Morgunblaðið - 07.05.1983, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.05.1983, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1983 c )W3 Unlvtfnl Pmi tywálciH Sml „H\/e ofi Hef ég scx<yt þér setja. &klcl lcxppirncir upp d. borðiö ?“ Así er ... io é ... að eífira eiw- hvern sem hœgt er aö líta upp til. TM Raq. U.S. P»t. Ott -aB rlQhts rasarvad •1982 Loa Angalaa Tlmaa Syndicale InnbroLsþjófur? — Sæktu ’eiði- jakkann skotbeltið og tvíhleypuna! Kr þér það á móti skapi að ég fari á bingókvöld? Skaðlegri en jafnvel verstu málfræðivillur Frumstæð hugsunarvilla (iuAmundur Magnúmon. umsjón- I armaður Helgar-Timans, skrifar | 26. aprfl: Að mér er vikið i nafnlausu I hréfi f Velvakanda þnðjudaginn | 26. april sl. t»ar segir orðrétt .önnur villa, reyndar ein af I þúsund ( löngum greinaflokki, var f Timanum á sunnudaginn, þar I sem Guðmundur Magnússon, sem I stundum skrifar i Velvakanda, var lað halda þvf fram að „Félag Ný- l»orsteinn Guðjónsson skrifar 1. maí: „í einni málsgrein sá ég aldregi fleiri falska stafi. Guðmundur Magnússon hjá Helgartímanum, sem heldur að ég skrifi nafnlaus bréf, segist í Vel- vakanda 30. apríl hafa skrifað í blað sitt á þessa leið: „Helgi heitinn Pjeturs (svo) gerði hinar reyfaralegustu upp- götvanir um eðli lífsins í draum- um sínum, og m.a. á þeim grund- velli hefur Félag Nýalssinna reist kenningar sínar um lífsambönd við aðrar stjörnur." Félagið er höfundur kenninganna. Sú er full- yrðing Guðmundar Magnússonar, og hann hefur margendurtekið hana, sífellt með sömu orðum, hér og þar, svo að hann hlýtur að vera í meira lagi ánægður með hana. Enda segir hann nú: „Þessi setn- ing er góð og gild íslenzka" (!). — Það er bezt að vera ekki að fara út í málfræðilega smámuni eins og þá, að tilvitnun hans í heild kall- ast málsgrein en ekki setning. En hitt er alvarlegra, að greinarhöf- undur virðist ekki hafa minnstu hugmynd um hvað vísindaleg og heimspekileg kenning er eða hvernig hún verður til. En um náttúruvísindamann þann „heitinn", sem greinarhöf- undur nefnir — en kann þó ekki að stafsetja nafn hans rétt — segir hann að sá hafi „gert uppgötvanir í draumum sínum". Sú er hin önn- ur fullyrðing ritstjórans, og hún býsna athyglisverð. Lengra kemst hann varla með það að sanna, að hann hefur aldrei lesið, eða a.m.k. enga tilraun gert til að skilja það, sem hann þykist þó bær að dæma og skrifa um. — Hvernig skyldi þá vera með aðrar vísindauppgötvan- ir sama náttúrufræðings, eins og t.d. þá, að verulegur hluti af bergstafla íslands er frá ísalda- tímabilinu og að ísaldirnar voru margar en ekki ein? Voru þær „gerðar í draumi" — eða hvað? — Þessi undirstöðuuppgötvun í jarðfræði íslands, eins manns verk, var gerð með samskonar hugarstarfi, samanburði og grein- ingu og uppgötvun sama manns um eðli drauma síðar. Og henni hefur hingað til ekki verið hrundið með „reyfaralegum" sleggjudóm- um. Einn af beztu kostum íslenzk- unnar er sá, hve auðveldlega hún kemur upp um það, ef röng og óvönduð hugsun býr að baki orð- unum. Menn ættu að æfa sig í að taka eftir þessu, með fullri gát og dómgreind. En skóladæmi um þess konar hugsanavillur, sem eru skaðlegri en jafnvel verstu mál- fræðivillur, er hin margtilvitnaða eftirlætismálsgrein ritstjóra Helgartímans." Látum Smokie- hneykslið ekki endurtaka sig Gamall poppari skrifar: „Kæri Velvakandi. Ég var að lesa það í blöðunum, að listahátíðarnefnd væri að at- huga möguleika á að fá Duran Duran, Iron Maiden eða The Shad- ows á næstu listahátíð. Ér er alveg gáttaður. Á að fara að endurtaka Smokie-hneykslið? Er listahátíð- arnefnd búin að gleyma upphaf- legum tilgangi listahátíðar? Það skal tekið fram, að ég hef enga fordóma gagnvart þeim hljómsveitum, sem nefndar hafa verið hér að framan. Þær geta Frank Zappa Bruce Springsteen bara á engan hátt talist verðugir fulltrúar popptónlistar ársins 1984. Langt í frá. Engin þessara hljómsveita nær því að vera virt og vinsæl á breiðum grundvelli né heldur að hún spili dæmigerða nútímamúsfk. Duran Duran og The Shadows spila 25 ára gamalt skallapopp og Iron Maiden spila 15 ára gamalt bárujárnsrokk. Ef listahátíðarnefnd hefur áhuga á pottþéttu poppnúmeri, þá Askorun Nökkvi Elíasson, Sauðárkróki, skrifar: „Ég ætla mér að ítreka áskorun þá er birtist i Velvakanda síðast- liðinn laugardag, frá stuðnings- mönnum hljómsveitarinnar „Iron Maiden" til listahátíðarnefndar, þess efnis að fyrmefnd hljómsveit komi hingað til lands sumarið ’84. Hvernig væri nú að gera okkur þungarokkurum einhverntíma til geðs? Ég veit ekki til þess að þungarokk hafi verið spilað opin- berlega hér á landi (nema þá helst David Bowie getur hún valið á milli snill- inganna David Bowie, Brian Eno, Kraftwerk, Peter Gabriel, Frank Zappa, Bruce Springsteen, Manfred Mann og jafnvel Lindsay Cooper. Það mætti líka gefa gaum að uppgangi reggae-tónlistarinn- ar. I því sambandi dettur mér helst í hug Black Uhuru og Linton Kwesi Johnson. Að lokum langar mig að geta þess, aö listahátíðarnefnd hefur oft tekist vel upp við val á poppt- ónlistarmönnum. Má þar benda á Led Zeppelin 1970, Clash 1980 og Human League 1982. Þessar hljómsveitir voru allar verðugir fulltrúar síns tíma, þótt það megi e.t.v. til sanns vegar færa, að Ego hafi verið miklu betri en Human League í Höllinni. Smokie-hneykslið var hins veg- ar ægilegustu mistök, sem lista- hátíðarnefnd hefur lent í. Látum slíkt ekki endurtaka sig.“ ítrekuð f útvarpi) sfðan Deep Purple heim- sótti okkur árið 1972. Eða hvað?“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.