Morgunblaðið - 31.03.1983, Side 10
58
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1983
Paradísareyjan heimsótt
Þessi hýbýli þxttu ekki mönnum sæmandi víðast hvar, en samt er til fólk sem verður að gera sér þetta að góðu. Og þar sem börnin þekkja ekki annað, eru þau sæl og glöð.
ÞAR SNERIST HEJMURINN
EKKIHRATT
Ætlaði vélin í bátnum virkilega ekki að fara í gang? Báturinn var frekar
hrörlegur á að líta og máski var vélin ekki í lagi. Það skildi þó aldrei vera
ástæðan fyrir því að leigan á bátnum var svo lág. En svo kom það, — vélin
hrökk í gang, gekk að vísu illa og skrykkjótt til að byrja með, en síðan kom í
hana þessi fíni gangur og litli, brosmildi Thailendingurinn gaf okkur merki
um að ekkert væri að vanbúnaði að leggja af stað. Sólin var komin hátt á loft
og það hitnaði meir og meir með hverri klukkustund sem leið.
Grein og myndir:
Þórarinn Ragnarsson
Það hafði lengi verið draumur
minn að komast til sannkallaðrar
Paradísareyjar, þar sem eingöngu
væri að finna frumbyggja sem
lifðu við hinar frumstæðustu að-
stæður, og ferðamenn væru
óþekkt fyrirbæri. En slíkar eyjar
eru ekki auðfundnar í dag.
— Þetta byrjaði í rauninni allt
saman einn eftirmiðdag á ferða-
lagi mínu í Thailandi. Ég hafði
dvalið í um það bil 10 daga í litl-
um, notalegum bæ, rúmum 300
kílómetrum sunnan við Bangkok,
og átt þar góða daga. Ég hafði ver-
ið á þessum stað áður og hann
heillaði mig, svo að ég lagði þang-
að leið mína aftur. Ég hafði farið
viða og heillast bæði af umhverf-
inu, fólkinu, svo og þjóðlífinu sem
er eins framandi og hugsast getur
fyrir Frónbúann.
Þennan eftirmiðdag rakst ég
fyrir tilviljun á Hollending. Við
spjölluðum saman um heima og
geima; ræddum meðal annars um
staði sem við höfðum heimsótt í
Thailandi og höfðu heillað okkur.
Þegar ég fór að segja honum frá
því að ég hefði mikinn hug á að
komast í siglingu með thailensk-
um fiskimönnum og jafnvel reyna
að finna einhverja, ósnortna litla
eyju sem gaman væri að dveljast
á, sagði hann: „Ég veit að hverju
þú ert að leita. — Úti í Síamsfló-
anum, ekki langt frá litlu fiski-
þorpi sem liggur í 200 km fjarlægð
héðan, er eyja sem er kölluð, eftir
því sem ég best veit, Paradísareyj-
an. Ég hef ekki komið þangað
sjálfur, en mér hefur borist til
eyrna að eyjan væri alveg ósnortin
og færu fiskimennirnir oft til
veiða að eyjunni. Ég hef ætlað mér
að heimsækja þennan stað, en
ekki komið því í verk,“ sagði Holl-
endingurinn. Þar sem við sátum
undir bambusþakinu á litla úti-
barnum var hitinn orðinn svo
óbærilegur að við ákváðum að fara
inn og leggja okkur. Þetta var í
byrjun ágúst og um miðjan daginn
er hitinn og rakinn í meira lagi
erfiður.
Spjall okkar um eyjuna fögru
leið mér ekki úr minni og ég ákvað
að gera alvöru úr því að koma mér
á staðinn. Ég setti mig í samband
við einn innfæddan og bað hann
að vera mér innanhandar. Eftir að
hafa boðið honum góða greiðslu
fyrir, var ekkert sjálfsagðara.
Dagurinn var ákveðinn og það átti
að leggja af stað eldsnemma
morguns.
