Morgunblaðið - 28.04.1983, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 28.04.1983, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1983 35 Guöleif Bárðar- dóttir - Minning Fædd 1. desember 1889 Dáin 19. apríl 1983 í dag er til moldar borin frá Frí- kirkjunni í Reykjavík Guðleif Bárðardóttir, Vatnsholti 8 hér í borg, áður að Ránargötu 31. Hún lést 19. þ.m. á Öldrunardeild Landspítalans, Hátúni 10B. Guðleif var fædd 1. desember 1889 að Ytri-Skógum undir Eyja- fjöllum. Hún var því 93 ára er hún lést. Foreldrar hennar voru Kat- rín Þorláksdóttir og Bárður Bergsson er bjuggu í Ytri-Skóg- um. Guðleif var yngst átta barna þeirra hjóna. Fimm þeirra komust til fullorðinsára og eru nú öll lát- in. Guðleif ólst upp í foreldrahús- um. Eins og fleiri af hennar kyn- slóð bar hún í brjósti mikla þrá eftir menntun. En það var ekki auðvelt á þessum árum að afla sér menntunar, einkum bitnaði þetta á stúlkum. Guðleifu tókst þá að komast til Reykjavíkur og stund- aði nám við Hússtjórnardeild Kvennaskólans. Að námi loknu fór hún aftur austur að Skógum. Hún dvaldi þó ekki lengi á heimaslóðum heldur hélt aftur til Suðvesturlands, þar sem fleiri atvinnutækifæri voru en í sveitinni. Á þessum slóðum vann hún næstu árin störf sem námið í Kvennaskólanum hafði lagt grunninn að. Guðleif var nú alfarin að heiman, en Skógarnir og hin fagra sveit undir Eyjafjöll- unum áttu alla tíð sterk ítök í huga hennar. Arið 1931 urðu þáttaskil i lífi Guðleifar, en þá giftist hún Jóni Erlendssyni verkstjóra. Hún var síðari kona Jóns, sem var ekkju- maður og átti fjögur ung börn frá fyrra hjónabandi sínu. Guðleif gekk börnum Jóns í móður stað og lét sér sérstaklega annt um eitt þeirra sem var þroskaheft, Oddný Hlíf að nafni, sem nú er látin. Hin þrjú fylgja stjúpmóður sinni síð- asta spölinn, en þau eru: Þuríður Svala, skrifstofumaður, Ása Hulda, saumakona, og Baldur, rafvélavirkjameistari, sem kvænt- ur er Þórunni Theódórsdóttur, bókasafnsverði. Guðleif og Jón áttu saman eina dóttur, Katrínu, sem gift er þeim er þetta ritar. Auk þess ólu þau upp dótturson Jóns, Jón Erlends- son, verkfræðing, sem giftur er Önnu ólöfu Bjarnadóttur. Guðleif hafði yndi af lestri góðra bóka, en ekki gáfust til þess margar stundir frá önn hvers- dagsins. Þegar börnin uxu úr grasi og annríkið minnkaði varð hún fyrir þeirri þungbæru reynslu að missa sjónina. Það voru erfiðar stundir hjá tengdamóður minni þegar hún gerði sér þessa stað- reynd ljósa og engar tilraunir sem gerðar voru til að koma í veg fyrir að hún missti sjónina alveg báru árangur. Hún sætti sig þó við hlutskipti sitt og var sátt við guð, en hún var trúuð kona. Guðleif mátti lifa í myrkri í hartnær ald- arfjórðung. Guðleif missti mann sinn árið 1967 og flutti ári síðar heimili sitt frá Ránargötu 31, þar sem hún hafði búið með manni sínum, á heimili mitt og Katrínar dóttur sinnar í Vatnsholti 8. Hún hefur dvalið þar síðan nema þann tíma sem hún var á Öldrunardeild Landspítalans í Hátúni 10B. Starfsfólk deildarinnar var henni einkar kært og hún var þakklát fyrir þá umönnun sem hún fékk þar. Ég mun ávallt minnast tengda- móður minnar sem mikilhæfrar konu. Hún stóð föstum fótum í nútíðinni þrátt fyrir háan aldur sinn og hafði skýra hugsun til hins síðasta. Fjölskyldu dóttur sinnar bar hún mjög fyrir brjósti og fylgdist gjörla með vexti og þroska dótturbarnanna sex, sem Kristín frá Ábæ, ömmusystir mín, kvaddi þetta jarðsvið 11. maí 1982. Hún var