Morgunblaðið - 28.04.1983, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1983
Eiginmaöur minn, INGVAR MAGNÚSSON, Skúlagötu 62, lést í Landakotsspítala aöfaranótt sunnudagslns 21. apríl. Jarðað veröur frá Fossvogskirkju föstudaginn 29. apríl kl. 1.30. Þórlaug Bjarnadóttir og vandamenn.
+ Eiginkona mín og móöir okkar, SIGRÚN JÚNÍA EINARSDÓTTIR, Hörgsési 4, Egilsstööum, er látin. Ástréóur Magnússon og börn.
+ Móöir okkar, GUÐRÚN EINARSDÓTTIR, Skólavöröustíg 26, andaöist þriöjudaginn 26. apríl. Börnin.
+ Eiginmaöur minn og faöir okkar, GUDMUNDUR BJARNASON, Markarflöt 33, Garöabæ, lést aöfaranótt 26. þessa mánaöar. Bryndís Víglundsdóttir, Sólbjört Guömundsdóttir, Grímur Guðmundsson.
+ Unnusta mín, dóttir okkar og systir, BRYNDÍS BJÖRGVINSDÓTTIR, Sviðugöróum, lést í Borgarspítalanum þriöjudaginn 26. april. Oddur Magnús Oddsson, Selma Albertsdóttir, Davíö Axelsson, Sígríöur Siguróardóttir, Guömundur Sigurösson og systkini.
+ Móöir okkar, ÞÓRA ÁGÚSTA ÓLAFSDÓTTIR, lést aö Sólvangi, Hafnarfiröi 25.apríl. Fyrir hönd vandamanna, Margrét Þóröardóttir, Þorlékur Þóröarson.
+ Bróðir minn, INGVAR JÓNSSON, Hrafnistu, sem andaöist 19. april, veröur jarösunginn frá Fossvogskapellu mánudaginn 2. maí kl. 4. Kjartan Jónsson.
+ Maöurinn minn og faöir, BOOVAR PÉTURSSON, fyrrverandi kennari, er lést þann 21. april aö Hátúni 10B, veröur jarösunginn frá Foss- vogskirkju þann 3. maí kl. 15. Ósk Siguröardóttir, Siguröur Böövarsson.
+
Bróöir okkar,
GUDMUNDUR SIGURÐSSON,
vislmaöur é Kópavogshæli,
lést í Borgarspítalanum þann 19. apríl.
Jarðarförin hefur fariö fram í kyrrþey.
Sigrún Siguröardóttir, Leifur Sigurösson,
Guörún Siguröardóttir, Karl Sigurösson,
Þóröur Sigurösson, Agnes Siguröardóttir,
Rafn Sigurösson.
Astmundur Guð-
mundsson - Minning
Fæddur 28. júlí 1910
Dáinn 19. aprfl 1983
Vinur minn og samstarfsmaður
um áratugaskeið, Ástmundur í
Stálsmiðjunni, er látinn. Hann
lést í Landakotsspítala þann 19.
þ.m. Útför hans verður gerð frá
Dómkirkjunni í dag.
Enn er genginn einn af gömlu
SÍBS-forystumönnunum. Það er
mikil eftirsjá í hverjum og einum.
Reynsla þeirra og félagslegur
þroski var með eindæmum. Þeir
kunnu betri skil en flestir aðrir á
vissum vandamálum þjóðfélags
okkar, þeir höfðu vilja og getu til
þess að bæta að nokkrum mun úr
erfiðleikunum.
Ástmundur, sonur Guðmundar
Guðmundssonar, bóksala, og
seinni konu hans, Snjólaugar Jak-
obínu Sveinsdóttur, fæddist á
Eyrarbakka, þar sem foreldrar
hans bjuggu, þ. 28. júlí 1910. Guð-
mundur, faðir hans, var ættaður
frá Minna-Hofi á Rangárvöllum,
en Snjólaug var Skagfirðingur að
ætt.
Að barnaskólanámi á Eyrar-
bakka loknu hélt Ástmundur til
framhaldsnáms í Verslunarskól-
anum í Reykjavík. Áður en námi
lyki þar, bauðst honum framtíð-
arstarf hjá Vélsmiðjunni Héðni og
þar hóf hann störf árið 1929.
Nokkru síðar stofnuðu smiðjurnar
Hamar og Héðinn sérfyrirtæki er
annast skyldu skipaviðgerðir,
plötusmíði og járnsteypu. Þessum
fyrirtækjum, Stálsmiðjunni og
Járnsteypunni, var Ástmundi fal-
ið að stjórna og það gerði hann í
áratugi, það er að segja á meðan
heilsan leyfði.
Það sýnir mat þeirra, er hann
þekktu, á stjórnunarhæfileikum
Maöurinn minn og faöir okkar,
SVANUR BREIDFJÖRD TRYGGVASON
frá Arnarbœli, Dalasýslu,
Bræðratungu 2, Kópavogi,
lést af slysförum mánudaginn 25. apríl.
Jaröarförin auglýst síöar.
Bryndís Guömundsdóttir og börn.
Minningarathöfn um
HJÖRLEIF MAGNÚSSON
frá Víðvík, Hellissandi,
veröur gerö frá Fossvogskirkju mánudaginn 2. maí kl. 1.30.
Vandamann.
+
Faöir okkar,
INGVAR JÓHANNSSON,
Hvítárbakka, Biskupstungum,
veröur jarösunginn laugardaginn 30. apríl. Athöfnin fer fram frá
Skálholtskirkju kl. 14. Jarðsett verður í Bræðratungu.
Systkinin.
