Morgunblaðið - 25.03.1983, Síða 17

Morgunblaðið - 25.03.1983, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1983 17 Nöfn á flugvélum Flugleiða munu enda á fari Dagfari, Náttfari, Vorfari, Heimfari, Frónfari, Langfari FLUGLEIÐIR efndu til almennrar samkeppni um nöfn á flugvélar félagsins í september sl. og bárust tillögur frá 423 aðilum, samtals um 780 tillögur. Á blaöaraannafundi félagsins var skýrt frá því, að dómnefndin hefði oröið sam- mála um að mæla með nöfnum, sem enda á fari og var sú tillaga samþykkt af stjórn Flugleiða. Samtals bárust tillögur frá 60 aðilum ura nöfn með endingunni fari. Dregið var úr nöfnum þessara þátttakenda á skrifstofu Borgarfógetans í Reykjavík og komu upp nöfn hjónanna Eyglóar Magnúsdóttur og Jóns S. Gunnarssonar. Þau hjónin hljóta því verðlaunin, sem í boði voru, ferð fyrir tvo til Puerto Rico, svo og heiðursskjal og gullpenna Flugleiða. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, af- henti þeim hjónum verðlaunin á blaðamannafundinum, en dóm- nefndina skipuðu þeir Björn Theó- dórsson, framkvæmdastjóri mark- aðssviðs Flugleiða, Leifur Magn- ússon, framkvæmdastjóri flug- rekstrarsviðs Flugleiða, og Ólafur Stephensen. Dómnefndin leitaði álits og að- stoðar Jóns Friðjónssonar, lektors, varðandi meginreglur við myndun nafna með endingunni. í greinar- gerð hans er lagt til að miðað verði við eftirfarandi þrjár forsendur: 1) Nýyrðið verður að vera myndað á réttan hátt, þ.e. í samræmi við fastar venjur, og má ekki brjóta í bág við málkennd fólks. 2) Nýyrðið verður að fela í sér einhverja skynsamlega merkingu, enda eitt megineinkenni íslenzku að hún er að því leyti gagnsæ að í langflest- um tilvikum er unnt að gizka á merkingu samsettra orða út frá merkingu einstakra liða. Ut frá þessu getur þó brugðið, einkum er í hlut eiga sérnöfn. 3) Nýyrði sem notuð verða að verulegu leyti er- lendis mega helzt ekki geyma hljóðasambönd sem ekki eru til í grannmálunum og því erfið í fram- burði fyrir útlendinga. í lið eitt er miðað við tímaviðmiðun, stefnuvið- miðun í lið tvö og staðar- eða vett- vangsviðmiðun í lið þrjú. í samræmi við þetta hafa verið ákveðin nöfn á þær sjö flugvélar félagsins, sem eru í rekstri hér heima, Dagfari, Náttfari, Árfari, Vorfari, Heimfari, Frónfari og Langfari. Síðan er ein vél félagsins í Nígeríu og tvær í Saudi-Arabíu, en þeim hefur ekki verið gefið nafn. Ljósmynd Mbl. Kristján Einarsson. Sigurvegararnir í nafnasamkeppni Flugleiða, hjónin Jón S. Gunnarsson og Eygló Magnúsdóttir, við eina Fokker-vél Flugleiða. Frá aöalfundi Eimskipafélags Islands. Siglingar til Portúgals ar á Bretlandseyjum. Allt var þá bundið við komu til Leith. Þá bauðst hann til að opna verzlun- arútibú í Hull og stóð við það. Þarna opnaðist góð leið, sem framlengd var til Hamborgar. Að lokum annað dæmi: Hér á árunum vorum við þrír menn sendir til ísrael vegna vöru- skiptaverzlunar við það land. í einni ferðinni komum við til Kýpur. Okkur hugkvæmdist að hægt væri að selja íslenzkan fisk þar, samband náðist fljótlega við kaupendur, en svar þeirra var stutt og ákveðið: Hér á Kýpur höfum við gott siglingasamband við Gautaborg í Svíþjóð og fáum reglulega hóflegt magn af fiski frá Norðurhöfum, þar með var málið útrætt. Að lokum vil ég varpa fram þeirri spurningu, hvort skipafé- lögin hafi e.t.v. með óeðlilega miklum siglingum til sumra Norðurlanda skapað það mikla misræmi, sem orðið er í verzlun á milli okkar og þessara þjóða, sem við kaupum margfalt meira frá en þær frá okkur. Að endingu — lifið heilir allir Eimskipsmenn og styðjið alltaf frjálsar siglingar og viðskipti! — eftir Berg G. Gíslason EFTIRFARANDI ræða var ætl- uð til flutnings á aðalfundi hf. Eimskipafélags íslands sl. mánudag, en þar sem umræður þróuðust með þeim hætti á fund- inum, var þess ekki kostur og birtist ræðan því hér á eftir: Mér þykir tilhlýðilegt á sam- komu sem þessari, þar sem svo margir verzlunar- og frammá- menn koma saman, að nota þetta tækifæri til þess að minnast á stórmál, sem hlýtur að ráða miklu í utanríkisviðskiptum okkar íslendinga innan tíðar. Það er þegar flestum Ijóst, að gagnkvæm viðskipti verður að þróa við viss lönd og bezt væri að koma þeim á með frjálsu móti, frekar en vöruskiptum, eins og við þekktum þau á árunum eftir stríðslok. Portúgalar ganga fast eftir því, að við fslendingar neytum og notum meira af þeirra fram- leiðslu. Þá er það fyrsta, sem kemur upp í huga manns, að nauðsyn sé á beinum siglingum til þess lands, sem væntanlega gæti