Morgunblaðið - 28.04.1983, Page 22
22
MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1983
V opnaflutningaskip-
kyrrsett í Costa Rica
San Jose, Costa Rica, 27. aprfl. AP.
AÐ SÖGN opinberra embætt-
ismanna hefur öryggislögreglan á
Costa Rica kyrrsett vopnum hlaöið
flutningaskip, sem siglir undir fána
Panama, á leiö þess til Nicaragua.
Að sögn yfirvalda er skipið, sem
er um 500 lestir að stærð, nú statt
í höfninni í Puntarenas fullhlaðið
vopnum og öðrum hergögnum,
sem ætlað er að fara til Nicar-
agua. Skipið baðst seint á mánu-
dagskvöld leyfis til að leggjast að
bryggju vegna viðgerða, sem fram
þurftu að fara.
Skipið, sem er aðeins með fimm
manna áhöfn V-Þjóðverja, Chile-
búa og Panamamanna, kom frá
San Cristobal í Panama og er á
leið til Corinto í Nicaragua með
farm sinn.
Að sögn embættismanna var
það öryggismálaráðherra lands-
ins, Angel Edmundo, sem fyrir-
skipaði stöðvun ferða skipsins, og
var leitað í því í gær. Hins vegar
hefur ekki verið skýrt frá því
hvert verði næsta skref yfirvalda.
Þess má geta í lokin, að ekki er
lengra frá því en í síðustu viku, að
fjórar líbýskar flugvélar voru
kyrrsettar í Brasilíu vegna vopna-
flutninga til Nicaragua.
Sovéski
fáninn
brenndur
'ú H
Komizt hjá klofningi í Verkamanna-
flokknum í Noregi út af eldflaugamálinu
()sló, 27. aprfl. Frá Jan Erik Laure, fréttarítara
Verkamannaflokkurinn í Noregi
hefur aö sinni komist hjá djúpstæö-
um klofningi varöandi staösetningu
kjarnorkueldflauga í Vestur-Evrópu,
en á landsfundi flokksins fyrir
skömmu tókst vinstri og hægri armi
hans aö finna málamiölun í þessu
Veður
víða um heim
Akureyri 2 skýjað
Amaterdam 15 rigníng
Aþena 26 heiðskírt
Barcelona 18 lóttskýjað
Berlín 19 skýjað
Brttssel 17 skýjað
Chicago 28 skýjað
Dubiin 12 heíðskírt
Feneyjar 19 lóttskýjað
Frankfurt 10 skýjað
Genf 15 heiðskfrt
Helsinki 13 skýjað
Hong Kong 28 heiðskirt
Jóhannesarborg 20 heiðskírt
Kairó 31 skýjað
Kaupmannahöfn 12 heiðskírt
Las Palmas 18 skýjað
Lissabon 16 rigning
London 16 skýjað
Los Angeles 20 skýjað
Madrid 15 heiðskirt
Malaga 19 alskýjeð
Mallorca 20 skýjað
Mexíkóborg 31 heiðskírt
Miami 24 heiðskirt
Nýja Delhí 38 heiðskirt
New York 19 heiðskírt
Parfs 15 skýjað
Perth 21 skýjað
Reykjavík 6 skýjað
Rómaborg 22 heiðskírt
San Francisco 16 rigning
Stokkhólmur 7 skýjað
Sydney 20 rigning
Tókýó 25 heiðskírt
Vancouver 11 skýjað
Vinarborg 21 heiðskirt
Morgunhlaðsins.
efni. Fyrir landsfundinn haföi mikil
eftirvænting ríkt um það, hvort
flokkurinn kæmist hjá því að klofna,
þar sem vinstri armur hans vildi að
eldflaugum frá Atlantshafsbanda-
laginu yrði hafnað. Hægri armur
flokksins vildi þá fyrst taka afstööu
til staðsetningar eldflauganna, er
samningaviðræöunum í Genf um
takmörkun á vígbúnaði væri lokið.
Á landsfundinum var borin
fram tillaga um að hafna eldflaug-
unum strax og vísa á bug öllum
„millilausnum", það er að segja
hugsanlegri staðsetningu á færri
eldflaugun en samþykkt hefur
verið af NATO. Þetta varð til þess,
að ýmsir forystumenn í hægri
armi Verkamannaflokksins sner-
ust öndverðir við, þeirra á meðal
Guttorm Hansen, talsmaður
flokksins í utanríkismálum, og
Knut Frydenlund, fyrrverandi
utanríkisráðherra, sagði, að yrði
slík tillaga samþykkt, þá teldu
þeir sig ekki lengur bundna af
fyrri samþykktum flokksins um
eldflaugarnar. Margir hinna
þekktari stjórnmálamanna úr röð-
um Verkamannaflokksins hótuðu
því að leggja miklu meiri áherzlu
á jákvæðari afstöðu til NATO í
eldflaugamálinu, ef tillagan yrði
ekki dregin til baka. Með tímanum
hefði þetta getað haft í för með
sér djúpstæðan klofning innan
Verkamannaflokksins.
Afganskir mótmælendur brenna heimatilbúinn sovéskan
fána í Nýju Delhi á Indlandi í gær. Fánann brenndu þeir til
þess að minnast þess, að fimm ár eru liðin frá því kommúnist-
ar komust til valda í heimalandi þeirra.
