Morgunblaðið - 28.04.1983, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1983
verðinu niðri, enda bjóðum við
aðeins „toppferðir með toppaf-
slætti", þ.e. valda gististaði í
fögru umhverfi þar sem veðrið er
öruggt fyrir mun lægra verð þeg-
ar á heildina er litið en „sumar-
búðirnar", sem ég kalla svo.“
Eru sumarhúsin að sækja á
sem kostur á alþjóðaferðamark-
aði?
„Nei, ekki svo vitað sé, nema á
íslandi, svona prógrömm þýðir
ekki að bjóða neinum erlendum
ferðamönnum í Evrópu nema ís-
lendingum. Þess vegna eru
sumarhús föl um alla Norður-
Evrópu, eigendurnir og samland-
ar þeirra vilja ekki búa þar. Þeir
velja betri kosti, skemmtilegri
lífsstíl, öruggt sólskin og unað
sólarlanda, þar sem verðlag er
líka miklu lægra. T.d. má benda á
að verð á mat og drykkjum er um
framundan. Á slíku ferðalagi
bíða fólks margir óvæntir út-
gjaldaliðir og erfiðleikar. Það
kom líka kippur í pantanir hjá
okkur til sólarlanda þegar frétt-
ist af kuldanum og vosbúðinni
hjá fólki sem valdi sumarhúsin
um páskana. Okkar fólk kom
ljómandi af ánægju úr sólinni á
Spáni. En meira að segja í júlí og
ágúst eru 12—14 rigningardagar í
mánuði í Hollandi og Rínarlönd-
um þegar ekki kemur dropi úr
lofti á Costa del Sol og Algarve í
Portúgal og sólskinsstundir eru
11—12 daglega."
Hvert stefnir þróunin í ferða-
málum hér?
„Hvað Útsýn snertir, reynum
við að halda gæðunum uppi en
*
— segir Ingólfur Guöbrandsson forstjóri Utsýnar
„UNDANFARIÐ hefur verið
stöðugur straumur fólks
hingað. Lætur nærri að um
100 pantanir hafi borist dag-
lega að meðaltali. Þótt bókan-
ir væru dræmari í upphafi en
undanfarin ár eru margar
ferðir að seljast upp. Enda eru
sumarleyfisferðir enn ódýrar
miðað við flest annað; svo að
ekki sé talað um almennan
ferðakostnað innanlands og
erlendis, sagði Ingólfur Guð-
brandsson forstjóri Ferða-
skrifstofunnar Útsýnar í sam-
tali við Mbl. um horfur á
ferðamarkaðnum í ár, en nú
er sem kunnugt er sá tími sem
íslendingar fara að huga að
sumarleyfisferðum sínum.
„Fullyrða má að við spörum
einum farþega í 3ja vikna ferð
20—30 þús. kr. miðað við almenn
fargjöld og gistingu, en sjálfur
greiðir hann á bilinu 10—18 þús.
eftir ferðatíma og gististað. Þetta
tekst einungis vegna einstaklega
hagstæðra samninga Útsýnar,
sem byggjast á traustum sam-
böndum og langri reynslu í skipu-
lagningu og þjónustu. Það er ein-
ber blekking að ódýrara sé að
fara í sumarhús í rigningarbæl-
um Norður-Evrópu, eða þeysast á
bílum eftir endalausum hrað-
brautum með óvissan náttstað
Costa del Sol sem fyrr
eftirsóttasti staðurinn
SCARSDALE-kúrinn
— eftir Jón Úttar
Ragnarsson
Eitthvert þrálátasta heilbrigð-
isvandamál Vesturlandabúans er
offita og fylgifiskur hennar: megr-
unin.
Nær daglega berast nýjar fregn-
ir af megrunarkúrum sem þessi
eða hinn prófaði með góðum
árangri. Má skipta öllum þessum
nýju kúrum í tvennt, í töfrakúra og
alvörukúra.