fædd á kirkjustaðn- um fagra Ábæ í Austurdal 15. janúar 1886 og ólst þar upp hjá foreldrum sínum, Ingibjörgu og Kristjáni, ásamt systkinum sínum tveimur, Valgerði og Ólafi. í minningum fyrstu ára ævi minnar man ég hana svo glöggt, konuna góðu, sem þá átti heima í Borgargerði ásamt Magnúsi manni sínum og sonum þeirra þremur. Ég minnist vel þeirrar miklu hlýju og góðvildar sem ein- kenndi þau hjón og bræðurna, Kristján, Friðfinn og Jón. Og frá þessum löngu liðna tíma skynja ég ennþá þann hugljúfa blæ sem hvíldi þar yfir öllu. Konan góða, sem hafði alist upp í kyrrðinni í Austurdal, bar alltaf birtu inn í heim lítils drengs. Einlægni, hlý orð og ljúfmannlegt viðmót voru nú sakna ömmu sinnar sárt. Bless- uð sé minning hennar. Benedikt H. Alfonsson Amma mín, Guðleif Bárðardótt- ir, lést 19. apríl sl. 93 ára að aldri. Þó að aldursmunurinn hafi verið mikill, var samband okkar náið og áttum við ævinlega skemmtilegar stundir saman. Hún var þó blind mestallan þennan tíma, þ.e. sl. tuttugu ár. Sjónleysið gerði gömlu konunni vissulega erfitt fyrir. Hún vildi þó ætíð hjálpa sér sjálf eins mikið og hún mátti. Það var ætíð gaman að setjast niður og spjalla við ömmu og heyra viðhorf hennar til hlutanna. Hún bar ætíð hag fjölskyldunnar fyrir brjósti og vildi ráðleggja okkur um mál, þau er henni þótti einkenni hennar, þessarar táp- miklu konu. Hvort það voru lítil blóm, tignarleg fjöll eða bogið bak og lúin hönd, var allt hennar tal um það yljað kærleika. Nærgætni hennar var einstök, að gera öðrum gönguna léttari. Þegar ég minnist hennar koma þess vegna í hug mér hinar fögru ljóðlínur úr sænsku kvæði í snilldar þýðingu Magnús- ar Ásgeirssonar: Ef í eydiskóg angi.st kvöl þér bjó, fundur á rórnum vegi fsrói lausn og ró. Skrafa um skyggni og átt, skilja í friöi og sátt, — svo skal madur manni mæta á réttan hátt. Einlæg ord, en fá örva sporin þá. Endir allra funda ætti aó vera sá. Minning: Kristín Kristjáns- dóttir frá Ábœ hætt við að færu ekki nægilega vel í okkar meðförum. Hún fylgdist einnig vel með öllu sínu fólki og minnug var hún mjög. Hún veitti námi okkar systkinanna t.d. sér- staka athygli og lagði hart að okkur, að við stæðum okkur vel. Að loknum ’ prófum vildi hún heyra allar einkunnir okkar og þeim hélt hún til haga í huga sér. Oft þótti henni að unga fólkið legði ekki nægilega hart að sér og væri því síður nógu ákveðið. Þetta lét hún ætíð í ljós vegna þess að hún var ákveðin mjög og vissi hvað hún vildi. Hugur hennar stóð til mennta, en tækifæri hafði hún ekki til að fullnægja þörf þeirri í ungdæmi sínu. Sakir þessa lagði hún ríka áherslu á að við, sem möguleikana hefðum, nýttum þá og ynnum vel að námi okkar sem og öðru. Gamla konan gat ekki farið mikið hin síðari ár, en þó voru þess dæmi. T.a.m. þótti mér vænt um að fá heimsókn hennar sl. haust. Þannig var málum háttað að ég hafði flutt í húsið þeirra afa og ömmu að Ránargötu 31. Ég fór þess því á leit við ömmu að hún liti til mín, bæði vegna þess að ég hefði af því ánægju, svo og að hún kynni að hafa gaman af, að finna andrúmsloftið í gamla húsinu. Vitað var að ferðin yrði erfið, en amma vildi drífa sig á meðan hún hefði heilsu til. Mér þótti skemmtilegt að geta tekið á móti henni. Ég leiddi hana um íbúðina og hún þreifaði á húsmunum og rifjaði upp ýmislegt um húsið. Hún hafði gaman af þessu og sagðist reyndar ætla að koma aft- ur um sumarmál, en af því gat ekki orðið. Ég játa það fúslega að ég sakna ömmu