Mikil reiði og ótti í Svíþjóð vegna kafbátaskýrslunnar:
Veit ekkert um kafbáta
við strendur Svíþjóðar
— segir sovéski sendiherrann í Stokkhólmi
Osló, 27. aprfl. Frá fréttaritara MorgunblaAsins, Jan Erik Laure.
SOVÉZKA hafrannsóknaskipið „Ayu-dag“ fékk í dag sekt aö fjárhæð 8.000
n.kr. og var því síðan vísað út úr norskri lögsögu. Ástæöan fyrir þessu var sú, aö
á þriðjudagskvöld hafði skipið siglt inn til Osló án þess að hafa fengið til þess
nokkurt leyfi. Skipiö fylgdi að vísu norskum reglum um hafnsögumann, áður en
það sigldi inn Oslófjörðinn, en lagöist síöan aö bryggju fyrir neðan ráöhúsið í
Osló.
skipið, sem var 70 feta langt og með
49 manna áhöfn, gæti siglt inn
Oslófjörðinn, án þess að nokkur
yrði þess var, þar til skipið lagði að
bryggju- í Oslófirði eru margs kon-
ar hernaðarmannvirki, en enginn
gerði neina athugasemd við það
fyrr en eftir á, að stórt skip, sem
búið er alls konar rafeindaútbún-
aði, skyldi sigla hægt og rólega inn
Oslófjörðinn.
Það var norski flotinn, sem lét
lögregluna vita um, að sovézka
skipið hefði brotið norsk lög. Skip-
herrann fékk fyrirmæli um, að
halda áhöfninni um borð, en við það
var ekki staðið. Hópur Rússa fór í
kynnisferð um borgina og umhverfi
hennar. Rússarnir sögðu síðan, að
þeir hefðu ekki aðhafzt neitt brot-
legt. Þeim hefði verið boðið af
norskum vísindamönnum. Sovézka
skipið fór síðan frá Osló á þriðju-
dagskvöld í fylgd norskra herskipa.
Margir norskir stjórnmálamenn
hafa í dag borið fram þá spurningu
á opinberum vettvangi, hvernig
Sovézkt skip sigldi
leyfislaust til Osló
Lagdist við bryggju fyrir neðan ráðhúsið, án
þess að nokkur yrði þess var fyrr en seinna
Stokkhólmi, 27. aprfl. AP.
MIKIL reiöi og þá ekki síöur ótti ríkir nú í Svfþjóð í kjölfar birtingar
kafbátaskýrslunnar, sem svo hefur verið nefnd, í Stokkhólmi í gær. Er fólk
þeirrar skoöunar, aö hneykslanlegt hafi verið, aö einn dvergkafbátanna úr
flota Sovétmanna hafi verið á sveimi svo aö segja steinsnar frá konungshöll-
inni síöasta haust.
Hinum látnu vottuð virðing
Reagan Bandaríkjaforseti og kona hans sjást hér ganga framhjá 17 líkkistum með líkum
látinna Bandaríkjamanna, sem biðu bana í sprengingunni í sendiráði Bandaríkjamanna í
Beirút í Líbanon.
„Mælirinn er fullur, það er ekki
lengur óhætt að sigla um í höfn-
inni.“ Þetta var tónninn í niður-
stöðu yfirvalda og samhliða henni
fylgdu harðorð ummæli í garð
Sovétmanna, sem til þessa hafa
skellt skollaeyrum við öllum
ákærum af hálfu Svía. Gekk svo
langt í gær, að sovéski sendiherr-
ann, Boris Pankin, kvaðst ekki
vita eitt eða neitt um neina sov-
éska kafbáta við Svíþjóðar-
strendur. Annað lét hann ekki
hafa eftir sér.
Olof Palme, forsætisráðherra
Svía, afhenti Pankin í gær harð-
orðasta bréf, sem Svíar hafa
nokkru sinni afhent sovéskum
sendiherra í landinu. Var það á þá
leið, að ráðamenn í Sovétríkjunum
sæju til þess, að slíkir atburðir
endurtækju sig ekki.
Pankin tók við embætti sendi-
herra s.l. haust og var honum ætl-
að að reyna að stuðla að bættri
sambúð þjóðanna, en hún hefur
farið mjög versnandi, ekki hvað
síst vegna áreitni sovéskra kaf-
báta löngu áður en margumrætt
atvik gerðist sl. haust.
Sendiherrann var, sem fyrr seg-
ir, fáorður um kafbátaskýrsluna,
en einn starfsmanna sendiráðsins
sagði í viðtali við fréttamenn, að
ekki væri nokkur leið að ætlast til
þess, að Sovétmenn tækju mark á
óskýrum neðansjávarmyndum,
sem lagðar væru fram af hlut-
drægri rannsóknarnefnd.
Aldrei náðst
meira heróín
l.undúnum, 27. aprfl. AP.
BKESKA lögreglan lagöi í fyrra hald á
meira heróínmagn en nokkru sinni í
sögu hennar. Alls nam söluverömæti
þess rúmlega 26 milljónum sterlings-
punda, sem er meira en tvöföld upp-
hæð ársins þar á undan. Þá náðist
heróín fyrir 11,8 milljónir sterlings-
punda.