Töfrakúrar eiga það sammerkt
að þeir eru kynntir með miklu
brambolti og fullyrðingar gefnar
sem ekki standast. Sjálfir geta svo
kúrarnir verið með margvíslegasta
móti.
Scarsdale-kúrinn er ekki dæmi-
gerður töfrakúr. Hann er að vísu
kynntur með fullyrðingum sem
ekki standast. En kúrinn sjálfur
virkar að nokkru leyti og hefur án
efa hjálpað einhverjum.
Kjarni málsins
Lítum fyrst á það neikvæða við
þennan kúr, ekki vegna þess að ég
Sterkurog
hagkvæmur
auglýsingamiðill!
2*lov)jimWflí»tí>
vilji einblína á það, heldur vegna
þess að það blasir við á titilsíðu
nýútkominnar bókar um þennan
kúr.
Þessi kúr er kynntur þannig að
rækilega er gefið í skyn að á hon-
um geti fólk lést um hálft kíló á
dag og jafnframt tekið fram að það
sé um leið sá meðalhraði sem flest-
ir ná.
Þessi fullyrðing getur að vísu
staðist í sumum tilvikum, en hún
er villandi í meira lagi, þar sem
ekki er jafnframt skýrt hvers eðlis
þessi þyngarlækkun er.
Kjarni málsins er sá, að meðal-
maður brennir að jafnaði um 2500
hitaeiningum á dag og að á þessum
kúr fær hann að jafnaði 1000 hita-
eininga fæði. Mismunur þarna á er
1500 hitaeiningar.
Þetta þýðir einfaldlega að fitu-
vefurinn rýrnar daglega sem nem-
ur 1500 hitaeiningum á dag eða
sem nemur um 200 grömmum af
fituvef. Á einni viku yrðu það 1,5
kíló og á tveim vikum 3 kíló.
í Scarsdale-bókinni er hins veg-
ar fullyrt að maður missi að jafn-
aði 7 kíló á tveim vikum. Hvernig
má þetta vera? Hver er ástæðan
fyrir þessum mismun (4 kíló og 7
kíló)?
Ástæðan er einfaldlega sú að
auk þess að missa fituvef (sem er
hin eina fullgilda megrun) getur
maður misst talsvert af vatni,
jafnvel 4 kíló á tveim vikum.
í fyrsta lagi er hætt við að mað-
ur sem fer í megrun brjóti niður
glýkogenið, en það kallast
skammtímaorkuforði líkamans.
Við það tapar maður um 2 kílóum
af vatni.
Til viðbótar getur maður misst
viðbótarvatn ef fæðið er saltsnautt
og auðugt af hvítu (próteini). Með
þessu móti er hægt að koma
þyngdartapinu í heild í 7 kíló alls.
Mergurinn málsins er hins vegar
sá að af þessum sjö kílóum eru
aðeins 3 raunveruleg rýrnun á
fituvef. Hitt er svo vatn sem kemur
aftur um leið og venjulegt fæði er
borðað á ný.
Þetta er það sem ég kalla „bak-
reikning" í megrunarkúr. Og það
er jafnframt ástæðan fyrir því, að
ef ég þyrfti að fara í megrun
mundi ég fá bakþanka varðandi
þennan kúr.
Það er þessi bakreikningur
Scarsdale-kúrsins sem gerir það að
verkum að kúrinn er töfrakúr en
ekki alvörukúr. Hann byggist á að
blekkja, ekki að fræða og upplýsa.
Til viðbótar ættu allir að hafa í
huga að megrunarhraði er ákaf-
lega einstaklingsbundið fyrirbæri.
Til þess liggja margvíslegar
ástæður og skal ég benda á nokkr-
ar.
í fyrsta lagi er fólk mismunandi
stórvaxið. Kona sem er 80 kíló
brennir mun meiri orku en kona
sem er 50 kíló. Á sama fæði grenn-
ist stóra konan mun hraðar en litla
konan.
í öðru lagi er hreyfing og líkam-
leg áreynsla afar mismunandi hjá
fólki. Maður sem vinnur erfiðis-
vinnu grennist miklu hraðar en
skrifstofumaður á sama megrun-
arfæði.
