Morgunblaðið - 04.05.1983, Síða 12

Morgunblaðið - 04.05.1983, Síða 12
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1983 Orð í belg um kjarnorkuvígbúnað eftir Gunnar Eyþórsson Ég hef á undanförnum árum leitt hjá mér blaðaumræður um kjarnorkuvígbúnað, enda flest af því skrifað meira af óskhyggju en raunsæi. Ég sé þó ekki ástæðu til að þegja endalaust, þar eð ég tel mig hafa nokkrum upplýsingum að miðla, sem ef til vill eru ekki á allra vitorði. í seinni tíð hafa kröfur um kjarnorkuvopnalaus svæði orðið æ háværari. Það er í sjálfu sér af hinu góða, því að þær kröfur sýna ráðamönnum þá ógn sem almenn- ingi stendur af þessum vopnum og þeim gjöreyðingarmætti, sem er í raun ofvaxinn mannlegum skiln- ingi. Kjarni málsins er aftur á móti sá, að kjarnorkuvopnalaus svæði leysa engan vanda, jafnvel þótt samþykkt yrðu, því að kjarnorku- stríð getur aldrei orðið svæðabar- átta, nema menn líti á allan hnött- inn sem eitt svæði. Hvatvísleg ummæli Reagans Bandaríkjaforseta og Weinberg- ers varnarmálaráðherra hans í þá átt að hugsanlegt sé að heyja takmarkaða kjarnorkustyrjöld til vinnings, hafa haft þau jákvæðu áhrif að vekja menn til meðvit- undar um fáránleika slíkra hug- mynda. Það er óhugsandi að stórveldi sem verður fyrir kjarnorkuárás, leggi niður rófuna og beiðist griða. Svarið verður að sjálfsögðu önnur og trúlega enn öflugri sprengja. í því sambandi skiptir ekki máli hvort sprengjan er flutt með sov- ézkri SS-20 eða SS-12, eða banda- rískri Pershing eða Trident eld- flaug. f umræðum um kjarnorku- vopnalaus svæði, hvort sem er á Norðurlöndum, Mið-Evrópu, Suður-Evrópu, eða Norður- Atlantshafi, gleymist það aðalat- riði, að þessi kjarnorkupóker er spil risaveidanna tveggja. önnur ríki, jafnvel þótt þau ráði yfir kjarnavopnum, svo sem Bretland og Frakkland, eru áhorfendur, að ekki sé minnst á öll hin. Kjarnorkustríð, eins og önnur stríð, svo vitnað sé í Clausewitz, er pólitík eftir öðrum leiðum. Mun- urinn er sá, að á hans tímum voru stríð tiltölulega takmörkuð, og Gunnar Eyþórsson „Kjarni málsins er aftur á móti sá, að kjarnorku- vopnalaust svæði leysa engan vanda ... því að kjarnorkustríð getur aldrei orðið svæðabar- átta, nema menn líti á allan hnöttinn sem eitt svæði.“ markmiðið var venjulega afmark- að. Sú meginregla er enn höfð í huga í Kreml og Pentagon, að því leyti að markmiðið er að gera kjarnorkuvopn andstæðingsins óskaðleg. Það er aftur á móti óhugsandi nú á tímum. Orsakir styrjalda, ef menn leggja sig eftir að kynna sér þær, eru yfirleitt ekki ýkja flóknar, ef grannt er skoðað. Þær felast í röskun á jafnvægi milli ríkja. Það jafnvægi hefur raskast, Banda- ríkjunum í óhag. Með ósigrinum í Víetnam, má segja að veldi Bandaríkjanna hafi beðið hnekki, og þau muni aldrei aftur ná þeim tökum, hernaðarlegum og efna- hagslegum, sem þau höfðu á árun- um 1945 til 1975. Þetta er ein af ástæðunum fyrir hinum herskáa tón Bandaríkjastjórnar núna; hún er í varnarstöðu. Sem áður sagði er stríðshætta mest af jafnvægi raksat. Jafnvægi hefur raskast. Eitt dæmi um það er viðleitni Bandaríkjamanna til að afla sér stuðnings Kínverja, til að beina athygli Sovétmanna austur á bóginn, og frá Mið- Evrópu. Svo aftur sé vikið að kjarnorku- vígbúnaði, þá liggur hættan af honum ekki fyrst og fremst í fjölda eldflauga, heldur kjarna- odda í hverri eldflaug. Það er þetta (MIRV-Multiple Independ- ently Targetable Re-Entry Ve- hichles), sem samningar um sam- drátt í kjarnorkuvígbúnaði stranda á (SALT-Strategic Arms Limitations Talks). Enn sem komið er halda bæði risaveldin