Morgunblaðið - 07.05.1983, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.05.1983, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1983 + Ástkær móöir okkar, tengdamóöir og amma, ÞÓRLEIF STEINUNN MAGNÚSDÓTTIR, Lyngholti 8, Keflavík, lést í Landspítalanum 5. mai. Börn, tengdabörn og barnabörn. In memoriam: Arni Jónsson Flankastöðum + Faðir okkar, tepgdafaðir, afi og langafi, GEORG J. ÁSMUNDSSON, Miöhúsum, Breiðuvíkurhreppi, Snæfellsnesi, andaöist þann 6. maí 1983. Börn og tengdabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóöir og amma, ARNDÍS BENEDIKTSDÓTTIR, Norðurbrún 1, lést í Hafnarbúöum 5. maí. Benedikta Sigmundsdóttir, Júlía Einarsdóttir, Kóri Guðmundsson, Freygerður Pálmadóttir, Sigurgeir Þorkelsson og barnabörn. Fæddur 23. desember 1889 Dáinn 29. aprfl 1983 í dag er kvaddur hinstu kveðju í Útskálakirkju elsti borgari Rosmhvalanesshrepps, föðurbróð- ur minn, Árni Jónsson á Flanka- stöðum á Miðnesi, en hann andað- ist á heimili sínu aðfaranótt hins 29. apríl sl. 93ja ára að aldri. Hann lauk sinni hértilveru á þann sama rólega og fáskipta hátt sem hann hafði lifað á sinni löngu ævi, frjáls og óháður jafnt í efnalegum og andlegum skilningi. Ósnortinn af þeim reginbreytingum á lífsvenj- um og þjóðháttum, sem yfir gengu á ævi hans, lifði hann athugull og vakandi en tilbúinn að tileinka sér það þeirra, sem honum þótti falla í, og til bóta verða í sinn lífsvenju- ramma. Árni Jónsson fæddist á Flanka- stöðum á Miðnesi á Þorláks- messudag árið 1889, sonur hjón- anna Jóns Þórarinssonar og Hall- dóru Ásgrímsdóttur, en þar var Jón ásamt Þórarni Andréssyni út- vegsbóndi. Þannig var Árni kom- inn af útvegsbændum í föðurætt en Halldóra móðir hans var úr þeim fjölmenna hópi, sem til Suð- urnesja fluttist á þeim tímum úr Skaftafellssýslum. Til fimm ára aldurs var hann með foreldrum sínum og tveim eldri systkinum á Flankastöðum, þá hafði faðir hans lagt í aukin útgerðarumsvif, en uppskar á næstu vertíð aflabrest og þar með hafði spilið tapast og fjölskyldan flutti að Vallarhúsum í sömu sveit og þar fæddist yngsti bróðir Árna, Ingibjörn. Ekki var þó mótlæti fjölskyldunnar úr sögunni þótt á annan bæ væri komið, því innan fimm ára leystist heimilið upp í eitt ár, meðan húsráðendur fara sitt í hvora áttina til að vinna fyrir byggingu tómthúss, sem Móöir okkar. + KRISTÍN PÁLSDÓTTIR, sem lést 2. maí sl., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 10. maí kl. 15.00. Ragnhildur Valgeröur Johnson, Sigurjón Pétur Johnson, Birgir Karel Johnson. + Eiginkona mín og móðir okkar, PETRA GRÓA KRISTJÁNSDÓTTIR, Skaröshlíð 11, Akureyri, andaöist í Fjóröungssjúkrahúsi Akureyrar 27. apríl. Jaröarförin hefur farið fram. Hannes Halldórsson og börn. T Eiginmaður minn. JÓN JÓNSSON Móöir okkar. fró Reykjum, ÓLAFÍA SIGURÐARDÓTTIR, Miöfirói, lést á Hrafnistu fimmtudaginn 5. maí. andaöist á sjúkrahúsinu á Hvammstanga 6. maí. Fyrir hönd barna og annarra ættingja, Aöalheiöur Ólafsdóttir. Rafn A. Pétursson. + KAMMA JENSEN áöur til heimilis aö Sóleyjargötu 7, Reykjavík, lést i Danmörku 1. maí sl. Fyrir hönd vandamanna, Hjördís Þorgeirsdóttir. + Eiginkona mín, SIGRÍOUR DAGMAR JÓNSDÓTTIR, Rauöalæk 22, Rvík, lést í Landspítalanum fimmtudaginn 5. mai. Jaröarförin veröur auglýst síðar. F.h. barna og annarra vandamanna, Haraldur Ágústsson. + Hjartanlegar þakkir færum viö öllum sem sýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát og jaröarför, ÓLÍNU HÓLMFRÍÐAR SIGVALDADÓTTUR frá Syöri-Á, Ólafsfiröi. