Morgunblaðið - 31.03.1983, Síða 20

Morgunblaðið - 31.03.1983, Síða 20
68 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1983 Páskamyndir kvikmyndahúsanna Austurbæjarbíó Á hjara veraldar Laugardaginn fyrir páska verð- ur frumsýnd í Austurbæjarbíói enn ein íslensk kvikmynd, A hjara veraldar. Er það þriðja íslenska myndin sem frumsýnd er með stuttu millibili, en hinar eru Með alit á hreinu og Húsið, sem nú er verið að sýna í Háskólabíói. Höf- undur handrits og leikstjóri myndarinnar Á hjara veraldar, er Kristín Jóhannesdóttir, en hún hefur um árabil lært kvikmynda- gerð og kvikmyndaleikstjórn í Frakkiandi. Á hjara veraldar hefur verið í undirbúningi um allnokkurt skeið, en tökur hófust í ágúst 1982 og lauk þeim að mestu um miðjan september, en einnig fóru tökur fram frá nóvemberlokum og fram á Þorláksmessu. Myndin er tekin á mörgum stöðum í Reykjavík, bæði úti og inni. Tökur fóru fram m.a. í Landsbankanum og í Iðnó, en byggðir voru upptökusalir á einum fjórum stöðum í Reykjavík. Auk þess var tekið á nokkrum stöðum utan Reykjavíkur, m.a. í Öxnadal, við Skaftárós, við Svartsengi og í Mosfellssveit. Fimmtán til tutt- ugu manna lið vann að töku mynd- arinnar, allt atvinnufólk, og sömu- leiðis voru atvinnuleikarar í öllum hlutverkum. Aðalhlutverk eru þrjú. Móðirin, sonurinn og dóttirin. Þóra Frið- riksdóttir leikur móðurina, Arnar Jónsson og Helga Jónsdóttir systkinin. Auk þeirra eru um tíu minni hlutverk ásamt fjölda auka- hlutverka. í tilkynningu frá framleiðanda myndarinnar, Völuspá sf., segir svo um söguþráðinn: „Myndin ger- ist á íslandi vorra tíma og spinnst þráðurinn einkum um og milli hinna þriggja aðalpersóna. Móðir- in kom að norðan á sínum tíma og hugðist til útlanda að láta draum sinn rætast, að læra að syngja, en varð eftir í Reykjavík, eignaðist börn og missti mann sinn. Börnin hafa valið sér ólíkar leiðir. Sonur- inn hefur verið til sjós og er nú ljósamaður í leikhúsi og nær ekki sambandi við fólk, velkist um, með hálfgert ofsóknarbrjálæði og reynir fyrir sér með kukli til að ná tökum á fólki. Dóttirin er alþing- ismaður og gengst m.a. fyrir virkj- unarframkvæmdum á heimaslóð- um móður sinnar. Inn í þennan veg fjölskylduátaka fléttast síðan önnur mál, sakamál og kynjamál og aðrar persónur, þó aðallega tengiliður systkinanna, hin dul- arfulla Anna. Almennar sýningar á myndinni Á hjara veraldar hefjast á annan í páskum. Kostnaður við myndina er um það bil fjórar milljónir og er það aðeins minna en áætlun gerði ráð fyrir. Nálægt 50 þúsund manns þyrftu að sjá myndina til að ná inn fyrir kostnaði, segir I tilkynningu frá Völuspá sf. Aðstoðarleikstjóri myndarinnar var Sigurður Pálsson en yfir- kvikmyndamaður Karl óskarsson. Hljóðstjóri var Sigurður Snæberg og annaðist hann einnig klippingu ásamt Hákoni Oddssyni og Krist- ínu Jóhannesdóttur. Sýningartími myndarinnar er 112 mín. Nýja bíó Diner Páskamynd Nýja bíós er að þessu sinni bandaríska kvikmynd- in Diner, sem gerð var á síðasta ári. Aðalhlutverkin í myndinni eru í höndum fimm ungra leikara, Steve Guttenbergs, Daniel Stern, Mickey Rourkes, Kevin Bacons og Timothy Daolys. Leikstjóri og höf- undur handrits er Barry Levinson. Diner gerist 1959 og sögusviðið Baltimore. Nafn myndarinnar er dregið af heiti veitingastaðar, þar sem fimm góðir og lukkulegir vin- ir voru vanir að eyða kvöldinu saman, étandi franskar, sjéik og sósu. Stelpur voru með sltt hár, strákar með stutt hár. Allir borð- uðu franskar og enginn hafði heyrt um heilsubótarfæði. Bensín- ið kostaði slikk og ekki neitt og gamanið var í því fólgið að hitta vini sína og ræða drauma sina og þrár, vonir, óskir og ástamál. Vinirnir sem Diner segir frá heita Eddie, Shrevie, Boogy, Fenwick og Billy. Þeir eru alltaf saman þegar færi gefst og stund- um rifja þeir upp liðna daga. Shrevie er sá eini í hópnum, sem er giftur. Kona