Morgunblaðið - 07.05.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.05.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1983 21 Alfreð Flóki opnar sýningu í Listmunahúsinu: Ekki hægt að smjaðra fyrir fegurðinni „Þú spyrd um konuna í myndum mínum. Þetta er hin eilífa kona, drifkraftur allra hluta og það dá- samlegast sem til er á þessari eymdarinnar jarðarkúlu." Alfreð Flóki er kominn heim eft- ir 8 mánaða dvöl í Kaupmanna- höfn. Hann kemur ekki tómhent- ur. í farteskinu eru 40 myndir, flestar unnar í vetur. Þessar mynd- ir eru nú komnar upp á veggi í Listmunahúsinu, Lækjargötu 2, þar sem Alfreð Flóki opnar sýn- ingu klukkan tvö í dag. Blaðamað- ur Mbl. hitti Flóka í vikunni þar sem hann var að vinna við upp- setningu myndanna í Listmuna- húsinu. Konan skipar ennþá veg- legan sess í myndum Flóka, dul- úðleg og brjóstfogur, umlukin slöngum, illfyglum og kynjaverum af ýmsu tagi. Þessi fastheldni Flóka á óvenjuleg mótíf gefur til- efni til að spyrja hann hvort hann meini eitthvað með myndum sín- um. „Ég hef alltaf verið bók- menntalega sinnaður myndlist- armaður. Ég vil gjarnan vikka út sjóndeildarhring fólks. Það hef- ur verið í tísku að afneita frá- söguforminu í myndlist, en ef maður gerir það er alveg eins hægt að afskrifa meiripartinn af heimslistinni. Ég fæ ómögulega skilið hvernig hægt er að komast hjá því að segja eitthvað með mynd. Þó má kannski finna eitthvað af hugsunarlausri myndlist á þessum síðustu og allraverstu tímum, en það er þá einfaldlega vegna þess að þeir menn sem hana skapa hugsa ekki, hafa ekkert heilabú. Hitt er annað mál að ég er sjaldnast að segja einhverja ákveðna sögu í myndum mínum, frekar að gefa eins konar stemmningu. Það er ákveðinn hugmyndaheimur sem liggur að baki myndunum, en þetta er heimur sem ég get á engan máta skilgreint. Ef ég gæti það væri ég trúlega rithöfundur. Það má kannski segja að ég sé að tjá það í myndum mínum sem ég get ekki tjáð í orðum. Svo er það hvers og eins að túlka myndir mínar eftir sínu höfði." — Þetta er þá ekki gallharður symbólismi? Táknar fuglinn, slangan, eggið eða skrimslið ekk- ert sérstakt? „Jú, þetta eru tákn, þetta hef- ur allt ákveðna merkingu í mín- um huga, yfirleitt sömu merk- ingu og finna má í goðsögum. Eggformið er til dæmis tákn al- LisUmaðtirinn með tveimur mynda sinna af konunni eilffu. Morgunblaöiö/Ólafur K. Magnússon. heimsins, alls sem er. Það getur verið fjöregg líka. Nú, Freud gamli sagði að fuglinn, eða gogg- urinn, væri reðurstákn. En fyrir mér táknar hann meira hreyf- ingu, umbreytingar. Þessi fugl er til dæmis oft ég sjálfur, eins konar umbreytt sjálfsmynd. Eins eru allir gömlu ljótu karl- arnir og skrímslin í myndum mínum umformaðar sjálfsmynd- ir. Ekki svo að skilja að ég hafi svona lágar hugmyndir um sjálf- an mig. Þvert á móti. En í þessu kemur fram vanmáttur manns- ins gagnvart fegurðinni, þú get- ur aldrei smjaðrað fyrir fegurð- inni, það verður að nauðga henni!" — ??? „Þú skilur ekki. Það er ekki von, fegurðin er óskiljanleg. Að minnsta kosti er ég ekki maður til að skilgreina fegurðina, hvers vegna eitt er fagurt og annað ljótt. Ég veit það bara að konan er það fegursta sem til er á kúl- unni okkar." í þessu hringir síminn. Flóki mælir sér mót við einhvern klukkan ellefu áregis daginn eft- ir. Svo virðist sem viðmælandi Flóka hafi samviskubit yfir því að skjóta á stefnumóti á þessum tíma dags, því Flóki segir: „Jú, það er rétt, ég legg það ekki í vana minn að rísa úr rekkju fyrir hádegi, en það er allt í lagi í katastrófu tilfellum." Þá minn- ist blaðamaður þess að hafa lesið viðtal við Flóka þar sem hann sagðist vera nátthrafn. „Já, ég fer normalt í bælið fjögur, hálffimm á morgnana. Og ég vinn mikið á nóttunni, sem er kannski skýringin á þeirri næturstemmningu sem ríkir í flestum myndum mínum." — Sumir mundu segja dulúð. „Ef til vill. Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á dulspeki, án þess að ég hafi vérið að praktísera slíka hluti.Ég hef meira lagt mig eftir að stúdera sögu dulspekinn- ar, og það fer ekki hjá því að þess gæti ríkulega í verkum mín- um.“ Það eru þrjú ár síðan Flóki hélt síðast einkasýningu hér á Fróni, en það var í Gallerí Djúp- inu í febrúar 1980. En frá þess- um tíma hefur hann haldið þrjár einkasýningar í Danmörku, 1980 og ’81 í Galerie Passepartout í Kaupmannahöfn, og 1982 í Gal- erie Meyer í Esbjerg. Þá hefur Flóki tekið þátt í fjölda samsýn- inga á þessu tímabili. — Ein spurning í lokin, Flóki. Ertu hér aðeins um stundarsak- ir, eða á að brenna hið fyrsta aftur til Kaupmannahafnar? „Ég er planlaus í augnablik- inu.“ Sýning Flóka í Listmunahús- inu stendur til 23. maí og er opin um helgar frá 14 til 18, en virka daga frá 10 til 18. Lokað mánu- daga. gpa. Má bjóða þér að reynsluaka Við kynnum nýja og notaða Toyota bíla á frábæru verði_ OPIÐ FRÁ KL. 10-16 í DAG. • Sjón er sögu ríkari • Reynsluakstur er enn betri d\á^ ve\\a TOYOTA P. SAMÚELSSON & CO. HF. UMBOÐIÐ NÝBÝLAVEGI 8 KÓPAVOGI SÍMI 44144

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.