Morgunblaðið - 22.03.1983, Side 12

Morgunblaðið - 22.03.1983, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1983 ÁGÚST INGI JÓNSSON AFINNLENDUM VETTVANGI Hringlandi með vélastærð og ringulreið í landhelginni! „Þótt hinn innlcndi opinberi skráningaraðili telji, aó vél skipsins sé 1095 bremsuhestöfl, þá verður ekki framhjá því litið, að þau gögn sem að framan greinir þykja renna svo óyggjandi stoðum undir fullyrðingu ákærða um að vélin sé 910 bremsuhestöfl, að ekki verði hjá því komist, eins og mál þetta liggur hér fyrir dóminum, að miða við þá vélarstærð, er lagður verður dómur á mál þetta.“ Þannig segir meðal annars í dómi sakadóms Vestmannaeyja í máli skipstjórans á togveiðiskipinu Einari Benediktssyni BA 377, en skipstjórinn var sýknaður af öllum ákæruatriðum laugardaginn 12. marz eftir að hafa fjórum dögum áður verið staðinn að meintum ólöglegum veiðum 4,2 sjómílur undan Vík í Mýrdal, eða 7,8 sjómflur innan 12 mflna markanna. Ýmsir hafa velt því fyrir sér hvaða áhrif þessi dómur kunni að hafa. Réttindi vélstjóra í skipum eru miðuð við ákveðna hestaflatölu, sömuleiðis er byggt á hestaflafjölda í lögum og reglugerðum um veiðar í landhelgi íslands. Spurningin er hvort dómur þessi hafi for- dæmi gagnvart öðrum skipum og einnig hvort mælingu véla þurfi að breyta í framhaldi af þessum dómi, sem að vísu var fyrir undirrétti, en ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hvort áfrýjað verður í máli þessu. Hjálmar R. Bárðarson sigl- ingamálastjóri var spurður hvaða áhrif þessi dómur hefði á mælingu véla og skráningu þeirra. „Vélin var framleidd sem 1095 hestafla og skipið var skráð í brezku skipaskrána með 1095 hestafla vél,“ sagði Hjálmar. „í þeirri stærð var vélin tekin út við prófun, en fyrri eigendur kusu síðan að nota aðeins 915 hestöfl úr henni og settu innsigli á olíu- gjöfina. Siglingamálastofnun ríkisins hefur ekkert við það að athuga þó eigendur noti vél- arnar ekki nema undir 70—80% álagi. Þeir spara vél- arnar með því, en þær eru jafn stórar fyrir það. Þetta er sam- bærilegt við það, að klossi sé settur undir benzíngjöf á bíl og þannig sé komið í veg fyrir að benzínið sé stigið í botn. Það breytir ekki stærð véiarinnar að okkar mati. Siglingamálastofnun skráir allar vélar á mestri orku sem þær geta framleitt. Okkar skráningar þarf alls ekki að endurskoða, vélar verða áfram skráðar á þeirri orku sem þær geta framleitt. Ef það væri við- urkennt við skráningu eða mælingu véla að taka tillit til innsiglis á olíugjöf, gætu menn nokkurn veginn valið sér sína vélastærð sjálfir. Það hefði síð- an mikil áhrif á réttindamál vélstjóra, fjölda þeirra um borð og veiðar í fiskveiðilandhelg- inni. Ef dómstólar taka hins vegar slíkar breytingar gildar, verða aðrir aðilar en Sigling- amálastofnun að athuga sinn gang. Við munum áfram skrá mestu orku vélar eins og hún mældist við prófun hjá fram- leiðendum og flokkun hjá Llo- yds,“ sagði Hjálmar R. Bárð- arson. Samgönguráðherra er æðsti yfirmaður Siglingamálastofn- unar og Kristinn Gunnarsson í samgönguráðuneytinu hafði þetta um málið að segja: „Það er óeðlilegt og andstætt reglum að hægt sé að setja innsigli á olíugjöf véla og segja, að nú sé vélin orðin svo og svo miklu minni. Á þennan hátt er ekki hægt að minnka eða stækka Innsigli á olíugjöf vélar Einars Benediktssonar BA 377 og minnkun vélar úr 1095 hestöflum í 910 hestöfl var viöurkennt fyrir rétti í Vestmannaeyjum, en þeir eru margir sem hafa ýmislegt við þaö að athuga. MoruunblaSií/ Sigurgeir skip. Árið 1976 felldi sam- gönguráðherra úrskurð í sam- bærilegu máli og niðurstaðan varð að ekki væri hægt að minnka vélar á þennan hátt. Okkar afstaða er óbreytt. Okkur kemur ekki við hvað menn nota mikið af orku véla, en vélarstærð er sú sem mælist við prófun í verksmiðju. Ef þetta yrði viðurkennt, gætu hin og þessi skip fengið vélar sínar minnkaðar á þennan hátt og komist inn í allar þessar víkur, sem bannaðar eru nema vissri stærð skipa og haft færri menn með minni réttindi um borð. Frá mínum bæjardyrum séð, finnst mér ekki annað koma til greina en að áfrýja þessum dómi,“ sagði Kristinn Gunn- arsson. Ingólfur Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Farmanna- og fiskimannasambands íslands, sagðist ekki líta á þetta mál sem spurningu fyrst og fremst um hversu margir vélstjórar væru um borð og réttindi þeirra. „Það er ekki allt, mér finnst það miklu stærra mál að menn geti í framtíðinni látið útbúa vélar sínar eftir hentug- leikum hverju sinni. Við ótt- umst ringulreið í landhelginni í framhaldi af þessum dómi og líst engan veginn á það, að menn geti rétt fram eitthvert plagg og sagt, þetta er stærð vélarinnar núna. Að sjálfsögðu beygjum við okkur fyrir dóm- stólunum, en ef þetta verður endanleg niðurstaða, óttast ég, að málið verði ólíðandi fyrir Reyðarfjörður: Of langt yrdi upp að telja allt það skrýtna fólk ... Keydarfirði, 21. febrúar. Á ÖSKUDAGSMORGUN lifnaði heldur yfir bæjarlífinu hér, þegar hópur skólakrakka birtist á götum úti í allskonar búningum. Börnin voru kát og hress, frí í skóla og veðrið var gott. Á Öskudag kl. 1 var í skólanum brúðuleikhúsflokkur frá mennta- málaráðuneytinu og tók sýningin um 40 mínútur. Kl. 3 hófst grímudansleikur, sem kvenfélagskonur stóðu að. Er þetta annað árið, sem kven- félagið heldur grímuball hér. Mikill fjöldi var mættur í alls- konar búningum og yrði of langt upp að telja allt, sem fyrir augu bar þar af skýtnu fólki. Miðaverð var 30 krónur og gilti hver miði sem happdrættismiði. Dregnir voru út 30 vinningar og komu þeir í öskupokum, sem höfðu að geyma leikföng og sætindi. Þá var og innifalið í miðaverði ís og flóridana eða kókómjólk. Félagsheimilið var skemmti- lega skreytt. Um 200 manns komu á dansleikinn, ef taldir eru með þeir, sem komu til að sjá skemmtilegheitin. Meðfylgjandi myndir tók Gunnar Hjaltason. Gréta.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.