Morgunblaðið - 28.04.1983, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1983
17
fimmfalt hærra í Danmörku en í
Portúgal.“
Hvernig eyðir þú þínum eigin
fríum?
„Til hvíldar, fróðleiks og
skemmtunar en fyrst og fremst
til líkamsræktar og heilsubótar.
Lækningamáttur sólarinnar er
óviðjafnanlegur. Góð heilsa er
gulli betri, en mína góðu heilsu
þakka ég fyrst og fremst heil-
brigðum lifnaðarháttum, sólböð-
um og líkamsrækt.
Nú ætla ég að kynna öllum sól-
arlandaförum okkar líkamsrækt í
sumarleyfinu og bjóða þeim 6
ókeypis sólbaðsstundir í nýrri
heilsuræktarstöð í Reykjavík, áð-
ur en ferðin hefst, til undirbún-
ings. En þeir þurfa ekki að nota
sólbaðslampa í Útsýnarferðum,
þar er sólskinið, sem allir sækjast
eftir, öruggt og innifalið."
Hvaða sólarlönd eru nú vinsæl-
ust?
„Costa del Sol á Spáni er enn
sem fyrr langeftirsóttasti staður-
inn, enda eru margar ferðir þang-
að uppseldar eða að seljast upp.
Þar á eftir kemur Portúgal, eina
nýjungin í sólarlandaferðum í ár.
Þar eru hreinustu og fegurstu
strendur Evrópu og flestar sól-
skinsstundir yfir sumarmánuð-
ina. Portúgal er geysivinsælt og
aðbúnaður frábær, en auk þess
hefur það verðlagið með sér, því
að það er talið ódýrasta land Evr-
ópu í dag. Mallorca er sívinsæl,
og þar hefur Útsýn tryggt farþeg-
um sínum mjög eftirsótta gisti-
staði í Palma Nova og Magaluf.
Það er þar, sem fólkið skemmtir
sér.
Þó mætti segja mér, að þeir
farþegar, sem halda upp á 10 ára
afmæli Útsýnar í Lignano á ít-
alíu í sumar verði í hópi hinna
ánægðustu. Ástæðan er m.a. sú,
að þar verður tekið á móti far-
þegunum með kostum og kynjum
í tilefni afmælisins," sagði Ingólf-
ur að lokum.
Franskir geðlæknar:
Vilja athuga
misbeitingu
geðlækninga
(>enf, 25. aprfl. AP.
HÓPIJK vestrænna sálfræðinga hefur
lýst yfir stuðningi sínum við þá ákvörð-
un nokkurra franskra kollega sinna að
fara til Sovétrfkjanna og kanna hvað
hæft sé í fréttum um að andófsmönnum
sé haldið á geðveikrahælum.
Á fundi samtaka, sem fjalla um
pólitíska misbeitingu geðlækninga, í
Genf var því fagnað, að Aspec, félag
franskra geðlækna, hefur ákveðið að
senda nefnd til Sovétríkjanna og
kanna málin af eigin raun en hins
vegar var talið ólíklegt, að sovésk
stjórnvöld heimiluðu slíka ferð.
í yfirlýsingu frá fundinum sagði,
að eftir að Sovétmenn sögðu sig úr
alþjóðasamtökum geðlækna sé hætta
á að geðlæknar á Vesturlöndum láti
sig minna varða það, sem fram fer í
þessum málum í Sovétríkjunum auk
þess sem sovéskir geðlæknar ein-
angrist æ meir frá kollegum sínum
fyrir vestan. Sagt var, að vitað væri
um „500 manns, sem settir hefðu ver-
ið á geðveikrahæli vegna stjórnmála-
skoðana" en raunveruleg tala næmi
þúsundum.
Nemendur Víghólaskóla mótmæla
EINS OG komið hefur fram í fréttum
Morgunblaðsins hafa verið uppi hugmynd-
ir um að skólahúsnæði Víghólaskóla í
Kópavogi yrði notað sem húsnæði fyrir
Menntaskólann í Kópavogi næsta haust.
Þessu hafa nemendur Víghólaskóla
mótmælt og vilja að húsnæðisvandi
menntaskólans verði leystur með öðr-
um hætti en að þeirra skóli verði tekinn
í þágu menntaskólans. Um daginn
stöðvuðu þau umferð um Reykjanes-
braut til þess að leggja áherzlu á mál-
stað sinn og síðastliðinn þriðjudag fóru
nemendur Víghólaskóla í kröfugöngu
og gengu þá m.a. frá skólanum að
skrifstofum Kópavogskaupstaðar.
Myndin er tekin af göngumönnum, en
ekki viðraði sem bezt á meðan á mót-
mælunum stóð.
MorgunblaAid/ KEE
RENAULT BÍLL FRAMTÍÐARINNAR
Renault 9 var valinn
bíll ársins 1982 í Evrópu
og bíll ársins 1983 í U.S.A.
Við ættum að geta treyst fulltrúum 52 bíla-
blaða til að velja rétt.
Besta trygging sem þú getur fengið fyrir
vali góðs bíls- og hagkvæmri fjárfestingu
á tímum sparnaðar.
Renault 9 er ódýr „stór bíll“ sem eyðir
ótrúlega litlu. Það þarf ekki að hugsa það
mál lengi til að finna svarið. . .
Renault 9 er bíllinn fyrir þig.
Gerð Vél Eyðsla Verð
R9TC 48 din 5,41 210.000
R9GTL 60 din 5,41 231.000
R9GTS 72 din 5,41 248.000
R 9 Autom. 68 din 6,31 239.800
Gengi í apríl '83
i
b! ipiðíl k •< l/C ÍUI ill kl.2 Q)
HAGKAUP Skeifunni15