Morgunblaðið - 25.03.1983, Síða 11

Morgunblaðið - 25.03.1983, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1983 11 fyrirskipunum flugumferðarstjór- ans. Og á þeim tíma sem hann var að sinna flugvélunum sjö var hóp- ur af skólakrökkum inni í stjórn- herberginu. Loks var hann búinn að vera á 15 nær samfelldum vökt- um í mánuðinum þegar atvikið átti sér stað 15. marz. Það stendur þó alveg upp úr í þessu máli, að Orion-flugvélin fór út úr sínu svæði og flaug í a.m.k. fjórar mínútur beint mót Arnar- flugsvélinni, en á þeim tíma nálg- uðust þær hvor aðra með ógnar- hraða. Ekki hefur verið upplýst hvers vegna varnarliðsflugvélin yfirgaf svæði sitt. Og í ljósi þessa atviks vaknar sú spurning hvort flugvélar varnarliðsins hagi sér yfirleitt að geðþótta í loftrýminu yfir íslandi. í fersku minni er flug klúbbflugvélar varnarliðsmanna yfir eldstöðvunum við Heklu 1980. Flugvélin olli margfaldri árekstr- arhættu með því að fljúga öfugt við umferðarreglur yfir eldstöðv- unum. Flugumferðarstjórar hafa tjáð undirrituðum, að flugmenn varnarliðsins fari títt út fyrir út- hlutuð æfingasvæði og fljúgi í öðr- um hæðum en heimildir kveða á um. Það er auðvitað háalvarlegt, enda misbýður slíkt háttalag öllu flugöryggi. Ef þetta er á rökum reist hlýtur það að vera eðlileg krafa að gripið verði til aðgerða og spornað gegn þessum flugháttum til að tryggja öryggi flugfarþega. Og í ljósi atviksins við suður- ströndina er einnig nauð- synlegt að gera breytingar á fyrirkomulagi flugumferðar- stjórnarinnar. Flugumferðarstjór- um hefur verið treyst fyrir mikilli ábyrgð. Og flugmenn hafa hingað til treyst þeim fyrir að sjá um að fjarlægð milli flugvéla sé það mik- il að hætta verði ekki. En vinnu- dagur flugumferðarstjóranna er langur og auk þess vinna þeir gíf- urlega aukavinnu, einkum á sum- rin þegar flugumferð er mest, og það sér hver maður að það er ekki beinlínis til að auka flugöryggið. Þess vegna er aðgerða og úrbóta á þessu sviði einnig þörf. ísafjörður: Grænlenzkir tog- arar landa rækju ísafirði, 22. marz. GRÆNLENZKI rækjutorgarinn Kiporkak kom til ísafjarðar í morgun með 80 tonn af úthafsrækju sem hann veiddi ura 200 mflur vest-suðvestur héðan. Að sögn skipstjórans Oddnar Paulsen frá Þórshöfn í Færeyjum hefur gengið erfiðlega að veiða sökum illviðris og íss. Honum gekk þó vel fyrstu þrjá dagana en þá fékk 39 tonn af rækju. Fyrsti vélamaður togarans varð þá fyrir því að meiðast á hendi og varð togarinn að fara með hann til Patreksfjarðar til aðgerðar. Síðan hefur gengið heldur erfiðlega. Þar sem vélstjórinn fékk ígerð í sárið varð að stytta veiðiferðina og þess vegna kom togarinn til hafnar á ísafirði í morgun. Þrettán manna áhöfn er á tog- aranum og yfirmenn allir fær- eyskir, en undirmenn grænlenskir, auk þeirra eru tveir japanskir fulltrúar rækjukaupenda um borð. Að sögn Oddnars eru sjö græn- lenskir togarar þarna á rækju- veiðum, fjórir færeyskir og einn danskur. Aflakvóti grænlensku togaranna er 200—470 tonn á skip á þessum miðum. Þegar skipin hafa fyllt kvótann halda þau til veiða við vesturströnd Grænlands, en óvenjumikill ís hefur hamlað veiðum við vesturströnd Græn- lands það sem af er árinu og sá mesti þar síðan Oddnar Paulsen hóf rækjuveiðar við Grænland ár- ið 1974. í kvöld er von á næsta græn- lenska togaranum Ivivilek með 100 tonn af rækju og síðan koma þeir hver af öðrum til löndunar næstu daga og er von á frystiskipi til að flytja aflann á markað í Danmörku eftir fáa daga. Rækjan er heilfryst um borð í togurunum en fullunnin að hluta í rækjuverk- smiðjum í Danmörku en besta rækjan er flutt óskelflett á mark- að í Japan. Tækiö er mjög næmt þannig aö silfurhlutur getur fundist á nokkurra feta dýpi viö góöar aðstæöur. Gisli Jónsson & Co. hf„ Sundaborg 41, tími 86644. AÐ SJA UNDIR JORÐINA Þaö getur veriö gagnlegt en einnig mjog spenn- andi. Þú finnur kannski ekki gullskip, en hver veit? Björgvin Feröaskrifstofaw ÚTSÝN Fordrykkur í boöi Ferðamálaráðs Lignano. Gjafahappdrætti býöur upp á margs konar lukkuvinninga. Á borðum veröa kræsingar, s.s. súpa og gratineraðir gómsætir sjávarréttir á ítalska Lignano-vísu meöan Big Band Birgis Sveins- sonar innleiðir lauflétta suöræna stemmningu, því á þessu kvöldi er ekki dauður punktur. ítalska hátízkan er útfærð í sýningu Modelsamtakanna og hársnyrti-, snyrti- og danssýning frá Salon Ritz er sannkallað augnayndi. Og ekki vantar músíkina. „Gulltenórinn" Hjálmar Hjálmtýsson syngur vinsælustu ítölsku lögin beint inn í hjörtu ykkar. Úrvalshljómsveit Björgvins Halldórssonar heldur dun- andi fjöri í dansinum og spilar einnig meö nýju söngstjörnunni Ólöfu Ágústs- dóttur. Hinar frábæru, fimu og stæltu Jazz-sportstúlkur fá þig til aö grípa andann á lofti aö ógleymdri feguröarsamkeppninni. Síöasta tækifæri aö bætast í keppnina Ungfrú og Herra Útsýn ’83, eina eftirsóttustu fyrirsætukeppni lands- ins þar sem stór ferðavinningur er í boði. Freistiö gæfunnar í stórferöabingói meö glæsilegum vinningum fyrir alla fjölskylduna. Það er á hreinu að þetta er skemmtun í sérflokki. Bæjarins besta sem þú hefur ekki ráð á að láta fara fram hjá þér. BORÐAPANTANIR OG AOGÖNGUMIDAR I BROADWAY. SÍMI 77500. Velkomin á ítalska hátíö á Broadway SKRYDDA Kynnir Þorgeir Ástvaldsson Modelsamtökin sýna íslenskan fatnað frá verslun- inni Má bjóda þér í 10 ára afmæli Útsýnar f Lignano? Reykjavík 25.—27. marz á vegum Ferðamálaráðs Lignano og Utsýnar á Itölsk heloi BKCAIÐWAr SUNNUDAGSKVOLDIÐ 27. MARZ OG HEFST KL. 19.00

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.