Morgunblaðið - 28.04.1983, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 28.04.1983, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1983 ACKMA Finnsku HACKMAN stálpottarnir eru dæmi um smekkvísi og vandvirkni finnskrar framleiðslu. ^KAUPFÉLAGIÐ Vinningsröö: 111 — 111 — 1X2 — 1XX 1. vinningur: 12 réttir — kr. 7.285.- 1123(3/11) 6703 14555 19047 40328(4/11) 41224(4/11) 42357(4/11>* 44016(4/11) 45158(4/11) 47933(4/11) 48034(4/11) 48348(4/11) 60063(4/11) 67324(4/11) 68433(4/11)+ 68598(4/11)+ 72480(4/11)+ 74379(4/11) 74394(4/11) 78459(4/11)+ 90096(6/11) 91016(6/11) 94431(6/11)+ 94437(6/11)+ 96313(6/11) 96325(6/11) 97327(6/11)+ 99522(6/11)+ 99528(6/11)+ 100965(6/11)+ 32. vika: 101082(6/11)+ 2. vinningur: 11 réttir — kr. 189,00 274 40330 49749+ 68697 90988 96344 101053+ 1117 40375 49903 68806+ 91017 96422 101110+ 1120 40376 49889 68862 91019 96488 101133+ 1131 40692 60194 69148 91025 96707 101168+ 1135 40694 60462 69408 91030 96715 101450+ 1167 40695 60469 69411 91034 97216 101459+ 1176 40702 60505 69903 91045 97235 2154** 1268 40706 60529 69997 91117+ 97360 8048* 2380 41138 61735 71644 91124+ 97425 41868* 3679 41139 61772 71647 91621 97497 42168* 3740 41807+ 61773 71822 91625 97718 43538* 4123 42256 61774 71915 92082 97716 47603+* 4623 42521 61775 72658 92185 97813 47715* 4861 42531 62872 73451 92292+ 97847+ 49026* 5068 42563 63061 73657 92356 97880 49930+* 6252 43075 63138 73853+ 92616 97919+ 49947+* 6449 43109 64033 74142+ 92629 98140+ 61047* 6753 43112 64152 74300+ 92644 98233 61615* 7681 43325+ 64398+ 74319 92891 98318 63650* 7894 43495 64510+ 74383 92909 98335 68212* 7899 43584 64530 74384 93100 98898+ 73811+* 8048 44253+ 65011 74656+ 93120 98899+ 73815+* 8173 44766 65245 74803+ 93123 98900+ 74387+* 8670 44815 65349 75252+ 93238 98901+ 74715* 8737 45156 65426+ 75355+ 93876 99068 74762+* 9458 45157 65667 75511+ 94113+ 99233 74764+* 9927 45244 65736+ 75677 94179 99388 76873* 9944 45319+ 66254+ 76126+ 94221+ 99691+ 77926* 10356 45327 66473 76492 94239+ 99697+ 78551* 10406 45336+ 67034 76587 94405 99769+ 79092* 10790 45685 67183 77020+ 94501 99771+ 91375* 11167 46141+ 67290 77201+ 94545 100228+ 93844+* 11234+ 46516+ 67350+ 77602 94838+ 100271+ 97320+* 11574 46672+ 68052 77867 95006 100319+ 97890* 11955 46679+ 68235 77875 95197 100386+ 98567* 11994 46804 68314+ 77890 95228 100507+ 98908* 12852 47681+ 68430+ 77922 95302+ 100526+ 98910+ 13501 47684+ 68432+ 78351+ 95304+ 100542+ 100759+* 13553 47745 68434+ 78697 95305+ 100545+ 29. vika: 13762 47937 68441+ 78709 95307+ 100561+ 69249+ 15608 48032 68442+ 79145 95310+ 100563+ 69427+ 15843 48110 68457+ 79289 95317+ 100576 32. vika: 15844 48387 68528+ 79323 95322+ 100627 11345+ 17114 48451 68538+ 80529+ 95690 100660+ 46087 17480 48751 68562+ 80566+ 95844 100964+ 91354+ 18167 48753 68597+ 80575+ 96096 100966+ 101081+ 21178 49222 68599+ 80620+ 96158 100968+ 21532+ 49378 68601+ 90695 95226 100971+ 40327 49636 68605+ 90790 96275 101020+ Úr 31. viku: 46068(2/11) 91321(2/11)+ 91460(2/11)+ 101085(2/11)+ *=(2/11) ** = (3/11) Kærufrestur er til 16. maí kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyöublöö fást hjá umboösmönnum og á skrif- stofunni í Reykjavík. Vinningsupphæöir geta lækkaö, ef kærur veröa teknar til greina. Handhafar nafnlausra seöla (+) veröa aö framvísa stofni eöa senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. GETRAUNIR - íþróttamiöstöðinni - REYKJAVÍK AF ERLENDUM VETTVANGI eftir GUÐM. HALLDÓRSSON Skothríð yfir landamæri HEFNDARÁRÁSIR Kínverja í landamærum Víetnam á dögunum