Morgunblaðið - 28.04.1983, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1983
47
• Atli fagnar sigurmarki Fortuna DUsseldorf á móti Borussia Dortmund á útivelli. En Atli sem
skoraöi markid lék meö B-Dortmund áður en hann fór til Fortuna DUsseldorf.
Atli verður áfram hjá Fortuna Dússeldorf:
Skrifar undir tveggja
ára samning í dag
ATLI Eðvaldsson skrifar í dag undir tveggja ára samning við
Fortuna Diisseldorf. Atli hefur veriö hjá félaginu síðastliðin
tvö keppnistímabil og endurnýjar nú samning sinn við fé-
lagið. Atli gekk frá öllum smáatriöum við samning sinn í
gærkvöldi og í dag verður boðað til blaöamannafundar á
knattspyrnuvelli félagsins og þar mun Atli undirrita samn-
ing sinn.
Atli sagöi í gærkvöldi aö
samningur sá sem hann undirrit-
aöi væri mjög góöur. Hann hefði
náö fram ýmsum kröfum sem
hann heföi lagt fram og væri
hann ánægöur meö þaö. Þá
sagöi Atli að þaö væri viss kostur
aö þurfa ekki aö breyta til. Hann
væri búinn aö vera tvö ár hjá fé-
laginu og væri nú kominn vel inn
í alla starfsemi þess svo og leik
liösins, en slíkt tæki oft langan
tíma.
„Fjölskyldunni hefur liöið vel
hér og viö höfum kunnaö ein-
staklega vel viö okkur, enda er
Dússeldorf ein af fallegustu
borgum í V-Þýskalandi. Þaö er
því gott til þess aö vita aö viö
veröum hér áfram og aö búiö er
aö ganga frá þessum málum,"
sagöi Atli.
Aö sögn Atla voru félög frá
Frakklandi og Spáni búin aö vera
meö fyrirspurnir og góö tilboö
voru komin frá Frakklandi. En
Fortuna Dússeldorf vildi ekki
sleppa markaskorara sínum og
geröi Atla þaö gott tilboö aö
hann ákvað aö vera áfram hjá
félaginu.
Atli hefur staöiö sig mjög vel í
vetur meö liöi sínu og er nú einn
af markahæstu leikmönnum í 1.
deild. Þaö sem af er
keppnistímabilinu er Atli búinn
aö skora 12 mörk og þau hefur
hann skorað í 11 leikjum. Atli er í
níunda sæti á markalistanum í ár
ásamt tveimur öörum leik-
mönnum.
Á laugardag leikur liö Atla vlö
Werder Bremen sem er eitt af
sterkustu liöunum í deildinni og á
mikla möguleika á aö hreppa
V-Þýskalandsmeistaratitilinn í ár.
Alti sagði aö þetta yröi mjög erf-
iöur leikur og þeir yröu aö taka á
honum stóra sínum ef stig ætti
aó nást út úr leiknum, jafnvel þó
á heimavelli væri. — þr.
ArmaHex
Armstrong
Orðsending
frá Þ. Þorgrímssyni & Co. til þeirra, sem hafa fengið boösbréf á
kynningarfundinn á Armstrong Armaflex-pípueinangrun í fundar-
sal í lönaöarmannahúsinu viö Hallveigarstíg. Muniö aö kynningar-
fundurinn er í dag klukkan 5.
ÞÞ Þ. ÞORGRÍMSSON & CO
'Armúla 16 sími 38640
Hittu naglann á höfuðið með handverkfær-
um frá okkur. Við bjóðum úrval afhandverk-
færum, rafmagnsverkfærum, málningarvör-
um, lími, þéttiefnum, lökkum, skrúfum,
boltum, róm, lyklaefni, penslum, lásum,
læsingum, og fl. fl. Okkar verð er þér
hagstætt. Komdu í heimsókn.
OPIÐ í HÁDEGINU OG Á
LAUGARDÖGUM TIL HÁDEGIS
PPBUÐIN
VW HÖFMNA
É' Sjálfsbjargar
I félagar
Sjálfsbjörg, landssamband fatlaöra og MFA (menn-
ingar og fræöslusamband alþýöu) hafa ákveðið aö
gangast fyrir tveimur helgarnámskeiöum fyrir fatlaöa.
Fyrra námskeiöiö veröur haldiö á Akureyri, í Bjargi,
dagana 7. og 8. maí, en síöara námskeiöiö verður í
Sjálfsbjargarhúsinu í Reykjavík dagana 14. og 15.
maí.
Námskeiöin hefjast kl. 9.00 f.h.
Dagskrá þeirra veröur:
Laugardagur:
1. Helstu réttindi launafólks:
a) í veikinda- og slysatilfellum
b) í uppsagnartilfellum
c) Til orlofs
d) Samkvæmt vinnulöggjöfinni
e) Til atvinnuleysistrygginga
2. Hlutverk trúnaöarmanna á vinnustöðum
3. Lög um almannatryggingar.
Sunnudagur:
1. Lífeyrissjóöir og hlutverk þeirra
2. Lög um málefni fatlaöra
Námskeiðum lýkur fyrir kvöldmat á sunnudagskvöld.
Æskilegt er aö þátttakendur veröi frá sem flestum
Sjálfsbjargarfélögum.
Þátttaka vegna helgarnámskeiösins á Akureyri til-
kynnist til skrifstofu Sjálfsbjargar félags fatlaöra á
Akureyri fyrir 4. maí, en vegna námskeiösins í
Reykjavík til skrifstofu landssambandsins fyrir 11.
maí.
Sjálfsbjörg,
landssamband fatlaðra.