Morgunblaðið - 25.03.1983, Page 23

Morgunblaðið - 25.03.1983, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1983 23 Skólaskákmót Reykavíkur: Úrslit fengust í eldri flokki ÚRSLITAKEPPNI skólaskákmóts Reykjavíkur _ fór fram sl. þriðju- dagskvöld. í eldri flokki sigraði Andri Ás Grétarsson úr Breið- holtsskóla, en í yngri flokki urðu Arnaldur Loftsson, Hlíðarskóla, og Hannes Hlífar Stefánsson, Fella- skóla, efstir og jafnir og verða þeir því að heyja skákeinvígi sín á milli um Reykjavíkurtitilinn. Alls tóku 150—200 þátt í undanrásum keppn- innar í eldri flokki, en nálægt 700 í yngri flokki. Að sögn Ólafs H. Ólafs- sonar hjá Taflfélagi Reykjavíkur voru tefldar 7 umferðir eftir Monrad-kerfi í úrslitakeppni. Sagði Ólafur að keppnin hefði verið mjög hörð og skemmtileg og hefðu úrslitin í eldri flokki, (7.-9. bekkur grunnskóla) þessi: I fyrsta Sigurvegari skólaskákmóts Reykja- víkur í eldri flokki, Andri Ás Grét- arsson. sæti varð eins og áður sagði Andri Ás Grétarsson og hlaut hann 6 vinninga af 7 mögulegum. f öðru sæti varð Guðmundur Árnason, Hagaskóla, með 5% vinning, en þriðji varð Tómas Björnsson með 5 vinninga. Að vísu hlutu nokkrir aðrir sama vinningsfjölda og Tómas, en honum var úrskurðaður sigurinn vegna betri stigatölu. f yngri flokki (1.—6. bekkur), urðu Arnaldur Loftsson og Hann- es H. Stefánsson efstir og jafnir með 6% vinning hvor af 7 mögu- legui.i, en í þriðja sæti á stigum varð Þröstur Árnason, Seljaskóla, með 5 vinninga. Loks má geta þess að tveir efstu í hvorum flokki öðl- ast rétt til þátttöku á Landsmóti skólanna í skák. Páfi til Wroclaw Varsjá, 23. mars. AP. FERÐADAGSKRÁ Páls páfa 2. var birt í Póllandi í gær, en hann kemur til landsins 16. júní og fer aftur 22. júní. Meðal viðkomu- staða páfa verða borgin Wroclaw og tvær borgir í Silesíu, en þar var mikil ólga í verkalýðsátökun- um 1980—81. Páfinn mun koma við á átta stöðum á ferð sinni um Pól- land. Auk fyrrgreindra borga mun hann einnig staldra við í Krakow, Poznana og Varsjá. Meðal annars mun hann eiga viðræður við Jaruzelski hers- höfðingja og halda tvær mess- ur, aðra utanhúss, hina innan- húss. TJöfðar til ll fólks í öllum starfsgreinum! Arnaldur Loftsson (Lv.) og Hannes H. Stefánsson urðu efstir og jafnir {yngri flokki og verða því að keppa til úrslita um Reykjavíkurtitilinn. Samtök um kvennalista í Reykjavík og Reykjanesi halda opinn fund um náttúruverndarmál á Hótel Borg, laugardaginn 26. mars kl. 14.00. „Hver eru brýnustu verkefni á sviöi náttúruverndar í nánustu framtíö?" Fulltrúar kvennalistans, Náttúruverndarráös og Landverndar, Félags leiösögumanna og Félags land- varöa, flytja stutt framsöguerindi. Almennar umræöur. Þetta eru mál sem varöa okkur öll. Fjölmenniö á fundinn. Kvennalistinn Hafskip á meginlandi Evrópu: Stórbætt þjónustuaðstaða í Hamborg L.apríl Hamborg er með stærstu viðskiptahöfnum okkar á meginlandi Evrópu. Þangað koma fjölhæfniskip okkar Skaftá og Rangá vikulega, lesta og losa vörur. Frá og með 1. apríl hefur Hafskip hf. stórbætt alla aðstöðu sína í Hamborg hvað varðar lestun og losun, þar sem fullkomnustu tækni er beitt. Ennfremur opnað eigin þjónustuskrifstofu í Hamborg með eigin starfsmönnum frá sama tíma. Markmiðið er einfalt: Aukin hagkvæmni, betri vörumeðferð, lækkun flutningsgjalda og hraðari þjónusta. Hafskip (Deutschland) G.m.b.h. Chilehaus A Fischertwiete 2 2000 Hamburg 1 Sími (040) 339341 - 2 - 3 Telex 2165028 hafud Forstöðumaður: Sveinn Kr. Pétursson. Okkar menn,- þínir menn HAFSKIP HF.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.