voru bersýni- lega takmörkuð aðgerð, en ekki undanfari meiriháttar aðgerða til þess að „refsa“ Víetnömum. Árásirnar stóðu í sambandi við átökin á landamærum Thailands og Kambódíu og voru mótleikur gegn sókn Víetnama þar. Víetnömum var sýnt á hverju þeir gætu átt von ef þeir gengju of langt. Kínverjar segja að Víetnamar hafi aukið spennu á landamær- um Kína til að dreifa athygli Pek- ing-stjórnarinnar frá víðtækum að- gerðum Víetnamshers meðfram landamærum Thailands. Jafnframt dregur Alþýðudagblaðið f Peking ekki dul á að árásir Kínverja hafi verið viðvörun til Hanoi-stjórnar- innar og umheimsins um að órólegt verði á landamærum Kfna og Vfet- nam í hvert sinn sem víetnamski herinn láti til skarar skríða í Kamb- ódíu. Kínverjar vildu minna á innrás- ina sem þeir gerðu í Víetnam í febrúar 1979 í kjölfar innrásar Víet- nama í Kambódíu í desember 1978 og ókyrrðar á landamærum Kína og Víetnam. Kínverjar kölluðu innrás- ina „gagnárás í varnarskyni* og sögðu tilganginn þann að veita Víet- nömum ráðningu, sem þeir yrðu að láta sér að kenningu verða. Kfn- verjar áskildu sér rétt til að veita Víetnömum aftur slíka ráðningu. Síðan hefur verið viðsjárvert ástand á landamærunum og oft komið til átaka. Tónninn í viðvörun Kínverja nú er keimlíkur tóninum í yfirlýsingum jæirra fyrir innrásina. En árásir Kínverja að þessu sinni komast ekki í hálfkvisti við árásir þeirra fyrir fjórum árum. Átökin eru heldur ekki eins alvarleg og átök sem urðu í mai og júní 1981, en þá sögðust Kínverjar hafa fellt um 400 víet- nanlska árásarmenn. Ekki er vitað um óvenjulega liðs- flutninga í Suður-Kína og Kínverjar hafa ekki komið fyrir deildum úr meginhernum meðfram landamær- unum, sem eru 1.347 km löng. Þar tefla Kínverjar aðeins fram landamæraherliði. Því er ólíklegt að Kínverjar grípi til víðtækra hernaðaraðgerða í bráð — flestir sérfræðingar útiloka möguleika á nýju landamærastríði nema meintar ögranir Víetnama aukist verulega. Ein af ástæðunum er dýrkeypt reynsla Kínverja af striðinu fyrir fjórum árum. Þótt Kínverjum tækist að veita Víet- nömum þá ráðningu, sem kínverskir leiðtogar höfðu hótað, var frammi- staða kínverskra hermanna léleg, þjálfun þeirra var ábótavant og hergögn þeirra voru gölluð. Síðan hafa Kínverjar hleypt af stokkunum víðtækri áætlun um að breyta heraflanum í nútímahorf. Bæði Kínverjar og Víetnamar hafa eflt heri sína, þótt hermönnum þeirra kunni að hafa fækkað. Hvor aðili um sig hefur um 200.000 manna herlið á landamærasvæðunum. Um 60-70% hermanna Víetnama munu vera í grennd við kínversku landa- mærin og kínverskir hermenn eru ekki taldir standa þeim á sporði. Kínverjar hafa staðið dyggilega við hlið Thailendinga, sem nú eru í fremstu víglínu. Forseti kínverska herráðsins, Yang Dezhi hershöfð- ingi, sagði í Bangkok í febrúar: „Ef Víetnamar voga sér að gera innrás í Thailand munu kínverska þjóðin og kínverski herinn ekki halda að sér höndum." Þessi ummæli sýna að árásir Kínverja voru viðvörun, sem í fólst hótun um að ganga lengra ef nauðsynlegt reyndist. I heimsókn sinni í Ástralíu hefur Zhao Ziyang utanríkisráðherra einnig minnzt á möguleikann á víet- namskri árás yfir landamæri Thai- lands. Kínverjar vilja greinilega sýna að þeir muni halda áfram að styðja baráttuna gegn því að Víet- namar nái raunverulegum yfirráð- um yfir öllu Indókína. Sumir telja einnig að Kínverjar séu viðkvæmir fyrir þeirri almennu skoðun að þeir þori ekki að refsa Víetnömum öðru sinni, þar sem þeir mundu bíða ósigur fyrir þeim, og því kunni þeir að hafa talið að hörð hefndaraðgerð