Morgunblaðið - 28.04.1983, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1983
45
VELVAK ANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 11—12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
íríinVtfín'ttitor^
hirða allt það merkilegasta eða
eyðileggja. Auðvitað áttu
strangar reglur um komu út-
lendinga til landsins að vera
löngu komnar, en betra er seint
en aldrei og mætti setja þær
fyrir sumarið.
Minar tillögur um reglur eru
þessar:
1. Enginn erlendur aðili má
koma til landsins nema á
vegum íslenzks aðila, t.d.
ferðaskrifstofu, þess opin-
bera, félaga eða einstakl-
inga.
2. Enginn erlendur aðili má
koma með eða flytja inn
vélknúið ökutæki, sem hefur
drif á fleiri en einni „hás-
ingu“, eða sem samsvarar
því.
3. Enginn erlendur aðili má
koma með eða flytja inn
vélknúið ökutæki, sem sann-
anlega getur tekið fleiri en
12 farþega.
4. Enginn erlendur aðili má
koma með eða flytja inn
vélknúið ökutæki, sem talist
gæti til torfærutækja.
Gaman væri að heyra í fleir-
um um þessi mál.“
Gráskinna 1962, Gríma 1964,
Rauðskinna 1971, sögur ólafs
Davíðssonar, og núna seinast sög-
ur Sigfúsar Sigfússonar. En safn
Sigfúsar er stærsta þjóðsagnasafn
sem til er á íslensku.
Ásamt þessu hefur Hafsteinn
ráðist í endurprentun á árbókum
fornleifafélagsins. Það rit hóf út-
komu 1880, og voru flestir árgang-
ar þess löngu uppseldir. Hafði
ljósprentun bókarinnar verið lengi
á döfinni, en ekki komist i verk
sökum mikils kostnaðar.
Hafsteinn hefur hér farið inná
svipaða braut og sá ágæti Emil
Thomsen í Færeyjum. Emil hefur
látið ljósprenta flest af öndvegis-
verkum gömlu færeysku rithöf-
undanna. Einnig blöð og tímarit,
sem voru vopn í færeyskri sjálf-
stæðisbaráttu um sl. aldamót. Er
þetta þeim mun nauðsynlegra, þar
sem færeyskur bókakostur er mun
rýrari en sá íslenski, enda fær-
eyska mjög ungt ritmál. Danska
var lengst af lögskipuð í skólum og
embættisrekstri. En alþýða eyj-
anna varðveitti málið í fornkvæð-
um og þjóðsögum.
Þó þjóðsöguútgáfa Hafsteins sé
vel úr garði gerð að ytra útliti,
skortir nokkuð á fræðilegan frá-
gang þeirra, einkum minni sagna-
safnanna. Nefni ég t.d. Rauð-
skinnu. í III bindi hennar er Suð-
urnesjannáll sr. Sigurðar Br. Sí-
vertsen prentaður. Þar hefði ég
kosið vandaðari frágang. Nokkuð
skortir á nákvæmni í texta, og
sums staðar þarf að samræma rit-
hátt danskra mannanafna, sem
annars geta valdið misskilingi.
Einnig hefði ég kosið að ýtarleg
greinargerð hefði fylgt um höf-
undinn og verk hans, ásamt lýs-
ingum á handritum þeim, sem
varðveitt eru af Suðurnesjaannál,
og að getið sé frávika frá texta
þeim sem notaður er í prentuðu
útgáfunni. Að vísu er stutt ævi-
ágrip Sigurðar aftarlega í annáln-
um, en hægt er að gera það mun
fyllra, enda heimildir nægar um
þennan merka framkvæmdamann.
Ártöl hefði og mátt setja efst á
síður annálsins til hægðarauka við
uppflettingu. Vonandi verður úr
þessu bætt í þriðju útgáfu Rauð-
skinnu.
En þrátt fyrir smáhnökra á
sagnasöfnunum er útgáfa þeirra
merkilegt framlag til íslenskra
þjóðfræða, og ein besta vörn til
varðveislu íslensks þjóðernis á
þeim tímum, sem þjóðlíf flestra
landa fær á sig æ alþjóðlegri blæ
vegna aukinna samskipta og
tækniframfara."
Duran Duran á listahátíð:
Tónleikasalir hér
mundu trodfyllast
K.H: skrifar:
„Kæri Velvakandi.
Ég las hérna í dálkunum þínum
að beðið var um hljómsveitina
Duran Duran á listahátíð. Ég vildi
ítreka þá ósk til yfirmanna hátíð-
arinnar með þessu bréfi.
Duran Duran er liðlega 5 ára
gömul hljómsveit og er gífurlega
vinsæl í heimalandi sínu, Bret-
landi, og einnig víðar. Það má sjá
á því til dæmis að nýja lagið
þeirra, „Is There Something I
Should Know“, þaut beint í fyrsta
sæti breska vinsældalistans (og
siglir hraðbyri upp aðra). Breið-
skífa þeirra RIO var vel og lengi
föst í efsta sæti vinsældalistans og
var kosin besta breiðskífa ársins í
Bretlandi.
