Morgunblaðið - 25.03.1983, Síða 32
rs
___kHglýsinga-
síminn er 2 24 80
iír0«íMíiiþiiífo
_ ^skriftar-
síminn er 830 33
FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1983
ísafjörður:
Samningur
Ljónsins og
kaupfélags-
ins dreg-
inn til baka
ísafirói, 24. marz.
EINS og fram hefur komið í fréttum
keypti Kaupfélag ísfirdinga eignir
verzlunarinnar Ljónsins á ísafirði á
síðastliðnu ári. Samkvæmt þeim kaup-
um átti að ganga frá kaupsamningi á
verzlunarhúsnæði Ljónsins á Skeiði
fyrsta febrúar síðastliðinn. Ágreiningur
kom upp áður en til þess kom og hafa
staðið yfir samningaviðræður vegna
þessa að mestu óslitið síðan í febrúar.
Samningar náðust ekki þar sem
kaupfélagið hefur neitað, að sögn
Heiðars Sigurðssonar, fram-
kvæmdastjóra Ljónsins, að staðfesta
samninginn og hefur Ljónið ákveðið
að draga samninginn til baka og hef-
ur sent kaupfélaginu bréf þess efnis
að kaupfélagið rými húsnæðið, sem
er um 1.900 fermetrar, fyrir 6. apríl
næstkomandi.
Að sögn Sverris Bergmann, kaup-
félagsstjóra, neitaði hann að stað-
festa samninginn vegna þess að hús-
ið hefur ekki verið samþykkt af
brunamálayfirvöldum. Hann segir,
að nauðsynlegar breytingar kosti um
2,2 milljónir króna og vill hann að
Ljónið taki á sig þann kostnað.
Sverrir sagðist neita að fara út 6.
apríl og biði úrskurðar fógeta um
lögmæti þeirrar ákvörðunar Ljóns-
ins.
Heiðar Sigurðsson segir að kaup-
endum hafi verið fullkunnugt um í
hvaða ástandi húsið sé og komi þvi
ekki til greina að gera neinar breyt-
ingar á upphaflegum samningi.
- Úlfar
Bjargaði fé-
laga sínum
frá drukknun
Slasaðist og verður því tekjulaus með
5 manna fjölskyldu í einn og hálfan mánuð
ÍsaörAi, 24. marz.
„VIÐ komum að Hilmi II þar sem hann lá við Grandagarð í Reykjavík um
klukkan 8 að morgni síðastliðins sunnudag, en Bjarnþór Sverrisson er
skipverji á því skipi,“ sagði Róbert Róbertsson, stýrimaður, sem bjargaði
félaga sínum úr höfinni síðastliðinn sunnudag.
„Sleipt var á bryggjunni en ég
komst þó auðveldlega um borð, en
þegar Bjarnþór ætlaði á eftir mér
skrikaði honum fótur og skipti
engum togum að hann féll í sjóinn
milli skips og bryggju. Þegar hon-
um skaut upp kallaði hann til mín
og sagðist hafa fengið högg á höf-
uðið og gæti ekki klifrað upp
dekkjaröðina, sem notuð er sem
fríholt milli skips og bryggju.
Ég klifraði þá niður fríholtin og
reyndi að ná honum upp, en það
dugði ekki. Þá reyndi ég að henda
til hans spotta, en það dugði ekki
heldur. Ég klifraði þá niður frí-
holtin aftur og alveg þar til sjór-
inn tók mér upp undir hendur.
Gat ég komið Bjarnþóri upp á axl-
ir mér og síðan þokað okkur upp
dekkjaröðina upp á þilfarið á
Hilmi 11.
Ég kom Bjarnþóri niður í klefa,
háttaði hann og færði í þurr föt.
