Morgunblaðið - 07.05.1983, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1983
ðllu góðu fólki skylt
að styrkja gott málefni
SATT (Samband alþýðutón-
skálda og tónlistarmanna) hefur
efnt til sýningar á myndlist t sam-
bandi við kaup á húsnæöi að
Vitastíg 3 hér í borg. Það er ætlun
þessa félagsskapar, aö þar veröi
bækistöð fyrir starfsemi þess, og
til að létta á húsakaupunum, hafa
tónlistarmennirnir fengið nokkra
myndlistarmenn til liðs við sig. Er
meiningin aö helmingur andvirö-
is seldra mynda á sýningu þeirri
sem nú stendur í Gallerí Lækjar-
torgi renni til fyrrnefndra húsa-
kaupa. Hér er því um samvinnu
aö ræða milli tveggja listgreina,
og er þaö í sjálfu sér ánægjulegt.
Greiösluskilmálar eru viö allra
hæfi á þessari sýningu, og ættu
menn að notfæra sér þau góðu
boð, sem þarna standa opin. All-
ar myndirnar eru til sölu og einn-
ig er eftirprentun númeruð og
árituð, sem gildir einnig sem
happdrætti og er vinningur
myndverk eftir einn af þeim, sem
sýna.
Þarna eru margir listamenn meö
verk sín, og kennir þar margra
grasa. Grafík, vatnslitamyndir,
teikningar, olíumálverk o.fl. Ég
nefni hér aöeins örfá nöfn þeirra
sem þekktastir eru: Ditere Roth,
Sigríður Björnsdóttir, Jóhann G.
Jóhannsson, Hringur Jóhannes-
son, Tarnus Einar Hákonarson og
Haukur Halldórsson. Marga fleiri
mátti upp telja, en látum þetta
nægja. Séð veröur af þessari upp-
talningu, aö þarna er nokkuö
ósamstæöur hópur á ferö, og auö-
vitað getur ekki annaö átt sér staö,
þar sem svo ólík llstaverk eru
hengd í ekki stærra húsplássi en
Gallerí Lækjartog er. En hver am-
ast viö slíku, þegar um er að ræða
gott málefni, sem margir taka
höndum saman um?
Þaö er oft þungur róðurinn hjá
listamönnum meö aö koma sér
— segir Valtýr
Pétursson,
myndlistargagn
rýnandi Morgun
blaðsins, um
sýningu SATT
í Gallery
Lækjartorgi
upp bækistöðvum, og vonandi ber
þessi tilraun nokkurn árangur.
Menn ættu að muna eftir því starfi,
sem listamenn leggja í þjóölíflö og
einnig gera sér grein fyrir, að oft á
tíöum fá þeir lítiö eöa ekkert fyrir
framlag sitt. Það er því skylt öllu
góöu fólki aö styrkja gott málefni,
ekki hvaö síst þegar skapandi
kraftar eiga í hlut, og ég er viss
um, aö margir eiga eftir aö leggja
sitt af mörkum, þegar þeir gera sér
Ijóst, hvert starf allir skapandi
listamenn stunda í þágu almenn-
ings.
Þaö gefst nú gott tækifæri til aö
sýna hug sinn i sambandi viö
þessa sýningu er nú stendur i Gall-
erí Lækjartorgi.
Plakatið sem gefið hefur verið út í tilefni sýningarinnar.
BARA-Flokkurinn
var frábær í Klúbbnum
— hljómsveitin þrýstir á nafnbótina „besta sveit landsins“
Þaö er orðið langt síðan maður
hefur skemmt sér jafn konung-
lega á tónieikum og með BARA-
flokknum frá Akureyri í Klúbbn-
um fyrir tveimur vikum. Skýringin
á drætti umfjöllunar um tónleik-
ana er sú, að umsjónarmaður síö-
unnar var í viku erlendis og því
ekki hægt að skýra frá þessum
merka viðburði fyrr en nú.
