Morgunblaðið - 07.05.1983, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 07.05.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1983 39 fólk í fréttum Koo hefur óöur haft Anthony Andrews eem mótleikara en nú hefur hún fengió annan ekki síöur seiómagnaöan. Koo sem ung og ófrísk brúdur + Þegar þaö fréttist aö leikkonan Koo Stark væri eitthvað viðriöin Andrew prins barst henni fjöldinn allur af tilboðum um hlutverk en þaö er fyrst núna, sem Koo hefur ákveöiö aö koma fram á nýjan leik. Aö þessu sinni í sjónvarpinu. Mánudaginn 9. maí veröur í breska ríkissjónvarpinu, BBC 2, heilmikil dagskrá um vídeó, sem standa mun allt kvöldið. Þar veröur frægt fólk tekiö tali, t.d. Orson Welles og Mel Brokks, en meöal annars efnis veröur dálítill leikþáttur um vídeó og þau tök sem þaö getur náö á fólki. Þaö er þá, sem Koo kemur til skjalanna. Koo á aö fara meö aöalhlutverkiö og leika unga, ófríska stúlku, sem ætlar aö fara aö ganga í þaö heilaga og giftast — vídeói. Brúökaupiö veröur haldiö meö pomp og pragt, brúðarkjóll, vöndur og vandamenn en brúöguminn sem sagt af dálítiö óvenjulegri gerö. + Leikkonan Katherine Helmond, sem fleiri kannast viö sem Jessicu í Lööri, er nú aö byrja aö leika í nýjum sjónvarpsmyndaflokki.sem heitir „Hliö viö hliö“. Þar leikur hún miðaldra konu sem gerist sölu- maöur til aö hafa ofan af fyrir sér og sínum. + Fimm nautshúðir þurfti til áður en skórin var fullsaumað- ur. Hann er 2,3 metrar á lengd og 1,8 metrar á hæð og er til sýnis á austurrískri skóvöru- sýningu í Vestur-Þýskalandi. Skórinn er einnig verðlaun, sá, sem getur upp á skóstærðinni, má taka hann heim með sér. Hver skyldi nú rétta stærðin vera? 250? 300? 400? COSPER — Amma mín er heimsmeistari í þungavigt — þó hún geti ekki boxaö. TUDOR NÁMSKEIÐ Dagana 16. —17. maí höldum við námskeið í með- ferö og vali á rafgeymum. Námskeiðið er einkum ætlaö þeim sem þurfa að umgangast rafgeyma sem notaðir eru í viðvörun- arkerfum, neyðarkerfum og slíku, ásamt lyftara- rafgeymum. Aukin þekking á rafgeymum, hvernig þeir starfa og j hvernig á að viðhalda þeim, tryggja hámarksend- i ingu þeirra. Missið ekki af þessu einstæða tæki- færi og látið skrá ykkur strax. Nánari upplýsinqar í síma 84160. Laugavegi I80 sími 84I60 Sérhannaðar fyrir hestamenn Félög hestamanna geta íengið peysur með íélagsnöínum sínum á t.d FÁKUR - GUSTUR - SÖRLI, og 1 þeim litum sem óskað er. Lágmarkspöntun er 10 stk. ESTAMAÐURINN Serverslun fyrir hes.amenn Airmula 4. simi 81146 SPUNNIÐ UM STALÍN eftir MATTHÍAS JOHANNESSEN ismans. Ó-nei! Eins og Stalín muldi undir sig Grúsíu. Öll Sovétríkin! En nú fyrst er hann farinn að hugsa út fyrir landamærin. Stjórnast af hugsunum Trotskys, dauðum. Fyllist af ástríðufullri löngun hans í heimsbyltingu. En hinir gátu ekkert, allra sízt Trotsky. Yfirlætisfull sjálfsánægja andvaraleysisins upp máluð. Zinoviev? Taugaveiklaður og fordekraður heimilisköttur Lenins, ekkert meir! Öxin og jörðin geyma þá bezt. Eða Búkhar- in? Ekki kunni hann sitt fag betur en þeir. Hann ætlar jafnvel að afmá minningu þeirra. Þeir voru eins og dýr, sem hurfu af eðlishvöt inn í