Hann var þá orðinn mjög kaldijr
og farinn að missa rænu. Ég dreif
mig því upp í brú og kallaði á
lögreglu og sjúkrabfl i gegnum
talstöð skipsins. Þegar sjúkralið-
arnir komu um borð skömmu síð-
ar, var Bjarnþór orðinn rænulaus
en hann braggaðist þó fljótlega
eftir að hann kom á sjúkrahúsið
og var farinn út á sjó um 11 leytið
um morguninn.
Þegar ég ætlaði að fara að tygja
mig í land fór ég að finna til sárs-
auka í vinstri fæti, sem óx ört og
komst ég við illan leik að slysa-
varnarhúsinu á Grandagarði, þar
sem Tilkynningaskyldan er til
húsa. Vaktmaður þar hringdi
fyrir mig á lögregluna, sem flutti
mig upp á Slysadeildina.
Við athugun kom í ljós, að flísat
hafði upp úr ristarbeini einhvern
tímann þegar ég var að aðstoða
Bjarnþór án þess að ég tæki eftir
því. Á Borgarspítalanum var búið
um fótinn og mér tilkynnt að ég
gæti reiknað með að geta byrjað
að vinna aftur eftir einn og hálfan
mánuð ef ég færi vel með mig.“
Svo að það varð heldur stutt í
Róbert Róbertsson, stýrimaður á ísafirði, f gær. Hann hefur fyrir 5
manna fjölskyldu að sjá, en fær engar bætur, þar sem hann er ekki
munstraður á sama bát og sá er hann bjargaði.
MorgunblaAið/ Úlfar.
þessari vertíð Róberts Róberts-
sonar stýrimanns, sem byrjaði á
Búrfellinu frá Keflavík fyrir hálf-
um mánuði, skömmu eftir að
hann bjargaði skipsfélögum sín-
um ásamt Bjarnþóri í land af ms.
Hafrúnu frá Bolungarvík, þegar
hún strandaði undir Stigahlíð um
síðustu mánaðamót.
Þetta verður fjölskyldu Róberts
erfitt, en hann hefur fyrir fimm
manna fjölskyldu að sjá, þar sem
hann var ekki löggildur björgun-
armaður eða skipverji á viðkom-
andi skipi, þegar hann bjargaði
félaga sínum. Því fær hann engar
bætur þann langa tíma, sem hann
verður frá störfum nema sjúkra-
dagpeninga sjúkrasamlagsins.
- Úlfar
Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða á aðalfundi:
Gengistap Flugleiða
549 milliónir króna
Meginmarkmiðin sem sett voru náðust, en
utanaðkomandi áhrif settu strik í reikninginn
„ÞRÁTT fyrir að þau meginmarkmið,
sem sett voru um rekstur félagsins á
árinu 1982, hafi náðst að verulegu leyti
hafa utanaðkomandi atvik og óhag-
stæð þróun leitt til þess, að afkoma
félagsins er verulega neikvæð. Tap fé-
lagsins á árinu nemur 105 milljónum
króna," sagði Sigurður Helgason, for-
stjóri Flugleiða, m.a. í skýrslu sinni á
aðalfundi félagsins, sem haldinn var í
gærdag.
„Þar vegur þyngst að afskrifuð
hefur verið heildareign félagsins 1
Cargolux og nemur sú upphæð um
62,4 milljónum króna. Hér er vissu-
lega um gífurlegt áfall fyrir Flug-
leiðir að ræða, að þurfa að afskrifa
þessa eign að fullu. Þróun í fargjöld-
um var ekki hagstæð á árinu og þar
kom til áframhaldandi mikil sam-
keppni í Norður-Atlantshafsflugi fé-
lagsins, svo og á Evrópuleiðum. Veik
staða Evrópumynta gagnvart
Bandaríkjadollar var mjög ákvarð-
andi um afkomu félagsins, en sem
kunnugt er eru svo til öll útgjöld
félagsins í dollurum eða dollara-
tengd, því íslenzka krónan er tengd
dollar. Miðað við áætlun og stöðu
mála eins og hún var í upphafi
skakkaði um 38 milijónum króna,
sem upp á vantar, og hefði hagur
félagsins verið betri um þessa upp-
hæð ef gengisþróun hefði ekki verið
svo óhagstæð sem raun varð á,“
sagði Sigurður ennfremur.
