Morgunblaðið - 07.05.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.05.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1983 UM HELGINA verdur ( Tónabæ sýningin TÍSKAN SUMAR ’83. Þetta er fyrsta tískusýning sinnar tegundar sem haldin er með þess- um hætti hér á landi, en að henni standa allar helstu tískuverslanir í Reykjavík. Sýningin TÍSKAN SUMAR ’83 er opin öllum, og stendur yfir laugardag og sunnudag frá kl. 13-23. Myndirnar eru frá opnuninni í Tónabæ í gær. MorgunblftAið/ KÖE. Bílasöludeildin er opin frá kl. 1 Nýir og notaöir bílar til sýnis og sölu Mæðrastyrksnefnd Kópavogs: Kaffisala í Félagsheim- ili Kópavogs Mæðrastyrksnefnd Kópavogs heldur að venju hátíðlegan Alþjóða mæðradaginn, sem er annan sunnu- dag í mái ár hvert, nú 8. maí, með merkjasölu, veislukaffi og sýningu á grafik-verkum Ásdísar Sigþórsdótt- ur, og eru nokkur verkanna til sölu. Mæðrastyrksnefnd starfar á vegum Kvenfélagasambands Kópavogs, sem er samband fjög- urra félaga: Kvenfélags Kópavogs, Freyju, félags framsóknarkvenna, Eddu, félags sjálfstæðiskvenna og félags Alþýðuflokkskvenna. Mæðrastyrksnefnd starfar allt árið, og þótt flestir styrkir séu veittir í desembermánuði, aðstoð- ar nefndin fjölskyldur í erfiðleik- um hvenær sem er á árinu. Það er reynsla nefndarinnar að mikil þörf er fyrir svona starfsemi, sem ekkert opinbert tryggingakerfi gæti annað svo fljótt sem þörf er á. Þess vegna treystir nefndin á bæjarbúa að kaupa Mæðramerkið og koma í kaffið, sem verður í Fé- lagsheimili Kópavogs 2. hæð, kl. 15. og styrkja gott málefni á hin- um Aiþjóðlega mæðradegi, 8. maí. Höföar til .fólksí öllum starfsgreinum! Þaö sem okkur bráövantar nú eru: ^ HJÓLHÝSI HJOLHYSI HJOLHYSI Nú fer tími hjólhýsanna í hönd, sumarleyfi og stuttar feröir út á landsbyggöina, viö höfum kaupendurna aö hjólhýsunum bíöandi í löngum rööum, og allt selst á augabragöi. Vantar hjólhýsi Mustang 475-TU Ármúli 7, sími 81588.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.