Morgunblaðið - 25.03.1983, Page 26

Morgunblaðið - 25.03.1983, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1983 Heildsala sem er að hætta selur í kjallara Kjörgarðs ódýran fatnað á smábörn og unglinga. Þessi útsala stendur tíl páska. Útsalan í kjallaranum í Kjörgarði. Höföar til .fólksíöllum starfsgreinum! NÁMSKEIÐ FYRIR STJORNENDUR FYRIRTÆKJA OG STOFNANA HVERNIG LÆKKA MÁ STJÓRNUNARKOSTNAÐ HOW TO REDUCE OVERHEAD COSTS Edward H. Hartmann Presidant of Maynard Management Instttute. „Most prevalent and hardest to discover is the waste of human labor, because it doesn’t leave any scrap behind which has to be cleaned up.“ (Henry Ford) Ráögjafaþjónusta Stjórnun — Skipulag Skipulagning — Vinnurannsóknir Flutningatækni — Birgðahald Upplýsingakerfi — Tölvuráðgjöf Markaðs- og söluráðgjöf Stjórnenda- og starfsþjálfun Fyrirlesarinn E. H. Hartmann er yfimriaður Maynard Manage- ment Institute USA og í stjóm H. B. Maynard & Co. Hjá H. B. Maynard & Co. starfa um 300 manns og er það meðal virtustu ráðgjafafyrirtækja í Bandaríkjunum og Evrópu. Allt frá stofnun þess 1934 hefur fyrirtækið verið þrautryðjandi í þróun nýrra stjórnunaraðferða. E. H. Hartmann hefur langa reynslu á alþjóðlegum vettvangi sem ráðgjafi og fyrirlesari. E.H. Hartman mun fjalla um • NAUÐSYN KOSTNAÐARLÆKKUNAR • MARKMIÐASETNING • ÁÆTLUN — LEIÐIR • KOSTNAÐARGREINING — NYTJAGREINING • AVA-ATHUGANIR • STJÓRNUN AÐGERÐA • EFTIRLIT • AÐFERÐIR VIÐ KOSTNAÐARLÆKKUN Flestir eru sammála um nauösyn þess aö draga úr stjórnunarkostnaði fyrirtækja og stofnana. Aöferöir þær sem veröa kynntar eru margar nýjar hér á landi en hafa margsannaö gildi sitt í Bandaríkjunum og víðar. Fundarstaður: Hótel Loftleiðir. Tími: Þriðjudaginn 29. mars kl. 13.30 -18.00. Þátttökugjald: Kr. 3000.- Vinsamlegast tilkynniö þátttöku í síma 44033 sem fyrst. Fjöldi takmarkaður. Síðast þegar Ed var hér komust færri að en vildu. REKSTRARSTOFAN — Samstarf sjálfstæöra rekstrarráðgjafa á mismunandi svióum — Hamraborg 1, 202 Kópavogi, sími 91-44033. Myndin er tekin á fundi Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins. Rannsóknastofnun Fiskiðnaðarins: Nýjar rannsóknir á gæðamati sjávarafurða Nú er verið aö vinna aö mörgum nýjum rannsóknum á vegum Rann- sóknastofnunar fiskiðnaðarins á gæðamati sjávarafurða. Hér er eink- um um að ræða rannsóknir á salt- fiski, grálúðu, jarðslaga í skreið og vinnslu vannýttra fiskistofna. Þetta kom m.a. fram á frétta- mannafundi sem efnt var til á veg- um stofnunarinnar sl. miðvikudag til kynningar á starfseminni. Að sögn dr. Björns Dagbjartssonar forstjóra Rannsóknastofnunarinnar á nú að gera átak í að koma á framfæri niðurstöðum af rannsóknum stofn- unarinnar, og öðrum nýjungum. í því skyni væri í ráði að gefa út hand- bók fiskvinnslunnar innan skamms sem síðan yrði reglulega tekin til endurskoðunar a ári hverju. Dr. Jónas Bjarnason efnafræð- ingur sagði að rannsóknir á salt- fiski hefðu einkum snúist um að- ferðir til að koma í veg fyrir ýmis vandamál í saltfiskvinnslu s.s. los og sprungur, sem hefur þær af- leiðingar að fiskurinn fellur í lægri gæðaflokka. Það hefði komið í ljós að hefðbundnar gæðarann- sóknir hafi í mörgum tilvikum ekki reynst nógu góðar og því væri verið að kanna nýja aðferð, nokk- urs konar gallalýsingu, sem næði til fleiri þátta en áður. Tilraunir hefðu einnig sýnt að