Morgunblaðið - 07.05.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MAÍ
19
Nýi tónlistarskólinn:
Fimm nemenda-
tónleikar á
fimm ára afmæli
FIMM opinberir nemendatónleikar
eru í tilefni 5 ára afmæli skólans.
Samspils- og einleikaratónleikar
verða fyrstir í dag, laugardaginn 7.
maí kl. 5 síðdegis, og fara fram í
skólanum.
Ljóða og óperutónleikar verða í
skólanum sunnudaginn 8. maí kl.
5. Þar verða fluttar aríur og dúett-
ar úr þýskum og ítölskum óperum,
einnig ljóðasöngur og þ.á m. ljóða-
flokkurinn „Frauenliebe und Leb-
en“ eftir R. Schumann.
Hljómsveitar- og einleikstónleikar
verða að Kjarvalsstöðum þriðju-
daginn 10. maí kl. 20.30. Auk
hljómsveitar koma þar fram
nokkrir ungir einleikarar skólans
á ýmis hljóðfæri og ung söngkona
syngur með hljómsveitinni aríu
Orfeusar „Chefaro senga Euri-
dice“ úr óperunni Orfeus og Euri-
dís eftir Gluck. Frumflutt verða tvö
verk á þessum tónleikum. Annað
verkið er eftir Gunnar Reyni
Sveinsson og nefnir hann verkið „í
dýragarðinum" og er skrifað fyrir
strokhljómsveit skólans. Hitt
verkið er eftir Ragnar Björnsson
og er svíta í fimm þáttum skrifuð
fyrir 12 sellónemendur skólans.
Vetrarferðin (Winterreise) laga-
flokkur Schuberts verður á tón-
leikum í skólanum miðvikudaginn
11. maí kl. 20.30. Einn nemandi
skólans Oddur Sigurðsson, bassi,
syngur lagaflokkinn, við píanóið
verður Ragnar Björnsson. En
Oddur er nemandi Sigurðar Dem-
itz, sem og aðrir söngnemendur
skólans.
Einleikaratónleikar verða síðast-
ir í þessari tónleikaröð og verða í
skólanum föstudagskvöldið 13.
maí kl. 20.30. Allir tónleikarnir —
nema tónleikarnir á Kjarvalsstöð-
um — verða í tónleikasal skólans í
Ármúla 44 og eru öllum opnir án
endurgjalds.
í Nýja tónlistarskólanum eru
tæplega 300 nemendur, kennarar
eru 20, skólastjóri er Ragnar
Björnsson.
Klassísk húsgögn
vara, að eilífu
Borðstofu-
húsgögn
Borðstofu-
skápnr
í freysimiklu
úrviili
VORUM AD
TAKA UPP
NÝJA
SENDINGU
húsgögn
Langholtsve^i 111, Reykjavík. Símar 117010 — 071/M.
Bílasýning
laugardag og sunnudag
frá kl. 13- -17-
báða dagana.
Nú kynnum við allar gerðir af
SKDOI^ ásamt hinum
glæsilega nýja Skoda^APiD
Komið á staðinn, kynnist Skoda
og látið Halla svara öllum ykkar
spurningum.
Argerö’83 á ’82 verði
trá kr. 111.600.
gengi 01.04 '83.
JÖFUR
HF
Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Sími 42600