Morgunblaðið - 22.03.1983, Síða 42
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1983
Hverju spá þjálfarar liðanna?
Bogdan
þjálfari Víkings:
„Um þetta fyrirkomulag er ekk-
ert nema gott aö segja, handbolt-
inn sem slíkur nýtur góös af þessu
og þó sér í lagi landsliöiö þar sem
leikmennirnir fá vitanlega mikla
leikreynslu. Ég held aö KR vinni
titilinn í ár,“ sagði Bogdan þegar
hann var spurður um það hverjir
ynnu þessa keppni, „enda mjög
erfitt fyrir okkur að vinna eitt árin
enn“.
— BJ.
Gunnar Einarsson
þjálfari Stjörnunnar:
„Já, já mér líst ágætlega á þetta
fyrirkomulag, þar sem fjögur efstu
liðin berjast um meistaratitilinn.
Hins vegar er þetta allt of stíft leik-
ið og því of mikið álag á leik-
mönnum. „Um úrslitin í mótinu
vildi Gunnar ekki spá að svo
komnu máli. „Við erum að finna
okkur í þessum leikjum og erum til
alls líklegir næstu helgar enda
verður barist til síðasta blóð-
dropa.“
Anders Dahl
þjálfari KR:
„Það fer ekkert á milli mála að
þessi fjögur lið eru þau sterkustu,
og því alveg sjálfsagt að láta þau
spila saman um titilinn, auk þess
sem þetta kemur mjög vel út fyrir
landsliöiö þar sem menn venjast
miklu álagi. „Þegar Anders var
spurður um hvaða liö hann teldi
sigurstranglegast sagði hann aö of
snemmt væri að segja til um þaö
að svo stöddu, en að öllum líkind-
um yrðu það KR og FH sem berð-
ust um titilinn.
Geir Hallsteinsson
þjálfari FH:
„Nei, ég get ekki sagt aö ég sé
hlynntur þessu fyrirkomulagi þar
sem þetta er allt of strembiö, og ef
meiðsli fara aö hrjá liðin, sem er
ekki ólíklegt í svona harðri keppni
geta þau misst mörg stig. Mér
fyndist raunhæfara að hafa úr-
valsdeild þar sem 6 liö leika hverju
sinni, en úrslitum sem þessum er
ég alveg á móti.“ Geir vildi ekki
spá neinu fastákveönu um þaö
hvaða lið færi með sigur af hólmi.
Yfirburðcibtll á
ótrúlegu verði
S' Vn- < $Ji,
$ '
k*, ■ - ;.J:J
■K _
'■ tl*
' , '■■>;■
s*■'*<: t
IIm y
.. s
4 ;
riAMC qWDEagle
STÓR VERÐLÆKKUN VERD FRÁ KF T 450.000,-°
Verd mióeó við gengi 09.02.83.
Eagle 4x4 er bíll fyrir þá sem vilja komast allra sinna ferda í ófærð, hvort heldur í snjó og hálku eöa uppi á heiðum landsins í veiöiferöum
eða feröalögum.
Eagle 4x4 er meö afturdrifi, en meö einu handtæki er bíllinn fjórhjóladrifinn torfærubíll. Eagle er með styrktum undirvagni. Eagle er meö
6 strokka vél 258“ cc, vökva- og veltistýri, 3 þrepa sjálfskiptingu, aflhemlum og Delux innréttingu. Eagle með útlit og þægindi fólksbíls en
torfæru-eiginleika jeppans.
// FÍAT EINKAUMBOÐÁ
//DAVÍÐ SIGUt
J/ SMIDJUVEGI 4, KÓPA
ISLANDI
SIGURÐSSON hf.
KÓPAVOGI. SlMI 77200.
ALLTÁ SAMA STAD
EGILL VILHJÁLMSSON
SÍMAR 77202 — 77200 ■
SMIÐJUVEGI 4 KÓP.
SÍMAR 77700 — 77720.
Coe setti
sitt 11.
heimsmet
Stórhlauparinn Sebastian
Coe gerir þaö ekki enda-
sleppt þessa dagana. Síö-
astliðinn laugardag setti
Coe sitt ellefta heimsmet á
hlaupabrautinni. Coe setti
heimsmet í 1000 m innan-
húss í Osló er landskeppni
fór fram á milli Englands og
Noregs í frjálsum íþróttum.
Tími Coe var 2:18,50. Gamla
metið var 2:19,1 mín. Coe er
nýbúinn að setja heimsmet í
800 metra hlaupi innanhúss.
Hlaupið var á 200 metra
hringbraut og var millitími
Coe í hlaupinu þessi: 200 m
27,2 sek, 400 m 55,39 sek,
600 m 1:23,51 og 800 m
1:52,01. England sigraöi í
landskeppni þjóöanna meö
104 stigum gegn 56. Coe á
nú átta heimsmet utanhúss
og þrjú innanhúss.
Turin býður
40 milljónir
króna í Wöller
EINN efnilegasti knatt-
spyrnumaöur V-Þýskalands,
Rudi Wöller, sem leikur meö
Werder Bremen, hefur feng-
ið meiri háttar tilboö frá ít-
alska knattspyrnuliöinu AC
Torino á Ítalíu. Torino vill
kaupa Wöller á fjórar millj-
ónir marka, eða 40 milljónir
íslenskra króna. Wöller hef-
ur skoraö 14 mörk í 1. deild-
arkeppninni í vetur og sýnt
frábæra frammistööu. Tilboð
ítalska liösins hefur vakiö
mikla athygli í V-Þýskalandi
og mikiö veriö skrifað um
það í þýsk blöö.