Morgunblaðið - 28.04.1983, Page 1

Morgunblaðið - 28.04.1983, Page 1
48 SÍÐUR MEÐ MYNDASÖGUBLAÐI 94. tbl. 70. árg. FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1983 Prentsmiðja Morgunblaösins Reagan um málefni Mið-Ameríku: Washington, 27. apríl. AP. RONALD Reagan, Bandaríkjaforseti, hvatti í kvöld þing og þjóð til að styðja stefnu stjórnarinnar í málefnum Mió-Ameríku og sagði, að Bandaríkja- mönnum væri það „lífsnauðsynlegt" og baeri „siðferðileg skylda“ til að koma í veg fyrir valdatöku kommúnista í þessum heimshluta. „Öryggi allra þjóða Ameríku er í veði. Ef við getum ekki varið okkur sjálf, getum við ekki varið aðra,“ sagði Reagan í ræðu, sem Albanía: Stjórnar- andstaðan margfaldar fylgið Vin, 27. npril. AP. BÆJAR- og sveitarstjórnarkosn- ingar fóru fram í Albaníu sl. sunnudag og greiddi hver einn og einasti kjósandi atkvæði eða 100%. Stjórnarflokkurinn, Lýð- ræðisfylkingin, vann með yfir- burðum eins og endranær og hlaut 99,99% atkvæða að því er segir í frétt frá Ata, hinni opin- beru fréttastofu. í fréttinni frá Ata segir, að „mikill byltingarmóður og hrifning" hafi ríkt á kjördag þegar kosnir voru fulltrúar fólksins í bæjar-, borgar-, hér- aðs- og þorpsstjórnum auk dómara. Engin mótframboð komu fram gegn Lýðræðisfylk- ingunni, sem hlaut 1.653.663 atkvæði samtals. Það bar til tíðinda í þessum kosningum, að 175 menn voru á móti og þvi ljóst, að stjórnarandstöðunni hefur stórkostlega aukist fylgi frá því í þingkosningunum 14. nóvember sl. þegar aðeins einn maður var á móti Lýðræðis- fylkingunni. hann flutti fyrir báðum deildum þingsins. Megintilgangur hennar var að fá þingið til að samþykkja 110 milljón dollara aðstoð við E1 Salvador en öldungadeildin er treg til og hefur aðeins viljað fallast á 30 milljónir dollara enn sem kom- ið er. Reagan lagði einnig fast að þinginu að samþykkja áætlun hans um 600 milljón dollara að- stoð við öll ríki Mið-Ameríku á næsta ári og sagði hana minni en einn tíunda af því, sem þjóðin færi með í sjónvarpsleiki á einu ári. Þetta er í fyrsta sinn sem Reag- an flytur ræðu um utanríkismál frammi fyrir þingmönnum úr báð- um deildum. Venjan er sú, að Bandaríkjaforseti ávarpi þingið aðeins á þann hátt þegar hann. flytur hina árlegu stefnuræðu stjórnarinnar. Habib Shartouri, sem grunaður er um moróið i Bashir Gemayel, bróður núverandi forseta Líbanons, Amíns Gemayels, sést hér fluttur með bundið fyrir augun í aðalstöðvar Ifbanska hersins. Hann hefur verið hafður í haldi hjá hermönnum falangista í sjö mánuði. Bashir Gemayel var myrtur nokkru eftir að hann var kjörinn forseti áður en hann tók við embætti. ap. Viðbrögð við kafbátaskýrslunni: Varnir Danmerkur verði teknar til endurskoðunar Fyrir hverja eiga Norðurlönd að vera kjarnorkuvopnalaus? spyr Jyllandsposten Kaupmannahofn, Ósló, Moskvu, 27. aprfl. AP. MIKIL viðbrögð hafa orðið í Dan- mörku við skýrslu sænsku stjórnar- innar um ferðir sovéskra kafbáta innan sænskrar landhelgi. Er það rauði þráðurinn í yfirlýsingum stjórnmálamanna og fjölmiðla, að Sovétmenn séu til alls vísir og að þeir meti einskis hlutleysi og rétt smáþjóða hvað sem öllu friðarhjali þeirra líði. Danir eru mjög uggandi Begin ítrekar fyrri kröfur Jerúsalem, Beirut, 27. apríl. AP. MENACHEM Begin, forsætisráðherra ísraels, skýrði Shultz, utanríkisráð- herra Bandarfkjanna, frá því í dag á fundi þeirra í Jerúsalem, að öryggis- hagsmuni ísraela yrði að tryggja í væntanlegu samkomulagi um brottflutning erlendra herja frá Líbanon. Shultz er nú á ferð um Miðausturlönd til að reyna að greiða fyrir viðræðunum en Bandaríkjastjórn er nú mjög farin að ókyrrast vegna þess hve lítið hefur miðað. Á fundi Begins og Shultz, sem er þeirra fyrsti, lýsti Begin því yf- ir, að ísraelar hygðust ekki vera deginum lengur í Líbanon en þeir teldu nauðsynlegt en áður en þeir færu þaðan yrði að fást full trygg- ing fyrir því, að ekki yrðu framar gerðar árásar á ísrael fra Suður- Líbanon. ísraelska útvarpið sagði í dag, að nokkrum stundum fyrir fund þeirra Shultz hefði Begin skýrt