sig við ákvæði SALT 2 samkomulagsins, sem gert var 1979 í framhaldi af samkomulag- inu sem gert var 1972, enda þótt Bandaríkjaþing hafi ekki form- lega samþykkt þann sáttmála. (Sovétríkin hafa samþykkt hann). Sá munur er á kjarnorkuvíg- búnaði Bandaríkjanna og Sovét- ríkjanna, að Bandaríkjamenn leggja megináherslu á nákvæmni, en Sovétmenn búa til tröllauknar sprengjur sem ekki þurfa að hitta beint í mark til að valda þeirri gjöreyðingu sem til er ætlast. Skotmörk beggja eru eldflauga- stöðvar. Sovésku skotpallarnir, sem beint er að Vestur-Evrópu, eru aðallega í Hvíta-Rússlandi og í vestanverðri Úkraínu. Lang- drægu eldflaugarnar eru lengra inni í landi, í nágrenni Úralfjalla, í Síberíu vestanverðri, auk eld- flaugakafbáta. Það vill oft gleym- ast að skotlínan yfir Kyrrahafið frá austanverðri Síberíu, er Sovét- mönnum ekki síður tiltæk en leið- in yfir norðurheimskautið að aust- urströnd Bandaríkjanna. Langdrægar eldflaugar Banda- ríkjamanna eru einnig flestar austan Klettafjalla, þær sem beint er yfir Kyrrahaf. í New Mexico, Arizona, Colorado Montana, Utah og Nevada. Þær sem beint er í austur eru flestar í Norður-Karó- línu, Suður-Karólínu, Texas, Kansas og Nebraska, og ótöldum kjarnorkukafbátum. Sem stendur er pattstaða f þess- um málum. Báðir aðilar gera sér ljóst að vinning er ekki að hafa. Málið snýst ekki um það, hvor get- ur gjöreytt hinum oftar, heldur um það hvort þeir eigi að ræða málin sem jafningjar. I því efni strandar frekar á Bandaríkjunum en Sovétríkjun- um. Ágreiningurinn er nú orðið frekar efnahagslegur en beinlfnis hernaðarlegur. Á efnahags- og tæknisviði hafa Bandaríkjamenn enn yfirburði, og vilja ekki veita Sovétríkjunum hlutdeild að þeim. Þetta er aftur á móti ein ástæða þeirrar firringar sem orðið hefur vart milli Bandaríkjanna og bandamanna þeirra í Vestur- Evrópu. Bandaríkin eru sjálfum sér nóg um flest, en Vestur- Evrópuríkin þarfnast viðskipta við Sovétríkin. Sovétríkin eru, þegar allt kemur til alls, mesta stórveldi Evrópu. Hitt er svo aftur annað mál, hvort nokkurt deilumál austurs og vesturs sé svo illvígt að hugsan- legt sé að það verði tilefni styrj- aldar. Ég fyrir mitt leyti kem ekki auga á neitt slíkt. Hvað íslandi viðkemur erum við sem lús milli tveggja nagla. í þessu valdatafli er hernaðargildi Islands neikvætt, það er að segja að risaveldunum er það mest í mun hvoru um sig, að hitt ráði ekki íslandi. í því sambandi kem- ur mér f hug heimsókn um borð í sovéskt herskip sem kom til Reykjavíkur fyrir nokkrum árum. Þegar kom að þeirri sfgildu spurn- ingu, hvernig skipherranum litist á landið, svaraði túlkurinn fyrir hans hönd venjulegum kurteisis- orðum. Ég skildi aftur á móti það sem hrökk upp úr kapteininum, og það var: ómissandi framvarðar- stöð. Sömu orð hef ég heyrt í Pent- agon, frá öðrum kapteinum og aðmírálum, svo og bandarískum og sovéskum áhrifamönnum. Hernaðarhlutverk íslands er í því fólgið að láta hinar ýmsu stjórnstöðvar NATO vita um ferð- ir og stefnu sovéskra kafbáta, sem leggja á Atlantshafið frá flota- stöðinni við Kolaskaga inn af Hvítahafi. Þeirra verður venju- lega fyrst vart frá leitarstöðvum í Noregi. Keflavíkurstöðin fylgist síðan með þeim í samvinnu við herstöðvar í Skotlandi, Kanada og í Bandarikjunum. Að auki fylgist Keflavíkurstöðin með ferðum sov- éskra flugvéla í nágrenni íslands. Þær flugvélar eru ýmist á könnun- arflugi, eða þá á leið til Kúbu. Á ferðum mínum hef ég séð gnótt kjarnorkuvopna og eld- flauga. Mér er það ánægja að geta fullyrt að sá búnaður sem slíkum tólum fylgir, er hvergi sjáanlegur á Miðnesheiði. Það kom aftur á móti fyrir, áður fyrr, að flugvélar með slík vopn innanborðs milli- lentu í Keflavík, en sá hluti TRIAD-kerfis NATO er nú aflagð- ur. Mér er ennfremur tjáð af heimildarmönnum sem ég tel áreiðanlega að Keflavík sé ekki skotmark sovéskra kjarnorku- eldflauga. 