Morgunblaðið - 07.05.1983, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1983
Vandaðir bílar til sölu
Opið á laugardögum frá kl. 10—6.
Ármúla 7, sími 81588.
Mercedes Benz
Árg. 1980 280 SE
Arg. 1979 280 E
Árg. 1979 250
Arg. 1978 280 S
Árg. 1978 280 SE
Árg. 1977 250
Árg. 1976 280 SE
Höfum nú á lager okkar
landsþekktu einfasa rafmótora,
meö tilheyrandi rofabúnaói.
Stæróir: 10-18 hö.
Rakaþéttir.
Bændum er ráólagt aó senda
inn pantanir sem fyrst.
VÉIADEILD SAMBANDSINS
Ármúla 3 fíeykjavík MÚLAMEGIN ) Sími38900
SUG-
ÞURRKUNAR
MOTORAR
Tæknilegar upplysingar
Steinsteypa er blanda af sandi, möl, sementi, vatni og íblöndunarefnum, er hafa bætandi
áhrif á steypuna. Steinsteypa er flokkuð niður í brotþolsflokka eftir styrkleika. Algengustu
brotþolsflokkar eru í röð eftir vaxandi styrkleika S-120, S-160, S-200, S-250 og S-350, en
þessi flokkun táknar 28 daga brotþol 15 x 30 cm sívalninga, sem steyptir eru úr viðkomandi
steypublöndu. í venjuleg hús er S-200 algengast.
Þykkleiki steinsteypu er mældur eftir því hversu marga cm sérstök keila úr blautri steypu
sígur þegar mótið er fjarlægt. Því hærra sem sigmálið er, því þynnri er steypan. Venjuleg
tregfljótandi steypa er með sigmáli 5-10 cm , þunnfljótandi með meira en 20 cm sigmáli.
Steypan verður því þynnri sem meira vatni er bætt í hana. Of mikið vatn í steypu hefur
skaðleg áhrif. Aldrei skyldi setja meira vatn í steypu, en minnst verður komist af með.
I steinsteypu er blandað ýmsum efnum til að breyta eiginleikum hennar. Loftblendi- og
þjálniefnið H-Loft frá Woermann er sett í alla steypu frá Steypustöðinni hf til að auka
veðrunarþol steinsteypunnar, draga úr vatnsþörf og auðvelda niðurlögn hennar.
Flotefni eru sett í steypuna, þar sem steypan þarf að vera fljótandi, léttfljótandi eða
þunnfljótandi við niðurlögn, eða þar sem þarf að fá slétta áferð á steypufleti, án þess að
þau veiki hana, eins og verður við þynningu með vatni.
Eftir ítarlegar samanburðarrannsóknir á hinum ýmsu efnum mælir Steypustöðin hf með
flotefninu Flot 78.
Steinsteypan er burðarás mannvirkisins. Gæta verður vel við niðurlögn steinsteypu að
ekki myndist göt í veggi eða að steypa skilji sig og myndi malarhreiður. Vandið til allrar
meðferðar steinsteypu.
Alkalískemmdir
í þeim mannvirkjum á Reykjavíkursvæðinu, sem notuð hefur verið möl og sandur úr
Hvalfirði hefur borið á skemmdum í steinsteypu, vegna efnabreytinga er eiga sér stað milli
sementsins, saltsins og steinefnanna.
Kísilsýraísteinefnunum myndar meðalkalíumsementsinsog saltsins kísilsýruhlaupsem
sprengir steypuna. Til að koma í veg fyrir slíkar skemmdir hefur kísilryki verið bætt út í
sementið, og notkun óvirkra steinefna verulega aukin í samræmi við niðurstöður rannsókna
er Steinsteypunefnd hefur látið gera. Steypustöðin hf hefur ávallt notað og haft á
boðstólum óvirk steinefni.
Steinsteypukaup
Sú hugmynd að dreifa steinsteypu með bifreiðum frá blöndunarmiðstöð þróaðist í
Bandaríkjunum og fyrst slíkra stöðva ÍEvrópu.Steypustöðin hf varreistá Islandiárið1947.
Steypustöðin hf býður húsbyggjendum þjónustu sína. Við reynum að fullnægja óskum
viðskiftavinaokkareftir bestu getu. Skrifstofa okkar er við mynni Elliðaánna að Sævarhöfða
4. Sími okkar er 33600. Hafið samband við einhvern eftirtaldra aðila: Jón Ólafsson
skrifstofustjóra, Svein Valfells verkfræðing, Halldór Jónsson verkfræðing.
Steinsteypupantanir
Verkstjóri okkar, sem tekur við steinsteyþupöntunum.heitir Ottó Gíslason, s. 36470 eða
33600. Steypu þarf helst að panta með nokkrum fyrirvara þar eð hana þarf að framleiða
um leið og hún er afhent.
Steypustöðin hf tekur að sér að sjá um pöntun á steypudælu eða krana, ef annars er
ekki óskað.
SÆVARHÖFÐA 4, PÓSTHÓLF 245, 105 REYKJAVÍK, SÍMAR: 33600 - 34845 - 36470