Morgunblaðið - 28.04.1983, Page 30

Morgunblaðið - 28.04.1983, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1983 Textílhönnuður ársins 1982 kom frá Tampella — nýir vindar leika um starfsemi fyrirtækisins „PAÐ var okkur mikil viðurkenning í fyrra þegar hönnuður ársins var útnefndur í textfliðnaðinum í Finn- landi, að þau verðlaun skyldu falla okkar fremsta hönnuöi í skaut. Sam- keppnin á þessu sviði er geysileg hérna í Finnlandi, en þessi útnefn- ing undirstrikar, að Tampella lætur sinn hlut hvergi í samkeppninni," sagði Outi Löfgren, svæðissölustjóri hjá Tampella-fyrirtækinu í Tampere, er blm. var þar á ferð. Það er sama sagan með Tamp- ella og önnur finnsk risafyrirtæki, framleiðslan er ekki bundin við eitt svið. Hjá Tampella byggist reksturinn að langstærstum hluta upp á skógar- og stáliðnaði og til samans er 86% heildarveltu fyrir- tækisins að finna í þessum tveim- ur þáttum. Sá þáttur sem að ís- Nýja línan keraur vel fram á þessari mynd. Smáa mynstrið f stólsetunni brýtur upp stórgerða mynstrið í gluggatjöldunum að baki. landi einum snýr, textíliðn- aðurinn, er ekki nema 7% af veltu fyrirtækisins (tölur miðaðar við árið 1981). Alls var heildarveltan rúmir 2,7 milljarðar marka 1981, eða sem svarar um 11 milljörðum ísl. króna. Um 7.600 manns vinna hjá fyrirtækinu, þar af 860 í text- íliðnaði einvörðungu. Tampella er orðið býsna gamalt fyrirtæki, stofnsett árið 1856. Starfsemi fyrirtækisins hefur með tímanum dreifst að meira eða minna leyti um allt landið, en höf- uðstöðvar textíliðnaðarins hafa alla tíð verið í Tampere. Sú borg hefur enda iðulega verið nefnd Manchester Finnlands sökum hins öfluga iðnaðar í borginni og þá einkum á sviði vefnaðar. Að sögn Löfgren var velta textíldeildar fyrirtækisins tæpar 160 milljónir marka árið 1981 og þar af nam útflutningurinn 45 milljónum marka. Útflutningur- inn til íslands er um 5% af heild- arútflutningi textíldeildarinnar og því býsna stór hluti. „Finnar eru að ég held í eðli sínu litaglatt fólk,“ sagði Löfgren. „Sennilega stafar það af hinum miklu og snöggu árstíðaskiptum. Veturinn er langur hiá okkur, rétt eins og hjá ykkur á Islandi, og ég held það sé einkum þá, sem öll björtu litamynstrin fæðast hjá hönnuðunum." Að sögn Löfgren leggur Tamp- ella mikið upp úr heildarmyndinni á heimilinu og framleiðir því allar tegundir áklæða og gluggatjalda. Þá sagði Löfgren það ennfremur staðreynd, að Tampella væri held- ur dýrara vörumerki en almennt gerðist á þessu sviði, en engu að síður hefði fyrirtækið haldið sinni markaðshlutdeild og vel það og það sýndi e.t.v. öðru betur að fólk kynni að meta vörur þess. Óhætt er að segja að nýir vindar blási hjá Tampella nú og það í tvennum skilningi. Ekki aðeins hefur fyrirtækið komið fram með splunkunýja vorlínu, heldur hefur mikil tæknivæðing átt sér stað á undanförnum tveimur árum og nýjar og fullkomnari vélar leyst eldri af hólmi. Það er því vel við hæfi, að nýja línan hjá Tampella ber einfaldlega nafnið Nýir vindar. Heiðurinn af henni á að stærstum hluta til Anneli Airikka-Lammi, en hún hlaut verðlaunin „besti textíl- hönnuður Finnlands" í fyrra. Mynstrin eru nokkuð stórgerð, en brotin upp með minni og þá um leið nettari myndum. „Ég á þess von, að þessi nýja lína frá Tampella eigi eftir að falla fólki mjög vel í geð. Hún er óneitanlega dálítið öðruvísi en við höfum verið með til þessa, en breytingin er þó ekki of róttæk til þess að fólk snúi alfarið við henni bakinu. Það er mikil list að finna réttu litina og formin í textíliðn- aði, en við fylgjumst vel með öll- um hreyfingum í kringum okkur og því er ekki flanað að neinu. Við erum með þrjá fastráðna hönnuði hjá okkur, auk lausráðinna af og til, og þetta er fólk sem við treyst- um