Morgunblaðið - 28.04.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1983
39
fclk í
fréttum
Stewart þykir
sopinn góður
+ Ýmsar sögur hafa gengiö um
drykkjuskap Rod Stewart og fé-
laga hans, en Rod sjálfur ber é
móti því, segist vera hinn mesti
hófsemdarmaður á vín og eiturlyf
snerti hann aldrei.
Rod og félagar aetla aö halda
hljómleika í Svíþjóð í sumar og það
var eitt atriði í samningnum, sem
Svíum þótti dálítið skrýtið. Rod og
félagar fóru nefnilega fram á það,
að í upphafi hverra hljómleika skuli
þeim standa til reiöu tveir lítrar af
koníaki, tvær púrtvínsflöskur, sjö
lítrar af hrísgrjónabrennivíni og
einn lítri af vodka. Á þessum
skammti ætla þeir aö hressa sig
fyrir hverja hljómleika.
Það er kannski af þessari
ástæöu, sem hótelin keppast ekki
um að hýsa Rod Stewart og
hljómsveit hans þegar þeir eru á
feröalagi.
+ Rod Stewart með konu sinni Alttnu og bttrnunum. Þau eiga
saman tvtt yngstu börnin en Rod bjó áttur mett Britt Ekland eins
og kunnugt er.
+ Þatt er vissulega
aö bera í bakkafull-
an lækinn aö segja
meira frá Jerry
Lewis og nýju kon-
unni hans, Sandra
Pitnick, en viö get-
um þó ekki stillt
okkur um aö birta
af þeim brúökaups-
myndina.
+ Ringo Starr nær ekki upp í nef
sér fyrir bræði þessa dagana eða
eftir að hann las það í a.m.k. tveim-
ur breskum blöðum, að hann væri
hreint út sagt dauðvona maður.
„Mér líður alveg prýðilega," segir
Ringo, „en hins vegar er ég með
ýmis áform á prjónunum og vil
helst ekki að samstarfsmenn mínir
eigi von á því að ég detti niður
dauður á hverri stundu." Á þessari
mynd er Ringo með Barböru konu
sinni.
Umboðsmaður —
rennilásar
Óskum eftir aö komast í samband viö einstakling eöa
fyrir.tæki, sem getur tekiö aö sér sölu á belgískum
rennilásum á íslandi. Æskilegt er aö viökomandi hafi
tengsl viö íslenskan fatamarkaö eöa þekkingu á hon-
um. Góö kjör í boði. Milliliöalaus viöskipti.
Þeir sem áhuga hafa skrifi á ensku eða þýsku til:
Firma Hans Poulsens EFTF,
Krákás, N-3200 Sandefjord,
Norge.
Eigum til ailar tegundir af hinum þekktu
Fiskarsskærum
Stór sníöaskæri, heimilisskæri, hægri og
vinstri handa, eldhússkæri og sauma-
skæri.
Einnig v-þýzk barnaskæri fyrir föndur og í
skólann. Naglaskæri og hárskæri.
FINNSKmijE FINNSK
VIKA jjnr VORUKYNNING
totgnnfrlnftift
MetsöluHod á hverjum degi!
SPUNNfÐ UM STALÍN
eftir MATTHÍAS JOHANNESSEN
að Alexandra Bychkova verði látin hverfa. Hann gleðst
yfir því. Samt segja þeir, að hún eigi „óæskilega vini“. Því
trúði hann ekki og nú hristir hann höfuðið og blæs pípu-
reyknum út í loftið og lætur hann mynda hringi, sem
hverfa eins og vond minning. Stalín tekur upp bréf, sem
hann hefur skrifað Svetlönu. Hann les það og brosir um
leið:
Halló, litli spörfuglinn minn!
Vertu ekki reið við mig, þótt ég svaraði þér ekki strax.
Ég á fjarska annríkt, en ég er hress og mér líður ágætlega.
Ég scndi litla spörfugiinum mínum vænan koss. Undir-
skrift: Þinn pabbi, J.S.
Hann skrifar utan á bréfið: Frá ritaragreyi Setönku,
bóndakarlinum Jósef Stalín.