minnar. Þótt hún væri há- öldruð bjóst ég ekki við dauða hennar þegar hann bar að. Hún var svo andlega sterk til hinstu stundar að mér þótti fátt benda til að dauðinn væri á næsta leiti. Hún var ákaflega góð kona og reyndist mér mjög vel. Hún var áhrifarík og hennar mun ég minnast lengi. Jón Atli Benediktsson Sæl er hvíldin eftir langan ævi- dag. I dag er hún amma til moldar borin. Ég mun sakna þeirra góðu - stunda er við áttum saman, bæði heima og í Hátúni 10B. Alltaf var gaman að tala við ömmu sem var hress og kát öllum stundum. Og það var aðdáunar- vert hvað hún gat fylgst vel með allt fram til síðustu stundar, þó hún hafi verið blind i nær tuttugu ár. Hún var ákveðin og viljasterk, og vissi alveg hvað hún vildi. En alltaf bar hún hag okkar fyrir brjósti. Hún var okkur stoð og stytta í öllu sem bjátaði á, og hvatti okkur til hins ýtrasta. En nú er kveðjustundin komin og skilur eftir sig djúp sár í hjört- um okkar. Ég á ömmu svo margt að þakka, að orðin ein duga ekki. Ég mun ætíð minnast hennar. Kristín Benediktsdóttir. í Norðurárdal í Skagafirði hafði Kristín átt heima bæði í Borgar- gerði og á Ytri-Kotum. Svo lá leið- in yfir Öxnadalsheiði að Þrastar- hóli, Möðruvöllum í Hörgárdal og að Ósi þar sem Magnús, maður hennar, andaðist á haustdögum 1973. En 14 árum áður var Krist- ján, sonur hennar, skyndilega kallaður burtu, og var hann syrgð- ur mjög af öllum sem hann þekktu. Óg þegar línur þessar eru ritaðar hefur annar góður sonur hennar, Friðfinnur, flust yfir í annan heim. Það var á síðasta hausti. Konu hans, Ásdísi Krist- jánsdóttur, og fjölskyldu bið ég blessunar. Síðustu tíu árin dvaldi Kristín á ósi í Arnarneshreppi hjá Jóni syni sínum og konu hans, Kristínu Kristjánsdóttur, alnöfnu sinni frá Heynesi í Innri-Akraneshreppi. Þar naut hún sérstakrar um- hyggju tengdadóttur sinnar og nöfnu sem stundaði hana af ein- stakri fórnfýsi til síðustu stundar. Kristín frá Ábæ bar aldur sinn vel. Hún var sérstaklega vönduð kona og bar birtu á leið þeirra sem hún átti samfylgd með. Ég minn- ist með þakklæti allrar góðvildar hennar, sem ég varð aðnjótandi sem barn, og ánægjulegrar heim- sóknar til hennar ásamt foreldr- um mínum síðustu sumrin að ósi. Á vordögum síðasta árs kvaddi hún þennan sýnilega heim og hóf göngu í landinu nýja móti hinu eilífa ljósi. Þar biðu ástvinir kon- unnar góðu. 1 faðmi fjalladals austanvert við Jökulsá eystri hafði æska hennar liðið — þar var Ábær sem hugurinn leitaði oft til. Nú hefur hún séð heim — heim að Ábæ. Hjörtur Guðmundsson Sigríöur Magnús- dóttir - Minning Fædd 29. ágúst 1896 I)aín 21. aprfl 1983 Þeim fækkar nú óðum hér á landi, sem lifað hafa kreppuna, og í dag kveðjum við eina þeirra, Sig- ríði Magnúsdóttur, en hún lést i Hrafnistu 21. apríl ’83. Þegar sím- inn hringdi og vinkona mín til- kynnti mér lát móður sinnar, þá streymdu fram löngu liðnir at- burðir úr huga mínum. Hversu margar minningar átti ég ekki um þessa kærleiksríku konu, sem aldrei mátti heyra hnjóðsyrði um nokkurn mann án þess að finna hvöt hjá sér til að verja hann, því að það hlaut að búa eitthvað gott í hverjum manni, hún hefði elskað óvin sinn ef hún hefði þá nokkurn tíma eignast hann og beðið fyrir honum, því að Sigríður var trúuð kona. Sigríður átti alúðlegt viðmót og hún kunni svo sannarlega að hlusta á aðra, hún gat líka verið hreinskilin í orðum án hroka og alltaf leit hún á málin frá ýmsum hliðum í stað fullyrðinga um þröngsýni viðmælanda. Ég