27. apríl 1983, Gunnar Eyþórsson. Cunnar Eyþórsson rar um árabil fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu og starfar nú hjá Menningarsjóði. SVFR mótmælir laxveiðum Fær- eyinga NA af Langanesi VEGNA frétta um laxveiðar Færey- inga norðaustur af Langanesi vill stjórn Stangaveiðifélags Reykjavík- ur mótmæla þessum veiðum og skor- ar á stjórnvöld að hefja nú þegar viðræður við Færeyinga um tak- markanir þessara veiða. Stjórn SVFR telur að með und- irskrift Reykjavíkursamkomu- lagsins um laxveiðar i Atlants- hafi, hafi Færeyingar afsalað sér rétti til veiða utan sinna 200 mílna fiskveiðilögsögu. Stjórn SVFR bendir ennfremur á nauðsyn þess að Landhelgisgæslan fylgist vel með veiðum erlendra fiskiskipa á ofangreindu hafsvæði svo og að staðfesting fáist á því, að Færey- ingar veiði ekki meira en tilskilið aflamagn, sem er 625 tonn á yfir- standandi vertíð. Stjórn SVFR vill einnig benda á, að forsenda þess að vitneskja fáist um fjölda ís- lenskra laxa í afla Færeyinga er sú, að stórauknar merkingar fari fram á íslenska laxastofninum og fjölgað verði eftirlitsmönnum um borð í færeyskum veiðibátum. (Kréttatilkynning) NATO-skjöl á glámbekk London, 5. maí. AP. SCOTLAND Yard og breska varn- armálaráðuneytið rannsökuðu í kvöld hvernig á því stóð, að poki með mikilvægum skjölum frá NATO, merkur „Top secret“, fannst á götu í Lundúnum. Það var bifvélavirki, sem fann pokann í Bermondsey-hverfinu á föstudag. Að sögn talsmanns varnarmálaráðuneytisins reyndist pokinn ekki innihalda nein við- kvæm skjöl, en það breytti ekki þeirri staðreynd, að yfirmenn ráðuneytisins væru mjög óánægð- ir með það gáleysi, sem sýnt hefði verið í þessu tilviki. * i>. * ; (■ 2 mm V NÚ LRU TIL umræðu í borgar- stjórn Reykjavíkur tillögur um breytingu á lögreglusamþykkt borgarinnar. Þessi breyting miðar að því að heimila bifreiðastöður að hluta upp á gangstéttarbrúnum í ákveðnum tilvikum. Gera má ráð fyrir að hér verði um undantekn- ingar að ræða og að jafnframt verði strangt eftirlit haft með því að ekki verði lagt á gangstéttum þar sem slíkt er bannað. Ætlunin er að merkja þær gangstéttir sér- staklega þar sem þetta verður leyft. Bifreiðastöður á gangstétt- arbrúnum hafa viðgengist víða og verið látnar óátaldar, þrátt fyrir að þær séu ólöglegar og hafi í för með sér margháttuð óþægindi fyrir aðra vegfarendur. Hjólreiðamenn hafa nú heimild til þess að nota gangstéttir, svo að ætla má að töluvert hafi þrengt að umferð gangandi manna á þeim. Sérstaklega á það við um þá sem þurfa að komast um með barnavagna og kerrur. Þá má minnast þess að blindu fólki er nauðsyn að notast við gangstéttarbrúnirnar, þegar það notar hvíta stafinn til þess að komast leiðar sinar. Bifreiða- stöður á gangstéttarbrúnum eru því blindu fólki meiri farartálmi en öðrum. Það er ljóst að meðal almenn- ings eru skiptar skoðanir um ágæti þess að heimila bifreiða- stöður á gangstéttarbrúnum. En ef af þessu verður tekst vonandi að koma málum svo fyrir að það heyri til undantekninga að menn leggi bílum sínum á gangstétt- arbrúnum, hvað þá alveg uppi á gangstétt eins og sést á þessari mynd sem tekin var á dögunum á Snorrabrautinni. (Ljósmynd: Jóhannes Long)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.