„Innlandsflugið var enn rekið með
tapi eitt ár til viðbótar, þrátt fyrir
ríkisstjórnarsamþykkt frá 1. des-
ember 1981, þar sem heitið var eðli-
legri verðlagningu í innanlandsflugi
í samræmi við kostnað. Heildartapið
á innanlandsfluginu varð um 20
milljónir króna, sem er hærri upp-
hæð, en nokkurt annað ár.
Gengistap félagsins vex sffellt f
takt við verðbólguna og nam á árinu
samtals 549 milljónum króna miðað
við 214 milljónir króna árið 1981. Að
auki hefur félagið orðið fyrir geng-
istapi vegna veikrar stöðu Evrópu-
mynta, sem áður er að vikið og kem-
ur það fram, sem tekjurýrnun,"
sagði Sigurður Helgason, forstjóri
Flugleiða.
Sjá nánar frásögn af aðalfundi
Flugleiða bls. 17.
VORUMARKAÐUR
Eigandi Ljénsins vill Kaupfélagið út úr verzlunarhúsinu fyrir 6. aprfl.
MorpiablaAii/ Úlfar
Geir Hallgrímsson á fjölmennum fundi á Akureyri í gærkveldi:
Sjálfstæðisflokkurinn geng-
ur heill til þessara kosninga
Tilbúnir aÖ takast á við þjóðarvandann
Akureyri, 24. mars. Frá blm. Morgunblaðsins,
Ólafi Jóhannssyni.
„Við upphaf kosningabaráttunnar
vek ég athygli á því, að Sjálfstæðis-
flokkurinn gengur heill til þessara
kosninga og vandamálin frá 1979 eru
senn að baki, farsællega til lykta
leidd. Ágreiningurinn í þingflokki
Sjálfstæðisflokksins er brátt úti, tveir
stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar
sögðu skilið við hana á síðastliðnu
sumri, tveir ganga nú undir merkjum
Sjálfstælðisflokksins til þessara kosn-
inga og fimmti þingmaðurinn hefur
lýst því yfir að hann verði ekki í fram-
boði, og ég fagna þeirri ákvörðun
Gunnars Thoroddsen," sagði Geir
Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðis-
flokksins, á fjölmennum fundi á Ak-
ureyri í gærkveldi.
„Ég undirstrika þá staðreynd, að
allir frambjóðendur Sjálfstæðis-
flokksins í kosningunum ganga til
þeirra á grundvelli sameiginlegrar
stefnuskrár og þar með er ágreining-
urinn úr sögunni. Eg fagna eining-
unni, en harma þó að nokkrir sjálf-
stæðismenn á Vestfjörðum vilja ekki
una niðurstöðum réttra stofnana
flokksins um skipan framboðslista,"
sagði Geir.
Geir sagði, að vaxandi sundrung
væri í öðrum stjórnmálaflokkum.
„Við Sjálfstæðismenn höfum nú
ráðið fram úr vandamálum okkar, og
erum tilbúnir til að takast á við
þjóðarvandann. Síðastliðin ár hafa
verið Sjálfstæðisflokknum erfið, en
þegar upp er staðið sýnum við, að við
höfum herst í eldinum og erum þess
albúnir að horfa fram á veginn,"
sagði Geir.
Geir varaði flokksmenn við því að
vera of sigurvissir fyrir kosningarn-
ar, því möguleiki væri á að andstæð-
ingarnir sameinuðust að þeim lokn-
um. „Við getum aðeins komið í veg
fyrir það með því að gera sigur
Sjálfstæðisflokksins svo stóran, að
fram hjá honum verði ekki gengið,
að kosningum loknum," sagði Geir
Hallgrímsson.