Morgunblaðið - 28.04.1983, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 28.04.1983, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1983 Bráðabirgðalög um takmörkun hækk- unar húsaleigu GEFIN voru út sl. föstudag bráðabirgðalög að tillögu forsætisráðherra, sem takmarka hækkanir á húsaleigu. í frétt frá forsætisráðuneytinu segir, að lagasetningin sé til þess ætluð að koma í veg fyrir að ójöfn dreifing hækkun- ar vísitölu húsnæðiskostnaðar á greiðslutimabili frá april 1982 til jafnlengdar 1983, leiði til óeðlilega mikillar hækkunar á húsaleigu frá 1. aprfl 1983, að því er varðar leigusamninga sem tengdir eru þessari vísitölu. Segir í fyrstu grein laganna að mánaðarleiga fyrir íbúðarhúsnæði samkvæmt nýjum eða endurnýj- uðum samningi gerðum á 12 mán- aða tímabilinu frá apríl 1982 til mars 1983, megi ekki hækka meira þann 1. maí nk. frá þeirri mánað- arleigu sem gilti í mars 1983, en um 45% fyrir samninga sem gerð- ir voru á tímabilinu apríl til júní 1982. Hámark hækkunar leigu vegna samninga, sem gerðir voru á tímabilinu júlí til september 1982 er 32%, samsvarandi hámark vegna samninga gerðra á tímabil- inu október til desember 1982 er 21% og hámarkið fyrir janúar til mars 1983 er 10%. Þá skal húsa- leiga fyrir maímánuð 1983 haldast óbreytt í júni 1983, enda sé við- komandi húsaleigusamningur enn Notkun sóllampa getur fylgt nokkur áhætta. Af þeim sökum og vegna fjölda fyrirspurna hefur Hollustuvernd ríkisins sent út dreifibréf til heilbrigðisnefnda með upplýsingum og leiðbeining- um um slíka starfsemi. Geislar lampanna geta skaðað augun, ef ekki eru notuð þar til ætluð varnargleraugu og vitað er að langvarandi útfjólublá geislun getur valdið varanlegum breyting- um á húð. Gestum sólbaðsstofa skal ennfremur bent á að leita ráða læknis noti þeir lyf t.d. fúka- lyf eða geðlyf. Þá er vitað að viss fegrunarlyf geta valdið ofnæmi og ber því að hreinsa húðina vand- lega fyrir sólböð. Persónulegt hreinlæti og góð þrif alls búnaðar eru mikilvæg. í gildi. Húsaleiga sem samkvæmt samningi gerðum fyrir 1. apríl 1982 fylgir vísitölu húsnæðis- kostnaðar fyrir íbúðarhúsnæði, hækkar frá 1. apríl 1983 um 51,04% samkvæmt henni. Taka þessi ákvæði aðeins til húsaleigu samkvæmt samningum, þar sem ákveðið er að hún skuli fylgja breytingum vísitölu húsnæðis- kostnaðar. í lögunum segir að húsaleiga samkvæmt fyrrgreindum samn- ingum skuli fylgja hlutfallslegum breytingum meðallauna og breyt- ast ársfjórðungslega. Húsaleiga fyrir atvinnuhúsnæði sem fylgir breytingum sérstakrar vísitölu fyrir það hækkar frá 1. apríl 1983 um 53,03% samkvæmt henni. Aðeins er heimilt að nota sól- lampa sem viðurkenndir hafa ver- ið af Hollustuvernd ríkisins og þess gætt að farið sé eftir þeim reglum er um slíka lampa gilda og notkun þeirra. Eftirfarandi leiðbeiningar skulu hanga uppi á sólbaðsstofum: 1. Notið hlífðargleraugu. 2. Baðið yður að lokinni geislun. 3. Hafið samráð við lækni yðar, ef þér notið lyf. 4. Viss fegrunarlyf geta valdið ofnæmi, hreinsið því húðina vandlega fyrir sólböð. 5. Búnaður sé hreinsaður eftir hverja notkun. 