Morgunblaðið - 31.03.1983, Page 18

Morgunblaðið - 31.03.1983, Page 18
66 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1983 Ein útgáfan af vatnaliljunum sem entust Monet sem fyrirmynd í nær 30 ár, til æfiloka hans. Birtan og endurskiniö á vatninu hreif hann og málaði liljurnar á tjörninni í öllum birtubrigöum. setja svo mikinn svip á Nor- mandí-hérað, skarta nú öllum sín- um hvítu blómum. Á leiðinni norður til Rouen eru margir mið- aldabæir með gömlum kirkjum, sem vert er að líta inn i, t.d. 12. aldar kirkjan í Nantes. Rúðuborg stendur við enn einn hlykkinn á Signu, en svo neðar- lega að þangað upp sigla skip og er þar stór höfn. Gamla miðborgin er eitt safn og gaman að ganga þar um þröngu göturnar frá miðöld- um. Rúðuborg hefur verið höfuð- borg Normandís síðan á 4. öld og á enn, þrátt fyrir stríð, ótölulegan fjölda af dásamlegum kapeilum, kirkjum, turnum, gosbrunnum, gömlum múrbindihúsum og öðr- um minjum um glæsta fortíð. „Ó, Rúðuborg, átt þú þá að verða minn síðasti hvílustaður!" hrópaði trú- arhetjan Jean D’Arc, þegar Eng- lendingar drógu hana út á torgið til að brenna hana 30. maí 1431. Allar minjar um þann atburð eru vel varðveittar. Hefur á torginu, þar sem hún var brennd, verið byggð um hana glæsileg minning- arkirkja í nútímastíl, sem fellur ótrúlega vel inn i, við þetta mið- aldatorg. En markaður er í kring. Þarna er hægt að reika um marga daga og hafa nóg að skoða. Þetta síðdegi létum við okkur þó nægja að skoða gotnesku dóm- kirkjuna sögufrægu frá 12. öld, sem talin er ein fegursta kirkjan í Frakklandi og er þá mikið sagt. Kirkjan var raunar í byggingu frá 12. öld og fram á þá 16. og prýða höggmyndir frá þessu skeiði fram- hliðina, auk þess sem þar eru fagr- ir steindir gluggar frá þessum tíma. En áberandi er einn sér- kennilegur og fínlegur turn úr skreyttu járni, sem kom í staðinn fyrir útskorinn tréturn, sem brann. Kirkjan er öll viðgerð eftir eyðileggingu stríðsins. Sagt er að sú viðgerð hafi orðið til þess að handverksmenn lærðu aftur sumt af gömlu handtökunum, sem ann- ars hefðu týnst, og því hafi svo margt verið vel uppgert í borginni. Ekki er að undra þótt Monet hafi hrifist af þessari dómkirkju og fært hana á ótal léreft. Það er komið kvöld og ekki tími til að dvelja lengi í Rúðuborg. Annað áhugavert þar verður að bíða betri tíma. En eftir hrað- brautinni frá Rouen er fljótekið til Parísar. Tekur ekki nema hálfa aðra klukkustund. Fyrr um daginn höfðum við heldur kosið að dóla eftir sveitavegum með Signu, en það er líka gott að geta gefið í, þegar lokið er og komið kvöld. - E-Pá. Hina frægu miöaldadómkirkju íRouen málaöi Claude Monet fimmtíu sinnum, í öllum blæbrigöum og margvíslegri birtu. „Þetta er hringurinn í kring um Heimaey" — segir Guðni Hermansen listmálari í Eyjum um sýningu sína / Guðni Hermansen. Ljósmyndir Sifnrfeir Jónuson. „ÞETTA ERU allt mótív úr Vest- mannacvjum, allt eins og það leggur sig náttúrulífsmvndir úr Kvjum," sagði Guðni Hermansen, listmálari, ( sam- tali við Morgunblaðið en hann opnar málverkasýningu ( AKOGES-húsinu í Vestmannaeyjum á skírdag og stendur sýningin fram á 2. í páskum. Guðni sýnir að þessu sinni 