Vart veröur ofsögum sagt, aö
BARA-flokkurinn hefur aldrei verið
betri. Kemur þar aö mati Járnsíö-
unnar einkum tvennt til. Annars
vegar hefur söngur Ásgelrs Jóns-
sonar tekiö miklum framförum og
var hann þó góður fyrir, og hitt er
stökkbreyting í gítarleik Þórs
Freyssonar. Sannast sagna kom
hann mér hvaö eftir annaö stór-
kostlega á óvart á tónleikunum í
Klúbbnum. Kannski hefur hann
alltaf getaö þetta strákurinn, en ef
svo er þá var helvíti Ijótt af honum
aö leyna þessu svo lengi, sem raun
ber vitni.
Ekki er neinum blöðum um þaö
aö fletta, aö tónlist BARA-flokks-
ins hefur tekiö ansi miklum breyt-
ingum. Kom þaö best í Ijós þegar
gömlu góöu lögin voru látin fljóta
meö inn á milli annarra nýrri. Þá
veröur því ekki neitað, aö tónlistin
sver sig í síauknum mæli í ætt viö
tónlist David Bowies og kannski
var þaö einvöröungu til þess aö
taka af öll tvímæli um slíkt, aö
hljómsveitin lék iagiö Jean Genie
undir lokin. Hvaö sem hver segir,
þá voru þetta frábærir tónleikar
Noröanmannanna og sándið hjá
Bjarna var afbragð þótt sjálfur segi
hann þaö hafa veriö enn betra
kvöldiö áður á Borginni.
Q4U lék á undan BARA-
flokknum en áhorfendur voru telj-
andi á fingrum annarrar handar
þegar sveitin hóf leik sinn.
Frammistaöa hljómsveitarinnar
þetta kvöld sannfæröi mig enn
frekar um ágæti hennar og Ellý
undirstrikaöi einnig, að án hennar
væri hljómsveitin ekki mjög beys-
in. Söngur hennar mjög skemmti-
legur og blæbrigöaríkur og hún
notar ekki neina effekta til aö
koma sínu á framfæri. Þaö var
nokkuö, sem mig óraöi ekki fyrir.
— SSv.
BARA-flokkurinn sýndi sínar allra bestu hliðar í Klúbbnum fyrir hálfum
mánuði.
Megas alias Magnúa Þór Jónsson ésamt frauku sinni.
Meistari Megas vaknar
til lífsins á nýjan leik
Meistari Megas hefur ekki látið
á sér kræla um margra ára skeið,
enda haldið sig fjarri glys og
glaumi tónlistarlífsins að mestu.
Aödáendur hans geta nú fariö aö
búa sig undir glaðning af hans
hálfu, því hann kemur fram á
sólóplötu Tolla Morthens, sem
ráðgert er að komi út einhvern
tíma á næstu vikum.
Ef marka má þau lög, sem
Járnsíöan hefur fengiö aö heyra
meö Megasi, hefur hann engu
gleymt og skilar sínu óborganlega
eins og hans er von og vísa. Þá
hefur Járnsíöan einnig fregnað, aö
Megas kunni aö skjóta upp kollin-
um á nýrri sólóplötu Bubba Morth-
ens, sem kemur út innan skamms,
en slíkt hefur ekki veriö staöfest.
Einar í kreistingssólói á Melarokki.
Einar Jónsson
gengurí
Start-flokkurinn hefur á ferli
sínum orðið fyrir nokkrum breyt-
ingum og nú hefur enn nýr meö-
limur gengið til liðs viö sveitina.
Eðvarð Lárusson, fyrrum gítar-
leikari Skagasveitarinnar Tíbrár,
hefur nú sagt skiliö við Pétur
Kristjánsson og co., og hyggst
hvíla sig um stund.
I hans staö hefur Einar Jónsson,
fyrrum driffjööur í Þrumuvagnin-
Start
um, verið ráðinn. Einar hefur haft
hljótt um sig allt frá því Þrumu-
vagninn missti öll hjólin undan sér
í haust, en ekki setiö aögeröarlaus.
Tímann hefur hann notaö til
upptöku á eigin efni og hefur
Járnsíöan fengiö aö heyra hvaö er
á feröinni. Er ekki ofsagt, aö þar sé
á feröinni verulega athyglisvert
efni.