hans er Beth (Ell- en Barkin) en þegar hann ræðir um hjónabandið við vini sína, virðist hann alls ekki viss um ágæti þess. Hann vinnur sem sölu- maður en áhugamál hans eru hljómplötur. Eddie er í hjúskap- arhugleiðingum, en kona hans til- vonandi verður að fullnægja mjög ströngum kröfum ef hún á að öðl- ast hylli hans. Fótbolti, amerísk- ,.Arnar Jónsson í hlutverki sínu í íslensku myndinni Á hjara veraldar, sem frumsýnd verður um páskana í Austurbæjarbíói. ur, er hans líf og yndi, og stúlkan, sem hann hefur verið með í fimm ár verður að gangast undir þekk- ingarpróf í fótbolta áður en hann tekur endanlega ákvörðun um hjúskap. Boogie er I lagaskóla, einkum til aö laða að sér stúlkur. Hann er forfallinn í veðmál og skuldar 2.000 dali af þeim sökum. Hann á von á harkalegum inn- heimtuaðgerðum. Fenwick er upp- reisnargjarn og á í útistöðum við fjölskyldu sína og sá síðasttaldi í vinahópnum, Billy, á við vandamál að stríða í ástamálunum eins og aðrir. Kærastan er ófrísk og er ekki á því að gifta sig strax. Barry Levinson, leikstjóri Din- er, er helst frægur fyrir handritið að myndinni And Justice for All, en einnig hefur hann unnið við myndir Mel Brooks, Silent Movie og High Anxiety. Donald Sutherland í páskamynd Tónabíos, Nálaraugað. Regnboginn First Blood Regnboginn sýnir um páskana nýja mynd með Sylvester Stall- one, First Blood. Myndin er gerð eftir bók, sem komið hefur út í íslenskri þýðingu undir nafninu í greipum dauðans. Leikstjóri er Ted Kotcheff. Sagan segir frá John nokkrum Rambo, sem Stallone leikur. Hann er fyrrverandi hermaður úr Víet- namstríðinu, þar sem hann þótti standa sig vel. Þegar myndin hefst er hann á leiðinni til smábæjar einn í Bresku Kólumblu I Kanada að hitta gamlan vin sinn úr strið- inu. Rambo hefur ekki náð sér af sprengjulosti eftir stríðið. Hann fréttir að vinur hans sé dáinn og er tekinn fastur fyrir flækingshátt og fer lögreglan heldur illa með kauða. Þá er mælirinn fullur, finnst Rar.jbc, og hann flýr úr höndum Ic^/eglunnar með heldur miklum látum og er brátt eftir- lýstur um allt héraðið. Rambo er í fullu fjöri, finnst hann vera aftur kominn í Víetnam, og snýst elt- ingarleikur lögreglunnar brátt í flótta undan honum þar sem hann liggur í felum í hrjóstrugu lands- lagi Kanada, vel vopnaður. Gerð myndarinnar gekk ekki átakalaust fyrir sig. Þeim Stallone og Kirk Douglas, sem leika átti I myndinni, lenti saman með þeim afleiðingum að Douglas gekk af upptökustað og lét ekki sjá sig meir. í einhverju meiriháttar hættuatriði myndarinnar braut Stallone nokkur rif í sér og var fluttur í hasti á spítala. Þegar hann kom þaðan aftur brenndi hann sig illa á hendi í öðru atriði og var fluttur með engu minni hraða á sama spítala. Richard Crenna, sem leikur lögreglufor- ingja í myndinni, skar sig illa og braut einnig í sér nokkur rif við gerð eins hættuatriðisins. Segja kunnugir, sem séð hafa myndina, að mesta mildi sé að enginn skuli hafa drepist við upptökur hennar svo mögnuð eru sum áhættuatrið- in. Þá var einhverju magni af meiriháttar skotvopnum sem not- uð eru í myndinni, stolið á meðan á upptöku stóð. Lögreglan I Kan- ada, FBI og Interpol vinna að því máli enn í dag. Tónabíó Eye of the Needle Ken Follett er breskur rithöf- undur, sem skrifað hefur nokkrar spennandi njósnasögur úr seinni heimsstyrjöldinni og hafa sögur hans allar komist á lista yfir metsölubækur. Fyrir nokkrum ár- um skrifaði hann skáidsögu, sem heitir Eye of the Needle og hefur hún komið út í íslenskri þýðingu undir heitinu Nálarauga. Sagan þótti tilvalin til kvikmyndunar og það leið ekki á löngu áður en Foll- ett fór að berast tilboð frá kvik- myndagerðarmönnum, sem vildu taka að sér verkefnið. Follett hafði ekkert á móti því að sagan hans yrði kvikmynduð og afrakst- urinn má sjá í Tónabíói um pásk- ana. Sagan gerist að mestu árið 