+
Móöir okkar, tengdamóðir og amma,
BENEDIKTA JÓNSDÓTTIR,
Hrafnistu, Hafnarfirói,
áöur til heimilis aö Reynimel 49,
veröur jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 29.
apríl kl. 13.30.
Daníel Pótursson, Hrönn K. Johnson,
Guöný Pétursdóttir, Hólmsteinn Sigurösson,
Jón Pétursson, Jódís Vilhjálmsdóttir
og barnabörn.
+
Litli drengurinn okkar og bróöir,
VIDAR KRISTINSSON,
Grentiteig 13, Keflavík,
veröur jarösunginn frá Kirkjuvogskirkju, Höfnum, laugardaginn 30.
apríl kl. 2 e.h.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á barnaspítala Hringsins
eöa Þroskahjálp á Suðurnesjum.
Kristinn Þorsteinsson, Eygló Óladóttir
og systkinin.
+
Faðir okkar, tengdafaöir og afi,
JÓN GUÐMUNDSSON
frá Noröurgaröi, Mýrdal,
sem andaöist 15. apríl, veröur jarösunginn frá Skeiðflatarkirkju,
laugardaginn 30. apríl kl. 15.
Bílferö verður frá Umferöarmiöstööinni kl. 11 árdegis.
Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlega bent á minningarkort
Skeiöflatarkirkju eöa líknarstofnanir.
Rannveig Jónsdóttir,
Ólafía Vosk,
Erlendur Jónsson,
Valdimar Jónsson,
Sigurður Jónsson,
og barnabörn.
Eltas Andri Karlsson,
Theodor Vosk,
Sesselja Þóröardóttir,
Auöur Pedersen
hans, að honum skyldi ungum að
aldri falin stjórn tveggja stórfyr-
irtækja á þeirra tíma vísu. Það
hefur án efa verið Ástmundi mikil
lífsfylling, að sjá þau fyrirtæki, er
honum var ungum falið að
stjórna, vaxa og dafna og þótt
sjúkdómar styttu starfsævi hans
til muna, þá var þarna um ævi-
starf að ræða, sem sómi var að.
1934 kvæntist Ástmundur Ág-
ústu, dóttur Ágústs Guðmunds-
sonar og konu hans, Ingigerðar
Sigurðardóttur. Þau Ástmundur
og Ágústa eignuðust 4 börn, frisi,
sem á 16 ára gamlan son, Ást-
mund Agnar Norland, Guðlaugu,
sem gift er Níels Indriðasyni,
verkfræðingi, Björn Ágúst, for-
stjóra Reykjalundar, sem kvæntur
er Guðmundu Arnórsdóttur frá
Siglufirði, og Ástu Ingigerði,
meinatækni, sem er gift Erni Sig-
urðssyni, lögfræðingi.
Heimili þeirra hjóna, Ágústu og
Ástmundar, er víðfrægt fyrir
gestrisni og hlýju. Þangað hefur
um langt árabil legið leið stórs
hóps vina og kunningja, er hafa
notið þar ánægju og fróðleiks-
stunda á glæsilegu heimili þeirra
hjóna að Grenimel 1 í Reykjavík.
Þau hjón hafa verið óvenju sam-
hent í búskap sínum og Ágústa
sýnt honum einstaka ástúð, nær-
gætni og umhyggju í langvarandi
veikindum síðustu ára.
1939 veiktist Ástmundur af
lungnaberklum. Hann lá þá um
nokkurra mánaða skeið á Vífils-
stöðum. Þar fékk hann allgóðan
bata og með skilningi á sjúkdómn-
um og nauðsyniegum lífsvenju-
breytingum, þá tókst Ástmundi að
styrkja heilsuna. Berklarnir angr-
uðu hann ekki oftar, en það er
meira en hægt var að segja um
marga aðra á þeim tíma.
Kynni okkar Ástmundar hófust,
er hann var sjúklingur á Vífils-
stöðum. Samtök berklasjúklinga
voru þá nýstofnuð og við áttum
strax við fyrstu kynni mörg sam-
eiginleg áhugamál. Eftir veru
hans á Vífilsstöðum var heimili
hans ósjaldan samkomustaður fé-
laga hans og samsjúklinga þaðan.
Þar voru vandamálin rædd og
leiða til betra lífs leitað. Margir af
þeim, sem þarna komu, urðu lífs-
tíðarvinir fjölskyldunnar.
1940 keypti Ástmundur sumar-
hús í landi Reykja í Mosfellssveit.
Svo vildi til, þegar Vinnuheimilinu
að Reykjalundi var valinn staður,
að þau Ástmundur og Ágústa urðu
nágrannar okkar, þ.e. landspilda
sú, er Reykjalundur fékk úr landi
Reykja, lá að landi þeirra.
Vegna áhuga Ástmundar á mál-
efnum SÍBS og þekkingar hans á
uppbyggingu og rekstri fyrir-
tækja, var hann kosinn í vara-
stjórn Reykjalundar árið 1948, að-
eins 3 árum eftir, að Vinnuheimil-
ið tók til starfa. 1958 varð hann
svo stjórnarformaður og því starfi
gegndi hann samfleytt til ársins
1982. SÍBS var mikill styrkur að
því að hafa Ástmund sem stjórn-
arformann. Þekking hans á
rekstri fyrirtækja, örugg dóm-
greind og félagslegur þroski hans
hjálpaði mjög til við lausn vanda-
mála.
Við hjónin höfum misst einlæg-
an vin og samstarfsmann. Ást-
mundur var glæsimenni, léttur í
viðmóti, ræðinn og víðlesinn.
Hans munu margir sakna en eiga
eftir minningu um góðan dreng.
SÍBS og Reykjalundur votta