Á síðasta ári var hljómsveitin
valin sú besta í Bretlandi og Sim-
on LeBon, söngvari hljómsveitar-
innar, valinn myndarlegasti
söngvarinn. Duran Duran er með
nýrómantíkina í lögum sínum og
eru þau afbragðsgóð.
Aðdáendur Duran Duran eru
fjölmargir hér á landi sem annars
>5 J > ~ - -S!
Ihiran Duran
staðar. Duran Duran er vinsæl-
asta hljómsveit í heimi og tón-
leikasalir hér myndu troðfyllast ef
til kæmi. Vonandi láta fleiri í sér
heyra um þetta, sem ég efast ekki
um, því að Duran Duran er æðis-
lega frábærlega góð hljómsveit.
Með von um birtingu."
Ein vinsælasta hljóm-
sveit í heiminum
Ó.Þ. skrifar:
„Kæri Velvakandi.
Mig langar til að koma því á
framfæri við umsjónarmenn lista-
hátíðar í ár að fá hljómsveitina
Duran Duran hingað til landsins á
hátíðina. Duran Duran er ein
vinsælasta hljómsveit í heiminum
um þessar mundir og á hún allar
þær vinsældir skilið fyrir góð lög
og frábæra sviðsframkomu og
myndbönd.
Vonandi taka listahátíðarmenn
þetta til athugunar, því ég veit um
fjölmarga aðdáendur hér á landi
sem annars staðar. Næstum allar
plötur Duran Duran, breiðskífur
sem smáskífur, hafa þotið upp alla
vinsældarlista og verið þar lengi.
Sem dæmi mætti taka RIO sem er
í 6. sæti bandaríska vinsældalist-
ans eftir að næstum ár er liðið frá
útkomu plötunnar og lag af henni,
Hungry like the Wolf, er í 6. sæti í
Bandaríkjunum.
Þeir sem taka ekki mark á
bandarískum lista geta litið á
breska listann, en þar er hlóm-
sveitin á topp 10. Duran Duran
hefur notað nýrómantíkina sem
stökkpall og á henni hafa þeir orð-
ið stórstjörnur.
Með fyrirfram þökk.“
Margir hafa skrifað eða hringt
og verið sama sinnis og Duran
Duran-aðdáendurnir Ó.Þ. og K.H.,
svo sem Svava S., Siddý og Lína,
E.M.M., 9734-4639 og 3501-9484,
S.H., Vippi, Sigurður Ben., Kata,
E.K.P. og A.A., Lilja, o.fl. o.fl., en
þar sem erindinu hafa nú verið
gerð nokkuð rækileg skil í dálkum
Velvakanda, verða sýnishornin tvö
að nægja að sinni.
Hef aldrei get-
að trúað því
Á.Þ.Ó. (0674-4826) skrifar:
„Velvakandi.
Ég hefi aldrei getað trúað því,
að alla visku og allan manndóm
væri að finna í einum stjórnmála-
flokki, en aðeins fávísi og vesal-
dóm í öðrum.“
Svo ritar Duff Cooper í „Old
Men Forget“. Cooper var breskur
stjórnmálamaður og ráðherra á
tímabili."
GÆTUM TUNGUNNAR
Sagt var: Fólkið á bænum skammaði hvert
annað.
Rétt væri: Fólkið ... skammaði hvað annaö.
SlGeA V/öGA í
EG HElMTfl RÐ PU HUNDSKflMMlR
HRNfl,6VEN0URÍ HÚN KRLLR9I MIG
JÖLflSVEIN, ÍSTRU6EL6, NflNÖS,PRÆLfl-J
PÍSKflRR, VISKÝVÖMB 06 EINHVERN
ÓFRÝNILEÖRSTfl SKflRFINN fl
NORÐURHVELI JflRÐflRÍ
FINNSKmm FINNSK a 3Q4
VIKA llr VORUKYNNIHC
FINNSK
gæðavara í sérflokki.
Ef vanda á vöruna smíðum við eingöngu úr úrvals
smíðafuru frá Finnlandi.
Veggklæðning (panill) úr þurrkaðri smíðafuru
ávallt fyrirliggjandi.
Gluggar úr góðri smíðafuru og margt, margt fleira.
Pantið í tíma.
Timburverzlunin
Volundur hf.
KLAPPARSTÍG 1, SÍMI 18430 — SKEIFAN 19, SÍMI 85244.
Alltaf á fóstudögum
„I SKOLANUM, I
SKÓLANUM ...
Litið inn á vinnuvikur í tveimur skólum í
Kópavogi og rætt við nemendur og kennara.
Tvenns konar kvillar
Þriðji þátturinn í greinaflokknum
um ófrjósemi.
„ÞÉR HEFUR BARA
ALVEG TEKIST AÐ MÁLA
SÁLINA í MÉR“
Ágúst Petersen og portrettmyndasýning
hans í Listmunahúsinu.
Föstndagsblaðið ergott forskot á helgina