39 málverk. „Myndefnið á þessari sýningu er eiginlega allt sótt í Oteyjarnar, sem eru mitt uppáhald. Þetta er hringur- inn í kringum Heimaey. Það er eng- in hætta á að verða uppiskroppa með mótfv á þessum miðum. Hér er hægt að halda áfram án afláts næstu 100 árin ef því er að skipta." Flestar myndir Guðna á sýning- unni eru málaðar á sl. ári og í vetur, en þetta er 27. sýning Guðna. f gegn- um árin hafa flestar mynda hans selzt í Eyjum, en verulegur hluti fer einnig til Reykjavíkur og þá hefur listamaðurinn selt talsvert af mynd- um til Norðurlandanna og Banda- ríkjanna. Guðni hefur tekið þátt í samsýn- ingum í Færeyjum og á Grænlandi. Hann hefur haldið þrjár einkasýn- ingar í Reykjavík, en flestar sýninga hans hafa verið í Eyjum. Aðspurður um það hvort hann hefði sérstakt yndi af að mála eitt svæði í Vestmannaeyjum fremur öðru, svaraði Guðni að Bjarnarey, Elliðaey og Eyjafjallajökull væru hans uppáhald. „Það er það sem heiliar mig mest eins og er, en allt er breytingum undirorpið í þessu sem öðru.“ Sýning Guðna verður opnuð á skírdagskvöld kl. 8 en er síðan opin daglega frá kl. 2—10 fram á 2. í páskum. — á.j. Lundakallar heitir þessi mynd Guðna, en ( bakgrunni er Álsey lengst til vinstri, þá Heimaey með Helgafell og Sefell og eyjan Brandurinn er lengst til hægri. Lengst í fjarska trónar síðan Eyjafjallajökull. Hamarinn í Suðurey í fjarska. Elliðacy, Bjarnarey og Eyjafjallajökull. Sykursætt og máttlaust Hljóm rmwn Finnbogi Marinósson Christopher Cross Another Page Warner Bros. Rec./Steinar Christopher Cross er þekktur fyrir allt annað en að spila þungarokk. Engu að síður er það staðreynd, að þessi ljúfi „soft- rokkari" var félagi i slíkri hljómsveit. Hún hét „Flash“ og ól manninn í heimaborg Christo- phers, San Antonio. En þetta gerðist fyrir mörgum árum og eflaust vilja aðdáendur hans i dag ekkert af þessu vita. Fyrsta sólóplata hans kom út 1979 og hét einfaldlega „Christo- pher Cross“. Hún fékk frábærar viðtökur og sem dæmi um þær fékk platan nokkur „Grammy- verðlaun" þetta ár. Það er hins vegar ekki fyrr en nú, fjórum ár- um seinna, sem kappinn sendir frá sér nýja plötu. Biðin hefur verið löng, en það verður að segj- ast að betur hefði maður gleymt honum. Tónlistin er sem fyrr rólegt „popp-rokk“, en miðað við fyrri plötuna er sú nýja svipur hjá sjón. Eða býður tónlistin ekki upp á nema eina plötu? Cross syngur eins og engill og ekki verður honum um kennt. Allur hljóðfæraleikur er í hönd- um manna sem aldrei bregðast. Lögin sem þeir spila eru flest góð, en vilja renna saman og eft- ir nokkra hlustun er það ekki á hreinu hvort það var annað eða þriðja lagið sem var gott. Eða var það á hinni hliðinni? Útsetn- ingar laganna bjóða heldur ekki upp á að athyglin haldist út alla plötuna. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Tónlistin er einhæf. Fátt er svo með öllu illt að ekki megi eitthvað finna gott í því. Platan er prýðisgóð (svo langt sem það nær) til að hafa hana í bakgrunn. T.d. til að láta hana ganga undir samræðum. Þ.e.a.s. góð við allar aðstæður þar sem ekki á að hlusta á tón- listina. FM/AM

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.