Morgunblaðið - 28.04.1983, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1983
Schola Cantorum
Tónlist
Jón Ásgeirsson
„Söngskólinn" við háskól-
ann í Osló dvelur hér á landi
og hélt tónleika í Háteigs-
kirkju (hvar ekki má klappa
né láta í ljósi annan fögnuð)
sl. þriðjudag og flutti marg-
víslga kirkjutónlist. Schola
Cantorum er mannaður nem-
endum í tónlistardeild háskól-
ans í Ósló, mjög vel þjálfaður
kór undir leiðsögn Knut
Nystedt, sem einnig stjórnar
norska einsöngvarakórnum.
Tónleikarnir hófust á Deo dic-
amus gratias, eftir nemanda
J.S. Bach, að nafni Gottfried
August Homilius, er starfaði í
Dresden sem orgelleikari og
samdi m.a. yfir eitt hundrað
kantötur. Þá söng kórinn
8-radda Crucifixus eftir Lotti.
Karlsen, er hann kallar Missa
brevis, mátti heyra Credo
nærri því eins og miðaldasálm
er Róbert A. Ottósson hefur
raddsett og mikið er sungið
hér á landi af kórum. Það sem
einkennir flest norsku verkin,
er flutt voru á þessum tónleik-
um og svipar að því leiti til
íslenskrar kórtónlistar, er það
hversu verkin sveiflast milli
þess að vera nútímaleg og
hefðbundin í senn, og að kafla-
skiptin markast af umskiptum
í vinnuaðferðum, t.d. þrástefj-
un eða gerð „effekta", og að
hver þáttur er gerður aðeins
upp úr einni hugmynd, þannig
að þegar henni hefur verið
gerð full skil tekur við ný
hugmynd. Schola Contorum er
mjög góður kór, hljómfagur og
vel þjálfaður. Stjórnandinn
Knut Nystedt, er afícastamikið
tónskáld og frægur stjórnandi,
en þrátt fyrir að kórinn er vel
mannaður, var flutningurinn á
Kórfélagarnir Schola Cantorum.
Öll viðfangsefnin, utan áð-
urtalin verk og Rejoice in the
Lamb, eftir Britten, eru eftir
norsk tónskáld, það elsta fætt
1915 og það yngsta 1947. Tvö
orgelverk voru flutt af Vidar
Fredheim, sem lék nokkuð vel
í Resurrexit op. 68, eftir
stjórnandann Knut Nystedt. í
verki yngsta tónskáldsins,
verki Brittens einum of Iinur.
Það vantaði meiri skerpu og
allt að því glens, þar sem
Britten leikur sér með hljóð-
fallið og þá hefðu einsöngs-
þættirnir myndað fallegri að-
stæðu við kórþættina, sem eru
mjög leikandi og skemmtileg
tónlist.
Jón Asgeirsson
Grýlurnar á fullu
Hatturinn tekinn ofan
Hljóm-
plotur
Sigurður Sverrisson
Grýlurnar
Mávastellið
Spor/ Fet 2001
Ef ég gengi dags daglega með
hatt á höfði léti ég mér ekki
nægja að taka hann ofan fyrir
Grýlunum — ég myndi éta hann
líka! Það skal ég segja hreint út,
að Mávastellið Grýlanna kom
mér stórkostlega á óvart í alla
staði. Vissulega hafði ég gert
mér grein fyrir framförum
þeirra, en á þessu átti ég aldrei
von.
Það mun hafa verið fyrir rétt
rúmum tveimur árum, að þær
komu fyrst fram opinberlega — í
Austurbæjarbíói að mig minnir.
Ég var þungorður í þeirra garð
þá og ekki að ástæðulausu.
Hljómsveitin var afskaplega lítt
sannfærandi enda að koma fram
í fyrsta sinn. Mér þótti einnig
fremur lítið til fyrstu plötu
þeirra, sem kom út í ársbyrjun í
fyrra, koma. En nú kveður við
annan tón.
Mávastellið er fyrsta íslenska
platan í nokkurn tíma sem fær
mann til þess að slá fætinum í
takt við tónlistina og hafa
grimmt gaman að. Á plötunni
eru ellefu lög og sum þeirra eru
hreinustu perlur. Ber þar fyrst
að nefna Sigmund kropp og þá
Val og jarðarberjamaukið hans,
en textinn í því lagi er með því
skemmtilegasta sem ég hefi
nokkru sinni lesið. Lögin Trölla-
þvaður og Sísi höfða einnig
sterkt til mín, einkum það fyrr-
nefnda. Þar getur að heyra í
fyrsta og eina sinn í lagi frá
Grýlunum á plötu „röff“ git-
arhljóm. Með meira af slíku
fengi tónlistin enn meiri
rokkblæ en ella.
