Morgunblaðið - 22.03.1983, Síða 13

Morgunblaðið - 22.03.1983, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1983 13 þau yfirvöld, sem um eiga að fjalla. Ég tel ekki annað koma til greina en áfrýjun," sagði Ingólfur Stefánsson. Hann sagði ennfremur, að í raun hefði ekki verið lögð mikil áherzla á fjölda vélstjóra um borð í skuttogurum t.d. Þar gengi þriðji vélstjóri iðulega til vinnu eins og háseti. Ákvæði segja hins vegar skýrt og skor- inort, að á fiskiskipum með allt að 250 hestöfl skuli vera einn vélstjóri, á fiskiskipum með 251 til 1000 hestöfl skuli vera tveir vélstjórar og þrír vél- stjórar á fiskiskipum með 1001 til 2300 hestöfl. Verði hægt að framvísa pappírum upp á innsigli á olíu- gjöf, hefur bað áhrif á rétt til veiðileyfa. í lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi íslands frá 1976 er gerður greinarmunur á skuttogurum með yfir 999 hest- afla vél og þeim sem eru með vélar allt að 999 hestöflum og auk þess undir 39 metrum að lengd. Minni skipin mega vera á öðrum svæðum og nær landi á ákveðnum tíma, upp að 4 sjó- mílum sums staðar og annars staðar er lína dregin á annan hátt. Jón B. Jónasson í sjávar- útvegsráðuneytinu var spurður hvernig þetta mál horfði við frá hans sjónarhorni: „Mér finnst það undarlegt ef við erum með opinberan aðila, sem sér um skráningu skipa, stærð og mælingar á vélum og gefur út skipaskrá og skírteini fyrir skip, ef menn geta svo komið og veifað einhverjum allt öðrum plöggum og meira mark er tekið á þeim. I lögum segir, þegar rætt er um lengd skipa, að átt sé við mestu lengt samkvæmt mælingum Sigl- ingamálastofnunar ríkisins. Það er hins vegar ekki sér- staklega vísað til þess í sam- bandi við vélarstærðina. Varðandi reglugerðir, sem við höfum gefið út, miðum við alfarið við mælingar Siglinga- málastofnunar. Sömu sögu er að segja um leyfisveitingar, við tökum ekki aðra pappíra til greina en þá sem eru staðfestir, eða í samræmi við mælingar Siglingamálastofnunar," sagði Jón B. Jónasson. „Okkar biblía varðandi stærð skipa og véla er skipaskráin, sem Siglingamálastofnun gefur út,“ sagði Guðmundur Kjærne- sted, skipherra, er Morgun- blaðið ræddi við hann í stjórn- stöð Landhelgisgæzlunnar. „Skipaskráin eða mælingar Siglingamálastofnunar er eina viðmiðunin, sem við höfum og því verðum við að fara eftir henni. í þessu einstaka tilfelli með Einar Benediktsson verð- um við að beygja okkur fyrir niðurstöðum dómstóla, en breyti Siglingamálastofnun ekki skráningu sinni á vél skipsins, finnst mér koma til greina að taka skipið aftur," sagði Guðmundur Kjærnested. Togskipið Einar Benedikts- son var byrjaður veiðar á sömu slóðum undan Vík í Mýrdal fljótlega eftir að dómurinn féll í Vestmannaeyjum. Vél skips- ins verður væntanlega talin 910 bremsuhestöfl þar til æðra dómsstig kemst að annarri niðurstöðu, það er að segja ef áfrýjað verður í málinu. Eins og fram kemur hér að framan eru margir mjög ósammála dómnum, sem féll í Vest- mannaeyjum fyrir 10 dögum. Og það eru fleiri skip, sem gætu látið innsigla olíugjöf véla sinna eins og þeir á Einari Benediktssyni. í því sambandi má nefna Baldur EA, Skipa- skaga AK, Sjóla RE, Haförn GK og Krossanes SU. Öll eru þessi skip styttri en 39 metrar og var Sjóli reyndar styttur, eins og frægt varð, er skipið kom til landsins. x-woo HI-FI SYSTEM Frábær hljómflutningstæki með tæknilega yfirburði og hönnun fyrir fagurkera. KR. 21.800.- ■g m KIP HA.RCU MAGNARI: 2X25 WÖTT RMS ÚTVARP: 3 BYLGJUR. FM MUTING KASETTUTÆKI; DOLBY B NR PLÖTURSPILARI: HÁLFSJÁLFVIRKUR HÁTALARAR: 40 WÖTT UTSÖLUSTAOIR Portiö Akranesi — KF Ðorgl Borgarnesi — Veris Inga. Hellissandi — Patróna. Patreksfiröi — Seria. Isafiröi — Sig Pálmason, Hvammstanga — Alfhóll. Siglufiröi — Cesar. Akureyri — Radióver, Húsavík — Paloma, Vopnafiröi — Ennco. Neskaupsstaö — Stálbúöin. Seyöisfiröi — Skógar. EgilsstOöum — Djúpiö. Djúpavogi — Hornbær. Hornafiröi — KF Rang Hvolsvelli — MM. Selfossi — Eyjabær. Vestmannaeyjum — Rafeindavirkinn. Grindavík — Fataval, Keflavik HLJOMBÆR HUÐM*HEIMIUS*SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103 SIMI 25999 K ■ —---------------------------------------------------- Fundur um heimilis- fræðakennslu og skólanesti Hú.sstjórnarkennarafélag íslands og Manneldisfélag íslands boða til sameiginlegs fundar í kvöld um: Kennslu í heimilisfræóum og skóla- nesti. Dagskrá fundarins er: Salome Þorkelsdóttir ræðir um tillögu þingsályktunar um eflingu heimil- isfræða í grunnskólum, Bryndís Steinþórsdóttir námsstjóri segir frá stöðu heimilisfræða í grunn- skólum í dag, Oddur Helgason framkvæmdastjóri segir frá til- raun með skólanesti í grunnskól- um Reykjavíkur og hússtjórnar- kennararnir Benedikta G. Waage og Anna Finnsdóttir kynna skóla- nesti. Laufey Steingrímsdóttir stjórn- ar umræðum. í frétt frá fundarboðendum seg- ir að á fundinum verði fyrst rætt um heimilisfræði í skólakerfinu og hugsanlegar breytingar í framtíð- inni. Því næst verður fjallað um skólanesti, en til umræðu er að taka upp skólamáltíðir í grunn- skólum Reykjavík. Þegar hafa ver- ið hafnar tilraunir með það í tveimur skólum og verður á fund- inum rætt um kosti og galla þessa fyrirkomulags. Fólk er eindregið hvatt til að mæta og kynna sér málin. Fundurinn verður haldinn í stofu 101 í Lögbergi, Háskóla Is- lands, þriðjudaginn 22. mars, kl. 20.30 og er öllum opinn. VOLVO BM ámokstursvélar gröfur. og lyftarar VELTIR HE ? Suóurlandsbraut 16 • Simi 35200 Miðað er við gengi 14 2 83 BM 622 Loader án skóflu BM 642 Loader án skóflu BM 4200 Loader án skóflu BM 4300 Loader án skóflu BM 4400 Loader án skóflu BM 4500 Loader án skóflu BM 4600 Loader án skóflu BM grafa 616 B BM grafa 646 Hafið samband við sölumanninn Sigurstein Jósefsson, sem veitir allar upplýsingar. kr. 1.300.000- kr. 1.400.000,- kr. 1.500.000,- kr. 1.900.000- kr. 2.000.000,- kr. 2.400.000,- kr. 3.600.000 - kr. 1.850.000,- kr. 2.000.000 -

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.