dauðann. Það var eiginlega Trotsky, sem felldi Zinoviev og Kamenev með skrifum sínum á þriðja áratugnum og sýndi fram á hik þeirra í byltingunni. Ekki hann, hcldur Trotsky! Þeir voru aldrei góðir leninistar. Og Trotsky sjálfur alltaf upp á kant við flokkinn. Hafði hann ekki reynt að sýna þeim langlund- argeð, en án árangurs? Hafði hann ekki alltaf gætt þess að vera miðjumaður? Hann einn stóð eins og klettur í fjör- brotum hikandi hálfhuga, mátulegt á þá hina að sitja uppi með það eitt að kroppa augun hver úr öðrum. Stalín er ánægður með að hafa haft óumdeilanleg áhrif á framvindu sögunnar. Hann er marxisminn holdi gerður, hvorki meira né minna. Og söguleg þróun krefst fórna. Það er óumflýjanlegt. Hann hugsar um Nadya, enn einu sinni. Og hvernig honum datt aldrei í hug að bregðast sínu sögulega hlutverki: Þú verður að hjálpa henni, sagði hún við hann, þegar vinkona hennar og starfsmaður Kommúnistaflokksins, Mossína, var handtekin fyrir njósnir og send í vinnubúð- irnar no. 7 við Kotlas. En Stalín sagði áhugalaus og yppti öxlum: Ég tek aldrei fram fyrir hendurnar á Yagoda. Þá varð Nadya æf. Og þau rifust af heift. Þau rifust oft út af Mossínu. Stalín sagði, að Nadya væri móðursjúk. Kannski geðveik? Hún hótaði að fremja sjálfsmorð. Að- vörun, sem hann tók ekkert mark á. í 1984 snýst allt um það, að Winston hætti að elska Júlíu. Þá fyrst getur hann elskað Stóra bróður, þegar hann afneitar henni; þegar hann selur hana í hendur hugsanalögreglunni. Stalín veit nú, að það var söguleg nauðsyn, að Nadya fremdi sjálfsmorð. Að öðrum kosti hefði hann orðið að framselja hana í hendur öryggislögr- eglunnar. Hún var orðin óvinur ríkisins um það er lauk. Örlög Polínu voru góð miðað við það hlutskipti, sem hefði beðið Nadya. Ef hann hefði ekki framselt hana og hætt að elska hana, hefði hann glatað sjálfum sér. Hún hvarf úr lífi hans á þann eina hátt, sem var viðunandi. Sagan þckkir mörg dæmi þess að menn hafi fórnað mök- um sínum og afkvæmum fyrir kenninguna. Hvað um Yakov? Stalín hefði einnig orðið að fórna Nadya, ef hún hefði ekki sjálf bundið enda á líf sitt. En fyrir bragðið hefur hann getað haldið áfram að elska hana. Nú fagnar hann þessum málalokum. Þau eru nauðsyn sögulegrar efnishyggju. En Svetlana er of lík móður sinni. Af því hefur hann áhyggjur. Mossína var skotin um það leyti, sem Trotsky var sendur í útlegð. Ekki var hægt að skjóta hann þá, eins og hann átti mikið undir sér. Það hefði verið ofmikið af því góða gagnvart þeim hluta þjóðarinnar, sem enn hugsaði aðrar hugsanir en hann sjálfur. Og Mossína hvarf inn í nafnlausa mergðina og fylgdi henni inn í dauðann, eins og blóðugur dagur hverfi í myrka skugga vesturhiminsins. 29 Áttu *ið þú haldir aö gamli Skeggi farí aft torkenna þér? Solzhenilsyn: l»an IVnisótilz. Stalín er einn með hugsun sinni. Það eru fleiri. Um allan heim. Um öll Sovétríkin. Um alla Síberíu, sem hann ætlar að breyta í blómlegt land. Af holdi og mannabcinum, af hvaða áburði sem er, skal þessi ófrjósama jörð fæða af sér korn og grös. Sögulcg efnis- FRAMHALD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.