Morgunblaðið - 22.03.1983, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 22.03.1983, Qupperneq 30
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1983 + Móöir okkar, SIGRÍDUR JÓNA ÞORBERGSDÓTTIR frá Látrum f Aöalvík, Háaleitisbraut 26, lóst aö hjúkrunarheimllinu Sunnuhlíö 20. mars. Fyrir mína hönd og systkina minna, Áata Ólafsdóttir. + Maöurinn minn, BORNEY GIORDAN, andaöist þann 15. mars í Miami Florida. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Hulda Nielsen Giordan. Unnusti minn, ÁRNI SIGURBJÖRNSSON, er látinn. Jarðarförin hefur farið fram. Þökkum auösýnda samúö. Fyrir hönd aöstandenda. Soffía Ragnarsdóttir. + Móöir mín, tengdamóöir og amma, GUÐRÍÐUR GUÐNADÓTTIR frá Karlsskála, lést á sjúkrahúsi í Vástervik í Svíþjóð 19. marz. Ingibjörg Þorláksdóttir Melsted, Bogi Melsted og börn. Eiginmaöur minn, VALTÝR BJARNASON, fyrrv. yfirlæknir, Stigahlíö 85, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni miövikudaginn 23. mars kl. 13.30 e.h. Þeir sem vildu minnast hans eru beönir að láta Kapellu Landspítalans njóta þess. F.h. barna og annarra aðstandenda. Sigríöur Jóhannesdóttir. + Eigínkona mín, móöir okkar, amma og langamma. GUDBJORG KRISTÍN BA RÐARDÓTTIR, kennari, Austurvegi 13, isafirði, lést í Reykjavík 19. þessa mánaöar. Halldór Gunnarsson, Sigrún Halldórsdóttir, Hringur Hjörleifsson, Guðfinna Halldórsdóttir, Árni Ragnarsson, Ragna Halldórsdóttir, Elvar Ingason, Bárður Halldórsson, Álfhildur Pálsdóttir, Guörún Halldórsdóttir, Árni Sigurösson, Ásgerður Halldórsdóttir, Jóhann Alexandersson, Kolbrún Halldórsdóttir, Pátur Jónasson, barnabörn og barnabarnabörn. Móöir okkar, + GUDNÝ BERENTSDÓTTIR, Hringbraut 44, Keflavík, veröur jarösungin þriöjudaginn 22. febrúar kl. 14.00 frá Keflavík- urkirkju. Kolbrún Leffel, Sigríöur Kristmundsdóttir, Kristfn Kristmundsdóttir. Minning: Valgerður Pálsdótt- ir - Bræðratungu Fædd 20. maí 1899 Dáin 14. raarz 1983 Merkiskonan Valgerður í Bræðratungu er horfin sjónum okkar yfir landamærin. Hún fæddist og ólst upp í Tungu í Fáskrúðsfirði, dóttir hjónanna Elínborgar Stefánsdóttur frá Þór- eyjarnúpi í Vestur-Húnavatns- sýslu og Páls Þorsteinssonar frá Víðivallagerði í Fljótsdal. Val- gerður var áttunda af fjórtán börnum þeirra hjóna og komust tólf þeirra til fullorðinsára. Hún dvaldi heima til átján ára aldurs en hleypti þá heimdraganum og vann eftir það á ýmsum stöðum til ársins 1926 að hún giftist Skúla Gunnlaugssyni frá Kiðjabergi í Grímsnesi. Var hann þá ráðsmað- ur á hinu forna höfuðbóli Bræðra- tungu í Biskupstungum. Fóru þau til Reykjavíkur að láta vígja sig og dvöldu hjá Steindóri bróður Skúla og Bryndísi konu hans. í tilefni brúðkaupsins brugðu þau sér öll á hestbak og héldu upp að Lögbergi fyrir ofan Reykjavík í brúðkaups- kaffi og svo til Reykjavíkur aftur um kvöldið. Eftir það tóku við störf þeirra í Bræðratungu. Þá átti danskur maður jörðina, ríkið keypti hana síðan árið 1933. Fékk þá Skúli ábúðarréttinn og bjó þar til ársins 1966 að hann andaðist. Hin síð- ustu ár var hann í sambýli við elsta son sinn, sem hefur setið jörðina síðan. Að Skúla latnum dvaldi Valgerður hjá syni sínum og fjölskyldu til haustsins 1982 að hún þurfti á sjúkrahúsvist að halda og átti ekki afturkvæmt þaðan. Valgerður og Skúli eignuðust þrjá syni, Svein bónda í Bræðra- tungu, kvæntan Sigríði Stefáns- dóttur og eiga þau fjögur börn á lífi, Gunnlaug dýralækni í Laug- arási, kvæntan Renötu f. Pandrick frá Berlín og eiga þau fimm börn og Pál lögfræðing, kvæntan Elísa- betu Guttormsdóttur. Þau hjón, Valgerður og Skúli, lifðu mikla breytingatíma í þjóð- lífinu og áttu langt og gifturíkt ævistarf í Bræðratungu við miklar og verðskuldaðar vinsældir sveit- unga og vandamanna. Var heimil- ið jafnan fjölmennt og tóku þau gjarna börn og ungiinga til sumardvalar. Bræðratunga er kirkjustaður, einnig gegndi Skúli ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína, var m.a. oddviti og sýslunefndarmaður og oft var gestkvæmt á heimilinu. Valgerður var framúrskarandi vel gerð kona á allan hátt, sívinn- andi og glöð á hverju sem gekk. Hún var einstaklega kærleiksrík og velviljuð í garð allra samferða- manna sinna og átti fórnfýsi hennar sér lítil takmörk. Hún var Minning: Jóna Sœfinna Ásbjörnsdóttir „En hver sem garAinn gistir, mun geU séð þess merki, ad víst er meiri máttur en mennskur þar að verki. Á andarUki eyjjjum vid eitthvað stórt og mikið í gegnum blómahlikið. Frá sannleikanum sjálfum mun síðar aldrei vikið.