þjónað viðskiptum við Norður-Spán. Ennfremur mætti hugsa sér ferð með minna skipi, er gæti einnig flutt ferðamenn í heita loftslagið þar. í þriðja lagi má nefna, að við íslendingar ættum máske að temja okkur að neyta meira af framleiðslu Portúgala, svo sem ávaxta, grænmetis, léttra vína og fleira og notast einnig við ýmsar iðnaðarvörur frá þeim. Nú getur óskabarn þjóðarinn- ar sýnt það í verki hvers það er megnugt. Það má ekki lifa enda- laust á því, sem okkar gömlu menn komu í framkvæmd. Ég skora á skilningsgóða menn í þessum hópi að koma hér upp í ræðustól og leggja þessu nauð- synjamáli lið. Hjálpið til þess að beina frjálsum viðskiptum til þeirra, sem eru svo áhugasamir og duglegir að borða fiskinn frá okkur. Góðar og allra helzt bein- ar siglingar eru grundvöllur til þess að skapa hagkvæm við- skipti öllum til blessunar. A það má minna, að lítilshátt- ar átök urðu í gamla daga, þegar faðir minn og líklegast aðrir börðust fyrir því, að siglingar yrðu teknar upp til staðar sunn- Fjárhagsstaða Flugleiða veik á síðasta ári: Sjáum merki þess að eitthvað kunni að rofa til á næstunni „FLUGLEIÐIR hafa ekki fariö varhluta af þeim erfiðleikum, sem á öllum flugrekstri hafa dunið á und- anförnum árum, nema síður sé. Svo sem reikningar félagsins fyrir sl. ár bera með sér, er fjárhagsstaða þess nú mjög slæm og veikari en nokkru sinni fyrr, eiginfjárstaðan orðin neikvæð um 179,4 milljónir króna og mjög verulegur rekstrarhalli fjórða árið í röð,“ sagði Örn Ó. Johnson, stjórnarformaður Flugleiða, meðal annars í ræðu sinni á aðalfundi fé- lagsins. „Ljóst er að ekki verður lengi haldið áfram á sömu braut. Verði ekki verulegar breytingar til batn- aðar á fjárhagsafkomu félagsins á næstunni, hlýtur að verða óhjá- kvæmilegt að gera miklar og afdrifaríkar breytingar á rekstr- inum. Félagið á, og hefur átt, við mörg mjög erfið vandamál að stríða á undanförnum árum. Hæst hafa — sagði Örn Ó. Johnson, stjórn- arformaður m.a. í ræðu sinni borið þeir erfiðleikar, sem fylgt hafa Norður-Atlantshafsfluginu, þ.e. fluginu milli Bandarfkjanna og Luxemborgar. Olíuhækkanir, samdráttur í efnahagslífi þjóð- anna beggja vegna hafsins og síð- ast en ekki sízt óheft samkeppni, sem fylgt hafa óraunhæf fargjöld, hafa gert aðstöðu Flugleiða óvið- unandi á þessari flugleið. Við höf- um lengi vonað að úr rættist, en það hefur ekki orðið til þessa,“ sagði Örn ó. Johnson ennfremur. „Það er fyrst nú, þessa síðustu mánuði, að eitthvað virðist vera að rofa til með auknum hagvexti í Bandaríkjunum, lækkandi olíu- verði og lækkandi vöxtum. Allt eru þetta jákvæð teikn, sem breytt geta neikvæðum aðstæðum í já- kvæðar, verði framhald og aukn- ing á, en þó því aðeins að þau verði ekki til þess að fargjöld á þessari leið verði lækkuð í sama mæli og batanum nemur. Þróun þessara mála næstu mánuði mun því að líkum verða mjög afdrifarík fyrir Flugleiðir. Við munum því enn um sinn reyna að „þreyja þorran og góuna" í þessum efnum, en nauð- synlegt er að menn geri sér grein fyrir því, að styrkur og geta til þess fer þverrandi eftir því sem hallarekstur varir lengur," sagði Örn Ó. Johnson. f lok ræðu sinnar dró Örn ó. Johnson saman stöðuna og sagði þá um Atlantshafsflugið: „Afkom- an hefur verið slæm á liðnu ári og er enn. Hinsvegar sjást nú í fyrsta sinn um árabil merki þess, að þar kunni að rofa eitthvað til á næst- unni. Um það er þó ekkert hægt að fullyrða ennþá, en væntanlega munu línur skýrast á næstu mán- uðum. Flutningar munu vaxa, en afkoman getur því aðeins orðið hagkvæm að raunfargjöld hækki.“ Um Evrópuflugið sagði Örn: „Sennilegt er, að ferðalög íslend- inga muni dragast saman á þessu ári vegna versnandi ástands hér- lendis. Líklegt er að erlendum ferðamönnum fjölgi eitthvað, en flutningsrými mun aukast veru- lega á árinu, bæði með flugvélum og skipum, og samkeppnin harðn- ar. Þessi þáttur mun því ekki reynast félaginu jafn arðbær og til þessa í næstu framtíð." Um innanlandsflugið sagði Örn: „Vonir standa til að takast megi að koma því úr hallarekstri á yfir- standandi ári og það verður að takast. Ekki er rétt að reikna með aukningu fiutninga á þessu ári vegna hins erfiða ástands í efna- hagsmálum landsmanna." Þá sagði hann um leiguflugið, að bú- ast mætti við áframhaldandi harðari samkeppni á þessu sviði hér á landi og erlendis, en halda beri áfram að afla allra þeirra verkefna, sem fáanleg séu og hag- kvæm reynast. Örn Ó. Johnson stjórnarformaður Flugleiða hf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.