Það sem hér hefur verið sagt að
framan gilti um meðalmanninn og
var þá miðað við 2500 he brennslu
á dag. Flestar konur brenna aðeins
um 200 he og grennast því enn
hægar.
í alvörumegrunarkúrum er yfir-
leitt miðað við að fólk missi eitt til
tvö kíló á tveim vikum. Sjálfur hef
ég yfirleitt ráðlagt um 1 kíló á viku
fyrir þá óþreyjufullu, þ.e. þorrann.
Málsbætur
En þessi megrunarkúr á sér
margar málsbætur sem gera það
að verkum að ég vil kalla hann
töfrakúr sem virkar. Virðast
margir hafa náð nokkrum árangri
með því að nota hann.
En það að megrunarkúr virkar
er ekki trygging fyrir því að hann
„Scarsdale-kúrinn er
ekki dæmigerður töfra-
kúr. Hann er að vísu
kynntur með fullyrðing-
um sem ekki standast.
En kúrinn sjálfur virkar
að nokkru leyti og hefur
án efa hjálpað einhverj-
um.“
sé æskilegur. Fæðið sem boðið er
upp á verður jafnframt að vera
þess eðlis að það fullnægi nær-
ingarþörfum.
Scarsdale-kúrinn er þess eðlis að
það fæði sem er boðið upp á er að
ýmsu leyti gott. Meira hefði þurft
að gera af því að staðfæra það, en
það er ekki aðalatriði.
f rauninni er kúrinn það góður
að maður furðar sig á því að höf-
undur hans skuli hafa tekið þann
kost að selja hann á fölskum for-
sendum, eða a.m.k. skýringarlaust.
Til þess geta legið margar
ástæður. Líklegust er sú að Tarn-
ower (hann er ekki doktor, þ.e.
ekki með PhD) er læknir og lækn-
ar læra yfirleitt lítið í næringar-
fræðum.
Það er því sennilegast að höf-
undurinn hafi ekki verið vísvitandi
að blekkja neinn, heldur hafi hann
hreinlega ekki gert sér grein fyrir
því hvers kyns var.
Það breytir þó engu um það að
maðurinn hefur augsýnilega mikla
reynslu í að grenna fólk og mörg af
þeim ráðum sem hann gefur eru
góð og gild, sum raunar mjög þörf.
Lokaorð
Fólk sem fer í megrun hefur í
mörgum tilvikum reynt kúra sem
hafa mistekist. Því er mikilvægt
að þegar boðið er upp á nýjan kúr
að spilin séu lögð á borðið og fólk
upplýst um eðli hans.
Slíkt hefur ekki verið gert.
Kúrnum er skipt í tveggja vikna
tímabil. f tvær vikur grennast
menn hratt. Næstu tvær vikurnar
er fólk á fæði sem á að tryggja að
það standi í stað.
Ekki er útskýrt að á þessu
seinna tímabili er verið „að greiða
bakreikninginn", þ.e. að vinna upp
vökvatap og þá væntanlega að tapa
a.m.k. eins miklu af fituvef sem því
samsvarar.
Þessi aðferð er út af fyrir sig
ekki svo slæm, þ.e. að skipta megr-
uninni upp í tímabil. En þegar
maður áttar sig á tilganginum fer
maðurað hugsa sig um tvisvar.
En sem sé — eins og áður var
sagt — þá er það fæði sem boðið er
upp á og mörg af þeim ráðum sem
gefin eru gagnleg og góð. Þessi bók
er því ágæt til eignar. Mestu skipt-
ir að menn viti hvers kyns þessi
kúr er og taki svo ákvörðun.
Jón Óttar Kagnarsson er doktor í
matræla- og næringarefnafrædi og
stjórnar fæðurannsóknardeild
Rannsóknarstofnunar landbúnaó-
arins og er dósent rið Háskóla ís-
lands í matrælafræði.