Hann leggur bréfið frá sér. Nadya kemur inn. Hún er
æst og segir við hann: Ég þoli þetta ekki lengur. Ég er
bæði hrædd um þig og börnin. Hrædd um mig og börnin?
endurtekur Stalín. Já, segir hún, síðan Yakov reyndi að
skjóta sig. Stalín stendur upp og segir hæðnislega: Hann
særðist ekki einu sinni, hann getur ekki miðað byssu,
hvað þá annað! Hann segir, að þú hafir brugðizt sér, segir
Nadya. Það er rangt, svarar Stalín og reiðist. — Að fara
fram í eldhús í íbúðinni okkar í Kreml af öllum stöðum
og skjóta sig þar í viðurvist alls heimsins! bætir hann við
með fyrirlitningu. Og þetta á að heita sonur minn! Yakov
er ólíkur móður sinni. Ég vil ekki líta hann augum oftar.
Auðvitað þurfti hún að deyja ung, en hann að lifa. Þessi
aumingi og fyllibytta! Hún var góð, en guðhrædd. Eins og
móðir mín. Það voru einu ókostir þeirra. Og veikleiki. Þú
ert að minnsta kosti ekki haldin þeirri hræsni, Nadya.
Vasily verður vonandi skárri en Yakov. Ég er undrandi á
því hvernig þú talar. Og einnig hvernig þú tekur þessu,
segir hún. Ég er skelfingu lostin! Ég hef gaman af að
stunda nám í tækniskólanum. En ég þori varla að fara
þangað lcngur. Stalín segir: Það þekkir þig enginn þar.
Ég vcit það, svarar hún, en það er alveg sama. Þeir geta
farið að snuðra uppi, hver þessi Nadya Alliluyeva er, og
ég þoli ckki, að þcir þekki mig. Ég skammast mín fyrir
svo margt. Hann segir: Hættu að hugsa urn fíflaskapinn í
Yakov. Ég get það ekki, hrópar hún. Ég hcf reynt að vera
góður kommúnisti, scgir Nadya, og siðalögmál flokksins
er mér inngróið, en það merkir að félögunum ber að lifa
hófsamlega. Þú veizt það sjálfur að það fer enginn eftir
þcssu og þið drekkið of mikið. Hann hrópar: Hættu
þcssu, kona, hví ásakar þú mig? Þú getur aldrci séð mig í
réttu Ijósi. Stundum er cngu líkara en þú sért mesti
óvinur minn. Nadya segir með fyrirlitningu: Óvinur ríkis-
ins kannski! Hann hrópar: Storkaðu mér ekki, ögraðu mér
ekki með þessum hvössu orðum þínum! Hún svarar: Þú
crt of góður maður til að standast ekki þessa auvirðilcgu
tilburði þeirra. Þú safnar að þér kjölturökkum. Þið eruð
ekki að koma á sósíalísku ríki í Sovétríkjunum, heldur
karlaveldi. Fyrirskipaðu þeim að hætta að dýrka þig, eins
og þeir gcra. Gcrðu þá að mönnum, ef það er þá hægt.
Hann svarar: Ég get ekkert við þetta ráðið, manneskja.
Víst getur þú það, segir Nadya. Segðu þeim að taka
myndirnar af þér niður. Það fýkur aftur í Stalín: Það er
ómögulcgt, hrópar hann, þeir verða að fá að ráða þessu.
Ég verð að taka tillit til þeirra. Þeir verða að hafa eitthvað
að trúa á. Ef þeir hafa ekki mig, eiga þeir sér engar aðrar
hclgimyndir. Stjórnmál án glansmynda ganga ekki í
nokkra manneskju. Og hvar stendur ríkið þá? Eða flokk-
urinn! Hún hrópar: Segðu þcim að dýrka þig í góðuni
vcrkum. Þú ert fulltrúi þess bezta í mannlífinu. Hann
svarar: Ég skal gera allt fyrir þig, en biddu mig ekki um
þetta. Hún segir: Þeir láta þig vinna skítverkin fyrir sig.
Láttu þá ekki nota þig svona. Hann segir: En þú? Hvernig
ert þú orðin? Vcnjuleg og drepleiðinleg ciginkona! Bylt-
ingareldurinn brunninn út. Hún svarar, æst: Hvað áttu
við? Hann bætir við: Ég þarf konu, sem eflir með mér
þcnnan eld. Hún hrópar: Rosa gctur glætt þennan eld, cr
það ekki? Hann verður orðlaus. Starir agndofa á hana.
Segir svo með uppgjafartón: Einu sinni varst þú cldhugi
byltingarinnar, Nadya. Það bráir af henni. Hún vcrður
FRAMHALD