Hljóðfæraleikurinn er annars
kapítuli út af fyrir sig. Allan
tímann eru lögin leidd áfram af
pottþéttum bassaleik Herdísar
Hallvarðsdóttur með traustum
stuðningi trommuleiks Lindu
Bjarkar Hreiðarsdóttur. Það
kemur ekki mjög svo fram á
plötunni, en hún lemur stundum
allt of fast á tónleikum, þ.e. gerir
engan eðlismun á lögunum. Ann-
ars fyrirgefst slíkt auðveldlega
hjá henni á tónleikum því innlif-
unin og ánægjan er slík hjá
henni, að ekki er hægt annað en
að hrífast með. Gítarleikur Ingu
Rúnar Pálmadóttur er enn nokk-
ur höfuðverkur þótt heldur sé
farið að slá á hann. Ef marka má
leik hennar á tvennum tónleik-
um í Klúbbnum að undanförnu
er hún á réttri leið en á enn
talsvert langt í land. Hún sýnir
t.d. góð tilþrif í laginu Trölla-
þvaður, en sólóið í Þú ert of hvít
er ekki aðeins slakt heldur pass-
ar frámunalega illa inn í lagið.
Þá er Ragnhildar Gísladóttur
ógetið. Án hennar hefðu Grýl-
urnar aldrei fæðst og án hennar
væru þær ekki það veldi í ís-
lenskri popptónlist, sem þær eru
í dag. Söngur hennar á þessari
plötu er frábær og hún skilar
sínu snyrtilega í hljóðfæraleikn-
um. Sviðsframkoma hennar
kemst því miður ekki til skila á
plötunni, en þar slær hún flest-
um við.
Vel hefur tekist til með
hljóðblöndun á Mávastellinu,
utan hvað bassinn er stundum
óþarflega framarlega. Honum er
augljóslega ætlað að vera mjög
leiðandi, en stundum er þetta um
of. Louis Austin og Ragga Gísla
eiga í sameiningu heiðurinn af
„sándinu" og geta vel við unað.
E.t.v. kann einhverjum að
þykja erfitt að ráða í inntak
þessa plötudóms. Til þess að
gera langt mál stutt er einfald-
ast að segja, að Mávastellið á
eftir að verða í fremstu röð á
meðal íslenskra hljómplatna í
ár. Ég segi kannski ekki sú
besta, en í flokki með þeim allra,
allra bestu. Bravó, Grýlur,
bravó.
Skúlptúr
Þorbjargar
Myndlist
Valtýr Pétursson
Þorbjörg Pálsdóttir sýnir verk
sín á Kjarvalsstöðum þessa dag-
ana, og má þar líta 19 verk henn-
ar á vesturgangi. Á Kirkjulist-
arsýningunni, sem nýlokið er á
sama stað, átti Þorbjörg ris-
mikla Kristsmynd á krossi, sem
gerð var í hennar stíl og úr þeim
efnum, sem hún notar við
skúlptúr sinn. Sú mynd var all
eftirminnileg. Nú eru það börn
að leik, sem Þorbjörg sýnir
okkur, og er þar að sjálfsögðu
um ólíkt verkefni að ræða, sem
varpar Ijósi á þá möguleika, sem
finnast í þeirri aðferð, sem hún
beitir og sem vissulega er okkur
hérlendis nokkuð framandi.
Eg væri ekki sjálfum mér
samkvæmur, ef ég minntist ekki
á þær tilfinningar, sem þessi
verk vekja hjá mér. Það eru til-
finningar, sem ekki eru þægi-
legar, og það mætti segja, að
þær jöðruðu við ónot. Það eru
einhverjir eiginleikar í sjálfu
efninu, sem Þorbjörg notar, sem
koma manni í varðstöðu og
verka heldur kuldalega. Einnig
verður þess vart í forminu, og
bendi ég á höfuðlagið á þessum
börnum máli mínu til fulltingis.
Það er svo annað mál, að oft á
tíðum tekst Þorbjörgu að ná
vissum hreyfingum og líflegum
tilþrifum í þessi verk. Eins og
hún sjálf segir, vill hún ekki
hafa stöpla undir þessum mynd-
um, þar sem þeir rjúfi samhengi
verks og umhverfis. Þess vegna
sitja þessi börn á gólfi eða í
sandkassa, veifa rellu eða hafa
Þorbjörg Pálsdóttir við eitt verka sinna á sýningunni.
rauða fötu fyrir framan sig.
Þetta gerir sambandið við áhorf-
andann nánara, en eykur um leið
á hin hrollvekjandi áhrif.
Þorbjörg Pálsdóttir vinnur
verk sin á þann veg, að hún hef-
ur algera sérstöðu í skúlptúr hér
á landi. Hún hefur sinn hátt á,
og list hennar er persónuleg.
Skúlptúr hennar er yfirleitt
hrjúfur og laus við alla væmni.
Hún hefur lag á að koma manni
í opna skjöldu með verkum sín-
um, og börn hennar hafa boð-
skap að færa, sem manni virðist
á engan hátt barnalegur.
Eins og áður segir, er sýning
Þorbjargar Pálsdóttur á
Kjarvalsstöðum, á vesturgangi.
Þar eru nú fjórar sýningar í
gangi, og gefur það hugmynd
um, hvernig nýta má plássið, ef
vilji er fyrir hendi. Það er einnig
verið að sýna skúlptúr í Lista-
safni fslands um þessar mundir,
og má með sanni segja, að tími
hafi verið til kominn, að þessari
listgrein væri haldið að fólki. Ég
held, að meira mætti gera á
þessu sviði til að örva högg-
myndalistina hér á landi. Um
tíma virtist vera að færast nýtt
líf í skúlptúr hér á landi, síðan
varð hlé á því, sem nú er vonandi
lokið.