minnist allra þeirra stunda þegar við vinkonurnar lásum sam- an lexíur okkar á Frakkastíg 20, og ef ekki var pláss fyrir okkur niðri, þá leyfði Sigríður okkur að fara upp á loft til Nönnu og þar fylltist maður lotningu þegar maður settist við borðstofuborðið með rauða plussdúknum og hvíta heklaða dúknum yfir. Ég man líka eftir því þegar Árni var að dúk- leggja eldhúsgólfið með notuðum dúk, sem honum áskotnaðist, og ánægja Sigríðar þegar hún horfði á mann sinn vinna verkið, því að ekkert var henni kærara en fegra heimili þeirra, en það var ekki alltaf svo auðvelt í þá daga, því að í stríðslok var ekki mikið vöru- úrval. Á heimili Sigríðar og Árna ríkti friður, kærleiki, sátt og samlyndi. Sigríður fæddist 29. ágúst 1896. Hún fluttist með fósturforeldrum sínum, Magnúsi Magnússyni og Guðfinnu Jónsdóttur, að Frakka- stíg 20 og bjó þar æ síðan að und- anskildum síðustu 4—5 árum sem hún dvaldi á Hrafnistu. Eiginmað- ur Sigríðar var Árni Þórðarson, verkamaður og sjómaður, en hann lést 2. nóvember 1968. Sigríður og Árni eignuðust fjögur börn, þær Láru, Guðfinnu Magneu, Þóru og soninn Eyþór. Blessuð sé minning Sigríðar. Pálína Kjartansdóttir í dag verður elsku amma mín, Sigríður Magnúsdóttir, Frakka- stíg 20, Reykjavík, er lést á hjúkr- unardeild Hrafnistu sumardaginn fyrsta, borin til grafar í kirkju- garðinum við Suðurgötu. Ég man aðfangadag fyrir mörg- um árum, er áhyggjulaus lítil stúlka leiddi afa sinn í þessum garði, við vorum að setja jólaljós á leiðið hjá langömmu og afa, er við komum að einum stígnum þá stoppaði afi og sagðist þurfa að heimsækja leiði þarna, því þar hvíldi fyrri kona hans, og þá spurði hann, vilt þú kannski koma með og sjá hvar við amma þín munum hvíla er við förum úr þess- um heimi. Allt í einu var lífið ekki áhyggjulaust. Amma og afi myndu einhvern tíma fara frá mér, það var skelfileg tilhugsun, þau sem voru svo stór hluti af öllu. Ég vildi ekki fara með honum, og hef ekki ennþá farið, þó fimmtán ár séu liðin síðan afi minn, Árni Þórðarson, lést 1968. Og nú er hún amma mín farin, og lítil stúlka orðin fullorðin, sem veit að hvíldin var líkn. En á kveðjustund kemur kökkur í háls og tár eru felld og munað er eftir öllum dásamlegum stundum og hlýjum höndum sem struku hár og klöppuðu litlum barnskinnum. Ég var svo lánsöm að alast upp í sama húsi og móðurforeldrar mín- ir, enda urðu þau stór hluti af æsku minni. Mikið var nú gott að skjótast upp til þeirra, setjast í stólinn við bókaskápinn og skoða bækurnar og síðar lesa þær. Eða hlusta á útvarp, þar var alltaf svo mikil ró og friður. Og þegar að því kom að í skóla skyldi haldið, þá sá hún amma mín um að undirbúa mig, kenndi mér að lesa og skrifa og það voru góðar stundir þótt nemandinn væri oft óþolinmóður, þá tókst henni ömmu að ná því besta fram og allt með ótrúlegri þolinmæði. Það er ekki svo að ég sem fékk svo mikinn tíma væri nú eina barnabarnið, þau amma og afi eignuðust fjögur börn og hvert þeirra á fimm börn, svo við erum tuttugu og öll nutum við hlýju hennar í ríkum mæli. Ég hef ekki rakið æviferil ömmu minnar, ég hef aðeins skrifað um hana eins og ég sá hana alla tíð, kæra og góða ömmu og mömmu sem alltaf var hægt að leita til. Og í dag fylgi ég henni að hinsta hvílustaðnum við hlið afa míns, hvílustaðnum sem ég hef ekki ennþá séð. Hún amma mín fær örugglega góða heimkomu. Blessuð sé minn- ing hennar. Sigríöur Marteinsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.