1944. Njósnarar Þjóðverja höfðu komist að því að stór her er staðsettur á suðausturströnd Englands. Njósnavélar þeirra taka myndir af hernum og þykjast Þjóðverjar sjá sjálfan George S. Patton hers- höfðingja á labbi um hervélar ým- iskonar. Það er greinilegt að eitthvað mikið stendur til. Sann- leikurinn var sá að herinn sem Þjóðverjar sjá er allur gerður úr pappa og járnrusli, til þess eins að blekkja óvininn þannig að hann haldi að innrás í Frakkland verði gerð I Calais, en ekki I Normandi eins og raun varð á. Þetta er stórkostleg, næstum ómöguleg blekking. Þúsundir manna eru við- riðnir hana og ólíklegt þykir að njósnarar Þjóðverja I Englandi komist ekki að því sanna. En eru nokkrir njósnarar Þjóðverja í Englandi á þessum tíma? MI-5 á að hafa komist yfir þá alla 1939. Elða næstum alla. Einn gengur laus ... Die Nadel. Donald Sutherland, sem á sér eflaust marga aðdáendur hér á ís- landi, eins og annars staðar í heiminum, leikur njósnarann. Þetta er sjöunda mynd Suther- lands á síðustu þremur árum, en þar í hópi er óskarsverðlauna- myndin Ordinary People. Hann hefur annars leikið í fjölda þekktra mynda, eins og MASH, Casanova, 1900, Invasion of the Body Snatchers, Don’t Look Now og svo mætti lengi telja. Stjörnubíó History of the World Part 1, og American Pop (teiknimynd) Mel Brooks er grínkarl mikill og ekkert er honum heilagt þegar hann ætlar sér að vera fyndinn, sem honum tekst iðulega. Saga heimsins, fyrsti hluti, er hans út- gáfa af veraldarsögunni frá því maðurinn var api. Söguþráður myndarinnar er rakinn á eftirfar- andi hátt í sýningarskrá Stjörnu- bíós: „í byrjun bjuggu apar á jörð- inni. Þeir réttu úr sér og urðu að mönnum. En ýmislegt hrjáði þessa frumbyggja jarðar, þar á meðal gekk þeim illa að kveikja eld. Nú er farið hratt yfir sögu og næst erum við stödd í Róm, vöggu menningar og lista. Þar ráða ríkj- um hennar hátign, Kynóð, keis- araynja, og hinn akfeiti saurlífis- seggur Sesar. Comicus, skemmti- heimspekingur, lendir í miklum vandræðum er honum verður á að móðga hinn stórlynda Sesar. Hann á fótum fjör að launa er hann flýr ásamt Swiftusi, um- boðsmanni sínum, þrælnum Jos- ephusi og hinni fögru Miriam. Skyndilega erum við stödd í dý- flissu Torquamada yfirmanns hins hrikalega spánska rannsókn- arréttar. Þar eru menn pyntaðir á hinn frumlegasta hátt, og Tor- quamada og félagar hans njóta þessara athafna fram í fingur- góma. Nú er hlaupið fram til árs- ins 1789. Fátæktin ræður ríkjum á götum Parísar. Rottur og epla- kjarnar eru aðalfæða þeirra vesöl- ustu. En þetta ástand hefur lítil áhrif á lífið í höllinni. Þar ræður ríkjum gjörspilltur saurlífissegg- ur, Loðvík XVI. Ráðgjafar hans vita þó að alþýða manna er búin að missa þolinmæðina og því er betra að forða sér. Jaques hland- beri, tvífari konungs, er dubbaður upp í sparifötin og ekki líður á löngu þar til hann er handtekinn af lýðnum og á að hengja hann í næsta gálga." Páskamynd í B-sal Stjörnubíós er teiknimynd og nefnist hún Am- erican Pop. Sá sem hana gerði, Ralph Bakshi, er ekki alls varnað í faginu því eftir hann liggja teikni- myndir eins og Fritz the Cat, Heavy Traffic, Wizards og síðast en ekki síst The Lord of the Rings. Bíóhöllin The Soldier The Soldier, (Ken Wahl), er CIA-njósnari, sem þekktur er um allan heim. Eftir að hann og fjög- urra manna her hans hafa unnið eitt afrekið í viðbót er hann kall- aður fyrir yfirmann CIA til að hjálpa til við að uppræta samsæri hjá hryðjuverkamönnum sem ætla að stela sprengiefni. Ef ísraels- menn skila ekki Vesturbakkanum, hóta hryðjuverkamennirnir því að sprengja upp olíusvæði Saudi- Arabíu og þar með 50 prósent af olíubirgðum heimsins. „Soldier" grunar eins og rétt er að KGB standi á bak við þetta og ætla þeir sér að eyða hinum vest- ræna heimi. Með hjálp Susan

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.