Morgunblaðið - 07.05.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.05.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1983 13 „Fer ef til vill í skóla í haust“ „Það var hringt í mig og ég var beðin um að taka þátt í keppninni og ég ákvað að vera með.“ Hulda Lárusdóttir er fædd 22. janúar 1965 í Keflavík og alin upp í Njarðvík og vinnur við afgreiðslustörf í fata- og gjafavöru- verslunum þar. „Ég ætla að halda þar áfram í sumar, en fer ef til vill í skóla í haust.“ Helstu áhugamál Huldu eru íþróttir, körfubolti, jassballett og fleira, „annars hef ég áhuga á eiginlega öllu.“ Hulda hefur tekið þátt í sýningum nýstofnaðs tískusýningarhóps í Keflavík, og hún telur að keppnir af þessu tagi eigi fullkomlega rétt á sér og æskilegt fyrir íslend- inga að senda fulltrúa sína á alþjóðavettvang. „Eflir samskipti milli þjóða“ Steinunn Bergmann er fædd á Neskaupstað 2. nóvember 1963 og ólst upp í Reykjavík frá 12 ára aldri. „Ég er að vinna hjá Samvinnutrygging- um, hef verið þar undanfarna tvo mánuði, en er annars að hvíla mig frá námi, ég lauk stúdentsprófi á síðastliðnu ári.“ Steinunn hefur verið með- limur í Módelsamtökunum frá því í september sl. og segir að hún hafi gaman af að fara á skíði, taka þátt í íþróttum og fl. þ.h. „Þeir sem verða í efstu sætunum verða fulltrúar íslands í alþjóðakeppnum og efla þannig samskipti milli þjóða, auk þess má segja að það sé mjög góð auglýsing fyrir landið ef einhver íslendingur vinnur einhverja af þessum alþjóða- keppnum." „Hef áhuga á að læra snyrtingu “ Elín Sveinsdóttir er tvítugur Reykvíkingur, fædd 25. febrúar 1963. „Ég hef áhuga á því að læra snyrtingu og hef fengið skólavist á snyrtiskóla í Frakklandi næsta haust, en í augnablikinu er ég að vinna í Regnbogan- um.“ Elín hefur verið í Módelsamtökunum í rúmt ár og stundað jassball- ett frá því hún var 12 ára. „Ég var á snyrtinámskeiði hjá Heiðari í nóvember sl. en þá spurði hann mig hvort ég vildi vera með í þessari keppni, og ítrekaði það svo aftur nú fyrir skömmu. Ég er eflaust að svala einhverri ævintýraþrá með því að taka þátt í keppninni og finnst gaman að vera með í þessu."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.