiskistofna við land- ið. í landbúnaði hefur fjár- magni verið um of veitt í óarðbærar hefðbundnar fjárfestingar. Iðnaðurinn er hornreka meðan gjald- eyrir er seldur á útsölu- verði. Taka þarf peningamálin sem mest úr höndum stjórnmálamanna. Núver- andi sjóðakerfi er úrelt. Það er ekki eðlilegt að stjórnmálamenn ráðskist með almannafé í þcim mæli sem þeir gera nú. Um leið og bankakerfið er styrkt til að taka við hlut- verki sjóðanna þá þarf ekki síöur að draga úr áhrifum stjórnmálamanna þar. Bankarnir eiga að vera reknir með arösemissjón- armið í huga. Þá menn á að draga til ábyrgöar, sem sólunda sparifé almenn- ings í fyrirtæki, sem fyrir- sjáanlegt er aö gefi ekki arð. Bankarnir eiga sem mest að dreifa áhættufé sínu, og renna þannig stoð- um undir fleiri fyrirtæki." Ný skattastefna „Draga þarf úr heild- arskattbyrði hcimila og fyrirtækja. Tekjuskattur á almennar launatekjur verði afnuminn. Tekjum hjóna verði skipt milh þeirra við álagningu skatts. Með því er dregið úr opinberri íhlutun í málefni heimilanna. Hlutafé í fyrirtækjum á að sæta sömu kjörum og sparifé. Almenningur fær þannig hag af því að eign- ast hlut í atvinnurekstri. Hafa menn tekið eftir því hver er auglýst arðbærasta fjárfestingin. Jú, það eru verðtryggð ríkLsskuldabréf. Svo er málum komið að arðbærast er að setja aukið fé í ríkishítina, sem börnin okkar eiga svo að borga. Þau fyrirtæki, sem blómstra mest hér á landi eru samvinnufyrirta'kin. Því meira sem þau vaxa því erftðara verður fyrir einkareksturinn að keppa við þau.“ Þak yfir höfuöiö „Eitt af grundvallar- atriðum þess að hér fái haldist lýðræði og frelsi er að fólk eigi sitt eigið hús- meði. Með því fæst visst sjálfstæði; framtak ein- staklinganna er virkjað á jákva'ðan hátt. Skapa þarf nýja grundvöll undir húsnæöislánakerfið þannig að ungt fólk, sem er að byggja í fyrsta sinn fái hærri lán og lengri greiðslutíma. Mikilvægt er og að auðvelda eldra fólki að skipta um húsnæði.“ Vegamál — byggðastefna „Betri regir eru besta byggðastefnan. Einhver arðbærasta fjárfesting á ís- landi er að byggja upp vegakerfið. Það er raunar til skammar að ekki skuli vera lokið við aðalvegi landsins. íslendingar koma til þróunarlanda og undr- ast að þar skuli vera vega- kerfí mörgum sinnum full- komnara en á íslandi. Hvers vegna? Jú, vegirnir eru lífæð framfara á öllum sviðum." Samtaka- máttur — stefnufesta Bessí rteðir ennfremur um nauðsyn þess að laða fjármagn í orkuiðnað hér á landi, til að treysta at- vinnuöryggi og auka þjóð- artekjur. Bendir hún rétti- lega á að ef íslenzka ríkið hefði átt álverksmiðjuna undanfarin tapár í rekstri hennar væri löngu búið að segja upp stórum hluta starfsfólks, auk þess sem tapið hefði sagt til sín hjá skattborgurum! Hún ræðir ennfremur um nauðsyn þess að sinna fræðslu- og skólamálum belur en verið hefur og segir síðan orð- rétt: „Mörg fleiri mál mætti nefna en hér læt ég staðar numið. Við Sjálfstæðis- menn þurfum í kosninga- baráttunni að vera sam- taka og stefnufastir, þá trúa menn því að við verð- um það líka aö kosningum loknum. Því ella væri til einskis unnið." Úr nýju versluninni, Hvannbergsbræður í nýtt húsnæði Hvannbergsbræður, ein elsta skó- verslun borgarinnar, hefur nýlega flutt frá Laugavegi 24, í eigið hús- næði að Laugavegi 71, þar sem áður var verslunin Klausturhólar. Verslunin er á tveimur hæðum. Á neðri hæð hússins eru seldir karlmannaskór, kvensór og annar skófatnaður. Á götuhæð eru seldir kvenskór auk þess er þar til sýnis stór hluti þess skófatnaðar, sem til er í versluninni. „Verslunin Hvannbergsbræður selur allar gerðir skófatnaðar og hefur ávallt gott úrval af þeim skóm sem hún hefur haft umboð fyrir í áratugi, svo sem BALLY og LOAKE. Kappkostað er að fylgj- ast með því nýjasta og vandaðasta í skófatnaði og halda vöruverði lágu, með því að kaupa beint af framleiðendum á erlendum skó- sýningum,“ segir í frétt frá versl- uninni. Hönnuður verslunarinnar að Laugavegi 71 er Ásgerður Höskuldsdóttir. Verslunin var stofnuð árið 1916 af bræðrunum Erlendi og Jónasi Hvannberg. Núverandi eigendur eru hjónin Ebba og Gunnar Hvannberg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.