Morgunblaðið - 22.03.1983, Síða 18

Morgunblaðið - 22.03.1983, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1983 Eimskip: Verulegur árangur hefur náðst í öryggismálum starfsmanna vöruafgreiðslu VKRULEGUR árangur hefur náðst í oryggismálum starfsmanna vöru- afgreiðslu Eimskipafélagsins. „Með sameiginlegu sérstöku átaki allra starfsmanna í Sundahöfn, þá hefur vinnuslvsum fækkað svo um- talsvert er, og voru á síðastliðnu ári færri enn nokkru sinni fyrr,“ sagði Halldór H. Jónsson, stjórn- arformaður Eimskips, m.a. í ræðu sinni á aðalfundi félagsins. Starfandi er sérstök öryggis- nefnd, og beitti hún og örygg- ismálafulltrúi félagsins sér fyrir fjölmörgum fundum um örygg- ismál og annarri fræðslustarf- semi á sl. ári. „Þá hafa ýmsar af þeim framkvæmdum, sem unnið var að í Sundahöfn á árinu , beinlínis verið gerðar með það í huga að bæta öryggi á vinnu- stað. Stefnt er að því að ná enn betri árangri á þessu sviði," sagði Halldór ennfremur. Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips, skýrir reikninga félagsins. Eimskip mun greiða 10% arð Halldór H. Jónsson stjórnarformaður flytur ræðu sfna, fv. Hjalti Geir Kristjánsson, Jón H. Bergs, Indriði Pálsson, Thor R. Thors, Pétur Sigurðsson, Ingvar Vilhjálmsson, sem sitja í stjórn félagsins, Þorkell Sigurlaugs- son, ritari fundarins og forstöðumaður áætlanadeildar félagsins, Axel Einarsson, stjórnarmaður, Davíð Oddsson, borgarstjóri og fundarstjóri og Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips. i.jósmjnd Mbi. ól. K. M. Halldór H. Jénsson, stjórnarformaður Eimskips, um árið 1983: Svipaðir flutningar en breytt vörusamsetning ÞAÐ hefur verið stefna stjórnar Eimskipafélagsins, að arður sé greiddur til hluthafa á hverju ári. Hefur arður verið greiddur nú samfleytt í 20 ár. Félagsstjórnin samþykkti samhljóða, að leggja til við aðalfundinn í gærdag, að greiddur yrði 10% arður af hlutafé miðað við síðastliðin áramót og var EIMSKIPAFÉLAG íslands hefur gengið frá samningi um kaup á þýzka skipinu John Wulff, sem er smíðað í Þýzkaiandi árið 1977, og hefur tæplega 4.000 tonna burðar- getu. Lestarrými skipsins er 225.000 rúmfet og er það stærsta skip í eigu félagsins að undan- skildum ekjuskipunum Alafossi og Eyrarfossi. Kaupverð skipsins er tæplega 4 milljónir dollara, en kaupverð á sambærilegu nýju skipi væri tæplega 7 milljónir dollara, sam- kvæmt þeim upplýsingum, sem komu fram á aðalfundi Eim- skipafélagsins í gærdag. Skipið verður væntanlega afhent Eim- skipafélaginu í september nk. sú tillaga samþykkt. Þá samþykkti aðalfundurinn ennfremur tillögu stjórnarinnar um útgáfu jöfnunarhlutabréfa, þannig að hlutafé félagsins var þrefaldað, þe. hækkað úr 19.500.000 krónum I 58.500.000 krónur. Útgáfan fer fram í árs- lok 1983. Lengd skipsins er 93,4 metrar og breidd 14,5 metrar. Það er sérstaklega gert til stórflutn- inga, en er auk þess vel búið til gámaflutninga og getur flutt 160 20 feta gámaeiningar. Skipið hefur eina stóra lestarlúgu á veðurþilfari og stórar þilfarslúg- ur, sem fjarlæga má, þegar þeirra er ekki þörf. Skipið er bú- ið tveimur 15 tonna krönum, sem saman geta lyft um 30 tonnum. Aðalvél skipsins er að MAK gerð, 3.000 hestöfl, og brennir svartolíu. Ganghraðinn er 14 mílur á klukkustund. Eimskip hefur á undanförnum mánuðum leitað að hentugum skipum til kaups í stað þeirra „ÞRÁTT fyrir að syrti í álinn í ís- lenzku efnahagslífí, þá gerum við ráð fyrir, að flutningsmagnið í heild verði ekki minna en árið 1982, og aukist ef til vill nokkuð,“ sagði Halldór H. Jónsson, stjóm- arformaður Eimskips, m.a. í ræðu sinni á aðalfundi félagsins í gær- dag, þegar hann fjallaði um verk- efni ársins 1983 og önnur framtíð- arverkefni. Samsetning flutninganna mun hins vegar breytast. I rekstrar- áætlun ársins 1983 er gert ráð sem seld hafa verið. Einkum hef- ur verið leitað að skipi sem hent- ar í flutninga á stórum förmum af inn- og útflutningsvörum landsmanna. John Wulff upp- fyllir flest þau skilyrði, sem gera þarf til skips, sem annast slíka flutninga að mati Eimskipafé- lagsmanna. Skipið er sérstak- lega hentugt til lestunar og los- unar í höfnum, þar sem hafnar- aðstaða er takmörkuð, eða ófullnægjandi kranakostur í landi. Skipið er smíðað í Sietas- skipasmíðastöðinni í