efnasam- bandið kalsíumklóríð drægi úr losskemmdum þegar það væri sett saman við salt. — Grímur Valdi- marsson gerlafræðingur sagði að nú væri verið að rannsaka jarð- slaga í skreið á vegum stofnunar- Tíðarhamur í Skagafirði Bjp, Höfða-strönd, 23. marz. Tíðarhamur nokkur hefur gengið yfir Skagafjörð eins og víðar, en stormur hefur verið töluverður svo að vegir eru að nokkru auðir, nema helzt í kringum hús og á heimavegum. Reynt er að nokkru að halda opnum vegum þó að fenni í traðir. Togararnir á Sauðárkróki hafa komið með um 100 tonn hvor af ruslfiski svo atvinna í frystihúsum hefur verið sæmi- leg að undanförnu. Mjög óskýlt er og vetur konungur virðist hafa völdin þó sól sé farin að hækka á lofti. Björn Lagerinn Smiðjuvegi 54 Kópavogi Ótrúlega mikið af nýjum vörum í dag Opin mánudag kl. 12—18, þriöjudag kl. 12—22, miðvikudag kl. 12—18, fimmtudag kl. 12—18, föstudag kl. 12—22, laugardag kl. 10—16. innar, en það væri galli sem orsak- aðist af svörtum eða rauðum myglugróðri á roði fisksins. Grím- ur sagði að enn hefði ekki tekist að ráða bót á þessum vanda, en ljóst væri að myglan væri mjög háð lofti og rakastigi fisksins. Annar þáttur í starfsemi stofn- unarinnar er flokkun grálúðu. Á fundinum kom fram að holdafar grálúðu er mjög misjafnt, en kaupendur, sem einkum eru Þjóð- verjar, gerðu ákveðnar kröfur svo að hún sé hæf til reykingar. Og sökum þess að nokkur misbrestur hefði verið á því að fyrsta flokks grálúða kæmist í hendur kaup- enda hefði stofnunin staðið fyrir námskeiðum fyrir eftirlitsmenn sölusamtaka hraðfrystiiðnaðarins til að auka samræmi í mati holda- fars grálúðu. Á fundinum kom einnig fram að stofnunin hefur haft forgöngu um að auka vinnslumöguleika van- nýttra fiskistofna. Undanfarin 5—6 ár hefðu slíkar rannsóknir fyrst og fremst beinst að því að nýta kolmunna til manneldis. M.a. hefði verið þróaður útbúnaður fyrir vélþurrkun á kolmunna og öðrum smáfiski og reynd inni- þurrkun á skreið, sem mælst hefði vel fyrir í Nígeríu. Ennfremur hefði stofnunin haft frumkvæði að hönnun vinnslurásar fyrir kol- munnaflök sem væri nú komin í mörg íslensk skip. — Einnig má geta þess að Rannsóknastofnunin tekur á móti daglegum fram- leiðslusýnum sjávarafurða á er- lendan markað til gæðamats. Nú vinna um 50 manns hjá Rannsóknastofnuninni, sem hefur útibú á ísafirði, Neskaupstað og Akureyri en auk þess er daglegum rekstri stofnunarinnar stjórnað frá Vestmannaeyjum. Bolungarvík: Jón Ragnars- son hlaut lögmæta kosningu SÉRA Jón Ragnarsson, farprestur, sem undanfarið hefur þjónaó í Bol- ungarvík, var kjörinn sóknarprest- ur Bolvíkinga, lögmætri kosningu, en atkvæði voru talin á skrifstofu biskups í gær. Alls voru 786 manns á kjörskrá að sögn Bernharðs Guðmunds- sonar, fréttafulltrúa þjóðkirkj- unnar. Af þeim kusu 506, séra Jón hlaut 505 atkvæði, einn seðill var auður. Kosningin var því lögmæt. Séra Bernharður Guðmundsson kvaðst í samtali við Morgunblað- ið í gær sérstaklega vekja athygli á því, að hér væri um mjög góða kjörsókn að ræða, þar sem utan- kjörstaðakosning við prestskosn- ingar væri ekki leyfð, og hlyti slíkt að skipta máli í bæjum þar sem fjöldi manns væri í þurtu á þessum árstíma, s.s. sjómenn og skólafólk. Slíkt kæmi niður á kjörsókn, og hefði kirkjan lengi óskað eftir breytingum hér á, en án árangurs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.