fyllilega til þess að halda merki fyrirtækisins á lofti," sr.gði Löfgren. Séð yfir verksmiðju finnsku áfengiseinkasölunnar, Alko, ( Rajamáki. ísland er vissulega mikilvægur markaður — segja forstöðumenn áfengiseinkasölu Finna, Oy Alko Ab „ísland er vissulega mjög mikilvægur markaður fyrir okkur,“ sagði Harri Fagerlund, forstjóri útflutningsdeildar áfengiseinkasölunnar í Finnlandi, Oy Alko Ab, þegar blm. hitti hann að máli og ræddi við hann um áfengisframl- eiðslu Finna. Fagerlund sagðist reyndar aldrei hafa litið á útflutning Oy Alko Ab til einstakra landa með höfðatöluna okkar vinsælu í huga, en í fljótu bragi kæmi það honum ekki á óvart þótt íslendingar keyptu allra þjóða mest áfengi af Finnum, væri sú reikningsaðferð notuð. Þótt vissulega kaupi Islendingar mest af vodka frá Finnlandi er það hreint ekki einasta áfengið, sem þeir framleiða. Að sögn Fag- erlund og Asko Haarinen, upplýs- ingafulltrúa fyrirtækisins, fram- leiðir það um og yfir 100 mismun- andi tegundir sterkra vína og líkjöra, auk þess sem það kaupir inn léttvín í tönkum og átappar í Finnlandi. í ár stefnir allt í að talsverð aukning verði á áfengisútflutningi Finna til íslands, um eða yfir 100.000 lítrar alls. 1 fyrra og árið þar á undan var salan um 80.000 lítrar, en þó ekkert í líkingu við metsöluárið 1978. Þá keyptu ís- lendingar 314.000 lítra áfengis frá Finnlandi. Meginhluti þess magns var drykkurinn Twenty-one, sem var þá að koma á markað. Vodka-hefðin í Finnlandi á sér langa sögu. I aldaraðir áður en fyrsta verksmiðjan var sett á laggirnar í Rajamáki 1888 höfðu Finnar gert sitt eigið vodka til heimabrúks. Oy Alko Ab var stofnsett árið 1932 í kjölfar 13 ára banntímabils og hefur á sínum snærum þrjár stórar verksmiðjur. Auk þess eru fimm verksmiðjur í einkaeign í landinu en undir eftir- liti Oy Alko Ab. Sjálfir neyta Finnar um 100 milljóna lítra áfengis á ári.Aðeins tíundi hluti þess magns er inn- fluttur, hitt er allt framleitt á heimaslóðum. Um þriðjungur magnsins er sterk vín, en meðal- sterkur bjór fylgir fast á eftir. Árlega neytir hver finnskur þegn sem svarar 6,4 lítra hreins áfeng- is. Við íslendingar erum talsvert á eftir þeim í þessum efnum með um 4 lítra á hvert mannsbarn á ári (tölur miðaðar við 1979). Þrátt fyrir langa hefð hófst út- flutningur á finnsku áfengi ekki fyrr en 1965 þegar fyrsti farmur- inn af Koskenkorva-vodka var seldur til Svíþjóðar. Allt frá þeim tíma hafa Svíar verið stærstu kaupendur finnsks vodka og keyptu í fyrra 2,2 milljónir lítra. Finnlandia heitir þó líkast til sú vodkategund Finnanna, sem ís- lendingar þekkja best, þó svo Koskenkorva hafi verið flutt til landsins á undan. Þrátt fyrir mannfæðina eru íslendingar í 8. sæti yfir stærstu kaupendur finnsks áfengis og þá er miðað við magn, ekki höfðatölu. Vodka hefur lengstum verið uppistaðan. í ársskýrslu Oy Alko Ab fyrir síðasta ár kemur fram, að Svíar keyptu 2,7 milljónir lítra áfengis af Finnum, Rússar 1,4 millj. lítra, Bandaríkjamenn rúmlega 1,1 millj. lítra og Norðmenn 850.000 lítra. Útflutningurinn hefur auk- ist hægt og sígandi síðustu ár. Verksmiðjur Oy Alko Ab eru allar mjög tæknilega fullkomnar ERTU í NAUÐUM STADDUR Á EIGIN SKRIFSTOFU ? Þú þarft ekki að standa ein(n) og óstudd(ur) í bréfaskiftum, launaupp- gjöTÍ eða við gerð reikninga um hver mánaðamót. LIÐSAUKI hefur á að skipa þjálfuðu fólki, sem þú getur fengið þér til aðstoðar um lengri eða skemmri tíma. Sérgrein okkar er afleysinga- og ráðningarþjónusta, ásamt þjónustu við þá sem vilja og þurfa að styrkja lið sitt við sérstakar aðstæður. Hringdu og kynntu þér þjónustuna. AFLEVSMGA-OG RAÐNMGARÞJÓNUSTA Lidsauki hf. Hverfisgötu 16 Á, sími 13535. Opiö kl. 9—15.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.