Þýzkalandi, sem hefur sérhæft sig í smíði til- tölulega lítilla, sérhæfðra og vandaðra gámaskipa, og er það smíðað samkvæmt fyllztu kröfu flokkunarfélagsins Germanisch- er Lloyd’s. fyrir svipuðu magni í innflutn- ingi. í innflutningi er gert ráð fyrir minnkun á flutningi á ým- iss konar varanlegri neyzluvöru, en aukningu í staðinn á stór- flutningsvöru og hráefni til stóriðjurekstrar. Þá er fyrir- sjáanleg aukning á útflutningi á áli. Sömuleiðis er gert ráð fyrir einhverri aukningu á sjávaraf- urðum, meðal annars vegna birgðaminnkunar. Félagið gerir ráð fyrir að 21 skip verði í föstum rekstri á ár- inu, eins og var á árinu 1982, en taka þurfi leiguskip til að mæta flutningasveiflum. Unnið verður áfram að því að selja nokkur skip félagsins og að endurnýjun þeirra með hagkvæmari skipum. „Af meiri háttar verkefnum vil ég nefna, að áfram verður unnið að breyttum frystiflutn- ingum í samráði við Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, sérstaklega endanlegri stefnumótun flutn- inganna til Bandaríkjanna, en sú breyting tengist almennu flutn- ingunum til og frá Bandaríkjun- um. Þá er unnið að endurskoðun á siglingum félagsins til Skand- inavíu og Eystrasaltshafna, og tengist sú athugun einnig athug- un á breyttu fyrirkomulagi strandflutninga félagsins, og þar með möuleikunum á betri þjón- ustu við landsbyggðina. í þessum verkefnum eru nú 5 skip, og er- um við meðal annars að kanna, hvort fækka megi skipunum, án þess að minnka þjónustuna. Ver- ið er að kanna, hvaða skip munu vera heppilegust til þessara sigl- inga í framtíðinni. Er ljóst, að núverandi skip munu ekki henta til frambúðar til þessara flutn- inga,“ sagði Halldór H. Jónsson. Halldór sagði ennfremur, að þegar gengið hafði verið frá samningum við borgaryfirvöld í Reykjavík um Sundahafnar- svæðið, hafi veri gert heild- arskipulag um það svæði. „Fé- lagið vinnur nú að því í sam- vinnu við bandarískt ráðgjafa- fyrirtæki að endurskoða núver- andi skipulag í ljósi nýrrar reynslu. Er þá horft til lengri framtíðar, metið hvert heppilegt innra flutningaflæði svæðisins skuli vera, hvaða tækjabúnaður muni henta bezt og hver stað- setning vörugeymsluhúsa og annarra mannvirkja muni verða. Er niðurstaðna að vænta innan tveggja mánaða og fyrirsjáan- legt að sumar þeirra verða mjög athyglisverðar." Halldór sagði ennfremur, að á árinu 1983 væri gert ráð fyrir áframhaldandi endurnýjun tækjakosts vöruafgreiðslu og endurnýjun gáma. „Félagið er með áform um að tengjast betur flutninganeti meginlands Evr- ópu og Bandaríkjanna, eins og ég hefi áður getið um, meðal annars með fleiri þjónustuhöfnum og betri tengingu við markaðs- starfsemina sjálfa, Við teljum að ná megi betri árangri fyrir fé- lagið sjálft og viðskiptavini þess í ýmsum flutningatæknimálum. Er þá ekki aðeins átt við breytta flutningahætti eins og á frystum fiski, saltfiski eða ferskum fiski, heldur breytt vinnubrögð fyrir einstök fyrirtæki með eininga- flutningum alla leið, sem á end- anum kunna einnig að hafa áhrif á innra flutningakerfi fyrirtækj- anna og vinnubrögð þeirra sjálfra. Eru iðnfyriræki hér meðal annars höfð sérstaklega í huga,“ sagði Halldór H. Jónsson. Engar breyt- ingar á stjórn Eimskips ENGAR breytingar urðu á stjórn Eimskipafélags íslands á aðal- fundi félagsins í gærdag. Þeir sem ganga áttu úr stjórn voru þeir Hall- dór H. Jónsson, stjórnarformaður, Ingvar Vilhjálmsson, varaformað- ur, Jón H. Bergs, meðstjórnandi, og Pétur Sigurðsson, meðstjórn- andi. Þeir voru allir endurkosnir einróma. Fyrir í stjórn félagsins voru Axel Einarsson, Hjalti Geir Kristjánsson, Indriði Pálsson og Thor R. Thors. Auk fyrrgreindra átta stjórnarmanna skipar ríkið síðan fulltrúa sinn í stjórn fé- lagsins. Halldór E. Sigurðsson, sem setið hefur í stjórninni, var endurskipaður fram að næsta aðalfundi. Endurskoðendur voru og endurkosnir þeir ólafur Nilsson og Víglundur Möller, auk þess sem ríkið endurskipaði Sigur- björn Þorbjörnsson. Forstjóri Eimskipafélagsins er Hörður Sigurgestsson, en framkvæmdastjórar þeir Valtýr Hákonarson, Viggó E. Maack og Þórður Magnússon. Hið nýja stórflutningaskip Eimskipafélagsins. Eimskip kaupir nýtt stórflutningaskip Verður afhent félaginu í september

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.