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks aö Kristnesi og Horn- brekku. Jón Árnason, Ingibjörg Guömundsdóttir, Ingi Viöar Árnason, Katrín Siguröardóttir, Árni Helgason, Sigurbjörg Ingvadóttir og barnabörn. + Eiginmaður minn, faöir og afi, ÍVAR ÞÓRDARSON frá Arney, lést fimmtudaginn 5. maí aö Hrafnistu. Jarðarförin auglýst síöar. Sigrún Guóbjörnsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Innilegar þakklr fyrir auðsýnda samúö og hlýhug vlö andlát og útför okkar elskulega sonar, bróður, dóttursonar, sonarsonar og frænda, GUÐMUNDAR EINARSSONAR, Skálholtsbraut 5, Þorlákshöfn. Guö blessi ykkur öll. Foreldrar, systkini, afi, ömmur og aðrir áatvinir. + Eiginkona mín, SVEINSÍNA JAKOBSDÓTTIR, Hlíðarvegi 20, ísafiröi, lést í sjúkrahúsinu Isafiröi þann 5. maí. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna. Óli Pétursson. + Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur, afa og bróöur, ÓSKARSJÓNSSONAR frá Holti, Fáskrúösfiröi. Einnig þökkum viö starfsfólki á deild 2-B Landakoti, fyrir frábæra umönnun í veikindum hins látna. Oddný Þórormsdóttir, Stefán Óskarsson, Arndís Óskarsdóttir, Páll Óskarsson, Jóna B. Óskarsdóttir, Sonja Berg, Sigríður Jónsdóttir, Þóra Jónsdóttir, og barnabörn. Víglundur Gunnarsson, Sverrir Sigurösson, byggt er að árinu liðnu á Garð- skaganum og kallað Sléttaból, en nú eru rústir einar. Þeim Árna og Ingibirni var komið í fóstur á ná- lægum bæjum í Garði og var þá Árni 10 ára gamall og farinn að róa á árabátum og vinna þannig fyrir sér. Ég hefi skynjað að á þessum þrengingartímum bræðranna hafi myndast með þeim sterkt sam- band gagnkvæmrar hjálpar og samheldni, sem æ síðan helst órof- ið. Sömuleiðis hafi þá strax vakn- að hjá þeim löngun og óbilandi vilji til þess að taka aftur upp þráðinn, þann sem faðir þeirra varð að sleppa á Flankastöðum aflabrestsárið, og árið 1916 kaupa þeir bræður síðan aftur Flanka- staði og áttu þar báðir heimili æ síðan og fylgdu jarðirnar Fitjar og Kirkjuból á eftir, ásamt parti úr Bæjarskerjalandi, en þar hafði langafi þeirra búið fyrrum. Samvinna þeirra var með fá- gætum, þótt ólíkir væru á margan hátt. Það sem á skorti hjá öðrum með ódrepandi kjarki, vilja og harðfylgi, það bætti hinn upp með jafnaðargeði, iðni og vinnusemi. Þannig náðist bernskuásetningur- inn; efnahagslegt sjálfstæði undir þeim boðorðum sem ríkust áhersla var lögð á á bernskuheimili mínu: Aldrei að skulda meira en hægt er að standa við það sem lofað er, því alltaf geta komið aflabrestsár. í dag þakka ég Árna föðurbróð- ur mínum samfylgdina, þakka fyrir dyggilega stoð og trú- mennsku við fjölskyldu mína. Þakka hvatningar og uppörvun og hjálp á skólaárum mínum þá er vasapeninga títt skorti. Ég kveð fágætan frænda, gaml- an herbergisfélaga og vin og bið honum guðs blessunar. Ólafur Ingibjörnsson Syntu 75 kfló- metra í mara- þonsundinu „Maraþonsundið tókst alveg Ijóm- andi vel,“ sagði Markús Einarsson, framkvæmdastjóri fþróttasambands fatlaðra f samtali við Morgunblaðið. Sambandið gekkst fyrir maraþonsund- keppni í sundlauginni í Sjálfsbjargar- húsinu til að vekja athygli á norrænni trimmkeppni fatlaðra, sem stendur nú yfir, út maí-mánuð. Að sögn Markúsar voru syntir 75 kílómetrar frá klukkan 18 á laugar- dag til klukkan 18 á sunnudag. Sam- tals tóku 67 þátt í sundinu og var alltaf einhver syndandi í lauginni. Jafnframt því sem sundinu var ætlað að vekja athygli á trimm- keppninni, var það fjáröflunarleið fyrir íþróttasamband fatlaðra. End- anlegt uppgjör liggur ekki fyrir en búist var við að afraksturinn næmi um 50 til 70 þúsund krónum. „Trimmkeppnin er komin á fleygi- ferð um land allt,“ sagði Markús, en keppnin er með ýmsu sniði. Þá er á dagskrá að efna til þriggja göngu- daga í sambandi við keppnina seinna í mánuðinum. Wterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.