nú mundi eyða slíku tali. Ef svo fer að Kínverjar ákveða að veita Víetnömum ráðningu svo að um munar er talið víst að þeir geri það ekki með árás á landi eins og í stríðinu 1979, heldur með árásum á sjó eða með skyndiárás á eitt mikil- vægt skotmark. Víetnamar viija greinilega nota þurrkatímann til að gera endanlega upp sakirnar við andstæðinga sína í Kambódíu, fyrst og fremst skæru- liða Rauðu Khmeranna, sem fá vopn frá Kína. Tilgangur þeirra er einnig sá að gera að engu þann stuðning, sem sameiginleg stjórn Khmeranna, ihaldsmanna og stuðningsmanna Sihanouks fursta fær á alþjóðavett- vangi. Til að ná þessu marki virðist Hanoi-stjórnin staðráðin í að ráðast á Thailand og önnur grannríki, sem aðstoða skæruliða. Jafnframt virðist Hanoi-stjórnin vilja nota sóknina til að koma í veg fyrir batnandi sam- búð Kínverja og Rússa, eða a.m.k. seinka slíkri þróun. Ef til vill verður Hanoi-stjórnin fyrr eða síðar að gera tilslakanir gagnvart þessum stórveldum kommúnista. Nokkurrar þíðu hafði orðið vart í sambúð Kínverja og Víetnama áður en bardagarnir hófust í Kambódíu, en þeir gerðu hana að engu. Þegar hlé varð á bardögunum á dögunum notuðu Víetnamar það til þess að hefja nýja sókn á diplómatískum vettvangi og á fundi utanríkisráð- herra Víetnams, Kambódíu og Laos var boðaður takmarkaður brott- flutningur frá Kambódíu í næsta mánuði. Thailendingar og Kínverjar létu strax í ljós miklar efasemdir um að staðið yrði við þetta loforð. Stórsókn Víetnama í Kambódíu hefur skaðað málstað þeirra á alþjóðavettvangi og breyttar aðferðir Víetnama virð- ast marka upphaf tilrauna til að reyna að bæta skaðann. Varnarsamtök Suðaustur-Asíu- ríkja, ASEAN, hafa borið fram harðorðar ásakanir um að Víetnam- ar hafi í raun engan áhuga á samn- ingum um lausn á Kambódíumálinu. Það eina sem fyrir þeim vaki sé að ráða lögum og lofum í Kambódiu með hernaðarlegum ráðum. Rússar lýstu yfir stuðningi við takmarkaðan brottflutning Víet- nama eins og við mátti búast. Stuð- ningur Rússa við Víetnama hefur sætt harðri gagnrýni í aðildarlönd- um ASEAN og frá því hefur verið skýrt í Singapore að þeir hafi hótað að grafa undan jafnvægi í löndun- um, ef þau hætti ekki að styðja her- liö andstæðinga kommúnista í Kam- bódiu. Mikhail Kapitsa, aðstoðarutan- ríkisráðherra Rússa, mun hafa sett ASEAN-ríkjunum þessa úrslita- kosti snemma í síðasta mánuði. Ráð- herra í stjórn Singapore vísaði úr- slitakostunum á bug, kallaði þá á- róður og sagði að hópar kommúnista í ASEAN-löndunum, einkum í Thai- landi og Malaysíu, fylgdu Kínverj- um en ekki Víetnömum að málum. Hanoi-stjórninni hefur enn einu sinni tekizt að fá nauðsynlega efna- hagsaðstoð frá Moskvu. Undirritað- ir hafa verið samningar um sam- starf í efnahags- og iðnaðarmálum og þeir eiga greinilega að auka bar- áttuþrek Víetnama. Fyrri samning- ur þeirra um efnahagsmál olli því i raun og veru að Víetnamar töldu óhætt að gera innrásina í Kambódíu á sínum tíma. Þannig geta meðal- stór en velvopnuð rfki notað banda- lag við voldugri ríki. I Kambódíu sjálfri hefur Hanoi- stjórnin tekið upp þá stefnu að hvetja Víetnama að setjast þar að eins og fram kemur í tveimur skjöl- um, sem stjórnin í Phnom Penh hef- ur gefið út. Sérfræðingar eru ekki á einu máli um hvort fyrirætlunin er liður í langtímastefnu Víetnama um að ráða lögum og lofum f Kambódiu eða bráðabirgðaráðstöfun til að bæta efnahag landanna beggja. En skjölin munu kynda undir ásakanir um að Hanoi-stjórnin reyni að gera Kambódiu að víetnamskri nýlendu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.