Morgunblaðið - 07.05.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1983
15
stigin út úr málverki, festuleg og
búin þeim glæsileik sem nauð-
synlegur er. Það eina sem finna
mætti að túlkun hennar er að á
köflum talar hún oft lágt svo að
röddin nær ekki nógu vel fram í
salinn. Þetta er auðvitað aðeins
tæknilegur galli sem auðvelt er
að bæta úr.
Steindór Hjörleifsson er
venjulega í essinu sínu í skap-
miklum og lifandi hlutverkum,
en hér glímdi hann við persónu
sem ekki fer mikið fyrir og stillir
skap sitt meira en góðu hófi
gegnir. Hinn kulnaða menning-
armann á bak við gervið sýndi
Steindór ágætlega, en ekki var ég
alveg sáttur við persónugerðina
því að einstaka sinnum brá fyrir
stirðleika og jafnvel meiri utan-
veltuhætti en gert er ráð fyrir.
Þorsteinn Gunnarsson er með
afbrigðum snjall leikari og túlk-
un hans á H.C. Andersen var
með ólíkindum. Hann var mjög
líkur fyrirmyndinni eins og við
þekkjum hana af myndum, en
lagði á stöku stað of ríka áherslu
á aulaskapinn. Þegar á heildina
er litið var hér um mjög sann-
færandi persónusköpun að ræða
og fékk Þorsteinn greinilega
hljómgrunn meðal áhorfenda. Á
það skal minnt að þrátt fyrir
daupurleik Úr lífi ánamaðkanna
er verkið fyndið og skemmtilegt,
oft á við besta gamanieik. Það
var ekki síst Þorsteinn Gunn-
arsson sem lét áhorfandann með-
taka þessa hlið verksins.
Margrét Ólafsdóttir er sú
gamla, ávallt viðstödd, en ekki
alltaf ljóst hvað hún er að gera
þarna í hjólastólnum. Mátti hún
ekki eins vakna til lífs í samræð-
um Johanne Louise og Anders-
ens? Þetta er líklega smekksat-
riði, en vekur samt efasemdir.
Leikmynd Steinþórs Sigurðs-
sonar færir okkur heim gamlar
stofur eins og þær hafa löngum
verið verið í Kaupmannahöfn.
Upphaf og lok verksins sem birt-
ir eins og í fjarska fjölskyldu-
málverk frá 1856 ber vitni mark-
vissri samvinnu Steinþórs og
Daníels Williamssonar sem er
höfundur lýsingar.
Þýðing Stefáns Baldurssonar
var áheyrileg og leitaðist þýð-
andi farsællega við að koma til
skila sparimáli persónanna og
því hversdagslega málfari sem
þær grípa til þegar grímurnar
falla og sársaukablettirnir af-
hjúpast.
Sýning Leikfélags Reykjavíkur
á Úr lífi ánamaðkanna er einn
mesti viðburður þessa leikárs og
þótt lengra væri leitað. Eftir er
aðeins að óska sýningunni lang-
lífis og gleðjast yfir þeim metn-
aði sem hún er dæmi um.
Jóhann Hjálmarsson.
Nú er einstakt tækifæri
til að eignast nýjan
BMW
Við seljum síðustu bílana af BMW
árgerð 1982 á ótrúlega hagstæðu verði
BMW 315
BMW316
Verö nú kr. 264.500.-
Annars kr. 305.000.-
Verö nú kr. 291.000.-
Annars kr. 353.000 -
BMW 318 i
BMW 320
Verö nú kr. 316.500.-
Annars kr. 386.000.-
Verö nú kr. 346.500.-
Annars kr. 432.000.-
BMW518
Verö nú kr. 347.000.-
Annars kr. 415.000.-
BMW 520 i
Uppseldur
Annars kr. 484.000.-
Missið ekki af þessum hagstæðu kaupum, og tryggið ykkur bíl sem fyrst.
Seljum nýja og notaða bíla laugardaga kl. 1-5.
KON 11Ð OG REYNSLUAKIÐ BMW 518.
KRISTINN GUDNASON Hl. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633
VINNINGARNIR
ERU ÞESS VIRÐI
4 TALBOT SAMBA
SAMBA
KOR LANGHOLTSKIRKJU