“ (D.St.) Fimmtudaginn 10. mars sl. var til moldar borin föðursystir mín, Jóna Sæfinna Ásbjörnsdóttir. Jóna var fædd 24. nóvember 1904 á Grettisgötu í Reykjavík og lést 28. febrúar 1983 á heimili sínu, á Rauðalæk 69. Ég man fyrst eftir Jónu frænku, eins og hún var kölluð af okkur bræðrunum, þegar hún kom í heimsókn að Seljavöllum, æsku- heimili mínu, á árunum kringum 1940. Þá var húri ung og lífsglöð kona og flutti með sér þann stormsveip léttleika og gleði yfir lífinu sem ævinlega fylgdi henni og til hinsta dags. Ég hef oft hugleitt hvort lífs- viðhorf þessarar frænku minnar hafi ekki verið eitt besta veganesti sem ég hef fengið í æsku og hversu æskilegt hefði verið að temja sér aðferðir hennar til þess að mæta mótlæti og andstreymi svo æðru- laust og óhikað. Jóna Sæfinna átti löngum við heilsuleysi að stríða einkum hin síðari ár, en dugnaður hennar og + Móöir okkar, HANNA JÓNSDÓTTIR. óftur Hlíðargerði 21, lést í Borgarspitalanum 16. mars. Jarösett veröur frá Bústaöa- kirkju, fimmtudaginn 24. mars kl. 13.30. Synir, stjúpbörn, tengdabörn og barnabðrn. + Faðir okkar og tengdafaöir, NJÁLL GUDMUNDSSON, fyrrv. skólastjóri, Klapparási 2, lést 18. marz. Jaröarförin fer fram fimmtudaginn 24. marz kl. 10.30 frá Bústaðakirkju. Anna Njálsdóttir Möller, William Thomas Möller, Baldur Víðarr Njálsson, Tova Vfðarr Njálsson. + Útför eiginmanns míns, ÞÓRODDSGUÐMUNDSSONAR frá Sandi, fer fram frá Þjóökirkjunni í Hafnarfiröi miövikudaginn 23. marz kl. 3.00. Hólmfrlður Jónsdóttir. Lokað eftir hádegi þriðjudaginn 22. mars vegna jaröarfarar ÞORKELS JÓNASSONAR, Ásvallagötu 12 Panelofnar hf. Kópavogi. gæfumanneskja sem fékk að lifa fram á síðasta æviár í sinni fögru sveit, sjá syni sína vaxa upp og síðan mannvænleg sonabörn, sem hún naut samvista við. Hún var frá menningarheimili og bar það með sér, tignarleg í fasi og vönduð til orðs og æðis og fékk að halda reisn sinni til hins síðasta og hvíldina þegar kraftarnir voru þrotnir að loknum löngum starfsdegi. Lífshlaup Valgerðar í Bræðra- tungu hefur verið skráð á spjöld sögunnar. Minning hennar mun lengi lifa með þeim sem áttu því láni að fagna að kynnast henni og njóta mannkosta hennar. Því ber að þakka samfylgd þessarar mætu konu og óska henni góðrar heim- komu. Fjölskyldu hennar sendum við samúðarkveðjur. Sigrún og Þórdís lífsgleði var slík að hún naut þess að vera móðir, amma og eiginkona og ómissandi vinur vandamanna sinna og frændsystkina. Heimili Jónu og eiginmanns hennar, Kristjáns Sigurðssonar stýrimanns, á Rauðalæk, var ævinlega opið og gestrisni í fyrir- rúmi. Kristján og Jóna voru ein- staklega samhent og gæfa hennar var ekki síst fólgin í umhyggju og sérstökum mannkostum Kristjáns sem reyndist henni svo ómissandi í veikindum og mótstreymi. Við sem kveðjum Jónu Sæfinnu finnum að við höfum misst vin og samhverja í hverskonar átökum hins daglega lífs. Við getum ekki lengur heimsótt hana og fundið þann styrk sem fylgdi sterkum persónuleika henn- ar. En við getum minnst með hvaða hætti hún mætti ævinlega mótlætinu og hvað hún kenndi okkur sem þekktum hana. Við getum einnig minnst þess hversu hún kunni að meta hinar Ijósu hliðar lífsins og njóta þeirra stunda þar sem gleðin sat í fyrir- rúmi. Við vinir og ættingjar Jónu vottum eftirlifandi eiginmanni hennar, Kristjáni Sigurðssyni, og aðstandendum innilegustu samúð og þökkum alúð og vináttu. „Þó flogin sé hún framhjá óskantundin, og frelniA v*ri æðsta krafa mín, er ennþá gott aó gista helgilundinn og ganga þar í sporin þín.“ (D-St) Sigurður Óskarsson frá Seljavöllum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.