Morgunblaðið - 25.03.1983, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1983
25
Faxaflóasvæðið:
2—300 uppsagnir
í skipaiðnaði
STARFSFÓLKI skipasmíðastöðva á
Paxaflóasvæðinu hefur fækkað um
200—300 á undanförnum mánuðum,
segir í frétt frá Félagi dráttarbrauta
og skipasmiðja. Er þá miðað við
meðalfjölda starfsmanna þessara
fyrirtækja hin síðari ár. í fréttinni
kemur fram, að það vinnuafl sem
enn er eftir í stöðvunum sé vannýtt
um þessar mundir og því væru frek-
ari uppsagnir yfirvofandi, og væru
þær í sumum tilvikum þegar hafnar.
Þar segir ennfremur, að vegna
hins slæma ástands í skipaiðnaði
innanlands hafi verið haldinn fé-
lagsfundur í Féiagi dráttarbrauta
og skipasmiðja í Reykjavík 4.
mars sl., þar sem ýmsar fyrri
ályktanir félagsins hefðu verið
ítrekaðar um að ríkisstjórnin
hlutist til um að þegar í stað verði
samræmdar reglur um starfs-
Perú:
Neyðarástand
eftir aurskriður
Lima. Perú, 22. mare. AP.
hætti lánastofnana, sem lána til
nýsmíði fiskiskipa og viðgerða og
breytinga á þeim. Telur félagið, að
ekkert hafi gengið varðandi láns-
fjármögnun nýsmíði í hinu svo-
kallaða ráðsmíðaverkefni eða til
annarra skipasmíða, þrátt fyrir
aðgerðir ríkisstjórnarinnar.
í fréttinni segir, að helzta
ástæðan til þess séu samskipta-
örðugleikar Fiskveiðasjóðs og
Byggðasjóðs, en þaðan áttu lán til
áðurnefndra verkefna að koma. í
fréttinni kemur einnig fram, að
lánsfjáráætlun fyrir árið 1983 sé
ekki til að auka bjartsýni í skipa-
iðnaði, því samkvæmt henni sé
einungis ráðgert að útvega fjár-
muni til nýsmíðaverkefna, sem
þegar séu hafin. Síðan segir m.a.:
„Þá virðist heldur ekki hugsað
fyrir nauðsynlegum breytinga- og
viðgerðaverkefnum við fiskiskipa-
flotann. Er það því undarlegra
sem ýmsir úr hópi ráðamanna
hafa viljað að slík verkefni yrðu í
sífellt meira mæli viðfangsefni ís-
lenskra skipasmíðastöðva næstu
árin, enda óumdeilt að ástand
sumra skipa fiskiskipastólsins
getur vart forsvaranlegt talist."
Nemendur sjöunda, áttunda og níunda bekkjar Hólabrekkuskóla héldu á miðvikudag árshátíð
sína. Árshátíðin hófst með skrúðgöngu niður í íþróttahús Fellaskóla, þar sem fram fór íþróttahátíð.
Samkoma með ýmsum skemmtiatriðum var síðan haldin á sal skólans síðdegis og hátíðinni lauk
með dansleik í Þórskaffi um kvöldið. Um 270 nemendur eru í bekkjunum þremur, en rúmlega 1100
í skólanum öllum. Meðfylgjandi mynd var tekin á íþróttahátíð Hólabrekkuskólanema.
STJÓRNVÖLD lýstu yfir neyðar-
ástandi í nokkrum héruðum norður
af Lima í dag, eftir að gífurlegar
aurskriður höfðu fallið í kjölfar rign-
inga. Talið var, að margir hefðu slas-
ast, en ekki var hægt að fá nákvæm-
ar tölur í dag.
Margir vegir voru sundurskorn-
ir vegna vatnavaxta og víða höfðu
flóð sópað með sér brúm, þannig
að mjög erfitt var að koma við
hjálp.
Stjórnvöld sögðu að fjórir væru
þegar taldir af vegna aurskrið-
anna, en á sumum þessara staða
er meira en hundrað manns sakn-
að.
Ustinov í
Ungverjalandi
Vín, 23. mars. AP.
DMITRI F. Ustinov, varnamálaráð-
herra Sovétríkjanna, og Viktor Kul-
ikov marskálkur, sem er yfirmaður
herafla Varsjárbandalagsins, komu í
dag til Búdapest og ræddu við ung-
verska yfirmenn, að því er segir í
fregnum frá ungverskum embættis-
mönnum.
Ekki var nánar kveðið á um um-
ræðuefni fundarins, en bæði sov-
éska fréttastofan TASS og ung-
verska fréttastofan MTI birtu
fregnir um fundinn.
Þyrluslys
Teiscndorf, V l>jskmlandi, 23. mmre. AP.
ÞRÍR létu lífið er sjúkraþyrla, gerð
út af Adac-bifreiðaverksmiðjunum
hrapaði skammt frá fjallaþorpinu
Teisendorf í gær. Vont veður var er
slysið bar að höndum, snjókoma og
slæmt skyggni.
Flugmaðurinn, einn færasti í
sinni röð í V-Þýskalandi, ruglaðist
í ríminu í kófinu og snart þyrlan
trjátoppa með þeim afleiðingum
að flugmaðurinn missti vald á
henni. Hrapaði hún og brann til
ösku. Tveir létust samstundis, en
þriðji farþeginn lést af sárum sín-
um í gærkvöldi.
Vinnubíllinn frá MAZDA
með mörgu
möguleikana
E 1600 pallbíllinn frá MAZDA hefur
þegar sannað ágæti sitt við fjöl-
breyttar aðstæður í íslensku
atvinnulífi. Hann er frambyggður,
með 1 tonns burðarþoli, byggður á
sterkri grind og með tvöföldum
afturhjólum. Hann er óvenju
þægilegur í hleðslu og afhleðslu,
þar sem pallgólfið er alveg slétt og
án hjólskála og hleðsluhæðin er að-
eins 73 cm með skjólborðin felld
niður.
Örfáir bílar til afgreidslu strax á sérstöku
afsláttarverði. Verð áður kr. is&Ætpr
VERÐ NÚ KR.
174.198
GENGISSKR 1 3 83
Athugið: Verð þetta getur hækkað
verulega eftir 6. apríl næstkomandi.
BÍLABORG HF.
Smiðshöfða 23 sími 812 99