Morgunblaðið - 25.03.1983, Síða 14

Morgunblaðið - 25.03.1983, Síða 14
SINDRA STALHF 14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1983 Fyrirliggjandi í birgðastöð Kaldvalsaó plötujárn Plötuþykktir fra 0,8 — 2 mm Plötustæröir 1000x2000 mm og 1250x2500 mm Boraartúni31 sími27222 Styrjöld yfirvof- andi á milli Hond- úras og Nicaragua Managua, Nicaragua, 24. mars. AP. HARÐIR bardagar urðu á milli stjórnarhersins og hægrisinnaðra útlaga, sem stjórnvöld segja að komi frá Hondúras, í nótt. Þá sögðu stjórnvöld í Hondúras í dag, að þau væru að því komin að segja Nicaragua stríð á hendur. Stjórnin sendi í gær 300 manna herlið til borgarinnar Matagalpa í norðurhluta landsins til þess að aðstoða hermenn, sem lokast höfðu inni í héruðunum E1 Dor- ado, Chachagua og hæðunum í Palo Preta. Þá bárust fregnir af hörðum bardögum í bæjunum Quilali og Wiwili í nærliggjandi héraði, Nueva Segovia. „Við erum að því komnir að segja Nicaragua stríð á hendur," sagði sendiherra Hondúras, En- rique Ortez, á fundi Öryggisráðs Gluten Blue Star er náttúrulegt, óbleikjað hveiti. Heimabaksturinn fær þess vegna fallegan, gullinn blæ. Gluten Blue Star er danskt hveiti sem blandað eramerísku mjöli. Hátt hlutfall sterkju (gluten) tryggir frábæra bökunareiginleika og fallegan bakstur. Prófaðuuppskriftirnaráumbúðunum. í versluninni þar sem þú kaupir Gluten Blue Star færðu einnig bækling með uppskriftum að girnilegum kökum og tertum Gluten Blue Star. Danskt hveiti blanöað amerísku mjöli. Biðjið um hveitið með bláu stji Sameinuðu þjóðanna í gærkvöld þegar teknar voru fyrir ásakanir stjórnar Nicaragua í garð Banda- ríkjamanna. Stjórnvöld ásaka Bandaríkjamenn um að standa að baki innrás útlaganna. „Ríkisstjórn Hondúras firrir sig allri ábyrgð á atburðunum í Nic- aragua,“ sagði í opinberri yfirlýs- ingu frá yfirvöldum í Tegucigalpa, höfuðborg Hondúras, í dag. í til- kynningunni sagði ennfremur, að ekki væri um neinar búðir and- stæðinga stjórnar Nicaragua að ræða í Hondúras og fráleitt væri að ætla að ríkisstjórn Hondúras styddi við bakið á þeirm. Að sögn yfirvalda í Nicaragua hafa 205 stjórnarandstæðingar látið lífið í átökum á síðustu dög- um og 57 úr röðum stjórnarhers- ins. Tölur frá hinum aðilanum segja á hinn bóginn, að 293 stjórn- arhermenn hafi fallið, en aðeins fjórir úr þeirra liði. Andrei Gromyko Gromyko skipað- ur fyrsti vara- forsætisráðherra Moskvu, 24. mars. AP. TILKYNNT var í dag, að Andrei Gromyko, sem verið hefur utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna síðastliðin 26 ár, hafði verið skipaður fyrsti varaforsætisráðherra landsins. Tveir aðrir menn, Ivan Arkhipov og Geid- ar Aliev, hafa þegar sömu titla. Ekki var skýrt nánar frá ástæð- unni fyrir skipan hans í embættið og því ekki staðfest hvort hann heldur embætti utanríkisráðherra áfram. í frétt frá Tass síðar í dag var greint frá því, að Gromyko væri utanríkisráðherra áfram og hefði því bæði áðurnefnd embætti með höndum. „Ballið er rétt að byrja," sagði vestrænn diplómat og sagði skip- an Gromykos í þetta embætti að- eins upphafið að verulegri upp- stokkun í röðum æðstu ráða- manna landsins. Walesa skýrir frá banatilræði Varsjá, 24. mars. AP. LECH Walesa skýrði í dag frá því, að óþekktir menn hefðu reynt að ráða hann af dögum á ferð hans til Rómar og Genf árið 1981. Þetta eru í sjálfu sér ekki nýjar fréttir, en í fyrsta sinn sem Walesa segir sjálfur frá tilræðinu. Walesa sagði, að hann hefði verið yfir- heyrður af pólsku lögreglunni á mánudag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.