Morgunblaðið - 28.04.1983, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1983
19
Kaldranalegt um að litast á Egilsstöðum á sumardaginn fyrsta.
Egilsstaðir:
Sumardagurinn fyrsti
heilsaði kaldranalega
ferðalagið auk bensínkostnaðar,
eða rúmlega kr. 3.000 miðað við
að eknir séu 3000 kílómetrar.
Auk þess þykir flestum þægilegt
að vera á eigin bíl, og geta tekið
allan farangurinn með í bilinn
fyrirhafnarlítið. Þessu hafa út-
lendingar fyrir löngu áttað sig á,
og fara yfirleitt í sumarfríið á
eigin bíl, ef þeir geta.
Sumstaðar hefur verið talað
um að það kosti frá 3—5 krónum
á ekinn kílómetra að vera á eigin
bíl erlendis, umfram bílaleigubíl,
en þessar tölur staðfesta að svo
er ekki. Þarf engan stærðfræð-
ing til að reikna út, að lítill við-
bótarkostnaður er við að taka
eigin bíl með. Auk þess bjóða
bílferjurnar upp á ókeypis far-
gjald fyrir bílinn í flestum til-
vikum. Hvers vegna að skilja
þarfasta þjóninn í fjölskyldunni
eftir heima?
Gjaldeyrissparnaður
Koma erlendra ferðamanna
hingað getur skapað talsverðar
gjaldeyristekjur. Ekki er þó síð-
ur 'mikilvægt að við spörum
gjaldeyri sjálf. Bílaleigubílinn
þarf að greiða í erlendum gjald-
eyri gegnum ferðaskrifstofu, eða
beint af viðkomandi ferðamanni.
Ef íslendingar taka bílinn með
í fríið, sparast milljónir í gjald-
eyri.
Um borð í farþegaskipinu
EDDU starfar mikill fjöldi Is-
lendinga. Hægt er að kaupa þar
mat, drykk og fríhafnarvörur
fyrir íslenskar krónur. Hluta af
sumarfríinu nýtur því ferðamað-
urinn á fljótandi hóteli, án þess
að eyða erlendum gjaldeyri. Þeir
sem fara hingferð með skipinu,
sem virðist njóta vinsælda,
þurfa ekki að taka neitt nema
íslenska peninga með. Þetta er
mikils virði.
Mikil samkeppni
Mikil samkeppni er nú í gangi,
og fyrirtæki keppast um að gera
verðsamanburð. Þar er ekki allt-
af verið að bera saman epli og
epli. Talað er um sama verð fyrir
alla landsmenn, að menn spari
100% með þessu eða hinu. Af-
slættir og greiðslukjör eru regla
frekar en undantekning. Pakka-
ferðir rugla myndina, og borið er
saman „normal“-verð hjá einum
og pakki eða Apex-ferð hjá öðr-
um. Astæða er til að vara ferða-
menn við öllum þeim boðum sem
eru í gangi og skoða takmarkanir,
greiðslukjör og fleira vandlega áð-
ur en ferðamáti er valinn.
Þegar málið er skoðað nánar,
hefur væntanlega aldrei verið
eins ódýrt að ferðast og í sumar,
og er það ánægjulegt. Ferðalög
eru nú stærri hluti af útgjöldum
heimilanna, þótt gamla úrelta og
falsaða vísitalan mæli ekki slíkt.
Því er mikilvægt að ferðalög séu
sem hagkvæmust og gefi fólki
sem mest. Ferðalög eru nauð-
synleg, þau efla menningar-
tengsl þjóða og einstaklinga og
skapa nýjar hugmyndir um lífið
og tilveruna.
Ferðamál og stóriðja
íslensk atvinnustefna var
slagorð sumra í kosningabarátt-
unni. Athyglisvert er að sjá
hvernig íslendingar og þá eink-
um stjórnmálamenn láta tilfinn-
ingar og pólitíska fordóma
stjórna sínum gjörðum. Stefna í
ákveðnum málum byggist á
reynsluleysi og röngu mati í því
hvað er þjóðfélaginu fyrir bestu.
Þetta er einnig algengt í svoköll-
uðum vanþróuðum ríkjum, sem
fælt hafa í burtu erlenda sam-
starfsmenn vegna ofmats á eigin
hæfileikum og getu.
En hver er munur á stefnu
stjórnmálaflokkanna í ferðamál-
um og stóriðjumálum. Svo virð-
ist sem menn hafi mismunandi
skoðun á aðild útlendinga að
stóriðju eða þátttöku í sam-
göngumálum og ferðamálum.