utanríkis- og öryggismála- nefnd þingsins frá því, að ekki kæmi til mála að falla frá þeirri kröfu, að Saad Haddad majór færi með öryggisgæsluna í Suður- Líbanon. A það getur Líbanon- stjórn ekki fallist. George P. Shultz, utanríkisráð- herra, færði Beginb bréf frá Reag- an, Bandaríkjaforseta, en ekki hefur verið skýrt frá efni þess. Shultz mun fara til Líbanons á morgun, fimmtudag, og aftur til Israels samdægurs. Hann vonast einnig til að geta fundið að máli Hafez Al-Assad, Sýrlandsforseta. vegna þeirra upplýsinga, sem fram koma í skýrslunni og hefur verið hvatt til endurskipulagningar á vörn- um landsins með tilliti til þeirra. Hans Engell, varnarmálaráð- herra Dana, hefur hvatt til, að sjó- varnir Danmerkur verði endur- skoðaðar í ljósi þess, að Sovét- menn geta komist með kafbáta sína yfir grynningarnar úti fyrir ströndum landsins og upp í fjöru- borð, og í svipaðan streng hefur tekið Kjeld Olesen, fyrrum utan- ríkis- og varnarmálaráðherra úr flokki jafnaðarmanna. Olesen sagði einnig, að Sovétmenn hefðu gerst sekir um „alvarlegasta brot gegn fullveldi ríkis við Eystrasalt frá stríðslokum". Leiðarahöfundum ber saman um, að „friðaráróður" Sovét- manna hafi nú endanlega verið af- hjúpaður en furða sig um leið á þvi, að þeir skuli hafa tekið þessa áhættu. Aktuelt, málgagn verka- lýðshreyfingarinnar og jafnað- armanna, segir, að „Sovétmenn hafa komið þeirri orðsendingu á framfæri, að þeir eru vísir til alls hvar og hvenær sem er“ og Jyl- landsposten vakti athygli á því, að engir væru jafn hrifnir af tillög- unni um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd og Sovétmenn. Kjarn- orkuvopnalaus fyrir hverja? spurði blaðið. Land og Folk, mál- gagn danska kommúnistaflokks- ins, var hins vegar á því, að hér væri um pólitískt moldviðri að ræða og að engar sannanir væru fyrir því, að kafbátarnir hefðu verið sovéskir. Norsk blöð fjalla í dag mikið um sænsku skýrsluna og segir Verd- ens Gang, að ferðir sovésku kaf- bátanna séu „hernaðar- og árásar- aðgerðir gegn Svíum" og að þeir, sem hafi staðið að þeim, séu þeir, sem hæst láti í um frið og afvopn- un nú á dögum. Sovéska fréttastofan Tass sagði í dag, að þær ásakanir Svía, að sovéskir kafbátar hefðu verið inn- an sænskrar landhelgi á sl. hausti, væru tilhæfulaus áróður spunninn upp af stríðsæsingamönnum og hatursmönnum Sovétríkjanna. Sjá „Veit ekkert um kaf- báta ... “ á bls. 22 Noregur: Kafbáts leitad í Harðangursfirði Osló, 27. apríl. Frá fréltaritara Mbl. KORVETTA, tveir kafbátar og flugvél af Orion-gerð leituðu í kvöld ákaft að óþekktum kafbáti, sem í morgun sást í Húsnesfirði fyrir austan eyna Slorð í Vestur-Noregi. Húsnesfjörður er innfjörður úr Harðangursfirði. Það voru kafarar, sem komu auga á kafbátinn, á bátsturninn, úr lítilli fjarlægð og segja yfir- menn norska hersins enga ástæðu til að draga orð þeirra í efa. Stjórnstöð sjóhersins í Stafangri var strax gert viðvart og var þá send til leitar korvetta, tveir kafbátar og Orion-flugvél, sem búin er ákaflega fullkomnum kafbátaleitartækjum. Þegar síð- ast fréttist hafði ekkert fundist en ef um kafbát er að ræða á hann sér margar undankomuleiðir. Yfirstjórn norska sjóhersins segir, að enginn kafbátur frá ríkj- um Atlantshafsbandalagsins sé á þessum slóðum og þvi er einnig haldið fram, að góðar vonir séu um að takast megi að finna hugs- anlegan kafbát á þessum stað. I janúar sl. sást kafbátur á þessum sama stað og frá 1969 hef- ur 230 sinnum verið tilkynnt um kafbáta inni á norsku fjörðunum. Aðeins tíu sinnum hefur verið hafin leit en aldrei hefur tekist að neyða neinn upp á yfirborðið. í viðtali, sem Roy P. Breivik, y'ir- maður norska flotans, átti í dag við Arbeiderbladet í Ósló, sí gði hann, að stefna Norðmanna \æri að reka erlenda kafbáta á brott úr norskri landhelgi. Norski herinn ræður hins vegar yfir tundur- skeytum, sem elta uppi bráðina, en Breivik sagði, að mikið mætti við liggja svo til þeirra yrði grip- ið. Bað um stuðning þings og þjóðar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.