Klukkan var sex þegar ég var
kominn út og hitti fylgdarmann
minn. Fyrsti hluti ferðarinnar til
fiskimannaþorpsins var í gegnum
óbyggt land að mestu, einstöku
sinnum urðu á vegi okkar lítil
þorp, en aksturinn tók um þrjár
klukkustundir. Á leiðinni stoppuð-
um við einu sinni og fórum á lítinn
útimarkað og fengum okkur morg-
unverðarhressingu. Maturinn var
ljúffengur en framreiddur og eld-
aður úti við hinar frumstæðustu
aðstæður. Tíminn leið og áður en
varði vorum við komnir til fiski-
mannaþorpsins.
Það var enginn asi á fiskimönn-
unum, þeir sátu á bryggjunni ef
bryggju skyldi kalla, og fóru þeir
sér að engu óðslega.
Nú var að finna einhvern sem
vildi taka að sér að sleppa veiði-
mennskunni þennan daginn og
taka að sér að flytja okkur út í
eyjuna. Jafnframt þurfti fylgdar-
maðurinn að ganga úr skugga um
hvar eyjuna væri að finna og að
við værum nú að fara á réttan
stað. Allt tók þetta nokkra stund,
en viðmót í okkar garð var og allt
hið elskulegasta og gekk allt vel.
Eins og áður sagði fór bátsvélin í
gang.
Siglingin átti að taka rúmar
tvær klukkustundir, svo það var
ekki um annað að gera en finna
einhvern stað til þess að leggja
sig. Óg ósköp var það notalegt að
fá sér blund í hitabeltissólinni og
sofna út frá öldugjálfrinu við
borðstokkinn.
Ekki svaf ég þó lengi, því að ég
var vakinn upp og mér tjáð að nú
væri kominn tími til að fá sér te-
sopa. Ég var mjög lítið fyrir það te
sem Thailendingar framreiða, en
lét mig hafa það í þetta skipti.
Eiginkona skipstjórans var vökn-
uð, og bar okkur hressinguna. Eft-
ir því sem ég komst næst, bjó fjöl-
skyldan í bátnum. Mátti Hka vel
við una, miðað við þau mörgu
hreysi sem fjölskyldur í Thailandi
verða að gera sér að góðu. Síðar
komu í ljós tveir litlir angar sem
sofið höfðu vært í bátnum.
Þegar við höfðum siglt í rúma
klukkustund, mátti sjá land fram-
undan. Þarna reis eyjan úr hafinu.
Þegar nær dró, mátti sjá að hún
var skógivaxin. Þá mátti greina
kofaþyrpingu á ströndinni. Þar
ætluðum við að leggjast að. Skip-
stjórinn hafði komið þarna áður
og vissi um lítinn bryggjusporð
sem hægt var að leggja uppað.
t flæðarmálinu mátti sjá nokk-
urn hóp lítilla barna sem ráku upp
stór augu þegar þau sáu aðkomu-
menn. Hjá kofaþyrpingu voru
nokkrar konur við störf, en þær
rétt gutu á okkur hornauga. Þegar
við höfðum gengið frá bátnum, var
lagt af stað meðfram ströndinni.
Maður varð strax var við þá miklu
ró og friðsemd sem var á þessum
fallega stað. Mér var tjáð að flest-
ir karlmannanna væru farnir til
veiða, en eyjarskeggjar hafa lifi-
brauð sitt svo til eingöngu af fisk-
veiðum. Konurnar voru að hnoða
brauð, og sjá mátti litla garðrækt-
un við litlu strákofana sem fólkið
bjó í. Sumar fjölskyldurnar höfðu
slegið upp skýlum úr timbri og
klætt hliðarnar með strámottum.
Eyjan var gríðarstór, að því að
mér var tjáð, en það var ekki ýkja
langur gangur til þess að komast
yfir hana þvera. Það lá lítill og
þröngur göngustígur yfir eyjuna
og lagt var af stað. Það sá ekki til
sólar þar sem skógurinn var svo