Sumir mega ekki sjá útlendinga
eiga fyrirtæki hér á landi, t.d.
eiga meirihluta í stóriðju, jafn-
vel þótt Islendingar sjái um
reksturinn sjálfir. Fáir hafa
hins vegar eitthvað við það að
athuga að útlendingar eigi, og
jafnvel reki að öllu leyti sam-
göngutæki, s.s. bílferju, flugvél-
ar eða vöruflutningaskip. Um
þessa hluti gilda þó að ýmsu
leyti sömu lögmál. Samstarf við
útlendinga hefur gert fslending-
um kleift að ráðast í hagræðingu
eða tækninýjungar og jafnvel
stuðlað að nýjum atvinnugrein-
um, sbr. rekstur farþegaferjunn-
ar EDDU nú í sumar. Aðalatrið-
ið er að samningar séu vandlega
gerðir og tryggi okkar hagsmuni
og yfirráð. Hvort sem atvinnu-
tæki eru öll í okkar eigu eða að
hluta til í eigu útlendinga, skipt-
ir ekki öllu máli. Þetta gildir
jafnt um skip, flugvélar, fast-
eignir eða tækjabúnað stóriðju.
Aðalatriðið er að reksturinn
skapi atvinnu, gjaldeyristekjur,
orkusölumöguleika, góða afkomu
og sem minnsta áhættu fyrir ís-
lendinga. Að steypa sér í skuldir
og hafa ótvíræðan eignarrétt, er
ekki alltaf aðalatriðið.
Það sem landsmenn þurfa
fyrst og fremst að varast, er að
erlendir aðilar í skjóli niður-
greiðslna, ríkisstyrks eða pen-
ingavalds, geti drepið niður
einkaframtak og íslenska at-
vinnuuppbyggingu. Þetta gildir
jafnt á sviði ferðamála, landbún- *
aðar, sjávarútvegs eða iðnaðar.
Stofnun Farskips og rekstur
EDDU er tilraun sem boðar
tímamót í ferðamöguleikum
landsmanna. 10 ár eru síðan
GULLFOSS var seldur og hafa
fslendingar ekki rekið farþega-
skip síðan. Undirtektir íslend-
inga nú í sumar munu ráða
miklu um framtíð fyrirtækisins.
I sumar mun það ráðast, hvort
grundvöllur sé fyrir rekstri far-
þegaskips milli Islands og út-
landa.
Þorkell Sigurlaugsson, sem er
riðskiptafrædingur að mennt, er
forstöðumaður áætlunardeildar
Eimskips.
KgilsNtödum, sumardaginn fvrsta.
Sumardagurinn fyrsti heils-
aði Héraðsbúum á óvenju
kaldranalegan hátt að þessu
sinni — með frosti, norðan-
gjósti og nær alhvítri jörð. Af
þessum sökum féll hin venju-
bundna skrúðganga og sumar-
fagnaður niður hér á Egilsstöð-
um — en flestir héldu sig inn-
an dyra nema hvað kosninga-
snatar létu ekki deigan síga og
nýttu þennan frídag til fulln-
ustu — enda var örtröð á sum-
um kosningaskrifstofum.
í morgun var hér barna-
guðsþjónusta — þar sem
sóknarpresturinn, sr. Vigfús
Ingvar Ingvarsson, kvaddi
söfnuðinn að sinni, en hann
mun brátt halda til Banda-
ríkjanna til fjögurra mánaða
kynningar- og námsdvalar.
Síðdegis hélt Tónskóli
Fljótsdalshéraðs svo sína
árlegu vortónleika í Egils-
staðakirkju fyrir fullu húsi
venju samkvæmt. Þar komu
nemendur fram ásamt kenn-
urum sínum við góðar undir-
tektir áheyrenda.
Þótt hér sé lítt sumarlegt
um að litast nú, boðar þjóð-
trúin okkur betri tíð innan
skamms — þar sem vetur og
sumar „frusu saman" að
þessu sinni. - óurur
Hvers vegna skilja þarfasta þjóninn eftir heima?
Frá vortónleikum Tónskóla Fljótsdalshéraðs á sumardaginn fyrsta.
HAMRABORG 3, KÓPAVOGI, SÍMI 42011
\insnu
Falleg finnsk húsgögn
FINNSK
VIKAM
INSK25A-3D.4
mmFiNm
lr VORUKYNNINC
✓