6. Fylgið leiðbeiningunum um lengd og tíðni sólbaða. (Frcttatilkynning.) Handritið gefur hún í minningu um afa sína, Lýð Guðmundsson í Hlíð og Guðmund Brynjólfsson á Keldum, en 12. apríl sl. var öld liðin frá andláti hans. í meginhluta handritsins er fylgt biskupasögum Jóns prófasts Halldórssonar í Hítardal, er lýkur með sögu Jóns biskups Vídalíns, en síðan heldur Þorsteinn áfram eftir öðrum heimildum og endar á Hannesi biskupi Finnssyni. Jafnframt er í handritinu Hirð- stjóraannáll Jóns prófasts Hall- dórssonar, en hann var sem kunn- ugt er prentaður í umsjá Guð- mundar Þorlákssonar í 2. bindi Safns til sögu íslands og íslenzkra bókmennta 1886. Seinast í hand- ritinu fer kafli, er nefnist Lög- menn á fslandi og Þorsteinn hefur einkum skrifað eftir lög- mannatölum þeirra feðga, sr. Jóns Halldórssonar í Hítardal og sr. Vigfúsar sonar hans. Dr. Jóni Þorkelssyni og Hannesi Þorsteinssyni var ekki kunnugt um handrit Þorsteins, er þeir gáfu út biskupasögur Jóns Halldórs- sonar 1903—15, og er afstaða þess til annara handrita sagnanna rannsóknarefni, er nú bíður úr- lausnar. Handrit Þorsteins er skrifað af mikilli alúð og víða snilld, enda var hann í flokki snjöllustu skrif- ara. f greinargerð, er fylgdi hand- ritagjöfinni, er m.a. vitnað til gamalla ummæla um hinn elju- sama skrifara. Þar segir, eftir handriti Skúla Guðmundssonar á Keldum: „Þorsteinn Halldórsson var sagður maður stór og þrekinn, fríður sýnum og hinn heitfengasti. Það er með sannindum sagt, að hann hafi setið á skemmuþrösk- uldi sínum við skrifstörf sín og haft blekbyttuna í barminum, svo að ekki frysi í henni, en var inni í skemmunni, þegar kaldast var og næði og húsrúm vantaði í baðstof- unni og ljós þraut." í greinargerðinni er einnig sagt frá ferli handritsins. Guðmundur sonur Þorsteins erfði það við lát hans 1818, flutti það með sér vest- ur yfir Þjórsá, er hann settist að í Hlíð í Gnúpverjahreppi; Lýður sonur hans, einnig bóndi í Hlíð, erfði síðan handritið. Árið 1906 kviknaði í baðstofunni í Hlíð, en handritið bjargaðist úr eldinum. Svanborg dóttir Lýðs erfði hand- ritið eftir föður sinn og flutti það að Keldum á Rangárvöllum, var gift frænda sínum, Skúla Guð- mundssyni Brynjólfssonar. Svan- borg gaf loks Kristínu dóttur sinni handritið 1949, og fluttist það með henni til Reykjavíkur 1965. Handritið hefur þannig haldizt í ætt Þorsteins Halldórssonar og jafnan verið talið ættardýrgripur. í Landsbókasafni eru til fyrir allmörg handrit Þorsteins Hall- dórssonar í Skarfanesi, og er eitt þeirra í hópi stærstu handrita safnsins, lagauppskriftir marg- víslegar, alls á nítjánda hundrað blaðsíðna. Landsbókasafn efnir nú til sýn- ingar í anddyri hússins á handrit- um Þorsteins Halldórssonar, og verður biskupasagnahandritið nýkomna þar á meðal. Sýningin mun standa nokkrar vikur á venjulegum opnunartíma Landsbókasafns, mánudaga til föstudaga kl. 9—19 og laugardaga kl. 9 til 12. (Frétt frá Landsbókasafni fslands) Leiðrétting í FRETT í Mbl. í gær af viðskiptum Ljónsins og kaupfélagsins á ísafirði var missagt, að Páll S. Pálsson hefði átt þátt í sáttaumleitunum aðila. Þær önnuöust Jón Finnsson og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson. Þegar þær reyndust hins vegar árangurslausar lýsti Páll S. Páls- son yfir riftun fyrir hönd Ljóns- ins. Þá féll niður í frásögn blaðsins af dómi Hæstaréttar í landa- merkjamáli Skarðshrepps og Sauðárkróks, að Páll S. Pálsson hrl. flutti mál Sauðárkróks og Sig- urður Ólason hrl. mál Skarðs- hrepps. Bíl stolið UM SÍÐUSTU helgi var bifreiðinni R-65376 stolið frá Skólavörðuholti. Þetta er Volkswagen-rúgbrauð, árgerð 1971, ljósgræn að lit. Þeir, sem vita hvar bifreiðin er niður- komin, eru beðnir að láta lögregl- una í Reykjavík vita. Deilan um gjöf úr Reykjahlíðarlandi til samvinnustarfsmanna: Málið vonandi leyst á frið- samlegan hátt innan tíðar — segir Reynir Ingibjartsson, framkvæmdastjóri Landsambands íslenzkra samvinnustarfsmanna „UPPHAF málsins var það, að Landssamband íslenzkra samvinnu- starfsmanna rituðu nokkrum