Morgunblaðið - 22.03.1983, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1983
35
íslenska
hljómsveitin
Tónlist
Ragnar Björnsson
„Kurt, hvar ertu?“, forleikur
eftir Atla Heimi, var upptakt-
ur tónleikanna. Forleikurinn
er einfaldur í sniðum, saminn
um „motiv" úr söng Makka
hnífs í Túskildingsóperunni.
Skemmtilegt upphaf og Atli
hefur æfinlega lag á því að
láta áheyrandanum ekki leið-
ast. „Vom Tod im Walde" (ekki
Wald) op. 16, veit ég ekki hvort
átti að taka alvarlega, en einna
helst líktist það því að vera
kominn inn á fyrstu æfingu
hjá skólahljómsveit þar sem
enginn þekkti stíl Weills.
Ástæðulaust er að fjölyrða um
flutninginn svo fjarri var hann
höfundunum og kom það jafn-
vel sem eðlilegt framhald þeg-
ar söngvarinn, Guðmundur
Jónsson, lokaði bókinni og tók
af sér gleraugun á meðan eft-
irspilið var leikið, slíkt gerir
enginn sem tekur hlutverk sitt
alvarlega, eitt er góð söngrödd,
annað er list. Enginn skal ætla
að Weill sé auðveldur í flutn-
ingi og því miður var flutning-
ur Svítunnar úr Túskildings-
óperunni, saminn fyrir blást-
urshljóðfæri, víða mjög los-
aralegur og stíll Weills svo
fjarri að á stundum hélt mað-
ur sig vera að hlusta á Mozart
en ekki tónskáld kvöldsins.
Ólöf K. Harðadóttir er góður
listamaður og gerði það sem í
hennar valdi stóð til þess að
„stílisera" Jenny í Alabama-
söngnum, en var þetta rétt
Jenny? í óperunni syngja
Jenny og 6 stelpur þennan
söng og segir í raun lítið um
tilgang þeirra annað en það að
þær eru í leit að viskí-bar og
dollurum. E.t.v. hefði því verið
heppilegra að kynna Jenny
með hennar eiginlegu fyrstu
aríu í óperunni, þar sem hún
segir Jack frá uppruna sínum
og hvernig komið sér fyrir
henni, semsagt hrá, miskunn-
arlaus mella. Það er ekki Ólaf-
ar sök að hún skilar ekki þess-
ari manngerð. óperusöngvar-
inn verður að víkja hjá Weill
og tilfinningar mellunnar eru
„herb“, hrjúfar, og á annarri
sönggráðu en „lyrik" óperu-
söngvarans eða Broadway-
musicalsins. Það virðist sum-
um seint skiljast að ef hlut-
verkið er skakkt skipað er
söngvaranum enginn greiði
gerður.
Ánægjulegt var að kynnast
Sinfóníu nr. 2 eftir Weill.
Hljómsveitin er skipuð mörg-
um bráðefnilegum ungum
hljóðfæraleikurum, t.d. er
strokhljóðfærahópurinn áber-
andi, sama má segja um suma
blásarana, og get ég ekki stillt
mig um að benda á básúnuleik-
ara í því sambandi, hvers nafn
ég ekki veit. Af einhverjum
ástæðum var samleikur sveit-
arinnar nokkuð í molum og fór
sumstaðar úr böndunum. En
stjórnandinn, Guðmundur
Emilsson, á þakkir skildar
fyrir að kynna okkur sinfón-
íuna.
Völundar gluggar
i
Smíðum glugga úr furu, oregonpine og teakviði. ®
Einnig smíðum við glugga úr gagnvarinni furu, |
sem fjórfaldar endingu glugganna. |
Stuttur afgreiðslufrestur. Hagstætt verð.
Valin efni, vönduð smíð og yfir
75 ára reynsla tryggir gæðin.
Gjörið svo vel og leitið tilboða.
Lýsi og mjöl h/f.:
Bæjarsjóð-
ur Hafnar-
fjarðar sel-
ur hlut sinn
BÆJARSJÓÐUR Hafnarfjarð-
ar seldi nýverið hlutafé sitt að
nafnverði 62.700 kr. í fyrirtæk-
inu Lýsi og mjöli hf. og var
söluverðið 955.500 kr.
Að sögn Einars I. Hall-
dórssonar, bæjarstjóra
Hafnarfjarðar, keyptu aðrir
hluthafar í fyrirtækinu
hlutabréf bæjarsjóðs og
Bæjarútgerð Hafnarfjarðar
sem eru 58% hlutafjár. Að-
spurður sagði Einar, að í
kjölfar stöðvunar fyrirtækis-
ins í fyrrasumar vegna
rekstrarerfiðleika, hefði
komið fram sú ósk frá stjórn
Lýsis og mjöls hf. að bæjar-
sjóður seldi sinn hlut í fyrir-
tækinu til að gera öðrum að-
ilum kleift að eignast hlut-
deild í fyrirtækinu og rekstri
þess. Bæjarstjórn hefði síðan
samþykkt að bjóða hluta-
bréfin til sölu skömmu fyrir
síðustu áramót. í framhaldi
þess hefði verið gerður
samningur við hæstbjóðandi
aðila, en að lokum hefðu
hluthafar í fyrirtækinu nýtt
forkaupsrétt sinn.
G)dan daginn!
Timburverzlunin Vólundur hf.
KLAPPARSTÍG 1, SÍMI 18430 — SKEIFAN 19, SÍMI 85244
Komnar teinamöppur fyrir eftirfarandi tímarit: (jcstajaílnn rate&coöMiLD iDGYTíX’DGD <• +' IIMAKII UM MAI SKHKITl'M r.KH.SKVUK \\<K. HMMII.II) yeVjurö ísieosl^
burdo áFongar
1*1 %mSk*. _Somir gög TifRZANS &GOKKE lcg ÍYf.
Fást í öllum bókaverslunum Slml: 53948