sveitarfélögum á Norð-Austurlandi bréf í september 1981, þar sem falast var eftir landsvæði fyrir nýtt orlofshúsa- svæði, en eins og kunnugt er eiga Samvinnustarfsmenn orlofshús að Bifröst í Borgarfirði og víðar,“ sagði Reynir Ingibjartsson, framkvæmda- stjóri Samtaka samvinnustarfsmanna í samtali við Mbl., er hann var inntur álits á ummælum Finns Baldurssonar í Morgunblaðinu, þar sem hann heldur því fram, að aðeins 4 eigendur Reykjahlíðarlands af 17 hefðu undirritað gjafabréf um 2,5 hektara lands til Landssambands íslenzkra samvinnustarfsmanna undir orlofshús og væri málið því ekki frágengiö. „Sveitarstjóri Mývatnssveitar hafði samband við okkur og kvað Mývetninga hafa áhuga á að kanna málið nánar. Við sendum þeim því greinargerð með hug- myndum okkar og þeir sendu málið áfram til Náttúruvernd- arráðs til umsagnar. Náttúruverndarráð hefur hins vegar ekki tekið málið til af- greiðslu ennþá og er því alrangt hjá Finni Baidurssyni, að ráðið hafi lagzt gegn hugsanlegri orlofshúsabyggð okkar nyrðra," sagði Reynir ennfremur. Reynir Ingibjartsson sagði samvinnustarfsmenn hafa fund- að með landeigendum að Reykja- hlíð í september á síðasta ári um umrætt landsvæði, sem komið hefði inn í umræðuna. „Þá hélt sveitarstjórnin fund, þar sem fjallað var almennt um byggingu oriofshúsa og þar kom fram, að fjórir af fimm sveitarstjórnar- mönnum voru heldur mótfallnir slíkri byggð á svæðinu," sagði Reynir Ingibjartsson. „Það næsta sem gerðist í mál- inu er, að 8. febrúar sl. fengum við sent gjafabréf frá tvennum hjónum, sem eru eigendur að Reykjahlíðarlandinu að hluta. Gjafabréfið var þó með þeim fyrirvara, að aðrir eigendur samþykktu það. Reyndar var öðrum eigendum samhliða gefin kostur á að undirrita bréfið. Þessi höfðinglega gjöf var af hálfu þessara eigenda fyrst og fremst hugsuð sem afmælis og minningargjöf, vegna 100 ára af- mælis Kaupfélags Þingeyinga og til minningar um Jakob Hálf- dánarson, fyrsta starfsmann Samvinnuhreyfingarinnar og Petrínu Pétursdóttur. I kjölfar þessa var óskað eftir sérstakri samstarfsnefnd okkar, landeigenda og hreppsins. Við vorum að sjálfsögðu tilbúnir til viðræðna, enda viljum við síður en svo efna til einhverra ill- deilna við heimamenn og von- umst reyndar til þess, að hægt verði að koma þessu máli frið- samlega í höfn innan tíðar," sagði Reynir Ingibjartsson. Reynir Ingibjartsson sagði samvinnustarfsmenn hafa hugs- að sér þessa orlofshúsabyggð til heilsársnotkunar. „Við gerum ráð fyrir að hægt verði að nota væntanleg orlofshús bæði til dvalar fyrir starfsmenn, auk þess að halda ýmiss konar nám- skeið og fundi," sagði Reynir Ingibjartsson að síðustu. Hollustuvernd ríkisins: Notkun sóllampa getur fylgt áhætta NOTKUN sóllampa hefur aukist hin síðari ár og sólbaðsstofum fjölgar ört. 5í)ia ’íak 300RS ftiL|U |jallWsfon.oir jiúrrcx Anncxr þa-iKir mru. /ja.lltar ^ ^OollUrinx fy-p Jitmft utn A.r, £>ij^ap (EVan^oJij^-u um 0 Ar, SÁripíl /,«.|J f. mi LjUy » Sli-nji. i.J*"-. m?. -f ©az Úr biskupasagnahandriti Þorsteins Halldórssonar í Skarfanesi, er nýlega hefur verið gefið Landsbókasafni. Handrit- ið er nú ásamt mörgum öðrum handritum Þorsteins til sýnis í anddyri Safnahússins við Hverfisgötu. Merkilegt biskupasagnahand- rit gefið Landsbókasafni Frú Kristín Skúladóttir frá Keldum, nú búsett í Reykjavík, hefur nýlega afhent Landsbókasafni að gjöf biskupasagnahandrit langalangafa síns, Þorsteins fræðimanns Halldórssonar í Skarfanesi, er hann hóf aö skrifa þar á nýársdag 1796 og lauk við 28. aprfl 1801.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.